Morgunblaðið - 18.09.2021, Side 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021
Ég hef alltaf dáðst að
því fólki sem helgar
ævi sína því að lækna
fólk og hjúkra. Við
megum sem þjóð vera
afskaplega þakklát fyr-
ir allt það fólk sem fet-
ar þessa braut. Við höf-
um líklega aldrei
fundið jafn sterkt fyrir
því hvað við eigum gott
heilbrigðiskerfi og á
þessum þungu mán-
uðum sem heimsfarald-
urinn hefur ásótt okk-
ur. Heilbrigðis-
starfsfólk hefur staðið
sig með eindæmum vel
þrátt fyrir mikið álag.
Við viljum blandað
kerfi opinbers
rekstrar og einka-
rekstrar
Við í Framsókn er-
um fylgjandi því að
heilbrigðiskerfið sé heilbrigð blanda
af opinberum rekstri og einka-
rekstri. Ég heyri raddir um mik-
ilvægi blandaðs kerfis, ekki síst inn-
an úr heilbrigðiskerfinu sjálfu. Það
er erfitt að setja sig í spor þeirra sem
alla daga vinna með líf fólks í hönd-
um sínum. Það hlýtur að vera mikið
álag á líkama og sál að vinna í svo
miklu návígi við erfiða sjúkdóma og
afleiðingar slysa. Þess vegna er mik-
ilvægt að kjör heilbrigðisstarfsfólks
séu góð og stytting vinnuvikunnar sé
raunveruleg. Hluti af því að bæta að-
stæður er að kerfið sé blandað.
Heildstæð og framsýn stefna
Ég heyri andstæðinga þess að við
byggjum upp sterkt blandað kerfi
opinbers rekstar og einkarekstrar
oft segja að það sé ekki eðlilegt að
stóra sjúkrahúsið okk-
ar sé með erfiðu að-
gerðirnar en á einka-
reknu stofunum séu
einfaldari og „léttari“
aðgerðir. Framleiðnin
(þótt mér þyki alltaf
erfitt að tala um fram-
leiðni þegar rætt er um
líf fólks og heilsu) verði
meiri og því mögulega
meiri velta. Eitt af
verkefnum næstu
ríkisstjórnar er að
leiða saman fulltrúa
heilbrigðisstétta, sér-
fræðinga, frjálsra
félagasamtaka og
þeirra sem nota þjón-
ustu spítalanna til að
móta heildstæða og
framsýna stefnu þegar
kemur að heilbrigði
þjóðarinnar.
Hugsum um heilsu
þjóðarinnar
Við í Framsókn vilj-
um fjárfesta í heil-
brigði. Í því felst að auka verður
áherslu á forvarnir, geðheilbrigði og
hreyfingu. Við þurfum að búa til þær
aðstæður og hvatningu að fólk hugsi
um heilsu sína og þannig minnka
álagið á sjúkrahúsin þegar líður á
ævina.
Heilsan er það dýrmætasta sem
við eigum. Því er mikilvægt að hver
og einn sé meðvitaður um heilsu
sína. Meiri áhersla á forvarnir og
fræðslu er fjárfesting sem skilar sér
í auknum lífsgæðum einstaklingsins
og minna álagi á sjúkrastofnanir.
Með þessi áherslumál óskum við í
Framsókn eftir stuðningi í kosning-
unum 25. september næstkomandi.
Eftir Sigurð Inga
Jóhannsson
» Við í Fram-
sókn erum
fylgjandi því að
heilbrigðiskerf-
ið sé heilbrigð
blanda af opin-
berum rekstri
og einkarekstri.
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Höfundur er formaður Framsóknar
og samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðherra.
Fjárfestum í heil-
brigði þjóðarinnar
Sóknarfærin til
bættra lífsgæða lands-
manna felast í leiðum
til að auka stöð-
ugleika. Stöðugt
starfsumhverfi er lyk-
illinn að samkeppn-
ishæfu atvinnulífi en
samkeppnishæfni er
nokkurs konar heims-
meistaramót þjóða í
lífsgæðum. Atvinnulíf sem býr við
stöðugleika er best til þess fallið að
skapa störf og verðmæti fyrir fólk-
ið í landinu. Með stöðugu starfsum-
hverfi skapast skilyrði til aukinna
fjárfestinga, framleiðnivaxtar og
hagvaxtar til lengri tíma. Stöð-
ugleikinn skapar fyrirsjáanleika og
eykur fjárfestingu í þáttum sem
auka framleiðni. Spurningin um
hvernig við sköpum stöðugt starfs-
umhverfi er því spurningin um
hvernig við aukum lífsgæði til
framtíðar.
Í nýrri könnun sem gerð var
meðal stjórnenda iðnfyrirtækja
kemur fram að 98% þeirra segja að
stöðugt starfsumhverfi skipti miklu
máli fyrir rekstur þeirra fyrirtækja
og sama hlutfall segir að næsta rík-
isstjórn eigi að leggja mikla
áherslu á stöðugleika í starfsum-
hverfi íslenskra fyrirtækja. Þetta
háa hlutfall undirstrikar mikilvægi
stöðugleika fyrir samkeppnishæfni
atvinnulífsins og getu þess til að
skapa störf og verðmæti.
Stöðugleikinn sem stjórnendur
fyrirtækja sækjast eftir er fjöl-
þættur. Krafan um stöðugleika fel-
ur m.a. í sér að hagsveiflur séu
ekki miklar, verðbólga lág og gengi
gjaldmiðilsins stöðugt. Einnig er
krafan sú að vinnumarkaðurinn sé
stöðugur, í landinu sé pólitískur
stöðugleiki og laga- og reglugerð-
arumhverfi sé stöðugt. Víðtækur
stöðugleiki er því forsenda blóm-
legs atvinnulífs. Fullyrða má að
starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja
hafi ekki verið stöðugt í gegnum
tíðina þó að með bættri hagstjórn
hafi dregið úr óstöðugleikanum. Til
að ná fram stöðugleika er mik-
ilvægt að hagstjórnartækjum sé
beitt með samstilltum og réttum
hætti. Má segja að í undanfarinni
niðursveiflu hafi þetta tekist betur
en oft áður. Góð skuldastaða hins
opinbera ásamt verðbólguvænt-
ingum við markmið Seðlabankans
hafa gefið bæði hinu opinbera og
Seðlabanka tækifæri til að beita
opinberum fjármálum og peninga-
málum af þunga til að vinna gegn
niðursveiflunni.
Þó hagstjórnin undanfarið hafi
verið betri en oft áður stendur eftir
sú staðreynd að hagkerfið er að
koma út úr einni mestu nið-
ursveiflu sögunnar sem reynt hefur
verulega á viðnámsþrótt atvinnu-
lífsins. Í mótvægisaðgerðum hafa
því miður ekki allir hagstjórnarað-
ilar gengið í takt. Má þar nefna
skort á lóðaframboði að hálfu
sumra sveitarfélaga sem þrýstir
verðbólgu og vöxtum upp um þess-
ar mundir. Einnig má nefna launa-
hækkanir hjá hinu opinbera sem á
tímabili núverandi lífskjarasamn-
inga hafa verið langt umfram
einkageirann.
Undanfarin niðursveifla undir-
strikar mikilvægi fjölbreytts efna-
hagslífs fyrir stöðugleikann. Hag-
kerfi sem byggir á fáum atvinnu-
greinum er líklegra til þess að
verða fyrir sveiflum. Auka má stöð-
ugleikann með því að fjölga stoðum
gjaldeyrisöflunar. Í því ljósi er afar
jákvætt að sjá vöxt hugverkaiðn-
aðar um þessar mundir. Sú grein
er orðin ein af fjórum meginstoðum
gjaldeyristekna þjóðarbúsins og
gæti orðið sú öflugasta ef stjórn-
völd kjósa svo. Á undanförnum ár-
um hafa stjórnvöld stigið stór skref
til að efla hvata og skilyrði til ný-
sköpunar. Mikilvægt er að næsta
ríkisstjórn haldi áfram á þeirri
braut.
Eftir fáeina daga er gengið til al-
þingiskosninga. Átta af níu flokk-
um sem tóku þátt í kosningafundi
SI svöruðu könnun sem sneri að
þeim þáttum sem mest áhrif hafa á
samkeppnishæfni fyrirtækja.
Áhugavert og jákvætt er að allir
átta flokkarnir sem svöruðu könn-
uninni áforma að skapa stöðugleika
í starfsumhverfi fyrirtækja á næsta
kjörtímabili. Þessir flokkar eru
Flokkur fólksins, Framsókn, Mið-
flokkurinn, Píratar, Samfylking,
Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og VG.
Stjórnendur íslenskra iðnfyr-
irtækja vilja stöðugleika. Það eru
skýr skilaboð til næstu rík-
isstjórnar. Með aðgerðum sem
auka stöðugleika efla stjórnvöld
samkeppnishæfni atvinnulífsins,
framleiðni eykst og efnahagsleg
lífsgæði landsmanna batna. Látum
næsta kjörtímabil verða tíma stöð-
ugleika.
Eftir Árna Sig-
urjónsson og Sigurð
Hannesson
» Atvinnulíf sem býr
við stöðugleika er
best til þess fallið að
skapa störf og verðmæti
fyrir fólkið í landinu.
Árni Sigurjónsson
Árni er formaður Samtaka iðnaðar-
ins, Sigurður er framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins.
Skýr skilaboð um stöðugleika
Sigurður Hannesson
Á kjördag blasa við
tveir skýrir valkostir.
Samtíningur margra
flokka með ævintýra-
legan útgjaldalista á
kostnað almennings
eða öflug ríkisstjórn
sem hefur styrk og
burði til að leysa
áskoranir til framtíðar
og viðhalda efnahags-
legum stöðugleika.
Kosningarnar snúast öðru fremur
um eftirfarandi mál og valið snýst
um hverjum er treystandi fyrir
þeim.
1. Lægri skattar tryggja
betri lífskjör
Það skiptir heimilin öllu að við
varðveitum stöðugleika og lága
vexti. Til þess þarf áfram að reka
ábyrga ríkisfjármálastefnu. Skattar
munu áfram lækka undir forystu
Sjálfstæðisflokksins og ráðstöf-
unartekjur fólks aukast.
Skattkerfið á ekki að refsa dug-
legu og framtakssömu fólki, það á
að njóta eigin uppskeru. Á vefnum
skattalækkun.is geta allir slegið inn
sín laun og séð hverju munar um
skattalækkanir síðustu ára.
Með lægri sköttum verður at-
vinnulífið sterkt, nýsköpun heldur
áfram að blómstra og atvinnuleysi
heldur áfram að minnka.
Fjölflokka ríkisstjórn af vinstri
vængnum mun hækka skatta og
safna skuldum til að borga fyrir
óábyrgan loforðalista sem engin
innistæða er fyrir. Við þurfum að
gæta hófs í útgjöldum og gæta þess
að velta ekki lífskjörum okkar í dag
á herðar komandi kynslóða með
óábyrgri skuldasöfnun.
Sterkur ríkissjóður
getur hjálpað fólki og
fyrirtækjum í mótbyr
eins og liðið ár sannar,
skuldsettur ríkiskassi
gerir það ekki.
2. Olía út og
rafmagn inn
Rafvæðing bílaflot-
ans hefur gengið von-
um framar og árangur
Íslands orðinn næst-
bestur í heimi. Við ætl-
um að ganga lengra og verða fyrst
þjóða óháð olíu.
Íslendingar sýndu að þeir geta
lyft grettistaki í orkuskiptum með
hitaveituvæðingu 20. aldar, þar sem
við bundum nær alfarið enda á olíu-
notkun til húshitunar. Kolamökk-
urinn hvarf, kolakjallararnir tæmd-
ust og kolabílarnir hurfu.
Á sama hátt getum við losað okk-
ur við gulu slikjuna yfir höfuðborg-
arsvæðinu, breytt bensínstöðvum í
spennandi þróunarland og síðast en
ekki síst; hætt að eyða tugum millj-
arða í innflutta olíu.
Allt er þetta raunhæft, en ef okk-
ur er alvara með að ráðast til atlögu
við loftslagsvána þarf okkur líka að
vera alvara með að sækja innlenda
orku. Flokkar sem loka augunum
fyrir því og setja mest púður í að
haka í box á eyðublöðum munu ekki
ná raunverulegum árangri.
Fjölflokka ríkisstjórn án Sjálf-
stæðisflokks hvorki vill né ræður
við verkefnið.
3. Heilbrigðiskerfi fyrir
fólkið, ekki fólk fyrir kerfið
Fólk á að fá nauðsynlega heil-
brigðisþjónustu óháð efnahag. Við
eigum vel fjármagnað og öflugt
heilbrigðiskerfi og framlögin hafa
stóraukist undanfarin ár.
Við ætlum að gera enn betur og
taka upp nýja þjónustutryggingu.
Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjón-
ustu óháð rekstrarformi og loforð
um þjónustu innan 90 daga.
Þannig einblínum við á að góð
þjónusta standi öllum til boða, en
festumst ekki í rörsýn á að opinber
starfsmaður veiti hana. Við eigum
skýrar fyrirmyndir annars staðar á
Norðurlöndum og Sjálfstæðisflokk-
urinn lagði grunn að vegferðinni í
heilbrigðisráðuneytinu á sínum
tíma.
Í lausnum á borð við íslenskt
frumkvöðlastarf í fjarheilbrigð-
isþjónustu liggja svo gríðarleg
tækifæri í að bæta þjónustuna og
færa hana enn nær fólki um allt
land.
Raunverulegur árangur næst
ekki undir forystu flokka sem hafa
enga stefnu aðra en að kalla á sí-
fellt meiri peninga, óháð útkom-
unni. Undir forystu Sjálfstæð-
isflokksins verður kerfið til fyrir
fólkið, en ekki fólkið fyrir kerfið.
Ísland er land tækifæranna
Við höfum fulla ástæðu til bjart-
sýni og horfurnar eru góðar. Ísland
hefur farið betur í gegnum erfiða
tíma en flest ríki og það gerðist
ekki af sjálfu sér. Atvinnuleysi fer
hríðlækkandi. Atvinnulífið styrkist
á ný. Lífskjör okkar eru betri þrátt
fyrir Covid. Skattar hafa lækkað og
kjör heimilanna stórbatnað fyrir
vikið. Útflutningur á hugviti hefur
margfaldast og ný störf orðið til.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið
burðarás í ríkisstjórn sem stóðst
þrekprófið.
Við erum á réttri leið og á næstu
fjórum árum getum við vaxið, tekið
risastór skref í loftslagsmálum með
grænu orkubyltingunni, byggt upp
okkar dýrmæta velferðarkerfi og
fjárfest í fólki og hugmyndum.
Þetta mun gerast ef Sjálfstæðis-
flokkurinn er í ríkisstjórn.
Um þetta snúast kosningarnar
Eftir Bjarna
Benediktsson
Bjarni Benediktsson
» Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur verið
burðarás í ríkisstjórn
sem stóðst þrekprófið.
Höfundur er formaður
Sjálfstæðisflokksins.
Morgunblaðið/Hari
Tækifæri „Við höfum fulla ástæðu til bjartsýni og horfurnar eru góðar.“