Morgunblaðið - 18.09.2021, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021
kom á ágústfundi menningar- og at-
vinnuráðs.
- - -
Ljósanæturhátíðin hefur
gjarnan verið nefnd hátíð verslunar-
eigenda, þar sem ein mesta stemn-
ing hátíðarinnar hefur verið að
ganga á milli verslana og hótela,
skoða listsýningar og viðburði og
versla í leiðinni. Verslunareigendur
sáu sér leik á borði og auglýstu til-
boð á haustdögum sem haldnir voru
„ljósanæturdagana“.
- - -
Íbúar og gestir nýttu sér það
vel og góð stemning myndaðist í
bænum. Veitingahús voru þéttsetin
og verslanir buðu tilboð og sumar
upp á viðburði sem þegin voru með
þökkum, enda fólk farið að þyrsta í
skemmtilegheit eftir erfið tímabil
kórónuveirufaraldurs. Tónlistar-
maðurinn Kahnin, Guðmundur Jens
Guðmundsson, hélt uppi merkjum
Heimatónleika, sem blásnir voru af,
með tónleikum í bakgarði í gamla
bænum innan samkomutakmarkana.
- - -
Tveir risar í atvinnulífinu á Suð-
urnesjum fagna nú afmælum með
sýningum í Duus Safnahúsum. Fjöl-
miðlafyrirtækið Víkurfréttir átti 40
ára afmæli árið 2020 en vegna áður-
nefnds faraldurs var lítið hægt að
gera. Fyrr í þessum mánuði var opn-
uð ljósmyndasýning í Bíósal þar sem
fólk á Suðurnesjum er í brennidepli
á fyrsta áratug núverandi eigenda
blaðsins, 1983-1993. Stefnan er sett
á stærri sýningu síðar.
- - -
Kaupfélag Suðurnesja á 75
ára afmæli á árinu og var í sumar
opnuð sýning í Stofunni í samstarfi
við Byggðasafn Reykjanesbæjar.
Saga kaupfélaganna á Íslandi hefur
ávallt verið samofin sögu byggð-
arlaga og það á ekki síður við um
Kaupfélag Suðurnesja sem hefur
verið einn máttarstólpanna í at-
vinnulífinu á svæðinu. Sýningin
teygir sig út á Keflavíkurtún þar
sem nokkrum söguspjöldum hefur
verið komið fyrir. Það er því vel
hægt að frá brot af sögunni í göngu
um gamla bæinn.
- - -
Áhuginn á frisbígolfi hefur auk-
ist mikið í Reykjanesbæ á undan-
förnum misserum. Berglind Ás-
geirsdóttir, starfsmaður hjá
Reykjanesbæ og frísbígolfsdrottn-
ing, segir kórónuveirufaraldurinn
ekki síst hafa aukið áhugann þar
sem íþróttin krefst ekki mikillar ná-
lægðar og fólk hafi leitað í hentuga
afþreyingu og útiveru þegar aðrar
leiðir lokuðust.
- - -
En það er fleira sem kemur til.
„Íþróttin er ódýr, auk þess að vera
mjög skemmtileg og það er auðvelt
að ná tökum á henni, þótt auðvitað
taki mörg ár að verða með þeim
bestu,“ segir Berglind, sem talar af
reynslu. „Svo erum við með þrjá
glæsilega velli hér í Reykjanesbæ.“
Áhuginn jókst eftir að Frisbígolf-
félag Suðurnesja hóf störf, en félag-
ið stendur fyrir æfingum og hélt sitt
fyrsta Ljósanæturmót fyrr í þessum
mánuði í Njarðvíkurskógum.
- - -
Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra
og framkvæmdastjórum bæjarins að
leita leiða til að hagræða í rekstri.
Lagt er til að farið verði í gegnum
alla starfsemi bæjarfélagsins og til-
gangur, markmið og samfélagslegur
ávinningur af starfsemi allra eininga
verði skoðaður, „hvernig sá ávinn-
ingur birtist, hvernig hann er met-
inn og hvort og þá til hvaða hagræð-
ingaraðgerða megi grípa án
alvarlega afleiðinga fyrir íbúa“, eins
og segir í bókun bæjarráðs við um-
ræður um fjárhagsáætlun á fundi
ráðsins 2. september sl.
- - -
Bæjarbragurinn ber þess skýr
merki að kosningar eru á næsta leiti.
Margir flokkar eru með kosninga-
skrifstofur í bænum og myndir af
frambjóðendum og kosningaslagorð
skreyta bæinn. Tveir Reykjanesbæ-
ingar eiga raunhæfan möguleika á
því að komast á þing, Guðbrandur
Einarsson, forseti bæjarstjórnar,
fyrir Viðreisn, og Jóhann Friðrik
Friðriksson, fyrrverandi forseti
bæjarstjórnar, fyrir Framsóknar-
flokkinn.
- - -
Þess utan gætu Reyknesingar
eignast fjóra aðra fulltrúa á Alþingi;
Birgi Þórarinsson fyrir Miðflokkinn,
Hólmfríði Árnadóttur fyrir Vinstri-
græna, Oddnýju Harðardóttur fyrir
Samfylkinguna og Vilhjálm Árnason
fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Reykjanesbær Frisbígolfvöllur í Njarðvíkurskógum hefur notið vaxandi
vinsælda að undanförnu. Kórónuveirufaraldurinn hefur m.a. haft áhrif.
Frisbígolf og fjölbreytni í Reykjanesbæ
ÚR BÆJARLÍFINU
Reykjanesbær
Svanhildur Eiríksdóttir
Reykjanesbær hefur lengi verið
fjölmenningarlegur bær og á undan-
förnum árum hafa íbúar af erlendum
uppruna verið um fjórðungur. Það
sést líka á veitinga- og skyndibita-
stöðum í bænum að hér er flóra fjöl-
breytilegs mannlífs. Við höfum ind-
verskan veitingastað, sýrlenskan,
grískan, taílenskan, kínverskan,
spænskan og pólskan, að viðbættum
klassískum íslenskum.
- - -
Íbúafjöldi fór nýverið yfir 20.000
en það var lítill drengur, sonur Sig-
ríðar Guðbrandsdóttur og Sigur-
bergs Bjarnasonar, sem fæddist í
byrjun ágúst, sem kom íbúum í tutt-
ugu þúsund. Það voru því tvöföld
ánægjutíðindi fyrir forseta bæjar-
stjórnar Reykjanesbæjar og afann,
Guðbrand Einarsson, þegar honum
bárust tíðindin á miðjum bæjarráðs-
fundi.
- - -
Ljósanótt var blásin af í annað
sinn, en hátíðin hefur verið haldin
fyrstu helgina í september síðan árið
2000. Það var svo sem í takt við aðr-
ar bæjarhátíðir á landinu en mér
fannst það vísbending um hug-
myndafátækt hjá skipuleggjendum
að geta ekki upphugsað dreifða og
smærri viðburði innan samkomu-
takmarkana, í ljósi þess að slíkt var
gert við 17. júní-hátíðahöldin í ár.
Ég held að bæjarbúar hljóti að
fagna því að fara á í sérstaka stefnu-
mótun fyrir hátíðina eins og fram
Oddviti í Rey
Innleiðum nýtt almannatryggingakerfi sem tryggir
lágmarksframfærslu og afnám skerðinga.
Lágmarksframfærsla verði 350.000 kr.
skatta- og skerðingalaust!
Við ætlum að heimila öllum öryrkjum
sem treysta sér til, að reyna fyrir sér
á vinnumarkaði í tvö ár án skerðinga
og án þess að örorka þeirra
sé endurmetin.
Brjótum múra
bætum kjörin