Morgunblaðið - 18.09.2021, Side 22
22 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021
Fenix
• Slitsterkt og hitaþolið yfirborðsefni
• Silkimjúk áferð við snertingu
• Sérsmíðum eftir máli
Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
smiðjunni í Covid og eftirspurnin úti
hefur líka verið að aukast.“
Víkurverk velti 1.650 milljónum
króna í fyrra en það sem af er þessu
ári er velta fyrirtækisins um 10%
hærri eða um 1.815 m.kr., samkvæmt
upplýsingum Arnars Barðdal, eig-
anda og framkvæmdastjóra fyrir-
tækisins. Aðspurður segir hann aukna
eftirspurn eftir ferðavögnum síðast-
liðin tvö ár líklegast skýrast af aukn-
um áhuga fólks á ferðalögum innan-
lands. „Fólk er að uppgötva hvað það
er æðislegt að ferðast um landið okkar
og hvað er hægt að upplifa margt
skemmtilegt hér heima. Í faraldrinum
var fólk minna að ferðast erlendis og
var þá frekar að elta sólina hér og
hjólhýsin henta svo vel í það. Í sumar
voru allir í sólinni fyrir austan og öll
tjaldsvæði þar full,“ segir Arnar.
Eftirspurn eftir leigu jókst
Þá jókst spurn eftir leigu á hjólhýs-
um frá Víkurverki einnig í ár, að sögn
Arnars. „Við erum bara með tvo
vagna á leigu í hjólhýsum en einnig
nokkra tjaldvagna og það var nóg að
gera í leigunni. Hjólhýsin sem við er-
um að leigja út voru meira og minna
uppbókuð í allt sumar.“
Ekki stendur til að fjölga hjólhýs-
um í leiguflotann, segir Arnar inntur
eftir því.
„Leigan á þessum hýsum er ekk-
ert sérlega góð viðskiptalega séð.
Leigan þarf að nefnilega að vera ansi
há til að þetta borgi sig. Einstakling-
ar hafa meira verið að leigja sín hýsi
sjálfir.“
Aðspurður segist hann ekki halda
að vinsældir og sala hjólhýsa fari
dvínandi þegar ferðafrelsi fólks fer
að aukast á ný að faraldrinum lokn-
um, heldur þvert á móti.
„Sumir halda það en ég held ekki.
Áhugi fólks á ferðalögum innanlands
er sífellt að aukast og æ flæri eru
farnir að átta sig á hvað þetta er
skemmtilegur ferðamáti.“
Velta Víkurverks orð-
in 15% hærri en 2020
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ferðavagnar Sífellt fleiri velja að ferðast innanlands og dvelja í hjólhýsum.
- Seldu 600 hjólhýsi í sumar - Náðu ekki að anna eftirspurn
BAKSVIÐ
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Sprenging varð í sölu á ferðavögnum
hjá Víkurverki í sumar en heildarsala
fyrirtækisins það sem af er þessu ári
er orðin 10-15% meiri en í fyrra. Árið
2020 var algert metár hjá fyrir-
tækinu en þá hafði salan á ferðavögn-
um aukist um 40% frá árinu á undan.
Söluhæstu vörurnar hjá Víkurverki
eru hjólhýsi frá Hobby, Fendt og
Adria.
Innt eftir því segist Kristín Anny
Jónsdóttir, sölustjóri Víkurverks,
ekki hafa átt von á því að eftirspurnin
myndi aukast jafn mikið og hún gerði
í sumar. „Það er búið að vera alveg
brjálað að gera. Þessi aukna eftir-
spurn kom okkur svolítið á óvart og
við vorum satt best að segja ekki al-
veg undirbúin. Flestallar vörurnar
okkar kláruðust mjög snemma á
árinu og við erum þegar byrjuð að
selja vagna fram í næsta ár,“ segir
hún.
Velta upp á tæpa tvo milljarða
Það sem af er þessu ári hefur Vík-
urverk selt u.þ.b. 600 hjólhýsi, bæði
notuð og ný. Vegna áhrifa kórónu-
veirufaraldursins hafi framleiðend-
um hjólhýsanna þó gengið illa að
anna eftirspurn og því hafi færri
fengið hjólhýsi en vildu í sumar, að
sögn Kristínar. „Við hefðum getað
selt miklu fleiri hjólhýsi hefðum við
átt þau á lager. Það var alveg rosa-
lega stór markaður fyrir þau í sumar.
Við seldum alla okkar vagna og bætt-
um við nokkrum lagervögnum en það
eru aðeins örfáir þeirra eftir óseldir.
Svo hafa framleiðendur líka verið að
taka einhverja vagna frá okkur því
það hafa verið færri að vinna í verk-
18. september 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.56
Sterlingspund 177.85
Kanadadalur 101.73
Dönsk króna 20.334
Norsk króna 14.926
Sænsk króna 14.893
Svissn. franki 138.89
Japanskt jen 1.1752
SDR 182.91
Evra 151.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.2724
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Aron Freyr Eiríksson, löggiltur fast-
eignasali hjá Ás fasteignasölu, segir
mikla spurn hafa verið eftir nýjum
íbúðum í Skarðs-
hlíð í Hafnarfirði.
Þannig sé búið að
selja 13 íbúðir af
16 í fjórum fjöl-
býlishúsum á inn-
an við viku eftir
að þær fóru í sölu,
nokkrar í forsölu.
Salan sé í takt
við það sem á
undan hafi gengið
í Skarðshlíðinni
en búið sé að selja 83 af 86 nýjum
íbúðum í hverfinu á síðustu tíu mán-
uðum.
Samkvæmt Húsnæðis- og mann-
virkjastofnun hefur dregið úr um-
svifum á fasteignamarkaði. Þá hafi
hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu
verði lækkað í fyrsta sinn frá janúar.
Spurður hvort hægst hafi á mark-
aðnum segir Aron Freyr það mis-
jafnt milli eigna. Miðað við mætingu
í opin hús sé eftirspurnin mikil.
Fjögur tilboð yfir ásettu verði
„Til að mynda var ég með opið hús
í einbýlishúsi í Hafnarfirði í vikunni.
Þrettán pör komu að skoða og alls
bárust fjögur tilboð svo eignin seld-
ist ansi hratt og vel. Mín tilfinning er
sú að það hafi ekki hægst á mark-
aðnum. Það eru mikil læti í kringum
margar eignir og greinilegt að marg-
ir eru enn að hugsa sér til hreyf-
ings,“ segir Aron. Hann bendir á að
takmarkað framboð af nýjum íbúð-
um hafi sitt að segja. Þegar nýjar
íbúðir komi í sölu séu kaupendurnir
gjarnan að selja notaða íbúð á móti
og þannig skapist keðja sem skapi
meira framboð eigna á söluskrá.
Varðandi hlutfall íbúða sem selj-
ast yfir ásettu verði beri að hafa í
huga að fasteignasalar hafi áttað sig
á hækkunum undanfarið. Eftir-
spurnin vitni um skort á nýjum og
hagkvæmum íbúðum. Allar lóðir í
Skarðshlíð séu uppseldar.
Seljast eins og
heitar lummur
Aron Freyr
Eiríksson
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Stuðlaskarð 7 Nýjar íbúðir í Skarðshlíð í Hafnarfirði hafa selst hratt.
- Hröð sala þykir merki um lóðaskort
« Í lok ágúst nam
12 mánaða verð-
hækkun á hluta-
bréfamarkaðnum
hér á landi 65,4%.
Það er mesta
hækkunin yfir
heiminn á þessu
tímabili sé litið til
helstu hlutabréfa-
markaða. Þetta
kemur fram í
Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.
Þannig var samkvæmt Hagsjánni næst-
mesta hækkunin í Svíþjóð 41,7% og
var hækkunin hér á landi því 23,7 pró-
sentustigum meiri. Þriðja mesta hækk-
unin var í Þýskalandi, 37,7%, en hækk-
anir annars staðar á Norðurlöndunum
lágu á bilinu 30,4-35,9%. Markaðurinn í
Bandaríkjunum hefur hækkað um
29,2% og um 24,6% í Kanada.
Íslenski markaðurinn
hækkað um 65,4%
Gengi Hlutabréf
eru á flugi.
STUTT