Morgunblaðið - 18.09.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021
Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is
Við vinnum að sölu
fjölda fyrirtækja
• Ísbúðakeðja með mikla sérstöðu á markaði,
velta tæpar 100 milljónir
• Iðn og þjónustufyrirtæki í Garðabæ með mikla
sérstöðu í þjónustu við olíufélög ofl.
• Heildverslun með fjölbreytt útval af neysluvörum,
velta um 600 milljónir.
• Pizzastaður í góðum vexti, velta um 100 milljónir.
• Veitingastaður í 101 Reykjavík.
• Gistiheimili á Suðurlandi.
• Verslun/netverslun með íþróttavörur.
• Sérverslun í Smáralind.
• Matvælafyrirtæki á neytendamarkaði.
Töluverð eftirspurn er eftir fyrirtækjum á verðbilinu 50 til 200
milljónir. Mest er spurt eftir fyrirtækjum í heildsölu, innflutningi,
veitingahúsum, ferðaþjónustufyrirtækjum og verktakafyrirtækjum
auk þess er eftirspurn eftir fyrirtækjum í sjávarútvegi.
Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að skoða sölu á þínu fyrirtæki.
Þjóðskrá hefur ekki breytt neinu
verklagi við vinnslu kjörskrár, eins og
skilja mátti af frétt blaðsins í gær sem
byggð var á svörum Dags B. Eggerts-
sonar borgarstjóra. Þjóðskrá sendi
Morgunblaðinu atugasemd þar sem
segir m.a.:
„Kjörskrá er ekki lokað fyrr, henni
er lokað fimm vikum fyrir kjördag
samkvæmt lögum um kosningar til al-
þingis. Sama verklag og í fyrri kosn-
ingum til Alþingis. Kosningar eru aft-
ur á móti fyrr á ferðinni þetta haustið
en haustið 2017. Fyrirsögnin er því
óheppileg.
Námsmenn erlendis, ef þeir eru
með lögheimili erlendis, eru á kjör-
skrá ef það er innan við átta ár frá
flutningi líkt og aðrir íslenskir ríkis-
borgarar erlendis. Eftir átta ár þarf
að sækja um að vera tekinn á kjör-
skrá. Er þetta í samræmi við lög um
kosningar til alþingis.
Árið 2017 var þing rofið með
skömmum fyrirvara og boðað til
kosninga. Þá voru jafnframt sam-
þykkt bráðabirgðalög sem heimiluðu
Íslendingum erlendis að sækja um að
komast á kjörskrá, með skömmum
fyrirvara, sem er ekki í samræmi við
gildandi lög sem gera ráð fyrir að um-
sókn skuli hafa borist fyrir 1. desem-
ber. Fyrir kosningarnar 2017 voru
samþykkt lög nr. 79/2017 um breyt-
ingu á lögum um kosningar til Alþing-
is, nr. 24/2000, með síðari breytingum
(viðmiðunardagur umsóknar um
kosningarrétt). Um var að ræða
bráðabirgðaákvæði sem féll úr gildi 1.
desember 2017. Sambærilegar breyt-
ingar voru gerðar á lögum um kosn-
ingar til Alþingis 2009 og 2016 en þá
var þing einnig rofið skyndilega og
boðað til alþingiskosninga með stutt-
um fyrirvara. Tilgangur laganna var
að gefa kjósendum búsettum erlendis
tækifæri til þess að komast inn á kjör-
skrá með umsókn.“ gudni@mbl.is
Vinnsla kjörskrár er óbreytt
- Þjóðskrá hefur ekki breytt vinnslu kjörskrár - Alþingiskosningar eru fyrr á
árinu nú en árið 2017 - Íslenskir ríkisborgarar erlendis eru á kjörskrá í átta ár
Morgunblaðið/Ómar
Kosningar Kjósendum hefur fækk-
að í Reykjavík frá 2017 um alls 690.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Unnið var allan daginn í gær að því
að smala saman nægum mannskap
svo hægt væri að sækja fé á Una-
dalsafrétt, sem er upp af Höfða-
strönd í Skagafirði. Þar um slóðir
mallar kórónuveiran nú af fullum
þunga sem ýmist hefur lagt fólk í
rúmið eða sett í sóttkví. Á bænum
Þrastarstöðum eru fimm í heimili og
mega sig hvergi hreyfa, vegna veik-
inda eins í hópnum. Fólkið fer því
ekki í smalamennsku, en sú skylda
hvílir á ábúendum að leggja til 14
manns í verkefnið, eða helminginn í
þann hóp sem þarf. Allt miðar þetta
við að fé verði dregið í dilka í Árhóla-
rétt við Hofsós á morgun, sunnudag,
degi síðar en ætlað var.
Síðustu forvöð
„Þetta er vandamál og leiðinlegt
að þessi staða sé komin upp,“ segir
Rúnar Þór Númason, bóndi á Þrast-
arstöðum, í samtali við Morgun-
blaðið. Sjálfur er hann með um 1.000
fjár á afréttinum, sem smalaður er á
tveimur dögum. Vinnan hvorn dag
eru fjórtán klukkustundir og þarf þá
að fara fótgangandi upp um fjöll og
dali, sem kallar á að fólk sé í þokka-
legri þjálfun. Margir frá Hofsósi og
af Höfðaströnd hafa, sumir sér fyrst
og síðast til gamans, tekið þátt í
smalamennskunni, en eftir að nokk-
ur Covid-smit greindust í grunnskól-
anum á Hofsósi fyrir um viku er fólk
á fjölmörgum heimilum á svæðinu í
sóttkví. Greinist fleiri getur slíkt
sett verulegt strik í reikninginn
varðandi göngur og réttir, ekki bara
á Höfðaströnd, heldur víðar á
Tröllaskaga.
„Nú fara að verða síðustu forvöð
og göngur hér mega ekki dragast
öllu lengur,“ segir Rúnar Þór. „Þeg-
ar langt er liðið á september fer að
verða allra veðra von á Norðurlandi.
Komi óvænt hríðarskot gæti fé fennt
í kaf og drepist. Því ríður á að okkur
takist að ná fé af afrétt um helgina,
en til þess þarf fólk sem er við góða
heilsu.“
Smöluðu mannskap í göngur
- Covid á Höfðaströnd raskar réttum og göngum - Margir í sóttkví - Smal-
arnir séu í þokkalegri þjálfun - Allra veðra er von, segir bóndi í Skagafirði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sauðfé Annatími er nú í sveitum við að ná fé af fjalli. Þá þarf fólk, en veiran hefur sums staðar skapað vanda.
Laufskála-
réttir í Hjalta-
dal í Skaga-
firði verða á
laugardag um
næstu helgi,
25. sept-
ember. Þá
verður
hrossastóð
rekið úr döl-
um í réttirnar, sem eru skammt
frá Hólum, þeim fræga stað.
Fyrirkomulag réttanna hefur
enn ekki verið ákveðið og beðið
er þess hvaða línur Almanna-
varnir leggja. Skv. nýjustu
reglum miðast fjöldatakmark-
anir á helstu mannamótum nú
við 500 manns. Þá ber að taka
fram að áður en samkomu-
takmarkanir vegna kórónuveir-
unnar voru settar fyrir hálfu
öðru ári var algengt að í Lauf-
skálarétt mættu á hausti hverju
3.000-4.000 manns, að sögn
Atla Más Traustasonar, rétt-
arstjóra og bónda í Syðri-
Hofdölum.
Færri gripir verða í Lauf-
skálarétt nú en stundum áður;
um 270 fullorðin hross og 400
folöld. sbs@mbl.is
Almannavarnir
leggi línurnar
LAUFSKÁLARÉTTIR
Atli Már
Traustason
Vilborg Dagbjarts-
dóttir, skáldkona og
kennari, lést á líkn-
ardeild Landspítalans,
hinn 16. september
síðastliðinn, 91 árs að
aldri.
Vilborg fæddist á
Vestdalseyri við Seyð-
isfjörð 18.7. 1930. For-
eldrar hennar voru
Dagbjartur Guð-
mundsson, f. 19.10.
1886, d. 6.4. 1972,
bóndi og sjómaður á
Seyðisfirði, og k.h.,
Erlendína Jónsdóttir, f. 3.5. 1894, d.
14.7. 1974, húsfreyja. Vilborg lauk
kennaraprófi frá KÍ 1952, stundaði
leiklistarnám 1951-53, nám í bóka-
safnsfræði við HÍ 1983 og dvaldi í
Skotlandi og Danmörku 1953-55.
Vilborg var kennari við Landakots-
skóla 1952-53 og var kennari við
Austurbæjarskóla 1955-2000 er hún
lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Vilborg sendi frá sér fjölda ljóða-
og barnabóka en þýddi auk þess hátt
á fimmta tug barna- og unglinga-
bóka og ritstýrði bókum. Tvær ævi-
sögur Vilborgar hafa komið út:
Mynd af konu, eftir Kristínu Marju
Baldursdóttur, útg. 2000, og Úr
þagnarhyl, eftir Þorleif Hauksson,
útg. 2011.
Vilborg var formaður Rithöfunda-
félags Íslands, sat í
stjórn Stéttarfélags ís-
lenskra barnakennara,
Rithöfundasambands
Íslands og Menningar-
og friðarsamtaka ís-
lenskra kvenna, tók
þátt í undirbúningi
fyrstu Keflavíkurgöng-
unnar 1960, starfaði
með Hernámsandstæð-
ingum, var síðar einn af
stofnendum Herstöðva-
andstæðinga, var meðal
brautryðjenda Nýju
kvenfrelsishreyfing-
arinnar, átti þátt í stofnun Rauð-
sokkahreyfingarinnar 1970 og ein af
þremur konum í fyrstu miðju Rauð-
sokka. Hún var heiðursfélagi Rithöf-
undasambands Íslands frá 1998,
heiðurslaunahafi Alþingis til lista-
manna og var sæmd riddarakrossi
íslensku fálkaorðunnar fyrir
fræðslu- og ritstörf 17.6. árið 2000.
Maður Vilborgar var Þorgeir Þor-
geirson, f. 30.4. 1933, d. 30.10. 2003,
kvikmyndagerðarmaður og rithöf-
undur. Sonur þeirra er Þorgeir Elís,
f. 1.5. 1962, eðlisefnafræðingur sem
vinnur hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Sonur Vilborgar og Ásgeirs Hjör-
leifssonar, f. 13.1. 1937, fram-
kvæmdastjóra er Egill Arnaldur, f.
18.6. 1957, kennari við Austurbæj-
arskóla. Barnabörnin eru alls fjögur.
Andlát
Vilborg Dagbjartsdóttir
Stórfelldar endurbætur eru nú hafn-
ar á fangelsinu á Litla-Hrauni enda
hefur lengi legið fyrir að húsnæðið
þar sé ófullnægjandi á alla mæli-
kvarða. Stefnt er að því að end-
urbótum ljúki árið 2023 og munu þær
kosta um 1,9 milljarða króna. Turn-
inn á byggingunni, sem hefur verið
kennileiti hússins, mun heyra sög-
unni til. Þetta kom fram á blaða-
mannafundi Páls Winkel fangels-
ismálastjóra og Áslaugar Örnu
Sigurbjörnsdótturr dómsmálaráð-
herra í gær.
Meðal þess sem kom fram á fund-
inum var að alþjóðleg nefnd gegn
pyndingum og vanvirðandi meðferð á
föngum gerði alvarlegar at-
hugasemdir við húsnæðið á Litla-
Hrauni. Þá er nánast ómögulegt að
koma í veg fyrir að fíkniefni berist inn
í fangelsið og enn erfiðara er að
stöðva dreifingu þeirra innan þess.
Svokölluð samstarfsleið verður farin
við endurbætur fangelsisins, sem lýs-
ir sér þannig að verkframkvæmdin
öll verður sniðin að því fyrirtæki sem
tekur að sér verkið fyrir ríkið að
loknu útboði. oddurth@mbl.is
1,9 millj-
arða fram-
kvæmd
- Miklar endurbæt-
ur á Litla-Hrauni