Morgunblaðið - 18.09.2021, Side 11

Morgunblaðið - 18.09.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Einstök minning Barna- og fjölskyldu- myndatökur Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is VETRARYFIRHAFNIR FRÁ TRAUST Í 80 ÁR LAXDAL ER Í LEIÐINNI Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Ný sending Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Skógrækt hefur tekið við sér síð- ustu ár og útlit er fyrir að í ár verði gróðursettar hátt í fimm milljónir plantna. Mest var gróðursett á ár- unum í kringum hrun, um eða yfir sex milljónir á árunum 2007 til 2009, en síðan kom bakslag. Þröstur Ey- steinsson skógræktarstjóri segist gera sér vonir um að á næsta ári fari gróðursetning á ný yfir sex milljón plöntur og aukist síðan enn frekar. Í ár og í fyrra var af hálfu stjórnvalda veitt framlag til að kaupa og gróður- setja 500 þúsund birkiplöntur. Það var hluti af að- gerðum í kórónu- veikifaraldrinum, en síðustu ár hafa stjórnvöld lagt áherslu á endurheimt birki- skóga. Þröstur segir að gróska hafi almennt verið í ræktunarstörfum síðustu ár, ekki aðeins á vegum Skógræktarinnar, heldur einnig á lögbýlum og á vegum skógrækt- arfélaga. Nýr þáttur sé síðan að fyrirtæki hafi haslað sér völl á þess- um vettvangi og segir Þröstur ljóst að sú starfsemi muni aukast. Slík gróðursetning ekki í kortunum Í vikunni tóku íslensk stjórnvöld svonefndri Bonn-áskorun, en sam- kvæmt henni er stefnt að aukinni skógarþekju um allan heim. Í frétt á vef Stjórnarráðsins segir að mark- mið Íslands um að árið 2030 vaxi birkiskógar á 5% landsins, í stað 1,5% nú, hafi verið staðfest. Þröstur segir aðspurður að þetta sé metn- aðarfullt, en til að ná því að 5% landsins verði þakin birki árið 2030 þyrfti að gróðursetja 117 milljónir plantna á hverju ári. Það sé ekki í kortunum, en að unnið verði að því að leggja grunn að þeirri endur- heimt á komandi árum. Hann fagnar hins vegar þeirri ákvörðun að taka fyrrnefndri Bonn- áskorun, en Skógræktin og Land- græðslan hafi m.a. unnið að undir- búningnum með stjórnvöldum. Ekki eingöngu til að fást við loftslags- breytingar, heldur líka til að bæta og breyta landnotkun. Það sé verð- ugt markmið að leggja grunn að 5% skógarþekju á næstu árum, finna lönd og svæði og hefja gróðursetn- ingu. „Þessi áskorun setur okkur það markmið að stuðla að bættri land- notkun sem leiðir til meiri skógar- þekju á Íslandi. Þar með talið að fyrir 2030 verði lagður grunnur að því að í framtíðinni verði 5% af land- inu vaxin birki,“ segir Þröstur. Hann leggur áherslu á að í áskor- uninni felist mörg markmið önnur en endurheimt birkiskóga, en þau leiði öll til bættrar lífsafkomu fólks. Breytt landnotkun sé veigamikill þáttur, en nýtingin sé á margan hátt ósjálfbær núna og nefnir Þröst- ur stjórn beitarmála í því sambandi. „Með skógrækt er m.a. stuðlað að atvinnusköpun, sjálfbærni, bættri landnýtingu og uppgræðslu örfoka lands til skógar og hér á Íslandi verður það eitt af meginmarkmið- unum,“ segir Þröstur. Aukinn áhugi einkaaðila Þröstur segist vona að hressilega verði gefið í á næstu árum. Núna sé skógræktin ekki eingöngu háð framlagi frá stjórnvöldum því einka- aðilar hafi verið að koma með fjár- magn inn í greinina. Það tengist loftslagsmálum og því að umhverfi hafi nú verið skapað hérlendis til að fá vottaðar kolefniseiningar með skógrækt. Þannig verður kolefni bundið með nýskógrækt á jörðinni Fjarðarhorni í Hrútafirði sem er í eigu Festi hf. Gróðursett verður a.m.k. hálf millj- ón trjáplantna og áætluð kolefnis- binding næstu 50 árin verður um 90 þúsund tonn af CO2, meira en áætl- uð losun Festi hf. og dótturfélaga á tímabilinu. Á heimasíðu Skógræktarinnar sagði m.a. af þessu tilefni í lok síð- asta mánaðar: Tímamót hafa orðið í möguleikum einkafyrirtækja til að- gerða í loftslagsmálum með tilkomu Loftslagsskrár Íslands sem er eins konar kauphöll fyrir kolefnisein- ingar. Eignarhaldsfélagið Festi hf. hefur riðið á vaðið og skráð fyrsta vottaða kolefnisbindingarverkefnið í Loftslagsskrá samkvæmt gæðakerf- inu Skógarkolefni. Þröstur segir að mikil hreyfing sé í þessum málum og sem dæmi hafi erlendur fjárfestir keypt tvær jarðir á Austurlandi og sé byrjaður að rækta þar skóg. Erlend fyrirtæki hafi gert samninga við Skógræktina um að rækta hér skóg og borga fyr- ir hann. Íslensk fyrirtæki séu farin að hugsa á þessum nótum og sýni þessum möguleika aukinn áhuga, m.a. fyrirtæki í sjávarútvegi. Aukinn kraftur í skógrækt - Um sex milljónir plantna gróðursettar á næsta ári - Stefnt að 5% þekju birkis - Þyrfti að gróðursetja 117 milljónir plantna á ári til að ná markmiðinu 2030 - Innlend og erlend fyrirtæki koma að ræktun skóga Ljósmynd/Hreinn Óskarsson Í Hekluskógum Hópur frá skosku gróðursetningarfyrirtæki við vinnu vestan við Hrauneyjar. Hópurinn mun gróðursetja um hálfa milljón birkiplantna í haust. Þröstur Eysteinsson Veðrið lék við fólk og gróður á Norður- og Austurlandi í sumar. Þess sjást glögg merki í skógum á þessum slóðum að sögn Þrastar Eysteinssonar skógræktarstjóra. „Ég hef heyrt af um metralöng- um sprotum á nokkrum tegundum. Þar er alaskaöspin efst á blaði og eins metra vöxtur á einu ári er öfl- ug frammistaða. Stöku lerkitré slaga einnig upp í eins metra vöxt í sumar og góðir sprotar á greni mælast 50-70 sentimetrar. Víða hefur verið mikill og góður trjá- vöxtur fyrir norðan og austan, en ögn lakari á Suður- og Vesturlandi, en þar var meiri vöxtur í fyrra. Ætli meðalvöxtur á ösp sé ekki um 50 sentimetrar á margra ára tímabili og kannski líka á lerki- blendingnum hrym. Hjá öðrum tegundum gæti árssprotinn að meðaltali verið 20-40 sentimetr- ar,“ segir Þröstur. Öflug frammistaða aspar MYNDARLEGIR ÁRSSPROTAR FYRIR NORÐAN OG AUSTAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.