Morgunblaðið - 18.09.2021, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 18.09.2021, Qupperneq 36
36 MINNINGAR Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021 AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Þorgrímur Daníelsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón Sonja Kro og Hólmfríður Hermannsdóttir. Molasopi í Safnaðarheimilinu að guðs- þjónustu og sunnudagaskóla loknum. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Hrafnkell Karls- son. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safn- aðarheimili kirkjunnar í umsjá Andreu og Thelmu. ÁSKIRKJA | Barnastarf og lesmessa kl. 13. Athugið nýja messutímann! Jó- hanna María Eyjólfsdóttir djákni og Vikt- oría Ásgeirsdóttir, nýr leiðtogi í barna- starfinu, annast samverustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jóns- son prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi- sopi í Ási að guðsþjónustu lokinni. ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 17. Davíð Sigurgeirsson leiðir tónlist- ina. Prestur er Kjartan Jónsson. Fönd- urhorn fyrir börn. Ókeypis heitur matur á eftir guðsþjónustu og gott samfélag. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga- skóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Sigrún Ósk, Pétur og Þórarinn. BÚSTAÐAKIRKJA | Haustguðsþjón- usta Eldriborgararáðs kl. 13. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Þóreyju Dögg Jónsdótt- ur djákna. Félagar úr Kammerkór Bú- staðakirkju syngja undir stjórn Antóníu Hevesí organista. Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á veglegar veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Barnamess- an kl. 11 með Sóleyju, Katrínu, Evu og Rebba. Pálmi Sigurhjartarson spilar. DIGRANESKIRKJA | Guðþjónusta kl. 11. Sr. Bolli Pétur Bollason. Organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Léttur há- degisverður á eftir. Guðþjónusta í Hjallakirkju kl. 17. Sr. Sunna Dóra Möller. Áslaug Helga Hálf- dánardóttir og Matthías V. Baldursson sjá um tónlistarflutning. Kvöldverður að athöfn lokinni. DÓMKIRKJAN | Messa klukkan 11. Prestur er Sveinn Valgeirsson, Kári Þor- mar er dómorganisti og Dómkórinn syngur. EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudaga- skóli kl. 10.30. Bangsadagur – öll börn hvött til að taka með sér bangsa! Sr. Þorgeir, Torvald, Elísa og Ragnheiður ásamt aðstoðarfólki sjá um stundina. Litamynd og hressing í lokin. Kvöld- messa kl. 20. Ath. breyttan messutíma. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju. Kvöldsopi eftir messu. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og prédikar. Kór kirkjunnar syng- ur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Bangsadagur í sunnudaga- skólanum þar sem öll börn mega koma með uppáhalds bangsann sinn. Með- hjálpari er Helga Björg Gunnarsdóttir. Kaffisopi eftir stundina. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón- usta fellur niður sunnudag vegna fram- kvæmda í kirkjunni til undirbúnings komu nýs orgels. Selmessa verður í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Vox Populi leiðir söng. Undirleikari er Gísli Magna Sigríð- arson. GRAFARVOGUR – kirkjuselið í Spöng | Selmessa sunnudag í Kirkju- selinu kl. 13. Sr. Sigurður Grétar Helga- son þjónar. Vox Populi leiðir söng. Undir- leikari er Gísli Magna Sigríðarson. GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, héraðs- prestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, annast prestþjónustu. Organisti er Antonía Hevesi. Kirkjukór Grensás- kirkju leiðir söng. Sýning Hólmfríðar Ólafsdóttur í forsal kirkjunnar. Þriðjudag- ur 21.9.: Kyrrðarstund kl. 12. Fimmtu- dagur 23.9.: Núvitundarstund kl. 18.15 og síðasti opni fundur 12-spora starfs Vina í bata kl. 19.15-21.15. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson sem prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkju- kór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Hrannar Helgadóttur organista. Hvetjum fermingarbörn og foreldra þeirra að koma í messuna. Sunnudagaskóli í safnarheimili í umsjá sr. Péturs Ragn- hildarsonar og Ásta Guðmundsdóttir. Kirkjuvörður er Lovisa Guðmundsdóttir. Kaffisopi í boði eftir messuna. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar að- stoða. Kór Clare College í Cambridge syngur undir stjórn Graham Ross. Org- anisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnarstarf í umsjón Maríu Halldórs- dóttur og Ragnheiðar Bjarnadóttur. HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Prestur er Aldís Rut Gísladóttir. Um tónlistina sér Arngerður María Árnadóttir ásamt hópi ungra stúlkna. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sunnu- daginn 19. september kl. 17 er guðs- þjónusta í Hjallakirkju. Sr. Sunna Dóra Möller leiðir stundina. Matthías V. Bald- ursson og Áslaug Helga Hálfdánardóttir sjá um tónlistarflutning. Kvöldverður í safnaðarsal eftir stundina gegn vægu gjaldi. HVERAGERÐISKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur, organisti er Miklós Dalmay. Sunnudaga- skóli kl. 12.30, umsjón hafa sr. Ninna Sif og Unnur Birna Björnsdóttir. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn samkoma með lofgjörð, fyrirbænum og barnastarfi kl. 13. Ræðumaður er Ólaf- ur H. Knútsson. Kaffi að samverustund lokinni. KEFLAVÍKURKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Séra Fritz Már þjónar fyrir altari. Kór Keflavíkurkirkju undir stjórn Arnórs Vilbergssonar færir kirkjugestum ljúfa tóna. Miðvikudaginn 22. september kl. 12 verður kyrrðarstund í Keflavíkurkirkju, súpusamfélag í boði gæðakvenna í Kirkjulundi eftir stundina. KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11 í safnaðar- heimilinu Borgum. Sr. Sjöfn Jóhannes- dóttir leiðir stundina ásamt sunnudagaskólaleiðtogum, þeim Lauf- eyju Brá Jónsdóttur og Hjördísi Perlu Rafnsdóttur. Skólakór Kársness syng- ur. KVENNAKIRKJAN | Guðþjónusta verður í Hallgrímskirkju klukkan 20, í suðurálmu, gengið inn að aftan. Aðal- heiður Þorsteinsdóttir tónlistarstjóri Kvennakirkjunnar kynnir helgisiðabók- ina Göngum í hús guðs og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Á eftir verð- ur kaffisamvera. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11, léttur hádegis- verður að messu lokinni. Guðbjörg Jó- hannesdóttir sóknarprestur þjónar, Marta, Arngrímur og Hera leiða sunnu- dagaskólann. Sönghópurinn Góðir grannar syngja undir stjórn Egils Gunnarssonar og und- irleik Magnúsar Ragnarssonar organ- ista. LÁGAFELLSKIRKJA | Haustguðsþjón- usta kl. 20. Kvartett úr Karlakór Kjal- nesinga syngur undir stjórn Þórðar Sig- urðarsonar. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir helgihald. Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju kl. 13. Umsjón Bryndís, Þórður og Sigurður. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli verður á sínum stað kl. 11. Guðsþjónusta hefst kl. 20 þar sem Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðni Már Harðason þjónar. SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11, söngur og gleði, Biblíusaga og brúðuleikhús, ávaxtahressing í lokin og mynd til að lita. Guðsþjónusta kl. 13, prestur er Bryndís Malla Elídóttir, Tóm- as Guðni Eggertsson leikur á orgel og Kór Seljakirkju syngur, messukaffi í lok- in. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðs- þjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Bjarni Þór BJarnason, sóknarprestur, þjónar. Organisti er Friðrik Vignir Stef- ánsson. Félagar úr Kammerkór Seltjarn- arneskirkju syngja. Sólveig Ragna, sr. Bára og Messíana sjá um sunnudaga- skólann. Kaffiveitingar og samfélag eft- ir athöfn í safnaðarheimilinu. Sýning á verkum Sigrúnar Jónsdóttur stendur yfir í kirkjunni. Kyrrðarstund miðvikudag kl. 12. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Nýr prestur Garðasóknar, sr. Sveinbjörn R. Einarsson, þjónar. Fullskipaður kór Ví- dalínskirkju syngur. Meðal þess sem sungið verður eru verk eftir Bach og Schütz og raddsetning eftir Róbert A. Ottósson. Stjórnandi kórsins og organ- isti er Jóhann Baldvinsson. Gospelgleði kl. 20. Matthildur Bjarna- dóttir guðfræðingur þjónar, Gospelkór Jóns Vídalíns syngur undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Víði- staðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprest- ur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkj- unnar. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA | Fjöl- skylduguðsþjónusta sunnudag kl. 20. Sr. Brynja Vigdís þjónar til altaris og fé- lagar úr kirkjukórnum leiða söng undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar. Oddur bróðir, þú ert búinn að kveðja okkur. Söknuðurinn er mikill hjá okkur systrum. Þú ert síðastur af okkar þremur bræðrum að kveðja þessa jörð. Guðmundur og Sig- urður fóru á undan þér. Nú er það okkar systranna að halda uppi minningunni um þrjá bræður sem voru gjörólíkir en samt svo líkir. Allir viðmótsþýðir, traustir og elskulegir. Við misst- um móður okkar þegar við systur vorum enn á skólaaldri og við leituðum til ykkar eldri bræðra eftir nauðsynjum og andlegum styrk. Þið voruð allir til staðar þegar á þurfti að halda. Við minn- umst þess alltaf. Elsku Oddur, þú varst miðju- barn af fimm systkinum. Við minnumst þess að einu sinni orð- aðir þú það svo að þér hefði fund- ist að þú hefðir orðið útundan. Langt frá því, mamma elskaði þig mest! Við munum hvernig hún talaði um þig. Þú varst svo ljúfur, þú varst alltaf svo rólegur og allt- af glaður. Þetta eru mömmu orð. Hún talaði oft um angistina sem greip hana þegar þú varðst fyrir bíl tveggja ára og fékkst ör í and- litið sem fylgdu þér alla ævi. Á æskuárum okkar var aldurs- munurinn á milli ykkar strák- anna og okkar systra það mikill Oddur Gústafsson ✝ Oddur Gúst- afsson fæddist 27. mars 1941. Hann lést 25. ágúst 2021. Útförin fór fram 10. september 2021. að ekki lékum við okkur mikið saman. Þú varst kominn í sveit öll sumur um leið og skólinn var búinn og síðan heill- aði sjórinn þig líka. Samt er minnis- stætt að við syst- urnar vorum að angra þig þegar þú varst á kafi í að búa til flugmódel og bjóst til þitt eigið hveitilím. Eldri systirin var með sítt hár og eitt- hvað vorum við búnar að reyna á taugarnar því þú tókst skálina með hveitilíminu og hvolfdir henni yfir síða hárið. Þetta eru minningaperlur sem við höldum upp á. Elsku bróðir, þegar þú komst með alla fjölskylduna þína til þess að heimsækja eldri systur þína í Ameríku var það himna- sending fyrir hana. Að fá að vera með þér, Ernu og stelpunum ykkar Diljá og Hildi var algjört ævintýri. Þið dekruðuð öll við litlu Kristu frænku, sem var bara fjögurra ára, og minnisstætt var að koma að ykkur öllum uppi í rúmi að lesa fyrir hana og þú leist á móður hennar og sagðir: „Veistu að dóttir þín er fluglæs fjögurra ára gömul!“ Þú varst sá sem uppgötvaði það. Mamma hennar hafði ekki hugmynd. Við systurnar vottum eftirlif- andi dóttur þinni, Hildi Hrönn, tengdasonum og barnabörnum innilega samúð og biðjum þess að þið varðveitið allar ljúfu minning- arnar. Sigrún Gústafsdóttir og Diljá Gústafsdóttir. Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru INGIBJARGAR ÝRAR PÁLMADÓTTUR barnakennara, Hvassaleiti 58, sem lést föstudaginn 23. júlí. Ragnhildur Rós Indriðadóttir Skarphéðinn G. Þórisson Pálmi Indriðason Anna Halldórsdóttir Helgi Indriðason Ólafur Skúli Indriðason Helga Ágústsdóttir Jón Skúli Indriðason Sigríður Jóhannsdóttir Dagný Bergþóra Indriðad. Ásmundur Indriðason Jóhanna Þyri Sveinsdóttir Erna Indriðadóttir Andrés Svanbjörnsson Ingibjörg Ýr, Indriði, Þuríður, Björn Þór, Birta Líf, Katrín Helga, Jóhann Skúli, Kristín Ýr, Jón Freyr, Frosti, Reimar, Valva og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HJÖRDÍSAR HENTZE MAGNÚSSON, Suðurbraut 8, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólvangs fyrir hlýhug og góða umönnun. Sigurður Birgir Magnússon Ólafur Sigurðsson Freyja Margrét Sigurðardóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir mín, systir okkar og mágkona, ÁLFRÚN GUNNLAUGSDÓTTIR, prófessor og rithöfundur, lést miðvikudaginn 15. september á líknardeild Landspítalans. Bjarki Kaikumo Gylfi Gunnlaugsson Ragnhildur Hannesdóttir Ólafur Gunnlaugsson Margrét Ingimarsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SIGNÝJAR UNU SEN lögfræðings, Miðleiti 7, Reykjavík. Aðstandendur Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN GRÉTAR SIGVALDASON, Eskihlíð 12a, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 12. september. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 24. september klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Píeta-samtökin. Álfgeir Logi Kristjánsson Anna Gréta Hrafnsdóttir Hugi Freyr Álfgeirsson Nói Steinn Álfgeirsson Ýmir Hrafn Álfgeirsson Hinsta kveðja. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Adda mín. Mér finnst þú eiga inni hjá mér nokkrar línur um vináttu okkar til margra ára þó þessi kveðja komi nokkuð seint eftir andlát þitt. Aðalbjörg Auður Örnólfs- dóttir, Adda Örnólfs, lést á Landspítalanum 2. september 2020. Við hittumst fyrst á gang- inum í Verslunarskóla Íslands á Grundarstíg árið 1949. Það var búið að kalla saman alla fyrstubekkinga. Hópurinn var um 90 manns sem var síðan skipt niður í þrjá bekki. Við lentum í sama bekk og tókst með okkur strax mikil vinátta. Við ásamt 5 öðrum stelpum úr bekknum mynduðum vinahóp og varð úr því hinn prýðilegasti saumaklúbbur, sem kallaður var Sjöstjörnurnar. Þú áttir mörg systkini, ég kynntist þeim öllum og tóku þau mér mjög vel sem vinkonu þinni. Oft var mér boðið í mat hjá foreldrum þínum og eitt Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir ✝ Arnbjörg Auð- ur Örnólfs- dóttir fæddist 4. maí 1935. Hún lést 2. september 2020. Útför hennar fór fram 17. september 2020. sinn var saltkjöt á boðstólum. Örnólf- ur pabbi þinn var eitt bros út að eyrum þrátt fyrir að læknir hans hefði sagt: „Þú mátt alls ekki borða saltkjöt, Önni minn, út af maganum.“ En Örnólfur útskýrði fyrir okkur að honum liði aldrei betur en þeg- ar hann borðaði saltkjöt, að honum þætti það svo gott að það hefði áhrif á magann til góðs. Báðar stofnuðum við fjöl- skyldur, þú giftist Þórhalli Helgasyni, fyrrverandi fram- kvæmdarstjóra, og ég Jóni Fr. Magnússyni bifvélavirkja. Báð- ar eignuðumst við börn, þú þrjú og ég fjögur. Vinátta okkar stóð lengi og hittumst við alltaf með vissu millibili hvor hjá annarri og þá var bannað að trufla hvort sem það var í Safamýrinni eða Vorsabænum í Árbæ. Vinátta okkar var djúp og sönn allan tímann sem við áttu saman. Þú varst alltaf glöð og gefandi hvar sem þú komst og lyftir oft tilverunni á hærra stig. Í hvert skipti sem ég kom að dyrum þínum biðu mín faðmlög og kossar. Bestu kveðjur til Þórhalls og barna þinna. Takk fyrir langa vináttu. Ég sakna þín. Þín vinkona, Elísabet Lárusdóttir (Lísa).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.