Morgunblaðið - 18.09.2021, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021
Aðventuhljómur íHeidelberg
sp
ör
eh
f.
Aðventan í Heidelberg er einstök! Það vantar svo sannarlega
ekki jólastemninguna og ilmurinn af jólaglöggi og ristuðum
möndlum liggur í loftinu. Frá Heidelberg verður farið í
spennandi dagsferðir, m.a. til hinnar glæsilegu Strassborgar
og Rüdesheim, yndislegs bæjar við ána Rín. Ljósadýrðin í
Heidelberg er heillandi á þessum árstíma og finna má mjög
skemmtilega aðventumarkaði á víð og dreif um alla borgina.
28. nóvember - 3. desember
Fararstjóri: Þórhallur Vilhjálmsson
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 159.900 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS
Mjög mikið innifalið!
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Miðað við samanlögð svör í könn-
unum MMR undanfarnar þrjár vik-
ur myndi Sjálfstæðisflokkurinn
missa mann frá síðustu kosningum
og Framsókn bæta við sig einum,
Miðflokkurinn missa fjóra en Við-
reisn vinna þrjá, Samfylkingin vinna
mann en Vinstri græn tapa fjórum
(tveir gengu úr þingflokknum á
kjörtímabilinu), Píratar standa í stað
og Flokkur fólksins tapa manni
(tveir voru gengnir úr þingflokknum
fyrir).
Ríkisstjórnarflokkarnir næðu
samtals 31 manni og stjórnarmeiri-
hlutinn því fallinn.
Inni og úti
Miðað við þessar niðurstöður
héldu bæði Lilja Alfreðsdóttir og
Ásmundur Einar Daðason velli í
Reykjavík og Inga Sæland væri
kjördæmakjörin í Reykjavík suður,
en sósíalistaforinginn Gunnar Smári
Egilsson kæmi inn í jöfnunarsæti í
Reykjavík norður. Hins vegar
myndu Reykjavíkurþingmennirnir
Brynjar Níelsson og Birgir Ár-
mannsson, þingflokksformaður
sjálfstæðismanna, báðir falla af
þingi.
Viðreisn næði þremur mönnum í
Suðvesturkjördæmi, en auk flokks-
formannsins Þorgerðar Katrínar
Gunnarsdóttur kæmu Sigmar Guð-
mundsson og Elín Anna Gísladóttir
ný inn.
Ásmundur Friðriksson, sjálfstæð-
ismaður í Suðurkjördæmi, myndi
einnig detta af þingi verði úrslitin
líkt og kannanirnar benda til, en
hins vegar myndu sjálfstæðismenn
vinna mann í Norðvesturkjördæmi,
svo þar kæmi Teitur Björn Ein-
arsson inn. Stefán Vagn Stefánsson
kæmi nýr inn fyrir Framsókn og þar
myndi Miðflokksmaðurinn Bergþór
Ólason jafnframt halda velli sem
jöfnunarmaður og Helga Thorberg
koma ný inn fyrir sósíalista.
Í Norðausturkjördæmi ynni
Framsókn góðan sigur og Ingibjörg
Ólöf Isaksen kæmist þar inn við
þriðja mann; Logi Einarsson einn
inn fyrir Samfylkingu, Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson sem jöfn-
unarmaður fyrir Miðflokk og sósíal-
istinn Haraldur Ingi Haraldsson nýr
inn.
Flókinn útreikningur
Við útreikning á þingsætunum 63
dugir ekki að deila þeim miðað við
hráar fylgistölur yfir landið allt,
heldur þarf að horfa til fylgis og
sæta í hverju kjördæmanna sex.
Í hefðbundinni könnun eru svör í
einstökum kjördæmum hins vegar
færri en svo að óhætt sé að byggja á
þeim af nokkurri nákvæmni og vik-
mörk sumra flokka í fámennari kjör-
dæmum mjög há. Því er hér brugðið
á það ráð nota samanlögð svör úr
þremur síðustu könnunum til að fá
viðunandi fjölda svara að baki fylg-
istölum í kjördæmunum. Fyrir vikið
endurspegla tölurnar að ofan ekki
nema að hluta fylgisbreytinguna,
sem varð í könnun þessarar viku frá
hinni síðustu. Því eru fylgistölur
flokkanna að ofan ekki heldur hinar
sömu og í forsíðufrétt um fylgistölur
dagsins. Vegna fjölda flokka og at-
kvæðadreifingar þarf hins vegar að
hafa allan fyrirvara á útreikningum
sem þessum, þar getur minnsta
fylgisbreyting haft víðtæk áhrif.
9
15
7
33
8
7
6
5
B
Framsókn
C
Viðreisn
D
Sjálfstæðisflokkur
M
Miðflokkur
P
Píratar
S
Samfylking
V
Vinstrigræn
F
Flokkur fólksins
J
Sósíalistar
22,3%
13,6%
5,6%
10,5% 5,1%
12,3%
11,2%
10,6%
7,9%
1,0%
Þingmenn kjördæma samkvæmt skoðanakönnunum MMR
Samanteknar tölur úr þremur síðustu könnunum, 31. ágúst til 3. september, 8. til 10. september og 15. til 17. september)
SV
13 ÞINGMENN
RS
11 ÞINGMENN
RN
11 ÞINGMENN
NV
8 ÞINGMENN
NA
10 ÞINGMENN
S
10 ÞINGMENN
NV
NA
SSV
RN
RS
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
SÁJJMAMFJK
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
SÁJJMAMFJK
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
SÁJJMAMFJK
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
SÁJJMAMFJK
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
SÁJJMAMFJK
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
SÁJJMAMFJK
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
SÁJJMAMFJK
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
SÁJJMAMFJK
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
SÁJJMAMFJK
A
th
u
g
ið
að
þe
ss
ar
hl
ut
fa
lls
tö
lu
r u
m
fyl
gi f
ram
boða
miða við samanlagðar tölur úr könnunum
síðustu
þriggja
vikn
a.
JJ
J
J
J
J
J
J
J
J táknar jöfnunarmenn.
Níu flokkar inni á
þingi og stjórnin fallin
- Verulegar breytingar á þingliðinu fyrirsjáanlegar
2021 ALÞINGISKOSNINGAR