Morgunblaðið - 18.09.2021, Side 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021
3. deild karla
Augnablik – Dalvík/Reynir...................... 2:1
Staðan:
Höttur/Huginn 21 13 3 5 37:26 42
Ægir 21 11 5 5 40:28 38
KFG 21 10 8 3 33:22 38
Sindri 21 11 3 7 42:30 36
Elliði 21 11 1 9 45:36 34
KFS 21 10 1 10 34:44 31
Dalvík/Reynir 22 8 5 9 37:31 29
Víðir 21 7 7 7 31:34 28
Augnablik 22 7 5 10 38:43 26
Einherji 21 6 1 14 36:51 19
Tindastóll 21 4 6 11 36:50 18
ÍH 21 4 5 12 33:47 17
England
Newcastle – Leeds ................................... 1:1
Staða efstu liða:
Manch. Utd 4 3 1 0 11:3 10
Chelsea 4 3 1 0 9:1 10
Liverpool 4 3 1 0 9:1 10
Everton 4 3 1 0 10:4 10
Manch. City 4 3 0 1 11:1 9
Brighton 4 3 0 1 5:3 9
Tottenham 4 3 0 1 3:3 9
Þýskaland
B-deild:
Schalke - Karlsruher............................... 1:2
- Guðlaugur Victor Pálsson fyrirliði
Schalke var rekinn út af á 72.
Holland
B-deild:
Almere City - Jong Ajax ......................... 2:4
- Kristian Nökkvi Hlynsson kom inn á hjá
Jong Ajax á 84. mínútu.
Danmörk
AaB - OB ................................................... 2:0
- Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn
með OB.
Staða efstu liða:
København 8 6 2 0 19:5 20
Midtjylland 8 6 0 2 15:5 18
AaB 9 5 3 1 13:7 18
B-deild:
Lyngby - Köge.......................................... 1:1
- Sævar Atli Magnússon kom inn á hjá
Lyngby á 76. mínútu. Frederik Schram var
varamarkvörður. Freyr Alexandersson
þjálfar liðið.
Undankeppni HM kvenna
C-RIÐILL, riðill Íslands:
Hvíta-Rússland – Kýpur.......................... 4:1
Holland – Tékkland.................................. 1:1
A-RIÐILL:
Slóvakía – Svíþjóð .................................... 0:1
B-RIÐILL:
Ungverjaland – Skotland......................... 0:2
D-RIÐILL:
Lettland – Austurríki............................... 1:8
England – Norður-Makedónía................ 8:0
Norður-Írland – Lúxemborg .................. 4:0
E-RIÐILL:
Bosnía – Svartfjallaland .......................... 2:3
Rússland – Aserbaídsjan......................... 2:0
F-RIÐILL:
Pólland – Belgía........................................ 1:1
G-RIÐILL:
Ítalía – Moldóva........................................ 3:0
Sviss – Litháen ......................................... 4:1
Rúmenía – Króatía ................................... 2:0
H-RIÐILL:
Grikkland – Frakkland .......................... 0:10
Eistland – Slóvenía................................... 0:4
Wales – Kasakstan ................................... 4:0
>;(//24)3;(
Körfuknattleikur
VÍS-bikar kvenna, úrslit:
Smárinn: Fjölnir – Haukar............... L16.45
VÍS-bikar karla, úrslit:
Stjarnan – Njarðvík........................... L19.45
Knattspyrna
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Breiðholt: Leiknir R. – Keflavík............ S14
Akranes: ÍA – Fylkir .............................. S14
Kaplakriki: FH – Breiðablik ............. S16.15
Meistaravellir: KR – Víkingur R. ..... S16.15
Origo-völlur: Valur – KA................... S18.30
1. deild karla, Lengjudeildin:
Framvöllur: Fram – Afturelding .......... L14
Grindavík: Grindavík – Víkingur Ó....... L14
Jáverk-völlur: Selfoss – Fjölnir ............ L14
Hásteinsvöllur: ÍBV – Vestri................. L14
Laugardalur: Þróttur R. – Þór.............. L14
2. deild karla:
Eskjuvöllur: Fjarðabyggð – Leiknir F. L14
Ásvellir: Haukar – KF ........................... L14
KR-völlur: KV – Þróttur V. ................... L14
Grenivík: Magni – Kári .......................... L14
Rafholtsvöllur: Njarðvík – Völsungur.. L14
Hertz-völlur: ÍR – Reynir S................... L14
3. deild karla:
Vopnafjörður: Einherji – Víðir.............. L14
Würth-völlur: Elliði – ÍH ....................... L14
Vilhjálmsv.: Höttur/Huginn – Ægir ..... L14
Samsung-völlur: KFG – Sindri ............. L14
Týsvöllur: KFS – Tindastóll .................. L14
Handknattleikur
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
KA-heimilið: KA/Þór – ÍBV................... L14
Varmá: Afturelding – Valur................... L16
Ásvellir: Haukar – HK ........................... L16
Framhús: Fram – Stjarnan............... S13.30
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Ásvellir: Haukar – Fram ....................... L18
UM HELGINA!
Handknattleiksmaðurinn Róbert
Aron Hostert, leikmaður Íslands-
meistara Vals, er á leið í aðgerð á
hægri öxl eftir helgi og verður af
þeim sökum frá keppni í 8-12 vikur.
„Ég hef ýtt á undan mér síðustu
ár að fara í aðgerð á öxlinni. Nú er
staðan orðin þannig að ég get ekki
frestað henni lengur,“ sagði Róbert
Aron í samtali við Handbolta.is
Aðgerðin verður framkvæmd
næstkomandi mánudag og verði
leikmaður frá í tólf vikur er ólík-
legt að hann spili með Valsmönnum
fyrr en eftir áramót.
Áfall fyrir
meistarana
Morgunblaðið/Eggert
Meiddur Róbert Aron gæti snúið
aftur í lið Valsmanna eftir áramót.
Knattspyrnumaðurinn Arnór Borg
Guðjohnsen hefur skrifað undir
þriggja ára samning við Víking úr
Reykjavík og mun hann ganga
formlega til liðs við félagið að tíma-
bili loknu þegar samningur hans
við Fylki rennur út í október.
„Ég fékk langan tíma til þess að
hugsa mig um hvert framhaldið
myndi verða hjá mér. Á endanum
ákvað ég að velja Víking,“ sagði
Arnór meðal annars í samtali við
Morgunblaðið en nánar er rætt við
leikmanninn á mbl.is/sport/
efstadeild.
Úr Árbænum
í Fossvoginn
Ljósmynd/Haukur Gunnarsson
Víkingur Arnór Borg skrifaði undir
þriggja ára samning í Víkinni.
MITT SJÓNARHORN
Philipp Lahm
@philipplahm
Á árbakka Seine-árinnar í París,
steinsnar frá Louvre-safninu, er að
finna Samaritaine-stórverslunina.
Síðast þegar byggingin var gerð upp
kostaði það 750 milljónir evra. Inn-
réttingin er úr viði og það er sér-
stakt VIP-svæði til staðar. Úrvalið
samanstendur af Dior, Gucci, Prada
og Louis Vuitton. Skór kosta 1.000
evrur. Hægt er að láta persónugera
kampavínsflöskur og ilmvatnsglös
sem eru til sýnis á bak við gler má
kaupa fyrir sex stafa tölu. Lúx-
usvörubransinn heldur áfram að
vaxa, meira að segja í faraldrinum.
Samaritaine-verslunin lokkar fólk
að. Fólk labbar í gegnum hana og
dáist að því sem er til sýnist líkt og í
tilfelli Mónu Lísu í Louvre-safninu.
Fólk vill sjá verslunina líkt og það
vill sjá Eiffel-turninn og Notre
Dame-dómkirkjuna. Maður dáist að
þessu. Eigandinn Bernard Arnault,
sem er ríkasti maður Evrópu, hefur
sankað að sér öllum eftirsóknarverð-
ustu vörumerkjunum í æv-
intýrakastala sinn.
Samaritaine-versluninni svipar til
knattspyrnuliði Parísar Saint-
Germain. Það kemur til vegna þess
að verðmætustu fótboltamenn heims
eru þar undir einu þaki. Í markinu
stendur hinn ítalski Gianluigi Donn-
arumma, sem var valinn besti leik-
maður keppninnar eftir að hafa unn-
ið úrslitaleik Evrópumótsins. Nýr
leikmaður í vörninni er Sergio Ra-
mos, fyrirliði Real Madríd og andlit
út á við síðastliðinn rúman áratug.
Evrópumeistarinn Marco Verratti,
hjarta ítölsku miðjunnar, stýrir
leiknum.
Sóknarlínuna þekkir svo hvert
barn í Tókýó, Delhí, Cape Town,
Lundúnum og Ríó. Neymar og Kyli-
an Mbappé eru ekki aðeins hæfi-
leikaríkustu sóknarmenn heimsins,
heldur einnig þeir dýrustu. Sam-
anlagt voru þeir keyptir á yfir 400
milljónir evra. Nú klæðist Lionel
Messi einnig treyju PSG, sex sinn-
um handhafi Gullknattarins og fyrr-
verandi táknmynd Barcelona.
Meistaradeildin í aðalhlutverki
Þremenningarnir eru frægustu
fótboltamennirnir á plánetunni og
saman státa þeir sig af yfir hálfum
milljarði fylgjenda á samfélags-
miðlum. Sá eini sem vantar er Cris-
tiano Ronaldo, en það væri þó of
mikið fyrir hvaða þjálfara sem er að
reyna að eiga við.
Síðastliðin 10 ár hefur PSG verið í
eigu fjölskyldunnar sem er við
stjórn í Katar. Eigandinn, þjóðhöfð-
inginn Tamim bin Hamad al-Thani,
hefur fjárfest meira en milljarði evra
í félagið. Landið, sem er gestgjafi
næstu heimsmeistarakeppni, hefur
fjármagnað íþróttir í mörg ár og
vakið heimsathygli fyrir vikið.
Á síðustu níu árum hefur PSG
orðið Frakklandsmeistari sjö sinn-
um. En í París, líkt og á öðrum eft-
irsóknarverðum stöðum, er deildin í
heimalandinu ekki lengur aðalmálið.
Félagið, sem er laust við mikla hefð
eða stóran bikarskáp, hefur nýlega
fest sig í sessi sem eitt af þeim
stærstu á meginlandinu. Það ræður
aðeins til sín fræga þjálfara á við
Carlo Ancelotti, Unai Emery, Laur-
ent Blanc, Thomas Tuchel og núna
Mauricio Pochettino.
Í París er ávallt hugsað á alþjóð-
legan hátt. Í Meistaradeild Evrópu,
sem hófst á þriðjudaginn, er PSG nú
talið sigurstranglegasta liðið í
keppninni. Sigur í keppninni myndi
þýða fyrsta titil fransks félags fyrir
utan landsteinana síðan árið 1996.
Liðið hefur nú þegar komist nálægt
því að vinna keppnina á und-
anförnum árum. Á síðasta tímabili
komst PSG í undanúrslitin og ári áð-
ur komst það í úrslitin.
Stórborg tísku og eyðslu
Fjöldi aðdáenda víðs vegar um
heiminn eykst stöðugt. Gefist tæki-
færi fyrir þessa aðdáendur að sjá
stjörnurnar í nærmynd er hluti
stjarnanna á sama kalíberi og popp-
stjörnur eða Hollywood-leikarar.
Treyjurnar seljast vel. Kór-
ónuveiran getur ekki snert á PSG.
Félagið er á allra vörum. Á eftir Eif-
fel-turninum og Notre Dame-
dómkirkjunni hefur París öðlast
nýtt kennileiti: óhóflega dýrt fót-
boltalið.
Félagið er meira að segja hluti af
poppmenningu. Leikmenn þess eru
vinsælir á meðal rappara. Mynd-
skeið félagsins ná níu stafa tölum
þegar kemur að áhorfi. PSG tengist
einnig tískubransanum nánum
böndum. Hönnuðurinn Christelle
Kocher hannaði PSG-treyju sem
kostaði 3.000 evrur. Beyoncé, Leon-
ardo di Caprio og Mick Jagger hafa
sést klæðast þeirri treyju. Þetta
passar vel við París, stórborg tísku
og eyðslusemi.
Í riðlakeppni Meistaradeild-
arinnar mun París Saint-Germain
mæta Club Brugge. Félagið reyndi
að standa fyrir útboði á þessu ári,
sem mistókst, og er með veltu upp á
um 135 milljónir evra á ári, en spilar
samt í allt annarri deild. Leik-
mönnum belgísku meistaranna hlýt-
ur að hafa liðið eins og ferðamönnum
í Samaritaine-versluninni þegar þeir
mættu Neymar, Mbappé og Messi.
Í riðli með París eru einnig RB
Leipzig og Manchester City, tvö
önnur félög í eigu fjárfesta sem eng-
an hefði órað fyrir að myndu bæta
sig eins mikið og þau hafa gert fyrir
rúmum áratug. Toppfótbolti, eins og
PSG sýnir sérstaklega fram á við,
hefur tekið stakkaskiptum. Félögin
eygja nýtt módel; samsömun og
stuðningur við þau þarf ekki að vera
staðbundinn, heldur er litið til þess
að áhugi sé á heimsvísu. Þegar PSG
mætir City mun heimurinn gervall-
ur horfa á leikinn. Sjónarspil gerast
ekki stærri.
Nýjasta kennileiti
höfuðborgarinnar
- París Saint-German hefur á að skipa hæfileikaríkustu sóknarlínu heims
AFP
Stjörnur Neymar, Lionel Messi og Kylian Mbappé skipa sóknarlínu franska stórliðsins París Saint-German.
Philipp Lahm var fyrirliði þýska landsliðsins í knattspyrnu þegar það varð
heimsmeistari árið 2014 og lék með Bayern München í fimmtán ár. Hann
er mótsstjóri Evrópumóts karla sem fram fer í Þýskalandi árið 2024. Pistl-
ar hans, „Mitt sjónarhorn“, birtast reglulega í Morgunblaðinu og/eða
mbl.is. Þeir eru skrifaðir í samvinnu við Oliver Fritsch, íþróttaritstjóra
þýska netmiðilsins Zeit Online, og birtast í fjölmiðlum nokkurra Evrópu-
landa. Í sjöunda pistli sínum í dag fjallar Lahm um knattspyrnulið París
Saint-German í Frakklandi, stærstu stjörnur félagsins og markmiðin í
stærstu félagsliðakeppni heims, Meistaradeild Evrópu.
Pistlar frá Philipp Lahm