Morgunblaðið - 18.09.2021, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021
Faglegar heildarlausnir
– allt á einum stað.
Samkeppnishæf verð.
Bónvinna, teppa- og steinteppaþrif,
flísaþrif og já bara hvaða gólf sem er.
NÚNA ER RÉTTI TÍMINN
við erum góð í gólfum
Hafðu
samband!
Dalshraun 6 | 220 Hafnarfjörður | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is
Á
„norska mótinu“ í Staf-
angri í Noregi gefst skák-
unnendum færi á því að
skoða hvað Magnús Carl-
sen og áskorandi hans Jan Nepo-
mniactchi hafa fram að færa í
aðdraganda HM-einvígisins sem
hefst í Dubai í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum í nóvember.
Frammistaða Nepos er ekki til þess
fallin að auka á honum tiltrú. En
hver veit; fáir spáðu Aljékín sigri
gegn Capablanca í Argentínu árið
1927.
Norðmenn fengu sex keppendur
til leiks sem teflt hafa eftir sér-
kennilegu fyrirkomulagi, tvöföld
umferð og sigur gefur þrjá vinninga,
jafntefli einn vinning en „Arma-
geddon-skák“ fylgir í kjölfarið og
stjórnandi hvíts verður að vinna og
½ vinningur í boði. Tímamörkin eru
allsérkennileg; tvær klukkustundir á
alla skákina, enginn aukatími á
fyrstu 40 leikina en þá bætast við 10
sekúndur á hvern leik.
Forystusauðurinn langt fram eftir
móti kom úr óvæntri átt; Ungverjinn
Richard Rapport, sem teflt hefur á
fjórum Reykjavíkurskákmótum, og
fór mikinn. Á miðvikudaginn mætti
hann heimsmeistaranum öðru sinni
og hafði þá 3½ vinnings forskot. En
hann tapaði, gerði jafntefli í 9. um-
ferð og á sama tíma skaust Magnús
fram úr með því að vinna Karjakin.
Staðan fyrir lokaumferðina í gær
var þessi: 1. Magnús Carlsen 18 v. 2.
Rapport 16½ v. 3. Firouzsja 15½ v.
4. Nepomniachtchi 11 v. 5. Karjakin
8½ v. 6. Tari 6 v.
Íraninn Alireza Firouzsja vann
Nepo og Karjakin í 7. og 8. umferð
en hafði áður látið í minni pokann
fyrir Magnúsi. Enn og aftur kom í
ljós hversu mönnum gengur erfið-
lega að tefla örlítið lakari stöðu gegn
Norðmanninum:
Norska mótið 2021; 6. umferð:
Magnús Carlsen – Alireza
Firouzsja
Það eru ekki margir menn eftir á
borðinu og svarti kóngurinn vonast
til þess að komast í hornið. En þá
kom …
43. Bd5!
Tekur e6-reitinn og ef nú 43. …
Ke7 þá 44. Ke5 Kd8 45. Kd6! og
svartur er í leikþröng.
43. … Bd7 44. Bb7 Ke6 45. Ke4
Kd6 46. Bxa6 Bc6+ 47. Kd4 Be8 48.
Bb7 Bd7 49. Bf3 Bc8 50. Be2 Bd7
51. Bd3 Bc6 52. Be4
– og svartur gafst upp, 52. … Bd7
er svarað með 53. a6 o.s.frv.
Tvenn silfurverðlaun á NM í
Færeyjum
Íslendingar, sem undanfarin þrjú
ár hafa unnið til tvennra gull-
verðlauna í fimm aldursflokkum á
NM ungmenna, fengu að þessu sinni
tvenn silfurverðlaun á Norðurlanda-
mótinu lauk um síðustu helgi í Þórs-
höfn í Færeyjum. Vignir Vatnar
Stefánsson hlaut fimm vinninga af
sex og varð í 1.-2. sæti í aldursflokki
20 ára og yngri, en var lægri á stig-
um en Vestby-Ellingsen frá Dan-
mörku. Benedikt Briem varð í 2.
sæti í flokki keppenda 15 ára og
yngri með 4½ vinning af sex.
Það sáust góð tilþrif víða, t.d. hjá
yngsta þátttakanda okkar, hinum 10
ára gamla Jósef Omarsson, sem fékk
þessa stöðu upp gegn danskri
stúlku:
NM ungmenna 2021, 3. umferð:
Jósef Omarsson – Sara Derlich
Hvíta staðan er betri og nokkrir
góðir leikir standa til boða. En Jósef
lék óvænt:
23. Df6!?
Svartur þarf ekki að taka drottn-
inguna og getur hrókerað. En mikil
ógn virtist stafa af drottingunni.
23. … Rxf6 24. Hd8+ Ke7 25.
exf6+ Kxf6 27. Be5+ Ke7 28. g5!
Þetta var hugmyndin. Hvítur hót-
ar máti á f6.
28. … hxg5 29. hxg5 f5?
Nauðsynlegt var 29. … Dxf3 30.
Bf6+ Dxf6 31. gxf6+ Kxf6 32. Hxh8
og svartur hefur tvö peð fyrir skipta-
mun og staðan er í jafnvægi.
30. Bf6+ Kf7 31. Re5 mát!
Hitað upp
fyrir heims-
meistaraeinvígið
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson.
Efstur lengi vel Richard Rapport náði snemma forystu á norska mótinu.
Helga Jónína Magnúsdóttir
fæddist 18. september 1906 á
Vesturhópshólum, V-Hún. For-
eldrar hennar voru Þorlákur
Magnús Þorláksson, f. 1875, d.
1942, bóndi þar, síðar á Blika-
stöðum í Mosfellssveit, og fyrri
kona hans, Marsibil Sigurrós
Jónsdóttir, f. 1871, d. 1907.
Helga brautskráðist frá
Kvennaskólanum í Reykjavík
1924 og stundaði verslunarnám
við Köbmandsskolen í Kaup-
mannahöfn 1930-1931. Hún
vann hjá Mjólkurfélagi Reykja-
víkur, Mjólkursamlagi Kjalar-
nesþings og Mjólkurstöðinni í
Reykjavík 1931-41 og var hús-
freyja á Blikastöðum frá 1942.
Hún rak ásamt eiginmanni sín-
um, Sigsteini Pálssyni, f. 1905,
d. 2010, eitt glæsilegasta kúabú
landsins. Börn þeirra eru tvö.
Helga var formaður Kven-
félagasambands Gullbringu- og
Kjósarsýslu 1948-1964, formað-
ur Kvenfélagasambands Ís-
lands 1963-1971 og formaður
Kvenfélags Lágafellssóknar
1951-1964. Hún sat í hrepps-
nefnd 1954-1962, varð oddviti
hreppsins 1958 og var síðasti
oddvitinn sem hafði öll störf á
eigin hendi áður en hreppurinn
fékk skrifstofu og sveitarstjóra.
Helga var sæmd stórridd-
arakrossi 1976.
Helga lést 24. febrúar 1999.
Merkir Íslendingar
Helga
Magnúsdóttir
Eldri borgarar eiga
skilyrðislaust að njóta
virðingar, réttar til
afraksturs ævifram-
lags síns og búa við
mannsæmandi kjör á
efri árum. Þeir sem
ná því marki hafa lif-
að langa ævi, lagt
margt og mikið til
samfélagsins vegna
starfa sinna, uppeldis
barna, umönnunar
sér eldra fólks, fé-
lagsstarfa, elskað og
annast barnabörnin
og barnabarnabörnin
og því hver og einn
lagt lóð á vogarskálar
samfélagsins eftir
bestu getu. Ætla
mætti að samfélagið
legði metnað sinn í að
eldri borgarar lifðu
góðu lífi í samræmi
við það mikla framlag
sem þeir hafa lagt til samfélagsins
um ævina. En því miður er mikill
misbrestur þar á og allt of margir
eldri borgarar ná ekki endum
saman hvern einasta mánuð árið
um kring. Í rauninni er hér um
þjóðarskömm að ræða, að sam-
félagið annist ekki þá sem rutt
hafa brautina fyrir þau lífskjör
sem við búum við nú til dags.
Árum saman hefur þessum
mæta hópi verið lofað að leiðrétta
eigi lífeyri og bæta þannig lífskjör
þeirra en því miður hefur lítið far-
ið fyrir leiðréttingu kjara þessa
hóps. Jafnframt hafa ítrekað verið
gefin loforð um að byggja eigi
fleiri hjúkrunarheimili, sem allt of
hægt gengur að uppfylla.
Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, formaður Miðflokksins,
lofaði í kosningabaráttunni 2013
að bæta kjör lífeyrisþega þegar
fjárhagur ríkissjóðs væri kominn
upp úr öldudal hrunsins. Sig-
mundur Davíð hefur allt frá árinu
2016 talið að komið væri að leið-
réttingu lífeyris-
greiðslna frá Trygg-
ingastofnun en hefur
því miður ekki haft
nægilegt fylgi á Al-
þingi til að hrinda
leiðréttingunni í fram-
kvæmd.
Á stefnuskrá Mið-
flokksins eru eftirfar-
andi áhersluatriði í
málefnum aldraðra:
Lífeyrir og aðrar
hliðstæðar bætur frá
Tryggingastofnun
verði miðaðar við um-
samin lágmarkslaun
og hækki í takt við
launavísitölu
. Frítekjumark at-
vinnutekna verði
hækkað í kr.
500.000
. Frítekjumark
greiðslna úr lífeyr-
issjóði verði kr.
125.000
. Sá hluti lífeyr-
isgreiðslna sem er
fjármagnstekjur verði skatt-
lagður sem slíkur
. Núverandi hindranir á atvinnu
eldra fólks verði afnumdar
. Embætti umboðsmanns aldraðra
verði stofnað
Miðflokkurinn vill einnig að
byggðar verði stúdíóíbúðir í
tengslum við hjúkrunarheimili fyr-
ir fólk sem hefur ekki lengur færni
til að búa í sjálfstæðri búsetu með
aðstoð í heimahúsi. Íbúðir þar sem
aldraðir geta búið sjálfstætt en
nýtt sér alla þá aðstoð sem þeir
þarfnast miðað við færni hvers og
eins með aðgangi að matsal, tóm-
stundum og félagsskap annarra
eldri borgara.
Gerum átak í málefnum aldr-
aðra, greiðum öldruðum mann-
sæmandi lífeyri og byggjum fjöl-
breytt búsetuúrræði við allra hæfi,
þannig tryggjum við best að aldr-
aðir lifi innihaldsríku lífi.
Tryggjum öldruðum
mannsæmandi líf
Eftir Ernu
Valsdóttur
» Gerum átak í
málefnum
aldraðra, greið-
um öldruðum
mannsæmandi
lífeyri og byggj-
um fjölbreytt
búsetuúrræði
við allra hæfi.
Erna Valsdóttir
Höfundur skipar 3. sæti á lista Mið-
flokksins í Reykjavík norður.