Morgunblaðið - 18.09.2021, Page 41

Morgunblaðið - 18.09.2021, Page 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021 Athyglisverðir leikir eru á dagskrá í næstsíðustu umferð Pepsí Max deildar karla í knatt- spyrnu á morgun. Breiðablik og Víkingur hafa verið sterkustu lið- in en þau eiga útileiki gegn FH og KR sem skipuð eru mörgum fyrrverandi atvinnumönnum. Á Akranesi er mjög mikilvægur leikur þegar tvö neðstu liðin, ÍA og Fylkir, mætast. Fylkismenn eiga ekki góðar minningar frá Akranesi. Er þá átt við þegar liðin mættust í loka- umferðinni árið 2002. Sam- starfsmaður minn, sem við skul- um bara kalla Björn, er mikill stuðningsmaður Fylkis og hefur leitt mig í allan sannleika um hversu miklu áfalli hann varð fyrir á Akranesi fyrir nítján ár- um. „Þegar þyrlan tók á loft,“ seg- ir Björn stundum mæðulega þegar myrkrið færist yfir hann. Fylki nægði að vinna ÍA í leiknum og liðið hefði þá orðið Íslands- meistari í fyrsta skipti. Þegar Grétar Rafn Steinsson hafði komið ÍA í 2:0 var Íslandsbik- arinn settur um borð í þyrlu og flogið í Frostaskjólið þar sem KR tryggði sér titilinn. Í þetta skipt- ið kveinkuðu íbúar Vesturbæj- arins ekki undan flugumferð. Ekki auðveldar það Birni ferða- lagið eftir stræti minninganna að Fylkir missti niður 1:0 stöðu gegn KR í næstsíðustu umferð. Jöfnunarmark Jóns Skaftasonar á 83. mínútu var hans eina mark í meistaraflokki. Landslagið í boltanum var nokkuð frábrugðið 2002. Breiða- blik og Víkingur R. sem nú berj- ast um titilinn voru í næstefstu deild. Valur sem varð Íslands- meistari í fyrra var þar einnig sem og Stjarnan. Jón Skaftason situr nú í stjórn KR en aðgát skal höfð í nærveru sálar þegar minnst er á hann í Árbænum. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Newcastle United og Leeds United gerðu jafntefli á St. James Park í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Newcastle í kvöld. Raphinha kom Leeds yfir á 13. mínútu þegar sending hans utan af kanti hafnaði í netinu. Allan Saint- Maximin jafnaði á 44. mínútu. Ekk- ert var skorað í síðari hálfleik og úrslitin því 1:1. Newcastle er með tvö stig eftir að hafa gert tvö jafntefli og tapað þremur leikjum. Leeds er með 3 stig eftir að hafa gert þrjú jafntefli og tapað tveimur. Bíða bæði eftir fyrsta sigrinum AFP Jafnaði Allan Saint-Maximin skor- aði fyrir Newcastle í gær. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili komst í gær í gegnum niður- skurð keppenda að loknum 36 hol- um á Opna franska mótinu á Evr- ópumótaröðinni í golfi. Guðrún Brá féll nokkuð niður listann í gær eftir að hafa leikið á 74 höggum. Er hún í 55. sæti ásamt fleirum á þremur yfir pari samtals. Hún var akkúrat á niðurskurðar- línunni því þær sem eru á þremur yfir og betra skori komast í gegn- um niðurskurðinn. Guðrún Brá hef- ur átt fínt tímabil í ár og sannað sig á sterkustu mótaröð í Evrópu. Ljósmynd/seth@golf.is Frakkland Guðrún Brá Björgvins- dóttir keppir nú nærri Bordeaux. Fór í gegnum niðurskurðinn HANDBOLTINN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Fram hafnar í efsta sæti í úrvals- deild kvenna í handknattleik, Ol- ísdeildinni, ef marka spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir kom- andi keppnistímabil. Val er spáð öðru sætinu og ríkjandi Íslands- meisturum KA/Þórs því þriðja. Búast má við hörkubaráttu milli efstu liðanna þar sem lítið skilur á milli þeirra þegar kemur að gæðum leikmannahópanna. Stefán Arn- arson, þjálfari Fram, segir að lykill- inn að góðu tímabili hjá þessum sterkustu liðum verði að forðast meiðsli. „Ég held að þetta verði skemmti- legt mót og við væntum þess að vera í toppbaráttu. Þetta verður jafnt og við ætlum að vera í baráttunni í topp fjórum. Svo kemur þetta bara í ljós, þetta fer svolítið eftir því hvaða lið halda mannskapnum sínum heilum. Við lentum í áföllum í fyrra og það gekk ekki alveg nægilega vel og við enduðum í öðru sæti í deildinni. Þetta er svo jöfn deild, því verður maður að halda hópnum heilum. Ef það tekst er ég bara mjög bjart- sýnn,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tekur í sama streng og býst við jafnri deild á tímabilinu en einnig sterkari. „Við ætlum að vera í topp- baráttunni. Við erum með feikilega öflugt lið og okkar fyrsta markmið er að koma okkur í úrslitakeppni. Svo er deildin mjög öflug. Hún var jöfn í fyrra og verður áfram jöfn núna. Deildin er sterkari núna, flest liðin hafa bætt mikið við sig og ég hef trú á því að hún verði gríðarlega skemmtileg,“ sagði Ágúst í samtali við Morgunblaðið. Spennandi og erfitt Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, sér sömuleiðis fram á að leikir deildarinnar verði jafnir en um leið krefjandi. „Ég sé fram á gríðarlega spennandi og erfitt tíma- bil en á sama tíma skemmtilegt því auðvitað er alltaf skemmtilegt að spila jafna leiki. Ég sé fram á að all- ir leikir verði krefjandi,“ sagði Rak- el Dögg í samtali við Morgunblaðið. Stjörnunni er spáð fjórða sæti á tímabilinu eftir að hafa hafnað í fimmta sæti á síðasta tímabili. Rakel Dögg sagði ljóst hvað liðið þurfi að bæta. „Við þurfum að ná meiri stöð- ugleika. Það er alltaf þessi slæmi kafli sem flestir eiga einhvern tíma í hverjum leik en okkar er svolítið langur og stundum rosalega slæm- ur, við dettum svo mikið niður.“ Til þess að vinna bug á vanda- málinu þyrfti að fara fram vinna í andlega þættinum. „Hann er svo stór hluti af íþróttum. Ef við náum að fókusa aðeins á þessa hluti ætt- um við að ná meiri stöðugleika og þ.a.l. verðum við sterkari, af því að við erum með góð gæði og góða leik- menn,“ sagði Rakel Dögg einnig. Nýliðunum spáð falli Nýliðum Aftureldingar er spáð falli og reiknað er með því að Hauk- ar og HK muni berjast sín á milli um að forðast 7. sætið, en liðið sem hafnar í því þarf að fara í umspil gegn liði í 1. deild um sætið í efstu deild. HK hafnaði í 7. sæti á síðasta tímabili en vann svo báða leiki sína í umspilinu og hélt sér þannig uppi. Samkvæmt spánni hefur HK hins vegar sætaskipti við Hauka og verð- ur síðasta liðið inn í úrslitakeppnina á meðan þess er vænst að Hafnfirð- ingar þurfi að fara í umspilið. Von á jafnri og sterkari úrvalsdeild kvenna Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Barátta Búist er við því að Fram og Valur verði á meðal þeirra liða sem munu há harða rimmu í deildinni í vetur. - Reykjavíkurliðunum spáð efstu tveimur sætunum - Hörð barátta á toppnum Spáin 1. Fram - 127 stig 2. Valur - 126 stig 3. KA/Þór - 118 stig 4. Stjarnan - 99 stig 5. ÍBV - 82 stig 6. HK - 50 stig 7. Haukar - 47 stig 8. Afturelding - 23 stig Olísdeild karla Afturelding – Stjarnan......................... 35:36 Staðan: ÍBV 1 1 0 0 30:27 2 KA 1 1 0 0 28:25 2 Stjarnan 1 1 0 0 36:35 2 Valur 1 1 0 0 22:21 2 FH 0 0 0 0 : 0 Fram 0 0 0 0 : 0 Haukar 0 0 0 0 : 0 Selfoss 0 0 0 0 : 0 Afturelding 1 0 0 1 35:36 0 Grótta 1 0 0 1 21:22 0 Víkingur 1 0 0 1 27:30 0 HK 1 0 0 1 25:28 0 Þýskaland B-deild: Eisenach - Gummersbach................... 27:29 - Elliði Snær Viðarsson skoraði ekki fyrir Gummersbach og Hákon Daði Styrmisson var ekki með. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið. Frakkland Nancy - Aix........................................... 26:38 - Elvar Ásgeirsson skoraði 3 mörk fyrir Nancy. - Kristján Örn Kristjánsson skoraði 4 mörk fyrir Aix. B-deild: Ivry - Nice............................................. 31:28 - Grétar Ari Guðjónsson varði 7 skot í marki Nice. Svíþjóð Redbergslid - Kristianstad................. 30:29 - Teitur Örn Einarsson skoraði 5 mörk fyrir Kristianstad. Skara - Lugi ......................................... 28:33 - Ásdís Þóra Ágústsdóttir var ekki í leik- mannahópi Lugi. Austurríki Bregenz - Alpla Hard.......................... 26:26 - Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard. %$.62)0-# Leó Snær Pétursson skoraði sig- urmark Stjörnunnar gegn Aftureld- ingu úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og einungis vítakastið eftir í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Leikurinn var liður í 1. umferð Olís-deild- arinnar í handknattleik en deildin hófst með þremur leikjum á fimmtu- dagskvöldið. Stjarnan sigraði 36:35 eftir sveiflukenndan leik. Garðbæingar voru með sjö marka forskot í stöð- unni 12:5 en þrátt fyrir það var stað- an 19:19 að loknum fyrri hálfleik. Þegar síðari hálfleikur var um það bil hálfnaður var Afturelding með fjögurra marka forskot og útlitið virtist gott fyrir Mosfellinga. Aftur- elding var yfir 32:20 en Garðbæing- ar voru sterkari á lokamínútunum. Leó var jafnframt markahæstur Garðbæinga með 7 mörk en Starri Friðriksson skoraði 6 mörk. Guðmundur Bragi Ástþórsson átti þvílíkan stórleik hjá Aftureldingu og skoraði 14 mörk úr sextán til- raunum. Tvö þeirra komu af vítalín- unni. Árni Bragi Eyjólfsson sem kom frá KA í sumar skoraði 8 mörk í níu tilraunum. kris@mbl.is Leó stóðst pressuna á vítalínunni að Varmá Morgunblaðið/Unnur Karen Vítaskytta Leó Snær Pétursson mundar skothöndina í Mosfellsbænum í gær en hann stóðst pressuna á ögurstundu og náði í tvö stig fyrir Stjörnuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.