Morgunblaðið - 18.09.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.09.2021, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021 Opið streymi Sérstakir formannaþættir í aðdraganda kosninga og 20. september situr Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir svörum Leiftrandi umræða sem þú skalt ekki láta fram hjá þér fara mbl.is/dagmal 20. sept. Ýmsir trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn sé eftirbátur annarra í umhverfismálum og sérstaklega loftslags- málum. Andstæðingar flokksins ýta undir þá ímynd að hann dragi lappirnar í umhverfis- málum. Það er hrein firra og bábilja. Vert er að gera grein fyrir hinu rétta. Eitt stærsta viðfangsefni stjórnmála komandi ára Lofslagsmál eru eitt stærsta við- fangsefni komandi ára. Hlýnun lofts, hækkun og aukin súrnun sjávar og öfgar í veðri gera það að verkum að náttúran verður að njóta vafans. Það á við um allar þjóðir, en ekki síst Ís- lendinga sem eiga allt undir um- hverfi og sjálfbærri nýtingu auð- linda. Hlusta verður á varnaðarorð vísindamanna og rannsóknastofn- ana. Að veði eru lífskjör og þjóðar- öryggi, en umfram allt framtíð barna okkar. Farsæl samstaða Um þetta hefur náðst farsæl sam- staða íslenskra stjórnmála og þjóðar. Atvinnulíf og stjórnsýsla tekur mið af sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna til ársins 2030. Með því mætum við vistfræði-, félags- og efnahagslegum kröfum án skerð- ingar lífsgæða komandi kynslóða. Í orrahríð kosningabaráttu hafa ýmsir kosið að rjúfa þessa samstöðu. Tekist er á um loftslagsstefnu og stjórnmálaflokkar jafnvel lagðir und- ir umdeilanlega loftslagsrýni og gef- in einkunn fyrir stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum. Sótt er að Sjálf- stæðisflokknum og heilindi í lofts- lagsmálum dregin í efa. Parísarsamkomulagið og heimsmarkmið Alþjóðlegar skuldbindingar Par- ísarsamkomulagsins voru fullgiltar í tíð ríkisstjórnar sem Sjálfstæðis- flokkurinn sat í. Aðkoma sjálfstæðismanna í ráðu- neytum, stjórnsýslu og sveitar- félögum hefur tekið sterkt mið af sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Kveðið er á um fram- leiðslu- og neyslumynstur; aukið samstarf varðandi sjálfbæra þróun; bráðaaðgerðir gegn loftslagsbreyt- ingum og aðstoð við þróunarlönd varðandi loftslagsaðgerðir með sterkri skírskotun til kvenna, ungs fólks og jaðarsamfélaga. Ríkisstjórnir með aðild Sjálfstæð- isflokks hafa beitt sér mjög í þessum efnum. Fjármunir og alþjóða- samvinna stóraukin. Þannig hafa framlög til loftslagsvísinda á Íslandi aukist, fjármunum varið í sameig- inleg norræn verkefni á sviði þróun- arsamvinnu til baráttu gegn lofts- lagsvá og svo mætti lengi telja. Með fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum hefur land- græðsla, endurheimt votlendis og skógrækt verið aukin og ný markmið sett um samdrátt í losun. Loftslagsráð Sjálfstæðisflokksins Fullyrðingar um að Sjálfstæðisflokkurinn standi veikur gagnvart umhverfis- og loftslags- málum eru því rangar. Sjálfstæðisfólk telur að í viðureign við loftslagsvá felist fjöldi tækifæra, ekki síst með grænum fjárfestingum fyr- irtækja og nýsköpun. Innan öflugrar fjöldahreyfingar Sjálfstæðisflokksins hefur í áraraðir verið starfandi loftslagsráð skipað hópi fólks úr atvinnulífi, sveitar- stjórnum, þingflokki og víðar. Það kraftmikla starf er öllum aðgengilegt á vef flokksins. Hvar greinir á? Þrátt fyrir sameiginleg markmið er deilt um leiðir. Sjálfstæðismenn segja að í eigna- réttinum felist mikilvæg náttúru- vernd. Reynslan sýnir að hagkvæm nýting náttúruauðlinda sé að jafnaði best tryggð með því að nýtingar- og afnotaréttur sé í höndum einkaaðila. Við höfum því slegið skjaldborg um eignar- og nýtingarrétt einstaklinga á lögvernduðum auðlindum. Lögð hefur verið áhersla á að ráðstöfun nýtingarréttinda á auðlindum í opin- berri eigu sé gagnsæ með almanna- hag að leiðarljósi. Ekki megi grípa til þjóðnýtingar. Virkjum til orkuskipta Einnig er ágreiningur um umfang orkunýtingar og uppbyggingu og ný- lega um nýtingu vindorku innan sjálfbærra þolmarka. Raunverulegar aðgerðir í orku- skiptum bílaflota og fiskveiðiflota yfir í rafmagn og rafeldsneyti kalla á virkjun með nytsamlegum hætti. Þeir sem tala á móti nýjum virkj- anakostum og uppbyggingu dreifi- kerfis raforku styðja vart græn orkuskipti. Jákvæðir hvatar í stað boða og banna Við eigum að virkja ábyrgð ein- staklings í umhverfismálum með já- kvæðum hvata í stað boða og banna. Efnahagsleg skynsemi felst í eflingu hringrásarhagkerfisins og aukinni fullendurvinnslu. Nýta nýsköpun og tækninýjungar við endurvinnslu og flokkun sorps og hvata til breyttrar umgengni um plast er árangursrík- asta leiðin. Virkja þarf einkaframtakið til náttúruverndar. Heimila gjaldtöku til verndar og stýra aðgangi ferða- manna að viðkvæmum svæðum til að fjármagna viðhald og uppbyggingu. Þær tekjur eiga heima í héraði. Við höfum varað við að taka ákvarðanir í flýti um uppbyggingu þjóðgarða á miðhálendinu. Í anda sjálfbærni og nálægðarreglu verður slíkt að vera í sátt við aðliggjandi sveitarfélög með virðingu fyrir eign- arrétti. Umhverfismál eru viðvarandi verkefni. Við þurfum að stíga stærri skref í baráttunni gegn loftslags- vánni. Með með grænni orkubyltingu sjáum við möguleika í grænum fjár- festingum og nýsköpun. Það veit á gott fyrir land tækifæranna. Skýr stefna Sjálfstæðisflokks í loftslagsmálum Eftir Njál Trausta Friðbertsson » Sjálfstæðisfólk telur að í viðureign við loftslagsvá felist fjöldi tækifæra, ekki síst með grænum fjárfestingum fyrirtækja og nýsköpun. Njáll Trausti Friðbertsson Höfundur er oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Norðausturkjördæmi. Í aðdraganda kosn- inga hefur framleiðsla á rafeldsneyti verið tals- vert uppi á borðinu. Með því að nýta ótamda náttúru okkar megi skapa mikil verðmæti og í leiðinni skora stig í loftslagsmálum og rétta við orðstír þjóðarinnar sem hefur eitt stærsta kolefnisspor meðal þjóða heimsins vegna þess hvað lífs- stíll okkar er hár. En böggull fylgir skammrifi og hér á eftir er reynt að benda á ýmsar staðreyndir sem sýna að fýsileiki slíkra framkvæmda er ekki augljós. Rafeldsneyti er nýyrði sem notað er yfir eldsneyti sem á uppruna sinn í rafmagni ólíkt jarðefnaeldsneyti sem á uppruna sinn í lífrænu efni. Hug- myndin er að framleiða vetni með raf- greiningu og framleiða úr því elds- neyti, sem kallast orkuberi fyrir vetni, og auðveldara er í notkun en vetni. Ýmsar aðferðir eru nefndar svo sem framleiðsla á ammóníaki, met- anóli eða olíulíki með Fischer- Tropsch-hvarfi. Þótt sumar þessara aðferða bindi koltvísýring úr lofti eða frá iðnaði losnar hann aftur við bruna en ferlið telst kolefnishlutlaust. Framleiðsla á vetni með rafgreiningu er mjög orkufrek og fyrir 1 kg af raf- eldsneyti (olíulíki) þarf 20 kWh raf- orku. Rafmagnið nægði til þess að knýja rafbíl 100 km en eldsneytið sem framleitt er dugir í mesta lagi í 20 km akstur á sparneytnum bíl. Ef vetnið, sem notað er í framleiðsluna, er notað beint í efnarafal dugir það í 40 km. Því er fimmfalt hagstæðara að nýta raforkuna beint og tvöfalt hag- stæðara að nýta vetni í efnarafal til að knýja farartæki, skip eða til fram- leiðslu. Þetta kemur vel fram á mynd 1 sem sýnir yfirlit yfir orkuinnihald og nýtni nokkurra rafeldsneytis- tegunda í samanburði við vetni og raforku. Heildarframleiðsla á raforku í heiminum var um 27 þús. TWh árið 2018 og af því voru um 26% framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Hlutfall raforku af heildar- orkunotkun í heiminum er þó aðeins um 15,8%. Stærstur hluti orku- notkunar heimsins byggist á jarðefnaelds- neyti og eigi að útrýma því þarf að 30-falda framleiðslu endurnýj- anlegrar orku. Þessar tölur gefa okkur vís- bendingar um stærðar- gráðu þess verkefnis að ná tökum á losun gróðurhúsaloftteg- unda og minnka losun um a.m.k. 40% fyrir árið 2030 m.v. árið 1990 skv. Parísarsamkomulagi. Íslendingar framleiða um 100% af sinni raforku frá endurnýjanlegum uppsprettum en á heimsvísu erum við hins vegar litlir eða innan við 0,1%. Við getum því tæplega breytt heildarmyndinni í notkun endurnýjanlegrar orku þótt við virkjum alla okkar fall- og vind- orku. Í þeim áformum sem fyrir liggja er bæði talað um nýtingu innanlands og útflutning á rafeldsneyti til landa sem ekki eru aflögufær með umhverfis- væna orku. Innflutningur jarðefna- eldsneytis til Íslands nemur um 900 þús. t/ári. Ef Íslendingar ætla að vera sjálfum sér nógir með rafeldsneyti þyrfti 18 TWh raforku eða 2.000 MW sem samsvarar öllu uppsettu afli virkjana í dag. Þar sem vindmyllur eru með mun lakari nýtni en vatns- aflsvirkjanir þyrfti um 5.000 MW af uppsettu vindafli eða 1.000 vindmyll- ur. Viðskiptalíkanið, sem þessi áform byggjast á, tekur mið af hærra verði á endurnýjanlegu eldsneyti erlendis vegna niðurfellingar kolefnisgjalds. Má vera að hægt sé að reikna arð- semi í viðskiptáætlanir en tæplega í umhverfisþáttinn og alls ekki í orku- þáttinn eins og fram hefur komið. Hvað með aðföng sem þarf til að byggja virkjanir og verksmiðjur og hvað með flutninga á framleiðslu? Þá er eftir að kanna umhverfisáhrif virkjanaframkvæmda og lágmarks- krafa er að lögð sé fram lífsferils- greining (e. life cycle assessment) áður en lengra er haldið með að skapa tálvonir um uppbyggingu og gróða. Mikilvægasta framlag Íslendinga til loftslagsmála felst í tiltekt í eigin ranni. Þótt við búum við einstakar að- stæður, þar sem öll orka til húshit- unar og framleiðslu rafmagns kemur frá endurnýjanlegum uppsprettum, vegur neysla okkar upp allt það for- skot. Vegna legu landsins getur tæp- lega orðið hagkvæmt að flytja orkuna út í formi eldsneytis þar sem flutn- ingskostnaður vegur þungt miðað við ávinninginn af því að eiga gnægð um- hverfisvænnar orku við túnfótinn. Hvatinn á bak við þessar hugmyndir eru því tæplega á forsendum um- hverfisins þar sem nýting orkunnar er afleit. Framleiðsla á rafefnaelds- neyti kemur í veg fyrir notkun jarð- efnaeldsneytis en til þess þarf að framleiða vetni sem kostar 4-5-falda þá orku sem fæst úr eldsneytinu. Nær væri að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir raforku í samgöngum, flutn- ingum og útgerð. Möguleikar Íslend- inga til að nýta sérstöðu sína til fram- dráttar umhverfismálum á heimsvísu eru margir. Bent hefur verið á út- flutning þekkingar á nýtingu jarðhita til húshitunar og raforkuframleiðslu. Með því getum við lagt stóran skerf til samdráttar á notkun jarðefnaelds- neytis til húshitunar og raforkufram- leiðslu. Við getum einnig orðið meira sjálfbjarga með ýmis aðföng t.d. með því að stórauka ræktun matjurta í gróðurhúsum þar sem raforkuþörf er mikil og þannig mætti nýta afgangs- orku á umhverfisvænan hátt. Íslend- ingar voru sjálfbjarga með tilbúinn áburð á árum áður og mætti dusta rykið af þeirri framleiðslugrein. Staðreyndir um rafefnaeldsneyti Eftir Egil Þóri Einarsson »Framleiðsla á rafefna- eldsneyti hefur verið mjög til umræðu hér á landi að undanförnu. Mik- ilvægt er að staðreyndir málsins liggi fyrir. Egill Þórir Einarsson Höfundur er efnaverkfræðingur. egill.einarsson@heimsnet.is Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.