Morgunblaðið - 18.09.2021, Síða 32

Morgunblaðið - 18.09.2021, Síða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021 Nýjar tölur Hagstof- unnar um sölu elds- neytis hér landi boða ekki góð tíðindi um þróun losunar koltví- sýrings frá umferðinni. Í alþjóðasamhengi er hún á ábyrgð íslenskra stjórnvalda sem eru búin að setja sér metn- aðarfullt markmið um 55% samdrátt fram til 2030. Orkuskipti í samgöngum hafa fengið mikla athygli að undanförnu og stjórnvöld hafa reynt að ýta undir þau með því að hvetja til kaupa á öku- tækjum sem nýta aðra orkugjafa en kolefnaeldsneyti og þau hafa einnig veitt styrki til þess að byggja hleðslu- stöðvar til að auðvelda för þeirra öku- tækja sem eru knúin rafmagni. Þrátt fyrir mikla sölu á bifreiðum sem eru knúnar rafmagni að hluta eða öllu leyti eru þeir enn innan við 6% fólks- bílaflotans. Nær öll ökutæki sem not- uð eru í atvinnuskyni eru knúin dísel- olíu. Á vef Samgöngustofu kemur fram að fólksbílum í umferð hafi fækkað um 2% árið 2020 miðað við árið á undan. Fækk- un bílaleigubíla á ein- hvern þátt í því en þeim fækkaði raunar meira en sem nemur fækkun í fólksbílaflotanum. Til 25. ágúst í ár hafa verið skráðir 10.300 fólksbílar sem mundu bæta 4,7% við bílaflotann ef engir bílar væru teknir úr um- ferð. Vegagerðin fylgist með umferðinni og tölur hennar á vef stofnunarinnar sýna að eftir að umferð á höfuðborgarsvæð- inu hafði dregist saman um 10% frá 2019 til 2020 fór hún að taka kröft- uglega við sér á öðrum ársfjórðungi í ár. Til loka júlí er gróft mat stofn- unarinnar að umferð sjö fyrstu mán- uði ársins hafi aukist um rúmlega 6% frá sama tímabili árið á undan. Um- ferð á höfuðborgarsvæðinu fylgir hagsveiflunni mjög nákvæmlega en Vegagerðin metur það svo að í ár muni umferðin aukast meira en sem nemur hagvexti. Það eitt og sér er áhyggjuefni hvort sem það leiðir til meiri losunar koltvísýrings eða ekki. Aukinn fjöldi fólksbíla sem notar ekki kolefnaeldsneyti er skref í þá átt að draga úr losun. Hins vegar vega slík ökutæki svo lítið í heildarlosun ökutækja að þess sjást tæpast merki fram til þessa. Þetta sýna tölur Hag- stofunnar um sölu eldsneytis. Ég hef umbreytt sölutölunum í losun koltví- sýrings og notað við það viðmið gefið út af auðlindaráðuneyti Kanada fyrir bensín annars vegar og díselolíu hins vegar. Miðað er við að allt selt elds- neyti hafi verið notað. Niðurstöður útreikninganna eru sýndar á með- fylgjandi mynd. Losun koltvísýrings vegna brennslu á bensíni hafði verið á hægu undanhaldi frá 2016 til 2019, samtals um 11% og tók svo dýfu 2020. Losun vegna brennslu á díselolíu var hins vegar nokkurn veginn óbreytt og dróst þó saman um tæplega 6% árið 2020. Árið í ár eykst svo losunin aftur; um 15% vegna brennslu á bensíni en um nær 28% í díselolíu. Eins og sést á myndinni hefur losun vegna brennslu díselolíu aldrei verið meiri á hálfu ári en í ár. Eins og myndin sýnir vegur díselolía mun þyngra en bensín í heildarlosun vegna ökutækja. Á þeim tíma sem myndin nær yfir hefur hlut- ur bensíns í losun vegna eldsneytis sem selt er á bensínstöðvum lækkað úr tæpum helmingi niður í rétt rúman þriðjung. Tólf mánaða losun hafði far- ið lækkandi frá miðju ári 2018 til síð- ustu áramóta um samtals 23% en hef- ur vaxið um 11% síðan þá. Þarna er það brennsla díselolíu sem er að- alsökudólgurinn og það er vandséð hvernig á að koma böndum á þá losun nema með umtalsverðum orkuskipt- um í flutningum bæði á vörum og fólki. Af þessu sést að þrátt fyrir hvata til orkuskipta sem þó ná í raun ein- ungis til fólksbíla er langt í land að markmiðum stjórnvalda um samdrátt í losun verði náð. Þau eru raunar að fjarlægjast um þessar mundir og vegna sterks samspils hagvaxtar og losunar sem ekki virðist vera að losna um er hætt við því að ef svo heldur sem virðist horfa í efnahagsmálum muni þessi losun frekar aukast á næstu árum en að úr henni dragi. Mikilli umferð, einkum á höfuðborg- arsvæðinu, fylgja svo aðrar auka- verkanir en losun en það er önnur saga. Allt upp í loft Eftir Sigurð Guðmundsson Sigurður Guðmundsson » Losun vegna brennslu á eldsneyti nær nýjum hæðum. Höfundur er skipulagsfræðingur. sigurdur.gudmundsson@forrad.is Losun koltvísýrings frá seldu eldsneyti á fyrri árshelmingi 2016 - 2021 Heimild: Hagstofa Íslands og eigin útreikningar 0 20.000 40.000 60.000 80.000 100.000 120.000 2016 2017 2018 2019 2020 2021 To n n C O 2 Bensín Díselolía Ríkisstjórn Íslands samþykkti 1997 að skipa vinnuhópa til „að leggja mat á og flokka virkjunarkosti, jafnt vatnsafls og háhita, meðal annars með til- liti til orkugetu, hag- kvæmni og annars þjóðhagslegs gildis, samhliða því að skil- greina, meta og flokka áhrif þeirra á náttúrufar, náttúru- og menningarminjar svo og á hags- muni allra þeirra sem nýta þessi sömu gæði.“ Skipað var í faghópa 1999 og skiluðu þeir tillögum um röðun virkjanakosta 2003. Því miður var lítið gert með niðurstöður þeirr- ar vinnu (1. áfanga) og lýsti Val- gerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra því yfir að þarna væri um bráðabirgðaniðurstöður að ræða. Í 2. áfanga rammaáætlunar var farið af stað 2004 með flesta þá virkjanakosti sem komu til álita í 1. áfanga auk fjölmargra annarra. Faghópar unnu á sviði náttúru og menning- arminja; útivistar, ferðaþjónustu og hlunninda; efnahags- legra og félagslegra áhrifa virkjana; og hag- kvæmni þeirra. Þeir lögðu niðurstöður sínar fyrir verkefnastjórn Rammaáætlunar og skilaði hún flokkun virkjanakosta til iðn- aðarráðherra og um- hverfisráðherra. Með- an faghópar unnu sína vinnu skerpti Alþingi á náttúruverndarsjón- armiðum í breytingum á lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýting- aráætlun. Markmið laganna er „að tryggja að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti bygg- ist á langtímasjónarmiðum og heild- stæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hag- kvæmni og arðsemi ólíkra nýting- arkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.“ Lögð fram þingsályktunartillaga sem var að miklu leyti samhljóma tillögum verkefnastjórnar rammaáætlunar og var hún samþykkt í janúar 2013. Þar lentu 14 svæði í virkjanaflokki, 31 í biðflokki, sem þarf að skoða bet- ur eða afla frekari upplýsinga um, og 20 í verndarflokki. Skipuð var sérfræðinganefnd til að fara yfir að- ferðafræði starfshópa rammaáætl- unar og skilaði hún niðurstöðu til ríkisstjórnarinnar síðla árs 2013. Störf faghópa vegna 3. áfanga hófst í mars 2013. Þar voru lögð fyr- ir fjölmörg svæði, sum þeirra úr bið- flokki 2. áfanga. Í þeirri vinnu voru margir af sömu sérfræðingum sem unnið höfðu fyrir 2. áfanga auk margra nýrra sérfræðinga. Má segja að þarna hafi verið samankom- inn lunginn af helstu sérfræðingum á Íslandi á fræðasviðum faghóp- anna. Unnið var samkvæmt sömu aðferðafræðinni, sem hafði fengið já- kvæða umsögn af skipuðum starfs- hópi ríkisstjórnarinnar og einnig af sérfræðingi frá Landsvirkjun og er- lendum vísindamönnum. Nið- urstöðum 3. áfanga var skilað til um- hverfis- og auðlindaráðherra í ágúst 2016. Þar var bætt við 8 virkj- anakostum, 10 landssvæðum í verndarflokk og 10 í biðflokk. Nið- urstöðurnar voru kynntar um allt land og fóru til umsagnar hjá hags- munaaðilum. Tveir ráðherrar um- hverfis- og auðlindamála lögðu fram þingsályktunartillögu um niðurstöð- urnar, Sigrún Magnúsdóttir og Björt Ólafsdóttir, en skammt var til kosninga þegar Sigrún lagði fram tillöguna og ríkisstjórnin sprakk fljótlega eftir að Björt lagði hana fram. Þegar ný ríkisstjórn var mynduð 2017 var gert ráð fyrir að þings- ályktunartillagan yrði lögð aftur fram á Alþingi, annaðhvort óbreytt eða með breytingum. Það var ekki gert, og er það eingöngu umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundi Guðbrandssyni, að kenna. Gerði hann með því lítið úr þeirri miklu vinnu sem fremstu vísindamenn þjóðarinnar höfðu unnið við flokkun virkjanakosta. Einnig tafðist að leggja fram nýja kosti til skoðunar fyrir 4. áfanga rammaáætlunar og verður að skrifa það á ráðuneyti um- hverfis- og auðlindamála eða ráð- herrann. Niðurstaðan var sú, að þegar þingsályktunartillaga um virkjanakosti í 3. áfanga var lögð fram voru aðeins nokkrar vikur til þingloka og kosningar í nánd og því má segja að um málamyndagjörning hafi verið að ræða hjá Guðmundi Guðbrandssyni ráðherra. Einnig var vinnan í 4. áfanga um margt undir mikilli tímapressu og fór allt of seint af stað vegna seinagangs ráð- herrans. Af þessu má draga þá ályktun að alþingismenn brugðust hlutverki sínu í þessari miklu vinnu. Sam- kvæmt lögum áttu þeir að ræða til- lögur verkefnisstjórnar rammaáætl- unar og komast að niðurstöðu. Tillögur verkefnisstjórnar voru ekki ræddar á Alþingi og málið var ekki útkljáð með samþykkt þingsálykt- unartillögu. Einnig var brugðið fæti fyrir vinnu í 4. áfanga rammaáætl- unar. Hins vegar er öllum ljóst sem til þekkja að aðferðafræði vísinda- manna stenst alla skoðun og nið- urstöðurnar eru fengnar með við- urkenndum vísindalegum aðferðum. Hvað fór úrskeiðis? Eftir Gísla Má Gíslason »Hvað fór úrskeiðis með rammaáætlun um verndun og nýtingu landssvæða m.t.t. virkj- anakosta? Gísli Már Gíslason Höfundur er prófessor emeritus í líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Ís- lands og vann í náttúrufarsfaghópi í 1., 2. og 3. áfanga rammaáætlunar. gmg@hi.is Árið 2014 skýrði BBC frá sérstökum málaferl- um. Lögfræðingar ákærðu áfengissjúka móður stúlkubarns og kröfðust bóta fyrir heilaskaðann, sem móð- irin olli dótturinni í móð- urkviði. Dómarinn sýkn- aði móðurina með þeim rökum, að til að unnt væri að skilgreina glæp þyrfti að eiga sér stað „íþynging við alvarlegan skaða á einstaklingi – al- varlegur skaði á fóstri ætti þar ekki við“. Kvenfrelsunarfrömuðurnir Re- becca Schiller og Ann Marie (Bradley) Furedi (f. 1960) töldu dóminn við- brigðamikilvægan fyrir frelsi mæðra. Sú síðarnefnda sagði m.a.: „Upp- kvaðning dómsins er mikilvæg fyrir konur hvarvetna. … Æðstu dómstólar í Sameinaða konungsríkinu (UK) hafa viðurkennt rétt kvenna til að ákvarða sjálfar um þungun sína.“ Rebecca þessi er meðstofnandi „Fæðing- arréttar“ (Birthright), félagsskapar, sem berst fyrir mannréttindum við fæðingar. Ann Furedi var aðalframkvæmda- stjóri hinnar „Bresku ráðgjafarþjónustu við meðgöngu“ (British Pregnancy Advisory Service) Móðurkviðurinn er hvergi nærri sæluver- öld öllum fóstrum. Samkvæmt nýlegri skýrslu frá landlækn- isembætti Bandaríkja Norður-Ameríku (BNA), þar sem dregnar eru saman helstu stað- reyndir um reykingar mæðra á með- göngu, þ.e. um fjórðungs mæðra, geta reykingar haft skaðvænlegar afleið- ingar fyrir fóstrið eða barnið. T.d. óeðlilegan vefjaþroska við fæðingu (lága fæðingarþyngd) og alvarlega fæðingargalla. Embættið bendir einn- ig á að reykingar mæðra verði um eitt þúsund reifabörnum í BNA að fjör- lesti árlega. Þar af eru um fjörutíu af hundraði dauðsfalla flokkuð sem vöggudauði eða heilkenni skyndilegs andláts hvítvoðungs (sudden infant death syndrome). Þar að auki er sér- stök hætta á fósturláti, ótímabærri fæðingu, fæðingu andvana barns og höfuðsmæð. Um sjö þúsund börn í BNA fæðast með skarð í vör (oral cleft) eða holgóm (cleft palate), sem rakið er til reykinga mæðra þeirra. Hvort tveggja kann að hafa í för með sér erfiðleika með inntöku fæðu, eyrnabólgu, heyrnarskerðingu, ta- lörðugleika og tannvanda. Óhóflega neysla lyfseðilsskyldra lyfja, þ.e. lög- legra efna, þar með talin þunglynd- islyf, er einnig þekkt fósturmeiðandi hegðun mæðra. Hún er svo algeng að í BNA er stundum talað um þjóð- arheilbrigðisvanda – og ekki að ósekju. Á þriðja tug þúsunda nýbura þjást af þessari fíkn mæðra sinna, þ.e. þjást af því, sem kallað er heil- kenni fráhvarfseinkenna nýbura (neonatal abstinence syndrome - neonatal withdrawal syndrome). Þessi fjöldi samsvarar því að um tvö börn á hverri klukkustundu hljóti slík örlög. Einstök einkenni geta verið m.a.: vandræði með svefn og andar- drátt, niðurgangur, uppsölur, aukinn hjartsláttur, skerandi grátur, skjálfti og skert fæðuinntaka. Það kveður svo rammt að þessu að fjöldi krílanna fjór- faldaðist á árabilinu 2004 til 2013, sem endurspeglaðist í sjöföldun innlagna á bráðadeildir fyrir nýbura. Neysla ólöglegra fíkniefna (drug abuse) er býsna algeng. Í BNA segj- ast – samkvæmt lyfjastofnun í þvísa landi (National Institute on Drug Abuse) – tæpar tuttugu milljónir kvenna eða rúm fimmtán af hundraði hafa neytt fíkniefna síðasta árið. Sú tala felur reyndar einnig í sér mis- notkun lyfseðilsskyldra lyfja. Sá hóp- ur kvenna er talinn um átta og hálf milljón eða 6,6 af hundraði kvenna. Þetta á við um konur, átján ára og eldri, ári áður en rannsóknirnar voru gerðar. Á árabilinu 1999 til 2014 fjór- faldaðist fjöldi fæðandi fíkniefna- mæðra (opioid use disorder). Stofn- unin minnir á að „[f]lest lyf, þar með talin ópíöt [deyfandi og kvalastillandi lyf] og örvunarlyf (stimulants), geti haft skaðleg áhrif á hið ófædda barn. Neysla nokkurra efna getur aukið lík- ur á fósturláti og valdið heilakveisu (migraine – mígreni), krömpum og háum blóðþrýstingi móður, sem geta haft áhrif á fóstur hennar“. Einnig bendir stofnunin á að „áhætta á and- láti barns við fæðingu sé tvisvar til þrisvar sinnum meiri hjá mæðrum, sem reykja tóbak eða hamp (mari- juana), taka verkjalyf eða neyta ólög- legra lyfja meðan á meðgöngu stend- ur“. Óhófleg áfengisneysla móður er skeinuhætt fóstri – barni – hennar og getur leitt til skelfilegra afleiðinga fyrir afkvæmið; áfengiseitr- unarheilkennis fósturs (foetal alcohol syndrome - fetal alcoholic syndrome - foetal alcohol spectrum disorder), sem tekur til margvíslegra þroska- skerðinga. Tæplega fimm af hundraði mæðra í BNA eru greindar með áfengissýki. Kannanir úr álfu þeirri sýna að um tíu af hundrað mæðrum drukku áfengi í þeim mánuði, sem könnun var gerð, en hins vegar höfðu tuttugu til þrjátíu af hundraði drukkið á með- göngu. Í BNA fæðast árlega fimm til tólf þúsund börn vegna áfengiseitr- unar í móðurkviði. Dæmigerð ein- kenni: Afbrigðilegir drættir í andliti, lítið höfuð, hamlaður vöxtur, ónóg þyngd, skert samhæfing hreyfinga, ofvirkni, athyglisbrestur, minnisleysi, námsörðugleikar, skertur málþroski, greindarskerðing, dómgreind- arskortur, svefnvandamál, brengluð sogþörf, skert sjón eða heyrn, brengl- un í starfsemi hjarta, nýrna eða beina. Til viðbótar þeim fóstrum, sem týna lífinu í móðurkviði, er um níu hundrað þúsund fóstrum eytt í BNA árlega. Forlögin mótast í móðurkviði Eftir Arnar Sverrisson »Óábyrgt líferni mæðra á meðgöngu veldur fóstrum og börnum stundum alvarlegu heilsu- tjóni. Um lýðheilsuvanda gæti verið að ræða Arnar Sverrisson Höfundur er ellilífeyrisþegi. arnarsverrisson@gmail.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.