Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 17
Tveir leikmenn sem
léku á Íslandi í fyrra
eru á Afríkumótinu.
Manchester City
getur náð þrettán
stiga forskoti á toppi
deildarinnar með sigri
á Chelsea.
Arsenal
óskaði eftir
frestun á
nágranna-
slagnum í
gær.
Heilsudagar
Fjarðarkaupa
eitök
velun
Frábær
tilboð
Það er sannkölluð veisla fyrir
íþróttaáhugafólk um helgina
þar sem nóg verður um að
vera úti í hinum stóra heimi.
hordurs@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR Nú þegar búið er að herða
takmarkanir á Íslandi vegna Covid-
19 gætu margir hallað sér aftur í
sófanum og gripið í fjarstýringuna.
Enski boltinn á hug og hjörtu þjóð-
arinnar og þar verður heldur betur
mikið um að vera þessa helgina.
Helgin hefst á stórleik Manchester
City og Chelsea sem hefst í hádeg-
inu. City getur tekið afgerandi for-
ystu á toppi deildarinnar með sigri
og skilið Chelsea eftir í reyk. Síðdegis
verður svo áhugaverður leikur Aston
Villa og Manchester United, liðin
mættust síðast á mánudag í enska
bikarnum en þar hafði United betur.
Óljóst er hvort Cristiano Ronaldo
geti tekið þátt í leiknum en hann er
tæpur vegna meiðsla.
Á sunnudag mætir Brentford í
heimsókn til Liverpool. Liverpool
leikur án Mohamed Salah og Sadio
Mane sem nú taka þátt í Afríku-
keppninni. Ljóst er að það munar um
minna fyrir Liverpool sem var ekki
sannfærandi gegn Arsenal í miðri
viku. Liverpool má ekki misstíga
sig mikið ef liðið ætlar að eiga von
um að ná toppliði Manchester City.
Helgin endar svo á stórleik Tott-
enham og Arsenal, það er iðulega
hart tekist á þegar þessir grannar í
Norður-Lundúnum mætast. Bæði
lið hafa bætt leik sinn mikið síðustu
vikur og má því búast við hörkuleik.
Mæta Erlingi
Evrópumótið í handbolta er farið á
fulla ferð en íslenska liðið leikur sinn
Sófaveisla á tímum hertra aðgerða
Liverpool mistókst að nýta sér liðsmuninn gegn Arsenal í vikunni og fær nú
tækifæri til að bæta upp fyrir það gegn Brentford. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
kristinnpall@frettabladid.is
FÓTBOLTI Vestri fær ekki greiddar
neinar bætur vegna þátttöku Kundai
Benyu, landsliðsmanns Simbabve,
á Afríkumótinu líkt og þekkist víða
þegar leikmenn eru kallaðir á stór-
mót fyrir landslið sín. Þetta stað-
festi Samúel Samúelsson, formaður
Vestra, í samtali við Fréttablaðið á
dögunum. Benyu lék 71 mínútu í
fyrsta leik Simbabve á mótinu og er
einn tveggja leikmanna sem léku á
Íslandi á síðasta ári sem eru þessa
dagana að keppa í Afríkukeppninni
ásamt Kwame Quee, landsliðs-
manni Síerra Leóne.
Félögin Valur og Víkingur nutu
góðs af því að fá rúmlega 221 þús-
und dollara í bætur frá FIFA fyrir
þátttöku Birkis Más Sævarssonar og
Kára Árnasonar þegar lokakeppni
HM fór fram árið 2018.
Félög sem eiga fulltrúa í kvenna-
landsliði Íslands á EM í sumar fá að
minnsta kosti tíu þúsund evrur í
bótagreiðslur fyrir hvern leikmann
sem er fjarverandi vegna landsliðs-
verkefna.
Samúel sagði að Vestri hefði haft
samband við Íslenskan toppfót-
bolta, hagsmunasamtök félaga í
efstu deild, til að kanna hvort Vestri
ætti rétt á bótum fyrir þátttöku
Benyu en að slíkt tíðkaðist ekki í
Afríkukeppninni. n
Fá ekki greitt fyrir
þátttöku Benyu
Enski boltinn
Laugardagur
Manchester City - Chelsea 12.30
Newcastle United - Watford 15.00
Norwich City - Everton 15.00
Wolverhampton Wanderers - Southampton 15.00
Aston Villa - Manchester United 17.30
Sunnudagur
Liverpool - Brentford 14.00
West Ham United - Leeds United 14.00
Tottenham Hotspur - Arsenal 16.30
annan leik á sunnudag þegar liðið
mætir Hollandi. Leikurinn hefst
klukkan 19.30 á sunnudagskvöld.
Hollenska liðið vann frækinn sigur
á Ungverjalandi í fyrstu umferð en
liðið leikur undir stjórn Erlings Rich-
ardssonar sem er einnig þjálfari ÍBV.
Miðað við frammistöðu hollenska
liðsins í fyrsta leik er ljóst að íslenska
liðið þarf að taka á honum stóra
sínum gegn liðinu sem fyrir fram var
talið það slakasta í riðlinum.
Úrslitakeppnin hefst
Um helgina verður einnig leikið í
handbolta og körfubolta hér á landi
og þá eru æfingamót í knattspyrnu
byrjuð að vekja áhuga fólks. Úrslita-
stund er að hefjast í NFL-deildinni
í Bandaríkjunum en deildin hefur
notið talsverðra vinsælda hér á landi
síðustu ár. PGA-mótaröðin í golfi er
einnig á fullri ferð en Sony-mótið fer
fram á Hawaii þessa helgina. Afríku-
mótið í knattspyrnu heldur svo
áfram en leikirnir í fyrstu umferð
voru lítið fyrir augað. Von er á bjart-
ari tímum þar nú þegar liðin þurfa
að sækja til sigurs. n
hjorvaro@frettabladid.is
FÓTBOLTI Bjarki Steinn Bjarka son,
leikmaður ítalska félagsins Venezia,
hefur verið lánaður til C-deild-
arliðsins Cat anz aro en lánssamn-
ingurinn gildir út yfirstandandi
leiktið.
Bjarki Steinn, sem er 21 árs gam-
all sóknarþenkjandi leikmaður, er
á sínu öðru tímabili hjá Venezia og
hefur hann spilaði 10 leiki fyrir liðið
í B-deildinni.
Þá þreytti Bjarki Steinn á dög-
unum frumraun sína í A-deild inni.
Áður hafði hann verið í byrj un arliði
í bikarleik í vet ur.
Þessi uppaldi leikmaður Aftureld-
ingar gekk til liðs við Venezia árið
2020 og er á samningi í Feneyjum
til 2024.
Cat anz aro situr í sjö unda sæti í
suðurriðli ít ölsku C-deild ar inn ar
eins og sakir standa. n
Bjarki Steinn lánaður fram á vor
Bjarki Steinn Bjarka son
LAUGARDAGUR 15. janúar 2022 Íþróttir 17FRÉTTABLAÐIÐ