Morgunblaðið - 18.09.2021, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021
2021 ALÞINGISKOSNINGAR
„Ungt fólk er meðvitað um umhverfismál og þær breytingar
á lífríkinu sem eru að koma fram. Umfjöllunin má þó ekki
vera bull eða skapa hræðslu,“ segir Bjarki Þór Sigurðsson,
nemi við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. „Að moka ofan í
skurði í mýrlendi er góð og raunhæf lausn til að sporna gegn
útblæstri gróðurhúsalofts. Auðlindagjald, að útgerðin greiði
fyrir fiskinn í sjónum, er líka áhugaverð hugmynd.“
Ekkert bull um umhverfismálin
„Mér eru heilbrigðismál og umferðaröngþveiti efst í huga,“
segir Díana Dögg Víglundsdóttir sem starfar við stafræna
þróun hjá Arion banka. „Héðan úr Hafnarfirði er ég um 45
mínútur í og úr vinnu. Því þarf raunhæfar úrbætur, aðrar en
borgarlínu. Þá virðist aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu
vera takmarkað. Sálfræðiþjónusta er of dýr og engar niður-
greiðslur fyrir fólk í vanda. Slíkt gengur auðvitað ekki.“
Úrbætur í umferðaröngþveiti
„Núverandi ríkisstjórn nálgast þjóðstjórn, því hún spannar
allt hið pólitíska róf,“ segir Ragnar Önundarson, viðskipta-
fræðingur í Garðabæ. „Heimsfaraldur kom upp. Öryggi og
skynsamleg hagstjórn hafa gert djúpa efnahagslægð bæri-
lega. Stjórnarandstöðuflokkar lofa fjáraustri á báða bóga.
Flestir sjá að þetta er popúlismi, slík gylliboð yrði að svíkja.
Kosningarnar snúast því um stöðugleika eða upplausn.“
Upplausn eða stöðugleiki
„Mikilvægt er að farið sé strax í framkvæmdir við loka-
áfanga Arnarnesvegar, sem tengja á saman efstu byggðir
Kópavogs og Breiðholt,“ segir Vilhjálmur Einarsson, fast-
eignasali í Kópavogi. „Umferðarþungi með tilheyrandi slysa-
hættu er mikið vandamál í Kórum og Vatnsenda. Í lands-
málum vil ég hressilega uppstokkun frá vinstri. Velta þarf
veldi embættismanna, sem hafa náð til sín miklum völdum.“
Hressilega uppstokkun frá vinstri
Hvað brennur á íbúum?
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Samgöngur og heilbrigðisþjónusta
er oft rædd meðal kjósenda og
frambjóðenda í Suðvesturkjördæmi
fyrir kosningarnar um næstu helgi.
Tafir í umferðinni, á morgnana og
síðdegis, eru algengar og íbúar
áfram um úrbætur. Borgarlína og
tengivegir í þéttbýlinu eru á sam-
göngusáttmála höfuðborgarsvæð-
isins og Sundabraut er komin á dag-
skrá. Allt eru þetta verkefni sem
greitt gætu úr flækjum í umferðinni
og stytt tafatíma. Sterkari heil-
brigðisþjónusta er einnig rædd.
Íbúum hefur fjölgað og því telja
margir að styrkja þurfi heilsugæsl-
una, til dæmis í Garðabæ og Hafn-
arfirði.
Hafnarfjörður, Garðabær, Kópa-
vogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær
og Kjós mynda Suðvesturkjördæmi.
Oft er þetta svæði nefnt Kraginn,
sem landfræðilega myndar eins
konar hring utan um Reykjavík. Í
kjördæminu eru tæp 30% kjósenda
af landinu öllu, eða alls 73.729
manns. Þingmennirnir eru og verða
13 – og þar af fara tveir inn á þing í
jöfnunarsætum. Þá ber að halda því
til haga að vægi atkvæða er hvergi
minna; þar eru nokkuð á sjötta þús-
und atkvæði að baki hverjum þing-
manni eða um helmingi fleiri en í
Norðvesturkjördæmi.
Umhverfismál og unga fólkið
Stjórnmálabaráttan á suðvestur-
horni landsins hefur talsvert annan
svip en gerist í dreifðum byggðum.
Í stað þess að rætt sé um vegi, brýr
og eflda opinbera þjónustu er í
borgarumhverfinu fremur rætt um
atriði sem eru almenns eðlis; efna-
hagsmál, fjölþjóðlega samvinnu,
málefni innflytjenda og fleira slíkt.
„Að svara spurningum unga fólks-
ins um til dæmis umhverfismál er
mjög skemmtilegt. Krakkarnir eru
vel með á nótunum,“ segir einn
frambjóðenda í kjördæminu. – „Hér
í suðvestri eru kjósendur með hug-
ann við sömu málefni og annars
staðar á landinu. Í tveimur orðum:
lífskjör og loftslagsmálin,“ segir
annar frambjóðandi.
„Aðstæður í þeim sveitarfélögum
sem mynda Suðvesturkjördæmi eru
býsna líkar frá einum bæ til annars.
Helst er að Hafnarfjörður hafi sér-
stöðu, sem sjávarútvegs- og stór-
iðjubær,“ segir Valþór Hlöðversson,
blaðamaður og fyrrverandi bæjar-
fulltrúi í Kópavogi, og bætir við:
Verði eitt kjördæmi
„Sjálfstæðisflokkurinn er burðar-
virkið í bæjarstjórn á öllum stöðum
í kördæminu, en skoðanamunur
milli flokka og fólks sáralítill. Þegar
ég var í bæjarstjórn fyrir meira en
20 árum var oft verulegur meining-
armunur milli flokka, sem kom
skarpt fram þegar fjárhagsáætlun
var til umræðu. Nú ber minna á
slíku. Efalítið mætti ná fram mikilli
hagræðingu með sameiningu þess-
ara sveitarfélaga, lítilli eða stórri.
Slíkt ræðst fyrst og síðast af því hve
stórt fólk vill hugsa og langt fram í
tímann. Þá mætti gera Kragann og
Reykjavík að einu kjördæmi í al-
þingiskosningum, sem kannski
verður í framtíðinni.“
Úrslit kosninga í okt. 2017 Þingmenn og fylgi nú skv. könnunum MMR 18. ágúst til 10. sept.
4.425 atkv. 7,9% 1 þingm. B – Framsókn 8,7% 1 þingm.
5.277 atkv. 9,5% 2 þingm. C – Viðreisn 12,8% 3 þingm.
17.216 atkv. 30,9% 4 þingm. D – Sjálfstæðisflokkur 31,0% 4 þingm.
3.616 atkv. 6,5% 1 þingm. F – Flokkur fólksins 4,2%
J – Sósíalistaflokkur 6,8% 1 þingm.
5.282 atkv. 9,5% 1 þingm. M – Miðflokkur 5,9% 1 þingm.
4.641 atkv. 8,3% 1 þingm. P – Píratar 8,8% 1 þingm.
6.771 atkv. 12,1% 1 þingm. S – Samfylking 10,8% 1 þingm.
7.591 atkv. 13,6% 2 þingm. V – Vinstri-græn 10,3% 1 þingm.
Sveitarfélag Fjöldi á kjörskrá
Garðabær 13.369
Hafnarfjörður 20.463
Kjósarhreppur 209
Kópavogur 27.332
Mosfellsbær 8.945
Seltjarnarnes 3.411
Samtals 73.729
Willum Þór
Þórsson
B
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
C
Elín Anna
Gísladóttir
C
Sigmar
Guðmundsson
C
Bjarni
Benediktsson
D
Óli Björn
Kárason
D
Jón
Gunnarsson
D
Bryndís
Haraldsdóttir
D
Þórunn Svein-
bjarnardóttir
S
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson
V
Karl Gauti
Hjaltason
M
Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir
P
María
Pétursdóttir
J
Talning atkvæða verður
í Kaplakrika í Hafnarfirði
Íbúafjöldi:
103.266
Fjöldi á kjörskrá:
73.729
sem er fjölgun um
4.231 frá kosningunum
í október 2017
Suðvesturkjördæmi
Fjöldi þingsæta: 13
(þar af tvö jöfnunar-
þingsæti)
Fjöldi sveitarfélaga: 6
Kjörsókn í okt. 2017: 82,4%
Kjósarhreppur
Mosfellsbær
Hafnarfjörður
KópavogurGarðabær
Seltjarnarnes
Hafnarfjörður
Aðstæðurnar álíka í Kraganum
Leiðir verði greiðar og heil-
brigðisþjónustu í lag. Þetta
segir fólkið í Kraganum,
sem velur sér 13 fulltrúa
til setu á Alþingi. Lífskjörin
í umræðu og unga fólkið
vill ræða loftslagsmálin.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kópavogur Ríflega 38 þúsund búa í bænum. Hefur fjölgað mikið á síðustu
árum eins og er raunin víðast hvar í sveitarfélögunum í Kraganum.
UMHVERFISVÆNI
RUSLAPOKINN
Umhverfisvæna ruslapokann má
nálgast í öllum helstu verslunum
Hugsum áður en við hendum!
Umhverfisvæni ruslapokinn er úr maíssterkju
sem brotnar niður á nokkrum vikum án þess
að valda skaða í náttúrunni.
Umhverfisvæni ruslapokinn er með handföngum
og passar vel í ruslatunnur á heimilum.