Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 18
Þetta er aðalfjöl- skyldu- skemmt- unin um jólin. Lausn á myndagátu Fréttablaðsins 2021 Enn skelfur jörð á Reykjanesskaga. Óróapúls hefur gert vart við sig og líkur á gosi. Hekla, Askja og Katla bíða spenntar. Á mánudaginn rennur út umsóknarfrestur fyrir nýsköpunarhraðalinn Aca- demy for Women Entrepre- neurs, sem Háskóli Íslands og bandaríska sendiráðið á Íslandi standa að. bjork@frettabladid.is Leit stendur nú yfir að konum til að taka þátt í nýsköpunarhraðlinum og geta bæði einstaklingar og lið tekið þátt. Hefst hrað- allinn þann 3. febrúar og stendur fram í maí, er þátttakendum að kostnaðarlausu og verða verðlaun veitt við lok hans. Um er að ræða annað sinn sem hraðallinn er haldinn, en markmið hans er að styðja konur í að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar og fyrirtæki og auka hlut þeirra innan frumkvöðla- og nýsköpunargeirans. Jafnframt er tilgangur hraðalsins að bjóða upp á fræðslu og efla tengsla- net kvenna. Færri komust að en vildu Í fyrra komust færri að en vildu, en 25 konur voru þátttakendur og hafa þær haslað sér völl bæði hér heima og erlendis, með frekari þróun og fjármögnun viðskiptahugmynda sinna. Verkefnið, sem skamm- stafað er AWE, er í boði í yfir fimm- tíu löndum víða um heim á vegum bandarískra stjórnvalda og er Ísland fyrst norrænna ríkja til að taka þátt. Konur fá jafnmargar hugmyndir Að skipulagningu hraðalsins koma einnig Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) og Samtök kvenna af erlend- um uppruna (W.O.M.E.N). Fida Abu Libdeh, forstjóri Geo Silica og vara- formaður FKA á Suðurnesjum, er ein þriggja kvenna sem munu verða mentorar í hraðlinum. Hvaða máli skiptir svona hraðall? „Stuðningur og fræðsla sem konur geta fengið til að þróa við- skiptahugmyndir sínar skiptir svo miklu máli. Þegar er farið af stað með sprotafyrirtæki eða viðskipta- hugmynd þá er einnig mikilvægt að efla tengslanetið og læra af þeim sérfræðingum sem hafa farið í gegn- um þetta allt saman.“ Hvers vegna skiptir máli að beina athygli sérstaklega að konum? „Rannsóknir sýna að jafnmargar konur og karlar fá viðskiptahug- myndir. Staðreyndin er sú að það er erfiðara fyrir konur að finna fjár- magn og stuðning heldur en fyrir karla. Þess vegna skipta hraðlar líkt og þessi miklu máli til þess að laga það misrétti sem ríkir í okkar sam- félagi. Rannsóknir sýna einnig að kvenleidd hugmynd er líklegri til að ná árangri,“ fullyrðir Fida og bætir við: „Það má því segja að það er smart að fjárfesta í kvenleiddu verk- efni þar sem þær eru líklegri til að ná árangri. Ég hvet allar konur og þá sérstaklega konur á landsbyggðinni og af erlendum uppruna til að sækja um.“ Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni awe.hi.is en þar má skila inn umsóknun til mánudags. n Kvenleidd hugmynd líklegri til árangurs Þátttakendur síðasta árs ásamt sendiherra Bandaríkjanna, nýsköpunarráðherra og rektor. MYND/KRISTINN INGVARSSON Vinsældir Katrínar Jakobsdóttur virðast nú dvína hratt. Persónu- vinsældir hennar hafa mælst marg- faldar á við þann stuðning sem flokkur hennar hefur fengið. Fyrir fjórum árum var stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki réttlætt með því að öðru vísi hafi ekki verið hægt að koma saman meirihlutastjórn. Sú skýring er ekki lengur gild vegna þess að nú voru betri kostir í boði. Margir telja það þynna stjórnmálin út í óskiljanlega moðsuðu að höfuð- andstæðingar íslenskra stjórnmála vinni saman í ríkisstjórn. Innan f lokks Katrínar er gagn- rýnin hörð, meðal annars í nýút- kominni bók frá Ögmundi Jónas- syni. Illugi Jökulsson rithöfundur og harður vinstrimaður gerir í nýlegri grein stólpagrín að málf lutningi Katrínar sem honum finnst vera frasakenndur og innantómur. Fólk skynjar að hana skortir stefnu og hugsjónir. Leggur allt í sölurnar til að halda embætti sínu. Fórnaði umhverfis- og loftslagsmálum, sem hafa verið hjartans mál VG. Heil- brigðisráðuneytið var hrifsað af VG eftir umdeildan ráðherraferil Svan- dísar Svavarsdóttur. Úrslit kosninganna í haust kölluðu ekki á vinstri stjórn. Vinstri græn töpuðu miklu fylgi og misstu þrjú þingsæti. Sósíalistaflokkurinn náði ekki á þing og Samfylkingin tapaði. Þetta var ekki ákall um vinstri stjórn. Miðjuflokkurinn Framsókn bætti við sig fimm þingsætum, Viðreisn einu og Flokkur fólksins tveimur. Ákall kjósenda var því á miðjustjórn en ekki vinstristjórn. Fylgi Vinstri grænna er nú 12 pró- sent, sama og 2013 þegar óvinsæl vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðar- dóttur féll í kosningum, en sú ríkis- stjórn er almennt talin versta ríkis- stjórn sögunnar, ásamt vinstri stjórn Gunnars Thoroddsen 1980-1983. Stenst Katrín mótbyrinn eða hverfur hún af vettvangi stjórn- málanna fyrr en seinna eins og stundum hefur verið spáð? n Stjarna Katrínar fellur hratt n Í vikulokin n Vinningshafi myndagátunnar Ólafur Arnarson Fida Abu Libdeh, forstjóri og stofn- andi Geo Silica, verður einn mentora í hraðalnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „En gaman! Takk fyrir innilega!“ segir Sigrún Anna Jónsdóttir, vinningshafi jólamyndagátu Fréttablaðsins, þegar henni eru færðar gleðifréttirnar. „Þetta er aðalfjöl- skylduskemmtunin um jólin. Öll fjölskyldan leggst á eitt við að leysa gátuna saman, alveg yndislega skemmti- legt.“ Sigrún segir börnin orðin fullorðin en í samein- ingu sé þrautin leyst ár hvert. „Þetta er stórt áhugamál hjá okkur,“ segir hún að lokum. n Fjölskyldan lagðist á eitt Enn skel fur jörð á reykja ne ska púls t var t við sig á gosi katla bíða spenn tar hekla askja og hefur ger ga óróa urog lík 18 Helgin 15. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 15. janúar 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.