Morgunblaðið - 18.09.2021, Side 39
DÆGRADVÖL 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021
„ÞAÐ ER LÍTILL KRINGLÓTTUR HLUTUR
SEM KEMUR ÚT ÚR HÆNU.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... hlutur sem erfitt er
að snúa baki í.
ÉG VIGTA MIG
DAGLEGA OG ÉG NÝT ÞESS SÉRSTAKLEGA EFTIR AÐ ÉG
FJARLÆGÐI RAFHLÖÐURNAR
HELGA, ÉG
SVINDLAÐI
NÆSTUM ÞVÍ Á
MEGRUNINNI!
HVAÐ STOPPAÐI ÞIG
AF? VILJASTYRKUR?
EÐA ÞÍN FEITA KRUMLA?
„MATURINN HÉR ER ÆÐISLEGUR. HANN
ER GRILLAÐUR BEINT FYRIR FRAMAN
NEFIÐ Á ÞÉR.“
SMÁKÖKUR
og vinir og fjölskylda búsett erlend-
is sem einkum laða okkur út fyrir
landsteinana.“
Fjölskylda
Eiginmaður Sigríðar er Eyjólfur
Einar Elíasson, f. 9.10. 1971, for-
stöðumaður framleiðslueldhúss
Reykjavíkurborgar. Þau búa á
Breiðabólstað í Fljótshlíð. For-
eldrar Eyjólfs eru hjónin Ólöf Guð-
ríður Jakobína Eyjólfsdóttir, f. 26.7.
1942, frá Dyrhólahverfi Vestur-
Skaftafellssýslu, starfaði lengst af
við framreiðslustörf, og Elías V.
Einarsson, f. 25.12. 1942 í Reykja-
vík, fyrrverandi forstjóri. Þau eru
búsett í Hafnarfirði.
Dætur Sigríðar og Eyjólfs eru: 1)
Ólöf, f. 4.11. 1991, MSc í hnattvæð-
ingu og vistvænni þróun frá NTNU,
starfar sem hugmyndalistamaður
hjá Breach í Þrándheimi. Kærasti
hennar er Pétur Grétarsson, arki-
tekt hjá PKA (Per Knudsen Arki-
tektkontor); 2) Gunnþórunn Elísa, f.
13.6. 1995, kennari og er í Björg-
unarsveit Hafnarfjarðar, búsett í
Hafnarfirði. Maður hennar er Sæ-
mundur Bjarni Kristínarson, nátt-
úrufræðingur hjá LHS. Dóttir
þeirra er Eyja Sif, f. 5.11. 2020; 3)
Agnes Inga, f. 13.8. 1999, verk-
fræðinemi við HÍ, búsett í Hafnar-
firði; 4) Kristín Helga, f. 30.12.
2000, dansari og hjúkrunarfræði-
nemi við HÍ, búsett á Breiðabólstað.
Kærasti hennar er Sölvi Steinn Sig-
urðarson, nemi í viðskiptafræði við
HÍ.
Systkini Sigríðar eru Sigurður, f.
25.8. 1959, smiður, búsettur í Mos-
fellsbæ; Jóna Ágústa, f. 28.12. 1960,
húsmóðir, búsett á Álftanesi; Guðný
Helga, f. 9.11. 1967, rafeindavirki í
Reykjavík; Elísabet Sif, 24.1. 1977,
búsett á Selfossi.
Foreldrar Sigríðar voru hjónin
Ingibjörg Elísabet Jóhannesdóttir,
f. 14.7. 1939 á Flateyri við Önundar-
fjörð, d. 30.6. 2000, húsmóðir og
verkakona, og Helgi Sigurðsson, f.
19.8. 1937 á Þingeyri við Dýrafjörð,
d. 30.11. 2015, sjómaður og fisk-
verkandi. Þau bjuggu lengst af í
Hafnarfirði.
Sigríður Kristín
Helgadóttir
Kristján Ágúst Kristjánsson
sjómaður á Þingeyri
Guðný Guðmundsdóttir
húsfreyja á Þingeyri
Guðbjartur Sigurður Kristjánsson
sjómaður á Þingeyri
Sigríður Kristín Guðjónsdóttir
verkakona á Þingeyri
Helgi Sigurðsson
sjómaður og fiskverkandi
í Hafnarfirði
Guðjón Jónsson
húsmaður í Haukadal
Jóhanna Guðfinna Egilsdóttir
húskona í Haukadal í Dýrafirði
Andrés Jón Helgason
bóndi á Alviðru
Guðrún Elín Jóhannesdóttir
húsfreyja á Alviðru í Núpssókn
í Dýrafirði
Jóhannes Jón Guðmundur Andrésson
sjómaður á Flateyri
Jóna Ágústa Sigurðardóttir
verkakona á Flateyri
Sigurður Finnbogason
bóndi í Gemlufalli
Elísabet Kristjánsdóttir
húsfreyja í Gemlufalli í Mýrasókn í Dýrafirði
Úr frændgarði Sigríðar Kristínar Helgadóttur
Ingibjörg Elísabet Jóhannesdóttir
húsmóðir í Hafnarfirði
Gátan er sem endranær eftir
Guðmund Arnfinnsson:
Tækifæri telja má.
Tíðum falskt það hljómar.
Ei með réttu ráði sá.
Rækja sálir frómar.
Guðrún B. svarar:
Er í lagi að leika sér
og lagi fölsku skríkja?
Sjaldan í lagi Sjana er,
ef Sharialög ríkja.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Hérna lags þér leita ber.
Lagið tíðum rammfalskt hljómar.
Láki vart í lagi er.
Lögin heiðra sálir frómar.
Þá er limra:
Er Vernharður vörður laga
um völl með frúnni sást kjaga
að orði varð Jóni,
sem er örlaga róni:
„Hver hefur sinn djöful að draga“.
Og síðan er ný gáta eftir Guð-
mund:
Hafa skal nú hraðan á,
hinkra ekki lengur má,
gátuna þarf fólk að fá,
frekar þó sé gæðasmá:
Lítið, kringlótt ílát er.
Úr henni fæ tóbakskorn.
Ölkær þykir þessi ver.
Þetta skip er lélegt horn.
Helgi R. Einarsson sendi mér
póst og sagði, að þetta hefði óvart
orðið til eftir að hafa hlýtt á lag í út-
varpinu:
Blessun
Eitt sinn fann hún Una
yndislegan funa
ólga og brenna
um búkinn renna
bak við Fríkirkjuna.
Því undir belti ber’ann,
sem blessun Una sér’ann,
svo pilturinn,
sem pabbi sinn,
í prestaskóla fer’ann.
Á Hjaltabakka var Sigurður
Breiðfjörð gestur og orðinn drukk-
inn. Um nóttina fóru tveir menn
með hann út að hjálpa honum að
kasta af sér vatni. Sjór var fallinn
hátt. Lítur Sigurður þá fram á sjó-
inn og segir:
Fallegt er þá fellur sjór
að fjalla klónum.
Einn er guð í öllu stór
og eins í sjónum.
Guðmundur Þorláksson, Glosi,
orti:
Vertu góður, vinur minn,
við þá menn sem hrasa,
því að hinsti hjúpur þinn
hefir engan vasa.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Allt vill lagið hafa
Ýmsar gerðir af heyrnar-
tækjum í mismunandi
litum og stærðum.
Allar helstu rekstrarvörur og
aukahlutir fyrir heyrnartæki fást
í vefverslun heyrn.is
HEYRNARÞJÓNUSTA
2007
HLÍÐASMÁRI 19, 2. HÆÐ • 201 KÓPAVOGI • SÍMI 534 9600
HEYRN@HEYRN.IS • HEYRN.IS
Heyrðu
umskiptin,
fáðu heyrnartæki
til reynslu