Morgunblaðið - 18.09.2021, Page 10

Morgunblaðið - 18.09.2021, Page 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021 nokkrum breytingum frá því að sam- keppnin var haldin og því hefur verk- efnið verið í endurmati, sem ljúka mun á næstunni með samningum við hönnuði. Það endurmat sem hefur verið unnið er m.a. vegna breyttra viðmiða sem Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) vinnur eftir varðandi vinnu- aðstöðu í nýbyggingum hins opin- bera. Nú er gert ráð fyrir svonefndu Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdasýsla ríkisins vinnur að endurmati á fyrirhugaðri nýbygg- ingu sem rísa mun hjá Stjórnarráðs- húsinu við Lækjartorg. Reykjavíkurborg samþykkti ný- lega deiliskipulag fyrir hina sögu- frægu lóð Lækjargötu 1, svokallaðan Stjórnarráðsreit. Næsta skref er að senda skipulagið til Skipulagsstofn- unar og vonast umsækjandinn, Framkvæmdasýsla ríkisins, til að deiliskipulagið verði staðfest og það taki gildi fyrir lok september. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu var ráðist í gerð deiliskipu- lagsins vegna áforma um viðbygg- ingu við Stjórnarráðshúsið sam- kvæmt verðlaunauppdráttum arkitektastofunnar Kurt&Pí ehf. frá árinu 2018. Þótt Stjórnarráðshúsið hafi staðið á þessum stað í 260 ár hef- ur ekkert deiliskipulag verið til fyrir lóðina. Á þeim þremur árum sem liðin eru frá því úrslit voru tilkynnt í sam- keppni um nýbygginguna hefur farið fram fornleifauppgröftur á lóðinni í samstarfi við Minjastofnun Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmdasýslu ríksins hefur starfsemi forsætisráðuneytisins tekið verkefnamiðuðu vinnuumhverfi í stað einstaklingsskrifstofa. Í verkefna- miðuðu vinnuumhverfi er gert ráð fyrir minni hópum, t.d. sex til átta manns sem vinna saman í einu rými. Auk vinnurýmisins hafi starfsmenn aðgang að næðisrýmum, fundar- herbergjum og teymisrýmum, síma- klefum auk hefðbundinna rýma eins og kaffikróka og mötuneytis. Þá hafa verið skoðaðir möguleikar á stækkun kjallara m.a. vegna aukins tæknirým- is fyrir loftræsingu og varaafl. Starfsmönnum ráðuneytisins hef- ur fjölgað síðan samkeppnislýsingin var gerð, upplýsir Framkvæmdasýsl- an Morgunblaðið. Má þar nefna flutning skrifstofu jafnréttismála sem fluttist til forsætisráðuneytisins frá félagsmálaráðuneytinu. Einnig hafa öryggismál ráðuneytisins verið yfirfarin. Framkvæmdasýslan gerir ráð fyr- ir að endurhönnun hússins standi út árið 2022. Gert er ráð fyrir útboði verklegra framkvæmda í ársbyrjun 2023, sem verði lokið um áramótin 2024/25. Verkefnið miðast við heim- ilaða fjárveitingu. Núverandi friðað Stjórnarráðshús er tvær hæðir og ris, 512 m² brúttó. Viðbygging og tengigangur verða tvær hæðir og kjallari, um 1.500 m² brúttó. Tölvumynd/Kurt&Pí Nýbyggingin Verðlaunatillagan gerir ráð fyrir 1.500 fermetra viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu 1. Framkvæmdir gætu hafist árið 2023. Skrifstofur víkja fyrir opnum rýmum - Endurmeta nýbyggingu við Stjórnarráðið Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hef- ur ráðið nýjan forstöðumann íþróttadeildar fyrirtækisins, ÚÚ Sports. Um er að ræða Hörð Hilmars- son, sem stofnaði ÚÚ Sport fyrir um 30 árum ásamt félaga sínum, Þóri Jónssyni. Hörður hefur síðustu 25 árin rek- ið eigið fyrirtæki, ÍT ferðir, sem hefur sérhæft sig í utanlands- ferðum íþrótta- og sérhópa, auk móttöku erlendra íþróttahópa til Ís- lands. Hörður er vel þekktur í íslensku íþróttalífi sem leikmaður í hand- knattleik og knattspyrnu, þar sem hann lék með íslenska landsliðinu. Síðar varð hann þjálfari í báðum greinum, fyrst með unglingalið síð- an meistaraflokka. Hörður hætti síðar þjálfun til að einbeita sér að starfi sínu í ferða- þjónustu fyrir íþrótta- og sérhópa. sisi@mbl.is Hörður forstöðumaður ÚÚ Sports Hörður Hilmarsson Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Aldrei hafa fleiri nemendur verið innritaðir í nám á meistarastigi við Háskólasetur Vestfjarða. Alls hófu 43 nemendur nám í tveimur náms- leiðum setursins í haust. Þá hefur fjöldi innritaðra nemenda tvöfaldast frá því að ný námsleið, sjávar- byggðafræði, hóf göngu sína við setrið haustið 2019. „Þessi fjölgun er í samræmi við þau markmið sem háskólasetrið setti sér með nýju námsleiðinni en fyrir var námsleiðin haf- og strand- svæðastjórnun sem hóf göngu sína haustið 2008. Báðar námsleiðirnar eru kenndar í samstarfi við Háskól- ann á Akureyri,“ segir í tilkynningu frá háskólasetrinu. Heildarfjöldi háskólanema með búsetu á Ísafirði er nú kominn yfir 70. Vakin er athygli á að í 2.700 manna byggð er um að ræða um 2,7% íbúa. Nemendur Metfjöldi háskólanema varð með tilkomu sjávarbyggðafræði. Háskólanemar nú 2,7% íbúa Ísafjarðar - Sjávarbyggðafræði gerði útslagið Stjórnarráð Íslands Dómsmálaráðuneytið Atkvæðagreiðsla fyrir þá sem verða í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19 farsóttarinnar á kjördag 25. september 2021. Atkvæðagreiðsla á sérstökum kjörstað. Kjósandi sem verður í sóttkví eða einangrun á kjördag, og getur því ekki greitt atkvæði á almennum kjörstað eða almennum utankjörfundarstað, er heimilt að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstöðum. Kosning á sérstökum utankjörfundarstað má hefjast mánudaginn 20. september 2021. Sýslumenn, hver í sínu umdæmi, auglýsa á vefsíðunni syslumenn.is hvar og hvenær atkvæðagreiðslan fer fram. Kjósandi sem greiðir atkvæði á sérstökum utankjörfundarstað skal koma í bifreið á kjörstaðinn. Honum er óheimilt að opna dyr eða glugga bifreiðarinnar og hann skal vera einn í bifreiðinni. Kjósandi fær ekki kjörgögn í hendur heldur upplýsir hann kjörstjóra um hvernig hann vill greiða atkvæði, t.d. með því að sýna blað með listabókstaf framboðs eða á annan hátt sem kjörstjóri telur öruggan og nægilega skýran. Mikilvægt er að kjósendur hafi með sér blað og ritföng til að gera grein fyrir vilja sínum og hafi með sér skilríki. Sérstök athygli er vakin á því að þeim sem er í einangrun er heimilt yfirgefa dvalarstað sinn í bifreið í þeim eina tilgangi að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstað skv. heimild í reglugerð frá heilbrigðisráðherra. Atkvæðagreiðsla á dvalarstað kjósanda. Kjósanda sem er í einangrun eða sóttkví á kjördag er heimilt að greiða atkvæði á dvalarstað sínum. Beiðni um atkvæðagreiðslu á dvalarstað skal beint til sýslumanns í því umdæmi þar sem viðkomandi dvelst. Sé dvalarstaður kjósanda innan kjördæmis hans skal beiðnin berast sýslumanni eigi síðar en kl. 10:00 á kjördag, en sé dvalarstaður kjósanda utan kjördæmis hans eigi síðar en kl. 10:00 fimmtudaginn 23. september 2021. Beiðninni skal fylgja staðfesting heilbrigðisyfirvalda á að viðkomandi sé í einangrun eða sóttkví fram yfir kjördag og upplýsingar um hvers vegna þeim sem er í sóttkví er ekki unnt að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstað. Kjósandi fær ekki kjörgögn í hendur heldur upplýsir hann kjörstjóra um hvernig hann vill greiða atkvæði t.d. með því að sýna blað með listabókstaf framboðs eða á annan hátt sem kjörstjóri telur öruggan og nægilega skýran. Synja má kjósanda um að greiða atkvæði á dvalarstað telji sóttvarnayfirvöld að atkvæðagreiðslu verði ekki við komið án þess að tefla heilsu kjörstjóra eða annarra í hættu. Sú ákvörðun er endanleg. Á vefslóðinni island.is/covidkosning2021 verða nánari upplýsingar um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og þar verður unnt að sækja um kosningu á dvalarstað. Dómsmálaráðuneytinu, 17. september 2021.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.