Morgunblaðið - 18.09.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.09.2021, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir S ign · Fornubúði r 12 · Ha fnar f i rð i · s ign@s ign . i s · S : 555 0800 WWW.S IGN . I S Nokkur styr hefur staðið um for- sendur og framtíð íslenska lífeyr- iskerfisins undanfarið. Deilt hefur ver- ið um samtryggingu og séreign og nú eru komnar fram tillögur um hækkun lífeyristökualdurs. Það er launafólk í landinu sem á lífeyriskerfið og því óá- sættanlegt hve mikið hefur skort á samráð við samtök launafólks þega rætt hefur verið um breytingar á kerf- inu. Áframhaldandi skortur á samráði og bútasaumsaðferð í ákvarðanatöku mun reynast almenningi dýrkeyptur. Í júlí síðastliðnum stóð íslenska líf- eyriskerfið í um 6.000 milljörðum króna. Gerir það 16 milljónir króna á hvern Íslending eða tvöfalda landsfram- leiðslu á árs- grundvelli. Á síðustu 60 árum hafa lífs- líkur Íslendinga aukist að meðaltali um tæp tíu ár. Árið 1960 voru þær rúmlega 73 ár en eru í dag um 83 ár. Almennt hefur þessi þróun á auknum lífslíkum verið nokkuð jöfn og þar með fyrirsjáanleg. Þegar grunnur núver- andi lífeyriskerfis var lagður á sjöunda áratug síðustu aldar var þetta vitað og einnig talið fyrirsjáanlegt. Að sama skapi var þekkt þá, eins og nú, að með- altöl segja ekki alla söguna. Þannig lifa konur almennt lengur en karlar. Mun- ur er á lífslíkum milli menntaðra og ómenntaðra, langskólagenginna og annarra, auk augljóss munar á milli þeirra sem vinna líkamlega erf- iðisvinnu og annarra. Og enn er það svo að ríkir lifa umtalsvert lengur en fátækir. Í lífeyriskerfi landsins leika trygg- ingastærðfræðingar mikilvægt hlut- verk við útreikninga skuldbindinga sjóðanna. Í nýjustu útreikningum Fé- lags íslenskra tryggingastærðfræð- inga er tekið tillit til spár um hækk- andi lífaldur þjóðarinnar og hvatt til þess að viðmiðunaraldri lífeyrisrétt- inda verði breytt í samræmi við spá- líkan félagsins. Með öðrum orðum að lífeyrisaldur á Íslandi verði hækk- aður. Bútasaumsaðferð eða heildarendurskoðun? Aldrei hefur staðið á fulltrúum launafólks að ræða áskoranir lífeyr- iskerfis þjóðarinnar, enda eru þau einu raunverulegu fulltrúar eigenda þess. Ekki atvinnurekendur og ekki stjórnvöld. Eftirlaunakerfið er flókið og byggir á þremur stoðum. Sam- tryggingarsjóðir líf- eyrissjóðanna eru ein þessara stoða. Hinar tvær eru sér- eignarsparnaður og almannatrygging- arkerfið. Ákvarð- anir um samspil þessara stoða eða breytingar á þeim varða hagsmuni ólíkra kynslóða og grundvallarréttindi einstaklinga. Það er gríðarlega mikilvægt að slík- ar ákvarðanir séu aðeins teknar að undangengnu virku samráði við full- trúa launafólks. Grunnforsendur kerf- isins þurfa að vera skýrar og réttlátar og til þess fallnar að skapa traust, enda traust almennings á stjórnvöld- um, lífeyrissjóðunum og lífeyriskerf- inu ekki mikið fyrir. Það þarf að end- urskoða kerfið í heild sinni og sú endurskoðun þarf að vera nákvæm, fagleg og gagnsæ. Þar til slíkri endur- skoðun er lokið er óásættanlegt með öllu að gera breytingar á lífeyr- istökualdri líkt og tryggingarstærð- fræðingar leggja til. Eftir Friðrik Jónsson, Ragnar Þór Pétursson og Sonju Ýr Þorbergsdóttur »Nokkur styr hefur staðið um forsendur og framtíð íslenska lífeyris- kerfisins undanfarið. Friðrik Jónsson Friðrik er formaður BHMR, Ragnar Þór er formaður KÍ, Sonja Ýr er formaður BSRB. Ákvarðanir um 6.000 milljarða sparnað almennings verða að vera í sátt Ragnar Þór Pétursson Sonja Ýr Þorbergsdóttir Í júlí á þessu ári voru liðin 100 ár frá fæðingu skáldsins og rithöfundarins Jóns Óskars, en hann lést í október 1998. Ég hef það eftir Unu Mar- gréti, dóttur skálds- ins, að síðar á þessu ári muni hans verða minnst með útgáfu smásagnasafns hans. Ég var svo lánsamur að kynnast Jóni Óskari lítillega á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Upphaf þeirra kynna var með þeim hætti að mér datt í hug að heimsækja hann og biðja hann að þýða fyrir mig tvær nor- rænar söngvísur sem mig langaði að flytja á söngvakvöldi hjá félaginu Vísnavinir. Ég fékk hlýjar móttökur hjá Jóni og eiginkonu hans, Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá. Heim- sóknin leiddi m.a. til þess að Vísna- vinir efndu síðar til sérstakrar dag- skrár á Hótel Borg þar sem fluttar voru þýddar og frumsamdar söng- vísur eftir Jón Óskar, þar á meðal ein við lag eftir Kristínu. Jón Óskar var einlægur og ákafur talsmaður náttúru- og umhverf- isverndar. Stuttu eftir að Una Mar- grét sagði mér frá fyrirhugaðri út- gáfu kom upp í huga minn erindi sem faðir hennar flutti í Rík- isútvarpinu fyrir 40 árum og nefndi Fögur er hlíðin. Mig langaði til að hlusta á þetta erindi og varð mér úti um afrit af upptökunni hjá Safn- adeild RÚV. Eftir að hafa hlustað á erindið hugsaði ég sem svo að þótt margt hafi breyst í umhverfis- og loftslagsmálum frá því það var flutt, kæmi þar fram ýmis fróðleikur sem enn í dag ætti erindi við okkur, ekki síst yngra fólk. – Af því að umhverf- is- og loftslagsmál eru mjög til um- ræðu þessa dagana get ég ekki stillt mig um að víkja hér stuttlega að nokkrum efnisþáttum í þessu fróð- lega erindi [Beinar tilvitnanir í er- indið eru innan tilvitnunarmerkja]. Við erum í fyrri hluta erindisins m.a. minnt á það að búið er að eyði- leggja flestar fjörur í Reykjavík. „Aðeins einu sinni minnist ég þess að hafa séð í blaði andmæli gegn því að eyðileggja fjörur í Reykjavík. Það vissi ég þó. Ég hafði komist að því einn dag fyrir nokkrum árum að langleiðina frá Kleppi og niður að fjörunni hans Sigurjóns Ólafs- sonar, myndhöggvara, í Laugarnesi, var enga fjöru að finna, og óvíða hægt að komast ofan að sjónum fyrir nýbyggðum, stein- gráum verslunarskemmum sem þar byrgðu eitt fegursta útsýni Reyk- víkinga til sjávar.“ Og frásögn Njálu af því þegar ’Gunnar sneri aftur’ og ljóð Jónasar Hallgrímssonar, Gunnarshólma, setur Jón Óskar í skemmtilegt sam- hengi: „Kvæðið Gunnarshólmi er mjög íhugunarvert fyrir það að þrátt fyrir hetjudýrkun róm- antískra skálda yrkir Jónas ekki kvæðið til að hefja söguhetju Njálu til skýjanna, heldur til að vekja þjóð sína til umhugsunar um landið og framkomu þjóðarinnar við landið.“ Hér skal því skotið inn, að í upp- hafi erindisins, um miðbik þess og í lokin voru fluttar söngvísur í þýð- ingu Jóns Óskar. Upphafsvísan var Náttúra Íslands, en texti Jóns Ósk- ars er að nokkru sniðinn eftir ljóði sænska vísnasöngvarans Evert Taube: Änglamark – en visa om Sveriges natur. Og hann tileinkaði íslenskum náttúruverndarmönnum textann. Í honum er m.a. að finna þessar ljóðlínur: „Nú fara véldrekar váleg’ um dal og hlíð / vinda til björgum og svifta til hólum. / Ing- ólfsfjall hrópar: Æ, hlíðin mín er svo fríð. /Hvað er til varnar gegn stál- vargatólum.“ – Um þetta sagði Jón Óskar m.a.: „Fjall eitt á Suðurlandi er kennt við fyrsta landsnámsmann Íslands og heitir Ingólfsfjall. Nú eru hlíðar þessa fjalls á nokkrum stöðum, sem blasa við þjóðinni, flakandi sár eftir stórvirkar vinnu- vélar nútímans. Ef gengið var með- fram fjallinu áður fyrr, leiðina inn í Grafninginn, var það unaðsganga þar sem komið var inn í marg- breytilegan heim álfa og dverga, þar sem tónvísir fuglar flögruðu um móa og mýrar. Nú hafa mýrarnar verið ræstar fram í krafti nútíma- tækni og ævintýrafuglarnir skemmtilegu sjást ekki lengur nema á stangli.“ Og Jón Óskar vék að skrifum Halldórs Laxness um umhverf- ismál: „Einhvern tíma skrifaði Halldór Laxness grein og síðan aðra – ef ekki fleiri – um eyðilegg- inguna á íslenskum miðum. En hann var ekki annað en skáld, að vísu búinn að fá Nóbelsverðlaun fyrir ritverk sín, en samt ekki ann- að en skáld. Og enginn tók mark á honum.“ Erindi sínu lauk Jón Óskar með þessum orðum: „Maðurinn hefur ímyndað sér að hann gæti hegðað sér gagnvart náttúrunni eins og honum sýndist; eins og hann væri herra náttúrunnar en ekki hluti af henni. Vera má að í grimmd sinni og græðgi felli maðurinn sjálfan sig. Ef hann eyðileggur hringrás lífsins fellur hann einnig sjálfur. Ef hann ræðst á ljósátuna í hafinu fell- ur hann sjálfur. Ef hann ræðst á fjallshlíðina og tætir hana hlífð- arlaust í sundur svo foksandurinn breiðist yfir nærliggjandi gróður, þá fellur hann sjálfur. Ef hann held- ur áfram að ræna jörðina hlífð- arlaust orkugjöfum sínum og sóa auðæfum hennar eins og ræningja er háttur, þá fellur hann sjálfur. Einungis ef hann tekur að lifa í náttúrunni og með henni getur hann sjálfur lifað.“ - Það er tilhlökkunarefni að fá í hendur smásagnasafn snillingsins Jóns Óskars. Fögur er hlíðin – Minninga- brot um útvarpserindi Eftir Gunnar Guttormsson Gunnar Guttormsson » Það er tilhlökkunar- efni að fá í hendur smásagnasafn snillings- ins Jóns Óskars. Höfundur er vélfræðingur. ggutt@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.