Morgunblaðið - 18.09.2021, Side 18
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Nú þegar styttist mjög í laxveiði-
sumrinu hefur mest veiðst í Ytri-
Rangá og við vesturbakka Hólsár,
tæplega 3.000 laxar á miðvikudags-
kvöldið var. Rúmlega 2.800 höfðu
veiðst í Eystri-Rangá, um 1.600 í
Miðfjarðará, um 1.430 í Norðurá og
um 1.330 í Þverá/Kjarrá. Aðrar ár
höfðu ekki náð þúsund laxa veiði.
Veiðin hefur verið misgóð, eða mis-
slæm eftir landssvæðum en þótt töl-
ur liggi ekki fyrir þá er líklegt að
slakt meðalsumar verði einkunnin.
„Þetta hefur verið mjög skrýtið
sumar,“ segir Einar Sigfússon, sölu-
stjóri og staðarhaldari við Norðurá,
en hann er nú að láta af því starfi.
„Við í Norðurá vorum á toppnum, og
erum við toppinn hvað aflatölur
varðar, en þetta er ekkert stórveiði-
sumar. Ég átti von á heldur meiri
afla. En það er greinilegt að eitthvað
hefur komið fyrir, sennilega í hafinu.
Það á við um allt landið. Veiðin á
Norðausturhorninu er mjög léleg og
mestallt landið er slappt. Jafnvel
Rangárnar virðast ekki skila því sem
þær áttu að gera.“
Einar segir að veiðin í Norðurá í
sumar hafi verið mun betri en á
tveimur undanförnum árum, sem
voru léleg.. „Þau ár sem ég hef verið
við ána höfum við líka fengið toppa,
eins og 2013 þegar veiddust yfir
3.300 laxar og 2015 veiddust nærri
2.900. En svo hrapaði veiðin niður í
mjög lélega veiði síðustu tvö sumur,“
en þá veiddust 980 og 577 laxar. Ein-
ar segir að á síðasta áratug hafi ver-
ið fjögur slík léleg sumur og það hafi
verið ástæðan fyrir því að hann lagði
hart að bændum að styðja við ánum
og fara í ræktunarstörf. Fyrst hafi
verið farið í að byggja veiðihús og
svo var ákveðið að fara í að grafa
hrogn og fara með fiska í eldisstöð.
Úr því koma bæði sumaralin seiði,
sem er sleppt í læki við ána, og
niðurgönguseiði sem fara í eldis-
tjarnir við ána. „Ég held að með slík-
um aðgerðum megi bregðast við
niðursveiflunum,“ segir Einar.
„Skýringarnar á sveiflunum eru
margar en ég held það megi komast
hjá þeim að einhverju leyti með
þessum aðgerðum. Ég hef sagt það
við stjórn Veiðifélags Norðurár að
menn eigi hiklaust að stefna á það að
vera með 2.500 til 3.000 laxa úr
Norðurá á hverju sumri. Á góðum
árum getur veiðin farið í 4.000…“
Einar hverfur nú á braut við
Norðurá og nýr aðili tekur við söl-
unni. „Við Anna kona mín tókum við
þessu í brotum og hefur tekist að
koma böndum á reksturinn og erum
gott starfsfólk og góðan kúnnahóp.
Ég tel því að við skiljum við gott bú
og framundan á bændum við Norð-
urá séu bjartir tímar,“ segir hann.
Erfitt sumar, erfiðar aðstæður
Frekar rólegt hefur verið yfir lax-
veiðinni í Húnavatnssýslum. Mið-
fjarðará er nú á svipuðu róli og
undanfarin tvo ár, eftir mun betri
veiði í nokkur ár á undan; í Vatnsdal
stefnir á lökustu veiði í níu ár og
sama má segja um Laxá á Ásum. Á
miðvikudag hafði 629 löxum verið
landað í Víðidalsá sem er betri veiði
en undanfarin þrjú ár þegar veidd-
ust alls 546, 430 og 588 laxar. Það
stefnir þó í að þetta verði í fyrsta
skipti sem fimm ár í röð náist ekki að
fara yfir þúsund laxa markið í ánni.
„Þetta hefur verið erfitt sumar,
erfiðar aðstæður, en hefur þó slopp-
ið til. Það veiðist mest vel haldinn
smálax og lítið af stórum. Það hefur
bara veiðst einn lax yfir metra og
næsti þar fyrir neðan var 97 cm,“
segir Jóhann Hafnfjörð Rafnsson,
staðarhaldari í Víðidalnum. Hann
bætir bætir við að í kjölfar rigninga
hafi verið ágætisveiði nú í haust.
Hollið 10. til 13. september veiddi til
að mynda um 40 laxa „sem er fín
„prime-time“-veiði.“
Færri metralangir laxar
Samkvæmt samantekt Sporða-
kasta á Mbl.is hefur frést af 25 löx-
um 100 cm og lengri sem veiðst hafa
í ám landsins í sumar. Eins og búast
mátti við í kjölfar hins lélega smá-
laxasumars í fyrra voru færri slíkir
höfðingjar á ferðinni í ár – eins og
dæmin úr Víðidalsá sanna – en nær
helmingi færri hafa verið færðir á
listann nú en þá. Þann lengsta á list-
anum í ár, 105 cm, veiddi Sigurður
Ágústsson á Toby-spún í Fnjóská
16. júlí.
Stangveiði sumarsins í Veiðivötn-
um er lokið og veiddust 19.049 fisk-
ar; 10.532 urriðar og 8.517 bleikjur.
Er það betri veiði en í fyrra.
„Eitthvað hefur komið fyrir“
- „Þetta hefur verið mjög skrýtið,“ segir Einar Sigfússon um laxveiðisumarið sem hefur víðast hvar
verið slappt - Rólegt yfir veiðinni í Húnavatnssýslum og veiðitölur lágar eins og undanfarin ár
Veiðimenn Þorsteinn Stefánsson og Páll Orri Pálsson með hrygnu sem þeir
veiddu í Norðurá á dögunum. Rúmlega 100 laxar veiddust þar í vikunni.
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Örnefni skipta máli og jafnframt að þekkja staðsetn-
ingu þeirra. Þetta er meðal annars nauðsynlegt vegna
landnytja, framkvæmda, ferðaþjónustu og raunar margs
annars. Því verður að merkja þekkt örnefni í korta-
grunn, því ekki dugar að þau séu aðeins til í gömlum
skrám. Þekkinguna um staðsetningu örnefna þarf að
varðveita og gera aðgengilega,“ segir Eydís Líndal
Finnbogadóttir, forstjóri Landmælinga Íslands.
Upplýsingar færðar á landakort
Fyrr í vikunni var hrundið af stað átaki sem ber yf-
irskriftina Hvar er? Með því er ætlunin að virkja al-
menning, staðkunnugt fólk í hverri sveit, til að segja
nánar til um staðsetningu örnefna á einstaka svæðum og
jörðum. Nýlega voru örnefnaskrár sem eru í vörslu
Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gerð-
ar aðgengilegar á slóðinni nafnid.is. Alls eru vel á átt-
unda þúsund jarðir og jarðskikar á landinu, mest af þeim
eru þegar örnefnaskráðar í staðarlýsingum og nú stend-
ur til að færa upplýsingarnar á kort.
Heimildarmenn skrá sig inn á sína jörð á vefnum nafn-
id.is/hvarer og greina því næst frá tengslum sínum við
umræddan stað. Að því loknu er rafræn afmörkun ör-
nefna hafin.
Átakið hófst með því að Guðmundur Ingi Guðbrands-
son umhverfisráðherra, ásamt sínu fjölskyldufólki, færði
nokkur örnefni inn á kort eftir skrám um örnefni í landi
Brúarlands á Mýrum í Borgarfirði, þar sem hann er upp-
alinn.
„Mýrar eru ein þeirra sveita þar sem enn á eftir að
staðsetja mikið af örnefnum. Sama máli gegnir um há-
sléttu Vestfjarða, Skagann á Norðurlandi vestra, sunn-
anverða Austfirði, ýmsa staði á Suðurlandi og fáfarnar
slóðir á hálendinu. Hins vegar eru t.d. Borgarfjarð-
ardalir, Þingeyjarsýslur og fleiri staðir í fínu lagi en þar
hefur verið gerð gangskör í staðsetningu örnefna,“ segir
Eydís Líndal.
500 þúsund nöfn í Árnastofnun
Í skrám Árnastofnunar eru um 500 þúsund örnefni.
Aðeins um þriðjungur þeirra hefur þó verið settur á
kort. Hlutfallið er svipað hvað varðar örnefnaskrár bú-
jarða sem komnar eru á kort. Örnefnagrunnurinn er
uppfærður vikulega hjá Landmælingum Íslands og alltaf
fjölgar þeim nöfnum sem eru aðgengileg þeim sem
áhuga hafa.
„Þekking á örnefnum og staðarheitum þarf að færast
milli kynslóða. Slíkt er mjög mikilvægt, bæði vegna nytja
á landinu og svo segja örnefni okkur oft mikið um menn-
ingararfleifðina,“ segir Eydís. „Kossalaut er til og segir
sitthvað um samskipti kynjanna, Líkaflöt er í Viðey og
gil kennt við skessuna Þjóðbrók er vestur á Ströndum.
Mörg örnefni vísa einnig til norrænnar goðafræði, svo
sem gígarnir Magni og Móði sem til urðu í eldgosinu á
Fimmvörðuhálsi árið 2010. Við Arnarstapa á Snæfells-
nesi er Bárðarlaug, sem vísar til sögu Bárðar Snæfells-
áss, og á kortum má líka finna mörg örnefni sem vísa til
sólarhæðar og eyktamarka, svo sem Miðmorgunsöldu,
Hádegisfjall, Dagmálafjall og svo framvegis.“
Átak og eilífðarverkefni
Nú á fyrstu metrunum hefur verkefnið Hvar er? feng-
ið góðar viðtökur. Raunar hafa margir á fyrri stigum lagt
skráningu og staðsetningu örnefna lið með ýmsu móti,
svo á góðum grunni er að byggja. „Auðvitað er þessi
vinna eilífðarverkefni, en við höldum þessu í gangi sem
átaksverkefni eitthvað fram á veturinn og vonum að sem
flestir staðkunnugir vilji leggja okkur lið,“ segir forstjóri
Landmælinga Íslands.
Þekking á örnefnum
færist milli kynslóða
- Staðarheiti stafræn - Hvar er? - Móði, Magni og Mýrar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Landmælingar Þekkinguna um staðsetningu örnefna
þarf að varðveita og gera aðgengilega,“ segir Eydís
Líndal Finnbogadóttir um verkefnið nýja.
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA