Morgunblaðið - 18.09.2021, Side 26

Morgunblaðið - 18.09.2021, Side 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021 Brekkustígur 2, 245 Suðurnesjabæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Töluvert endurnýjað 3ja herbergja einbýlishús á tveimur hæðum. Sólpallur. Stór lóð, gott útsýni. Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Verð 36.000.000 109,8 m2 E inu sinni heyrði ég erlendan sérfræðing í textagerð og málnotkun segja frá reynslu sinni. Hann vann við að aðstoða stofnanir og fyrirtæki við að einfalda texta sína þannig að al- mennir borgarar og viðskiptavinir ættu betra með að skilja og nýta sér upplýsingarnar. Ráðgjafarfyrirtæki hans hafði fengið frá einhverjum við- skiptavininum langt skjal í hendurnar til að skoða og gefa hollráð um hvað betur mætti fara. Þegar kom að því að veita viðbrögð við skjalinu sagði hann við textasmiðinn að í raun og veru væri bara eitt atriði aðfinnsluvert í framsetningunni. Heldur hýrnaði yfir viðskiptavininum þangað til að hann heyrði úrskurðinn um þetta eina at- riði: „Það varðar setninguna sem byrj- ar á blaðsíðu 2 og endar á blaðsíðu 19.“ Þetta ýkta dæmi er sótt til útlanda en við megum líta okkur nær sem skrifum á íslensku. Sem dæmi má nefna að íslenskar jafnt sem erlendar athuganir á skiljanleika laga og stjórnsýslutexta benda til þess að það séu einmitt ekki síst langar setn- ingar og málsgreinar sem torveldi lestur og skilning. Þá er æskilegt að geta brotið textann svolítið upp og að reyna að hafa færri efnisatriði í hverri málsgrein. Önnur hindrun sem oft verður á vegi al- mennings eru sérhæfð orð og hugtök sem látin eru standa án útskýringar. Það er eflaust gott og blessað í fagtímaritum upp að vissu marki en í textum handa öðrum en hinum innvígðu getur verið alveg nauðsynlegt að út- skýra sérfræðihugtökin jafnharðan. Árið 2011 voru sett í fyrsta sinn almenn lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Í 10. grein laganna segir: „Mál það sem er notað í starfsemi ríkis og sveitarfélaga eða á vegum þeirra skal vera vandað, einfalt og skýrt.“ Það hefur varla verið að ástæðulausu sem sérstakt ákvæði um skýrt mál í opinberum textum varð hluti af ís- lenskri tungumálalöggjöf. Af og til ber svolítið á umræðu og reynslu- sögum um tyrfna opinbera texta og stofnanamál. Stundum má jafnvel skynja í þessu ákveðna togstreitu um það hver ræður yfir hugtökunum og framsetningu þeirra í þeim textum sem eiga að vera almennings- eign. Það að senda frá sér torskiljanlega texta getur vissulega verið ákveðin aðferð til að útiloka aðra frá því að eiga greiðan aðgang að upp- lýsingum og þar með jafnvel frá þátttöku í ákvörðunum í samfélaginu. Lagaákvæðið um skýrt mál í opinberum textum má þannig setja í sam- hengi við þá hugsun að reynt skuli að efla lýðræði og gagnsæi almennt í samfélagi okkar. Ekki er alltaf hlaupið að því að skrifa nákvæman, efnismikinn og sér- hæfðan texta sem jafnframt er auðskiljanlegur þorra fólks. Þeim sem semja eyðublöð og ýmsa texta í stjórnsýslunni er oft mikill vandi á höndum enda getur þurft að koma nákvæmum upplýsingum á knappt form. En markmiðið, skýrleiki og gagnsæi, er svo mikilvægt að allir textasmiðir hljóta að reyna að gera sitt besta í því efni. Skýrt og auð- skiljanlegt málfar Tungutak Ari Páll Kristinsson ari.pall.kristinsson@arna- stofnun.is Tært Gott drykkjarvatn er kalt og tært. Málfar er stundum kallað tært ef það er látlaust og auðskiljanlegt. Í því fólst framsýni hjá Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fyrir þremur árum þegar hann hratt af stað vinnu við mótun landbúnaðarstefnu í samráði við Bænda- samtök Íslands. Þetta var samvinnuverkefni stjórn- valda, bænda, neytenda og atvinnulífs undir forystu samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga. Har- aldur Benediktsson alþingismaður, fyrrverandi formað- ur Bændasamtakanna, og Brynhildur Pétursdóttir frá Neytendasamtökunum leiddu hópinn. Í vinnu Haralds og Brynhildar var stuðst við aðferð- arfræði sviðsmyndagreininga sem KPMG vann. Efnt var til fjölmargra funda og ítarlegra viðtala. Um 400 manns komu að verkinu. Ein megintillaga samráðshópsins var að mótuð yrði stefna úr miklu verki hans. Ráðherrann fól okkur Hlédísi H. Sveinsdóttur, verkefnastjóra og þáttastjóra sjónvarps, að gera tillögur um landbún- aðarstefnu. Við Hlédís tókum við keflinu 15. september 2020. Verkefni okkar völdum við heitið Ræktum Ísland! Vorið 2021 var gefið út samnefnt um- ræðuskjal. Skjalið var lagt inn á samráðs- gátt stjórnvalda auk þess sem Kristján Þór boðaði til 10 funda um land allt frá 1. til 16. júní 2021 til að ræða efni þess. Við svo búið settumst við að smíði tillagna að stefnu og kynnti ráðherra land- búnaðarstefnuna Ræktum Ís- land! í ríkisstjórn þriðjudaginn 14. september. Í 96 bls. riti með stefnunni er að finna rökstuðning, útdrátt úr umsögnum sem bárust á sam- ráðsgáttina, frásögn af fundunum 10 í byrjun júní og skrá yfir ítarefni. Fyrir liggja tillögur, vilji Alþingi taka af skarið og samþykkja í fyrsta sinn landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. „Ég efast að nokkur atvinnugrein eigi slíka vinnu sem stefnan byggir á. Löngu tímabært og mikilvægt,“ segir Haraldur Benediktsson réttilega. Fjölmiðlar þegja almennt um það sem nú liggur fyrir um stefnu í einni af höfuðatvinnugreinum þjóðarinnar. Ástæðan kann að vera hve mikil sátt hefur náðst um markmiðin. Íslenskur landbúnaður stendur einfaldlega á tímamót- um. Gildi hans vex í öllu tilliti. Um það er ekki deilt að íslensku þjóðinni ber að rækta Ísland og skapa skilyrði til búsetu um land allt. Land- búnaðarstefna verður að taka mið af því að þjóðin standi við þessa skyldu. Landbúnaður er grunnstoð allra samfélaga. Framtíð og sjálfbærni íslensks landbúnaðar ræðst af því að litið sé til þeirra sóknarfæra sem felast í hreinni orku og auð- lindum íslenskrar moldar og vatns. Í stefnunni er lögð áhersla á að skapa beri bændum fjárhagslegt og stjórnsýslulegt svigrúm til að nýta lands- ins gæði, m.a. með menntun, ráðgjöf, stuðningi, nýsköp- un, vöruþróun og aðlögun að kröfum markaðarins. Á öll- um þessum þáttum er tekið í stefnunni Ræktum Ísland!. Minnt er á að bændur séu sjálfstæðir atvinnurek- endur. Samfélagið allt hafi hag af því að þekking og reynsla þeirra, afrakstur jarða þeirra og búskapar nýtist þjóðhagslega sem best. Í því skyni beri að auðvelda kyn- slóðaskipti og nýliðun í landbúnaði. Framfarir í hefðbundnum búgreinum ráðast af nýrri tækni og fræðslu á grundvelli hagnýtra rannsókna. Vikið er að fjórðu iðnbyltingunni og áhrifum hennar í landbún- aði til dæmis með hlutanetnotkun og gervigreind. Í stuttu máli mótast stefnan Ræktum Ísland! af bjart- sýni. Markvisst ber að vinna að því að laga íslenskan landbúnað að breyttum kröfum. Þar skiptir stefna stjórnvalda í loftslagsmálum miklu og vilji til að nýta krafta bænda til að ná markmiðum hennar. Tryggja verður að það sem bændur leggja af mörkum til kol- efnisjöfnunar njóti alþjóðlega við- urkenndrar vottunar. Hér dugar ekki vottun til heimabrúks sem þó tíðkast. Ber að vara við ófullnægj- andi vottun. Hún kemur öllum í koll. Frá því að varnaðarorð um þetta birtust í umræðuskjalinu Ræktum Ísland! vorið 2021 hefur innlenda fyrirtækið Loftslagsskrá (e. International Car- bon Registry) komið til sögunnar, rafrænn skráning- argrunnur fyrir loftslagsverkefni. Til að geta skráð verk- efni í Loftslagsskrá og gefið út kolefniseiningar er nauðsynlegt að uppfylla ítarlegar kröfur í samræmi við alþjóðlegar meginreglur. Þetta er grunnur að því að hér verði til lögverndaður markaður fyrir alþjóðlega vottaðar kolefniseiningar. Markaðsöflin verður að virkja í þágu loftslagsmála svo að raunverulegur árangur náist. Í lok ágúst 2021 gerðu Loftslagsskráin og eignarhaldsfélagið Festi hf. tíma- mótasamning um skráningu fyrsta vottaða kolefnisbind- ingarverkefnisins samkvæmt gæðakerfinu Skógarkol- efni. Skógræktin veitir ráð og hefur eftirlit með kolefnisskógrækt Festi hf. að Fjarðarhorni í Hrútafirði, skammt frá Staðarskála. Þetta er fyrsta verkefni ís- lensks fyrirtækis af þessum toga. Margar aðrar aðferðir til að nýta jarðveg og beit til kolefnisbindingar eru á rannsókna- og framkvæmda- stigi. Bændur geta látið verulega að sér kveða á þessu sviði enda eflist kolefnisbúskapur (e. carbon farming) mjög í Evrópu og N-Ameríku auk Ástralíu og Nýja- Sjálands sem hefur tekið forystu á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum með vel reknum landbúnaði. Nýir vindar leika um íslenskan landbúnað. Þá er unnt að virkja í þágu breytinga um leið og staðinn er vörður menningarlegt og tilfinningalegt gildi þess að allt landið sé í byggð. Þar blómgist fjölbreytni reist á framtaki bóndans. Landbúnaðarstefnan Ræktum Ísland! „Ég efast að nokkur atvinnu- grein eigi slíka vinnu sem stefnan byggir á. Löngu tíma- bært og mikilvægt,“ segir Har- aldur Benediktsson réttilega. Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is Í smásögu um leynilögreglumann- inn Sherlock Holmes, Silver Blaze, sem hlotið hefur heitið Verð- launa-Blesi á íslensku, hverfur verð- mætur veðreiðahestur um nótt. Hol- mes hefur orð á því við fákænan lögregluþjón, að framferði varð- hundsins í hesthúsinu um nóttina hafi verið merkilegt. En hundurinn gerði ekkert um nóttina, segir lög- regluþjónninn undrandi. Það er ein- mitt það, sem er sérstakt, svarar Holmes. Skýringin var auðvitað, að hundurinn þekkti manninn, sem rændi hestinum. Mér datt þessi saga í hug um dag- inn, þegar ég rifjaði upp skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið 2008. Þar er ekki síður merkilegt, hverju er sleppt, en hvað er tekið með. Af mörgu er að taka, en eitt dæmi er, að þar er ekki sagt efnislega frá fundi, sem fjórir ráð- herrar héldu um vanda bankanna 7. ágúst 2008 með fjórum hagfræð- ingum, Friðriki Má Baldurssyni, Gauta B. Eggertssyni, Má Guð- mundssyni og Jóni Þór Sturlusyni. Þar lögðu þeir Friðrik Már, Gauti og Már allir til (samkvæmt minn- isblaði Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur), að ríkið reyndi að bjarga bönkunum. Þeir voru um þetta ósammála seðlabankastjórunum þremur, sem töldu fall bankanna lík- legt og þá væntanlega óviðráðanlegt, en ríkið yrði þá aðallega að lágmarka skuldbindingar sínar og gæta hags innstæðueigenda. Upplýsingar um þessar fráleitu hugmyndir hagfræð- inganna komu ekki fram fyrr en í landsdómsmálinu 2012. Hvers vegna var ekki rætt um þessar tillögur í skýrslu rannsókn- arnefndarinnar frá 2010, þó að fund- arins sé getið í 6. bindi? Vildu nefnd- armenn hlífa hagfræðingunum við því að birta þessar upplýsingar, sem voru óþægilegar fyrir þá í ljósi eft- irleiksins? Gauti hafði skrifað í blöð til varnar einum nefndarmanninum, Sigríði Benediktsdóttur, eftir að hún hafði í upphafi rannsóknarinnar til- kynnt í bandarísku stúdentablaði, að kenna mætti „tómlátu andvaraleysi“ Seðlabankans og Fjármálaeftirlits- ins um bankahrunið, og þannig orðið vanhæf til að rannsaka það. Már var skipaður seðlabankastjóri í júní 2009 og réð Sigríði í bankann 2012. Þarf einhvern Sherlock Holmes til að skýra málið? .Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hvers vegna gelti hundurinn ekki?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.