Morgunblaðið - 18.09.2021, Page 43

Morgunblaðið - 18.09.2021, Page 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021 » Níunda sinfónía Beethovens, sem er eitt dáðasta verk tónlistarsögunnar, var flutt á tvennum tón- leikum í Eldborg Hörpu í vikunni. Um tónsprotann hélt Eva Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóri sveitar- innar. Með hljómsveitinni sungu Mótettukórinn, Söngsveitin Fílharmónía og fjórir einsöngvarar. Tónleikarnir voru tileinkaðir Vladimir Ashkenazy í þakklætisskyni fyrir framlag hans til íslensks tón- listar- og menningarlífs síðustu áratugi, en hann ákvað að leggja tónsprotann á hilluna á síðasta ári. Síðasta sinfónía Beethovens flutt á tvennum tónleikum í Eldborg Hörpu Morgunblaðið/Unnur Karen Feðgin Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir og Friðrik Kristján Guðbrandsson. Kát Pétur Nói Stefánsson og Margrét BW Waage Reynisdóttir. Prúðbúin Þór Ólafsson, Linda Björg Þorgilsdóttir og Jón Heiðar Ragnheið- arson voru meðal þeirra fjölmörgu gesta sem fylltu Eldborg í vikunni. Tónleikagestir Jóhanna E. Sveinsdóttir og Magnea Erludóttir. Tónlistarfélag Akureyrar hefur vetrardagskrá sína með tónleik- um í Hömrum í Hofi á morgun, sunnudag, kl. 16. „Þá leikur Þór- arinn Stefánsson píanóleikari verk eftir Svein- björn Svein- björnsson. Auk þess að leika verk- in mun Þórarinn segja frá ævi og starfi Sveinbjörns en hann mun vera fyrsta menntaða tónskáld Íslendinga og var afkastamikill þegar kemur að píanótónlist. Engu að síður eru aðeins tvö þeirra nokkuð vel þekkt, Idyl og Vikivaki. Hann samdi engu að síður á um fimmta tug píanóverka sem hingað til hafa legið í handritum í Þjóðar- bókhlöðunni. Nú hafa þau verið dregin upp úr kössum. Sveinbjörn Sveinbjörnsson er lítið þekkt tón- skáld miðað við að hann sé höf- undur þjóðsöngsins,“ segir í til- kynningu. Á tónleikunum verður m.a. flutt fyrsta tónverkið fyrir hljóðfæri sem samið er af Íslend- ingi, Menuet & Trio. Önnur verk sem hljóma eru Pastorale, Barca- rolle og Álfadans. Miðar fást í miðasölu Hofs og á mak.is. Leikur verk eftir Sveinbjörn í Hofi Þórarinn Stefánsson Núllvigur / Zero Vector nefnist mál- verkasýning sem Anna Álf- heiður Brynj- ólfsdóttir opn- ar í Listhúsi Ófeigs í dag kl. 14-17. „Ferðalag línanna í tíma og rúmi er við- fangsefni mitt á þessum vettvangi. Á þessu sjónræna ferðalagi nálg- ast ég listina með stærðfræðileg- um og draumkenndum hætti með tilvísun í ferðalag línanna frá ein- um punkti til annars eða frá ein- um stað til annars á óskilgreindan hátt,“ segir Anna Álfheiður um sýninguna sem stendur til 13. október. Núllvigur hjá Listhúsi Ófeigs Eitt verka Önnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.