Morgunblaðið - 18.09.2021, Side 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021
Það var í lok júní
2020 sem Alþingi sam-
þykkti á síðasta fundi
sínum fyrir þinghlé
þingmannafrumvarp
um að sjúkratrygg-
ingar taki frá og með
1. janúar 2021 til nauð-
synlegrar sálfræði-
meðferðar og ann-
arrar gagnreyndrar
samtalsmeðferðar
heilbrigðisstarfsmanna, þ.e. þjón-
ustan falli undir kostnaðarþátt-
tökukerfi heilbrigðisþjónustu í land-
inu.
Flutningsmenn málsins voru úr
flestum flokkum á þingi utan VG.
Markmið laganna er að almenn sál-
fræðiþjónusta og önnur gagnreynd
samtalsmeðferð verði veitt á sömu
forsendum og önnur heilbrigðis-
þjónusta undir kostnaðarþaki kostn-
aðarþátttökukerfis um heilbrigð-
isþjónustu. Samstaðan var alger.
Frumvarpið var samþykkt með öll-
um greiddum atkvæðum.
Vaxandi fjöldi fólks greinist með
geðraskanir eða önnur andleg veik-
indi, og hefur aðgengi þessa hóps að
þjónustu og úrræðum við hæfi verið
takmarkað og kostnaður töluverður.
Öryrkjabandalag Íslands og mörg
sjúklingafélög hafa lengi barist fyrir
því að sálfræðiþjónusta yrði tekin
undir kostnaðarþak eins og önnur
nauðsynleg heilbrigðisþjónusta.
Sálfræðimeðferð er lykilþáttur í
meðhöndlun ýmissa sjúkdóma,
álagssjúkdóma og áfalla og er mik-
ilvæg forvörn gegn alvarlegri sjúk-
dómum. Það er brýnt að fólk með
einkenni geðraskana eða fólk sem
glímir við aðra andlega eða sálræna
erfiðleika hafi greiðan aðgang að
þjónustunni á réttum tíma og óháð
efnahag. Langveikt fólk sem glímir
við líkamlega erfiðleika á einnig oft
við geðrænan vanda að stríða, þarf
að vinna á einkennum kvíða og
þunglyndis sem oftar
en ekki ágerist ef ekk-
ert er að gert.
Sálfræðiþjónusta ut-
an greiðsluþátt-
tökukerfis er ekki raun-
hæfur kostur fyrir
þorra fólks og alls ekki
fyrir lágtekjufólk og líf-
eyrisþega. Aðgengi að
sálfræðiþjónustu hefur
verið háð efnahag. Það
er óumdeilanlegt. Hinir
efnameiri hafa nýtt sér
þjónustuna í þeim mæli að sálfræð-
ingar hafa nóg að gera.
Undanfarið hefur sálfræðiþjón-
usta verið efld innan heilsugæsl-
unnar með fjölgun sálfræðinga og
stofnun geðheilsuteyma. Svo er vel,
en þegar er ljóst sú þjónusta mun
ekki duga til að ná utan um uppsafn-
aðan vanda og mæta þörfinni fyrir
almenna sálfræðiþjónustu samhliða
og í samvinnu við önnur úrræði er
skila árangri.
Í endurhæfingu hefur ekki skort
aðgengi að líkamlegri þjálfun, en
sökum kostnaðar hefur almennur
sálfélagslegur stuðningur verið van-
nýttur þó svo hann vegi að jöfnu
hvað varðar mögulegan árangur
fólksins. Eðlilegt aðgengi að sál-
fræðiþjónustu samhliða öðrum úr-
ræðum mun auka skilvirkni og skila
betri árangri. Teymisvinna er hér
mikilvæg og tryggja þarf efnahags-
legt aðgengi að því fagfólki sem
teyminu er nauðsynlegt.
Í nefndaráliti velferðarnefndar
segir að þótt gera verði ráð fyrir því
að kostnaður fylgi breytingunum til
skamms tíma, muni þær til lengri
tíma spara ríkissjóði háar fjárhæðir
og koma í veg fyrir óþarfa þjáningu
einstaklinga sem eiga við geðvanda-
mál að stríða. Hér hittir velferðar-
nefnd naglann á höfuðið. Fjárfesting
í forvörnum og endurhæfingu skilar
sér alltaf margfalt til baka. Fjárfest-
ingaráhrif fjárfestingar í fólki og
virkni þess í samfélaginu eru ætíð
mjög jákvæð.
Í fyrstu lyftist brúnin á fólki sem
fyrir þessu hafði barist og full
ástæða til. Sumar og samstaðan í
þinginu var alger. Í dag hefur mikið
vatn runnið til sjávar frá júnístemn-
ingunni. Brúnin hefur sigið. Fljót-
lega upplifði fólk hnútukast fjár-
málaráðherra. Það væri fagráð-
herrans að finna fjármagn í
verkefnið. Þegar leitað var efnda í
embættismannakerfinu mátti heyra
sem skýringu á seinagangi útfærslu
verkefnisins: „En þetta var nú bara
þingmannafrumvarp.“
Það fannst smá aur í verkefnið, en
af svo skornum skammti að það
skiptir vart máli. Þá er framhaldið í
þeim efnum óljóst og ekki lofandi.
Hér er því skorað á þá flokka sem
bjóða fram í komandi kosningum og
frambjóðendur þeirra að móta sér
skýra framtíðarsýn í málinu. Það
sem þarf er að móta markvissa raun-
hæfa aðgerðaáætlun fyrir innleið-
ingu verkefnisins. Þjónustan verði
gefin á réttum tíma á réttum stað og
í samfellu ef þörf er á. Huga þarf að
mönnun í geiranum, efla þarf
menntun á þessu sviði og fjölga sál-
fræðingum.
Í ljósi samstöðunnar sem ríkti í
þinginu júnínóttina forðum hafa not-
endur mikla trú á því að lögin verði
að veruleika öllu samfélaginu til
framdráttar. Orð verði að athöfnum.
Orð skulu standa.
Bara „þingmannafrumvarp“
Eftir Emil
Thoroddsen
Emil Thoroddsen
»Lög um kostnaðar-
þátttöku við sál-
fræðiþjónustu voru sam-
þykkt á Alþingi 30. júní
2020. Lögunum hafa
ekki fylgt efndir. Greinin
er ákall á efndir.
Höfundur er formaður málefnahóps
ÖBÍ um heilbrigðismál og fram-
kvæmdastjóri Gigtarfélags Íslands.
emilthor@gigt.is
Ein af mikilvæg-
ustu spurningum sem
við Íslendingar þurf-
um að svara á kom-
andi árum er hvernig
við höldum áfram á
þeirri braut að skapa
hér víðsýnt, sterkt og
heilbrigt samfélag
sem sækir næringu í
rætur menningar
okkar sem og al-
þjóðlega strauma og stefnur.
Breytingar síðustu áratuga hafa
veikt ýmis gildi sem hafa verið
samofin þjóðarvitundinni um lang-
an tíma. Hér má nefna gildi eins og
heiðarleika, traust, ábyrgð-
arkennd, sterk fjölskyldubönd, trú,
samstöðu og samkennd, jöfnuð og
þjóðhollustu. Þetta sýnir að þessi
mikilvægu gildi lúta sömu lög-
málum um vöxt og hnignun og önn-
ur verðmæti.
Fjölskyldan, skólar, frjáls
félagasamtök og kirkjan hafa
lengst af verið meginkjarni ís-
lensks samfélags. Það má færa fyr-
ir því sterk rök að mun hagkvæm-
ara og árangursríkara sé fyrir
stjórnvöld að styðja við bakið á
slíkum aðilum, sem sinna mik-
ilvægu mótunarhlutverki, en að
þenja stöðugt út velferðarkerfið til
að takast á við aukin félagsleg
vandamál.
Styrkja ber tengsl barna
og unglinga við sögu og
menningu
Skólarnir gegna mikilvægu hlut-
verki við mótun gildismats ungs
fólks. Skólinn hefur einnig hlut-
verki að gegna við að
styrkja tengsl barna
og unglinga við sögu
og menningu þjóð-
arinnar, sem upp-
sprettu stolts og metn-
aðar sem og þeirra
siðferðisgilda er hafa
verið leiðarvísir henn-
ar um langan aldur.
Þau gildi hefur þjóðin
einkum sótt í kristna
sögu sína og vestræn-
an menningararf. Þar
liggja rætur íslenskrar
menningar og þangað hefur þjóðin
lengst af sótt andlega næringu og
styrk. Það er því eðlilegt að hún
sæki aftur á þau mið til að takast á
við vandamál líðandi stundar.
Ný ríkisstjórn efli menningar-
lega sjálfsmynd þjóðarinnar
Ég tel að eitt stærsta verkefni
næstu ríkisstjórnar sé að efla með
þjóðinni sameiginlega sýn um
menningarlega sjálfsmynd hennar.
Það er hluti af endurreisn sam-
kenndar þjóðarinnar og aukinnar
virðingar fyrir menningararfinum.
Þetta mikilvæga starf gæti m.a.
falið í sér eftirfarandi:
Styðja betur við bakið á helstu
menningarstofnunum landsins.
Sameinast um að setja upp öflugar
miðstöðvar íslenskrar menningar í
öllum landsfjórðungum. Á næsta
kjörtímabili verði t.d. opnuð Menn-
ingarmiðstöð Suðurlands á Sel-
fossi, sem komin er langt á veg í
undirbúningi.
Stórefla kennslu í íslenskri tungu,
sögu og menningararfi þjóðarinnar
eða því sem kalla má „sögulegt
minni“ okkar. Auka veg íslenskra
bókmennta í skólakerfinu. Setja á
fót söguverðlaun fyrir ungt fólk.
Endurnýja tryggð okkar við ís-
lenska mannanafnahefð.
Endurhugsa markmið menntunar
í skólum landsins. Menntun ein-
staklingsins þarf að verða aftur að
markmiði í sjálfu sér en ekki fyrst
og fremst leið til meiri árangurs,
starfsframa og verðmætasköpunar.
Hlutverk menntunar þarf einnig að
snúast um að byggja upp mann-
kosti ungs fólks svo það geti tekist
markvisst á við þær áskoranir sem
það mætir á lífsleiðinni.
Vinna markvisst að því að efla
kirkjuna sem eina af grunnstoðum
íslenskrar menningar. Gera
kristinfræði aftur að skyldunáms-
grein í grunnskólum landsins. Efla
kennslu í sögu vestrænnar menn-
ingar í skólum landsins.
Auka virðingu fyrir lista-
mannalaunum. Efla listvitund ungs
fólks. Endurskipuleggja stuðnings-
kerfi við rithöfunda.
Stórefla stuðning við íþróttastarf
um allt land.
Mikilvægt er að breið samstaða
takist um menningarlega end-
urnýjun og að efla menningarlega
sjálfsmynd þjóðarinnar lands-
mönnum til heilla.
Menningarleg endurnýjun
Eftir Birgi
Þórarinsson
Birgir Þórarinsson
»Ég tel að eitt stærsta
verkefni næstu rík-
isstjórnar sé að efla með
þjóðinni sameiginlega
sýn um menningarlega
sjálfsímynd hennar.
Höfundur er þingmaður og oddviti
Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
birgirth@althingi.is
Kjósandi góður!
Vilt þú forðast
hærri skatta, fleiri
skattstofna, stöðugt
dýrari almennings-
þjónustu, dýrari íbúð-
ir, hærri húsaleigu,
lengri biðraðir fyrir
börn á leikskólaaldri,
lengri biðraðir á göt-
um úti, með tilheyr-
andi svifryksmengun
og tímaskatti, hvort sem þú
ferðast með fjölskyldubíl eða
strætó?
Nú kynni einhver að halda að ég
sé að rugla saman alþingis- og
sveitarstjórnarkosningum. En svo
er engan veginn. Til að taka yf-
irvegaða afstöðu á kjördag, þurf-
um við að bera saman ábyrga og
óábyrga stjórnun.
Núverandi ríkisstjórn hefur ver-
ið farsæl um margt, þótt þar
speglist mismunandi áherslur á
ýmsum sviðum. Hún hefur sýnt
ábyrgð og komið á stöðugleika og
festu, þrátt fyrir heimsfaraldur
sem ekki sér fyrir endann á.
Óstjórnin hjá flokkakraðakinu í
Reykjavík er dæmi um hið gagn-
stæða. Ef þú vilt forðast allt það
sem hér var talið upp að framan,
þá skaltu ekki kjósa
flokkakraðakið sem nú
„stjórnar“ Reykjavík-
urborg. Því einmitt
þar eru vítin til að var-
ast þau: Kosn-
ingabrask í síðustu
sveitarstjórnarkosn-
ingum í Reykjavík,
Braggablúsinn í Naut-
hólsvík, óstjórnin hjá
Sorpu, met í fram-
úrkeyrslu á kostnaði á
einföldustu, opinberu
framkvæmdum, stöð-
ugar gjaldskrárhækkanir á þjón-
ustu borgarinnar, útsvar í hæsta
leyfilega hámarki um árabil og
gengdarlaus skuldasöfnun á góð-
æristímum, án þess að farið hafi
verið í neinar umsvifamiklar op-
inberar framkvæmdir.
Kjósandi góður! Gefum ábyrgð-
arlausu flokkakraðaki frí. Kjósum
sjálfstæðisfólk á Alþingi fyrir
Reykvíkinga. X-D.
Þitt atkvæði –
þínir skattar
Eftir Bessí
Jóhannsdóttur
Bessí Jóhannsdóttir
»Núverandi rík-
isstjórn hefur verið
farsæl um margt.
Höfundur skipar 5. sæti á
framboðslista Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík norður.
Nú eru þingkosn-
ingar fram undan og
sér ekki fyrir endann
á loforðaflaumnum og
yfirlýsingagleði
sumra stjórnmála-
manna. Nú er svo
komið að þing-
mennskan er orðin
vellaunað starf, mun
betur borgað en mörg
önnur ekki síður mik-
ilvæg störf eins og á sviði heil-
brigðismála og menntamála. Í dag
eru hjúkrunarfræðingar og kenn-
arar vart hálfdrættingar í launum
á við þingmenn. Áður fyrr, fyrir
daga kjaradóms fyrir nær 60 ár-
um, fengu þingmenn greidda ein-
ungis þá daga sem þinghald stóð
yfir. Margir þingmenn lögðu fram
þingmál sem oft komust í gegn
enda oftast mjög skynsamleg og
til réttarbóta. Í dag eru það fyrst
og fremst stjórnarfrumvörpin sem
ná afgreiðslu þingsins og þá skipt-
ir mestu að góður meirihluti standi
að baki. Vel gæti ég trúað að í þá
daga hafi störf þingsins verið jafn-
vel vandaðri en er í dag væri það
rannsakað.
Líklegt er að launin lokki marg-
an ævintýramanninn til að bjóða
sig fram til þingmennsku þar sem
vonin um góð laun sé meiri en
hugurinn að geta orðið landi og
þjóð að gagni.
Alltaf er mikilvægt fyrir fá-
menna þjóð sem við Íslendingar
erum að til þingstarfa veljist heið-
arlegt fólk sem unnt er að treysta
að öllu leyti í sínum störfum. Í dag
vaða uppi þvílíkir yfirlýsingabull-
arar sem haga sér eins og kálfar
sem hleypt er úr fjósi að vori.
Sumar þessar yfirlýsingar eru
þess eðlis að þær eru einungis til
þess fallnar að rugla kjósendur
rækilega í ríminu. Mætti nefna
sem dæmi uppivöðslu eins þing-
manns sem kom í veg fyrir að
milliríkjasamningur við Breta yrði
staðfestur á sínum
tíma. Við uppgjör
Icesave fengu Bretar
fyrir vikið 50 millj-
örðum meira úr
þrotabúi Landsbank-
ans en samningar
hljóðuðu upp á. Ætli
það mikla fé hefði
ekki komið betur að
gagni við rekstur
Landspítala?
Óskandi er að á
næstu árum verði ný
stjórnarskrá samþykkt sem á sér
rætur hjá þjóðinni en er ekki
fyrst og fremst til að þjóna vald-
inu. Og við þurfum að breyta
skattalögunum með það í huga að
létta byrðar þeirra sem minna
bera úr býtum. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur undanfarin 30 ár sýnt
í verki að koma síauknum álögum
á lágtekjufólk með því að þver-
skallast við að láta skattleys-
ismörkin fylgja vísitölum. Þá
þurfum við að efla umhverfisvit-
und með hliðsjón af atvinnuvegum
landsmanna eins og ferðaþjón-
ustu.
Það voru mörgum sár vonbrigði
að ekki fékkst meiri stuðningur á
því þrasgjarna Alþingi að þjóð-
garður á hálendinu varð ekki að
raunveruleika. Og við þurfum að
leggja áherslu á að taka meiri
þátt í alþjóðlegu starfi á sviði
efnahagsmála, félagsmála og við-
skipta til að tryggja betur fjár-
hagslegt öryggi allra landsmanna.
Eftir Guðjón
Jensson
» Fyrir daga kjara-
dóms fyrir nær 60
árum, fengu þingmenn
greidda einungis þá
daga sem þinghald
stóð yfir.
Guðjón Jensson
Höfundur er eldri borgari og leið-
sögumaður.
arnartangi43@gmail.com
Mikilvægi
heiðarleikans