Morgunblaðið - 18.09.2021, Síða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021
Geir Ágústsson skrifar um veiru-
mál á blog.is og segir meðal
annars: „Innlendar takmarkanir
vegna veiru eru nú afnumdar í Dan-
mörku. Fólk hittist í stórum hópum,
faðmast, tekur í
hendur, treðst í röð-
um og á skemmti-
stöðum, situr þétt á
skrifstofum og al-
menningsfar-
artækjum og lifir
eðlilegu lífi.
Á sama tíma fell-
ur smittíðnin eftir
að hafa verið í
kringum 1.000 á dag meira og
minna síðan í vor (rúmlega 80 á dag
miðað við íslenska höfðatölu).
- - -
Sjúkrahúsin eru farin að kvarta
yfir öðrum veirum og hor og
hósti vegna kvefs og hálsbólgu aft-
ur samþykkt sem eðlilegt ástand á
tímabili breytilegs og kólnandi veð-
urs. Haustpestir leiða ekki til lok-
unar á fyrirtækjum og eyðilegg-
ingu á menntun og félagslífi barna
sem betur fer.
- - -
En hvað gera Danir þá? Jú
stofna fimmeyki! Ónei! Og
hvað segir þetta fimmeyki? Jú, að
það þurfi að sprauta meira og eins
unga krakka og hægt er að fá leyfi
fyrir, fylgjast með hinum stór-
hættulegu afbrigðum og taka tillit
til þess að sprauturnar verða
gagnslausar og þurfi að endurnýja.
- - -
Fimmeyki og þríeyki alls kyns
önnur eyki ókjörinna embætt-
ismanna og prófessora þurfa auð-
vitað að verja orðstír sinn og geta
sagt, ef hlutir stefna í ranga átt: Við
vöruðum við þessu! Við sögðum
ykkur að sprauta meira! Sjáið nú
hvað er búið að gerast, kærulausu
stjórnmálamenn!“
- - -
Allir vilja fara varlega, en getur
verið að tilhneiging sé til of
mikillar varúðar, bæði þar og hér?
Geir
Ágústsson
Varfærin veirueyki
STAKSTEINAR
Alls greindust greindust 33 tilfelli af salm-
onellusýkingu í fólki hér á landi á seinasta
ári. Smitið reyndist af innlendum uppruna
hjá 16 einstaklingum, en átta höfðu smit-
ast erlendis. Ekki var vitað um uppruna
hjá níu tilfellum.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í
nýbirtri skýrslu Matvælastofnunar um
vöktun súna og sýklalyfjaónæmis á árinu
2020.
Í fyrra greindust 95 tilfelli sýkingar í
fólki af völdum kampýlóbakter. „Algengi
var 26 á hverja 100.000 íbúa. Smitið
reyndist af innlendum uppruna hjá 69, en
14 höfðu smitast erlendis. Ekki var vitað
um uppruna hjá 12 tilfellum,“ segir í
skýrslunni.
E.coli greindist hjá fjórum
Eiturmyndandi E. coli-bakteríur sem
nefnast STEC og geta í sumum tilvikum
valdið alvarlegum veikindum í fólki
greindust hjá fjórum einstaklingum á
seinasta ári. Slíkar sýkingar í fólki eru fá-
tíðar en þó mismunandi milli ára að því er
sjá má á yfirliti. Fram kemur að sumarið
2019 greindust óvenjumörg eða 26 tilfelli,
fyrst og fremst vegna hrinu þar sem sýkt-
ust 22 börn og tveir fullorðnir eftir heim-
sókn á ferðaþjónustubæ.
Í umfjöllun um matareitranir og mat-
arsýkingar kemur fram að í lok seinasta
árs veiktust um 45 manns eftir neyslu á
kjötbollum og meðlæti í mötuneyti á höf-
uðborgarsvæðinu.
Greindist cryptosporidum, sem hefur
verið nefnd launsporasýking, hjá flestum
þeirra sem sýktust og skiluðu inn sýni til
rannsóknar. „Ekki tókst að greina ná-
kvæmlega uppruna sýkingarinnar en eng-
ar matarrestar voru til staðar til rann-
sóknar. Þetta er fyrsta stóra matarborna
sjúkdómshrinan af völdum Cryptosporidi-
um spp. sem vitað er hér á landi,“ segir í
skýrslunni. omfr@mbl.is
33 sýkingar af salmonellu 2020
Áætlun Markmiðið er
að tíðni salmonellu í
alifuglum sé undir 1%.
Stjórnarráð Íslands
Dómsmálaráðuneytið
Frá yfirkjörstjórnum í Reykjavíkur-
kjördæmum norður og suður,
Norðvesturkjördæmi, Norðaustur-
kjördæmi, Suðurkjördæmi og
Suðvesturkjördæmi.
Aðsetur yfirkjörstjórna á kjördag
er eftirfarandi:
Reykjavíkurkjördæmi norður: Ráðhús
Reykjavíkur. Talning atkvæða fer fram í
Laugardalshöll.
Reykjavíkurkjördæmi suður: Hagaskóli
í Reykjavík. Talning atkvæða fer fram í
Laugardalshöll.
Norðvesturkjördæmi: Hótel Borgarnes í
Borgarnesi. Talning atkvæða fer fram á sama
stað.
Norðausturkjördæmi: Verkmenntaskólinn
á Akureyri. Talning atkvæða fer fram í sal
Brekkuskóla við Skólastíg á Akureyri.
Suðurkjördæmi: Fjölbrautaskóli Suðurlands
á Selfossi. Talning atkvæða fer fram á sama
stað.
Suðvesturkjördæmi: Íþróttahúsið Kaplakriki,
Hafnarfirði. Talning atkvæða fer fram á sama
stað.
Dómsmálaráðuneytinu,
17. september 2021.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Guðni Einarsson
Freyr Bjarnason
Ólafur M. Magnússon, fyrrverandi
eigandi mjólkurbúanna KÚ og
Mjólku, gerir athugasemdir við yfir-
lýsingu Mjólkursamsölunnar (MS)
vegna fylgiblaðs Fréttablaðsins í
fyrradag sem hét Fögnum frelsinu –
samkeppnin lifi.
„MS var dæmt í Héraðsdómi,
Landsrétti og Hæstarétti fyrir ósann-
sögli og að villa um fyrir Samkeppn-
iseftirlitinu (SE) og leyna gögnum,
það eru alveg ný tíðindi að þeir séu
boðberar sannleikans, enda minnist
forstjórinn ekki á hinar meintu rang-
færslur einu orði. Viðbrögð þeirra eru
fyrirsjáanleg og þeim til skammar,
þeir mun án efa ráðast í persónulega
aðför að forstjóra Samkeppnis-
eftirlitsins og undirrituðum ef ég
þekki þá rétt, í stað þess að líta í eigin
barm, dæmdir menn.
Undirritaður er persónulega útgef-
andi, ábyrgðarmaður og sá sem greið-
ir kostnað við útgáfu blaðsins. Und-
irritaður er ekki keppinautur MS á
nokkurn hátt, hætti öllum afskiptum
af úrvinnslu á mjólkurvörum fyrir
fjórum árum,“ skrifaði Ólafur í at-
hugasemdinni.
Samræmist hluverkinu
MS gagnrýndi Pál Gunnar Pálsson,
forstjóra Samkeppniseftirlitsins, fyr-
ir að veita viðtal í umræddu blaði.
Leitað var viðbragða Páls Gunnars,
sem sagði í skriflegu svari að Sam-
keppniseftirlitið hefði það hlutverk að
tala fyrir markmiðum samkeppnis-
laga. Þar á meðal væri að fylgjast með
þróun í samkeppnis- og viðskiptahátt-
um, birta umfjöllun um það og benda
stjórnvöldum á leiðir til að gera sam-
keppni virkari.
„Í þessu felst að Samkeppnis-
eftirlitinu er ætlað það hlutverk að
taka þátt í umræðu um samkeppnis-
mál. Það gerir það með því að birta
efni á heimasíðu sinni, taka þátt í
fundum, birta skýrslur, pistla eða
greinar, jafnframt því að bregðast við
beiðnum um viðtöl, líkt og í þessu til-
felli.
Svör mín í viðtalinu sem þú spyrð
um eru byggð á dómi Hæstaréttar í
máli sem varðaði MS, auk þess sem
ég vísaði til og reifaði umfjöllun og
niðurstöður sem áður hafa birst í
ákvörðunum og álitum eftirlitsins.
Viðtalið sem MS gerir að umtals-
efni í yfirlýsingu sinni samræmist því
fyllilega lögbundnu hlutverki Sam-
keppniseftirlitsins og hefur ekki áhrif
á hæfi mitt eða eftirlitsins til að fjalla
um málefni fyrirtækisins. Þess má
geta að MS hefur áður látið reyna á
hæfi mitt og eftirlitsins til þess að
fjalla um samkeppnisaðstæður á
mjólkurmarkaði og málefni MS og
féllst Hæstiréttur Íslands ekki á kröf-
ur fyrirtækisins, sbr. dóm í máli nr.
558/2007, frá 10. apríl 2008,“ sagði
m.a. í svari Páls Gunnars.
Svara gagnrýni frá
Mjólkursamsölunni
Ólafur M.
Magnússon
Páll Gunnar
Pálsson
- Forstjóri SE segir viðtal í samræmi við lögbundið hlutverk