Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 10
Þessi börn eru ein, þau
eru allslaus og hafa
ekki málsvara.
Sema Erla
Sedar, formaður
hjálparsamtak-
anna Solaris
gar@frettabladid.is
LANDBÚNAÐUR Ábúendur og eig-
endur sex jarða í Húnaþingi vestra
segja varnarlínu sem á að hindra för
riðuveiks sauðfjár milli svæða ekki
vera fjárhelda.
„Á síðustu öld var ákveðið að Víði-
dalsá frá Síðukróki til árósa yrði
varnarlína riðuveikivarna í Vestur-
Húnavatnssýslu, þrátt fyrir ábend-
ingar heimamanna sem þekkja til á
svæðinu að þar væri ekki um neina
vörn að ræða, fé færi yfir Víðidalsána
á þessu svæði hvar og hvenær sem því
sýndist,“ segir í bréfi heimamanna til
yfirdýralæknis Matvælastofnunar.
„Enn er Víðidalsáin skilgreind sem
varnarlína og hefur fé sem fer yfir
þessa ímynduðu varnarlínu því verið
réttdræpt,“ skrifa bændur. Síðast hafi
komið upp riða í Víðidal á árinu 2007
og á Vatnsnesi á árinu 2021.
„Þannig að erfitt er að gera sér
grein fyrir hver skal verjast hverju,“
segir hópurinn, sem vill að sett verði
upp varnargirðing á vesturbakka
Víðidalsár eða þá að varnarlínan
verði hreinlega felld út.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra
tekur undir kröfu bændanna. n
Víðidalsá óvirk
sem vörn gegn
flakki riðufjár
Fé fer yfir Víðidalsá að vild, segja
bændur. FRÉTTABLAÐIÐ/KÁRI
viftur.is
S:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur
Íshúsið - Loftræstibúðin á Smiðjuvegi 4a, Græn Gata
Rakir Gluggar?
Þurrktæki
frá kr
45.990
Sema Erla Serdar, formaður
hjálparsamtakanna Sol-
aris, segir að af tólf fylgdar-
lausum börnum sem skráð
eru með stöðu flóttamanns
á Íslandi, séu aðeins tvö hjá
fósturfjölskyldu. Eitt barn sé í
búsetuúrræði, sem stangist á
við Barnasáttmálann. Félags-
málaráðuneytið vísar ábyrgð
til sveitarfélaganna.
ninarichter@frettabladid.is
VELFERÐARMÁL Sema Erla Serdar,
formaður og stofnandi Solaris,
hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur
og flóttafólk á Íslandi, segir að gögn
síðan í desember 2021 sýni að tólf
börn séu með stöðu flóttamanns á
Íslandi. Af þessum tólf börnum séu
aðeins tvö í viðeigandi úrræði, hjá
fósturfjölskyldu. Hin séu í úrræðum
á vegum Útlendingastofnunar. Þar á
meðal sé eitt barn á Ásbrú í búsetu-
úrræði með hundrað fullorðnum
einstaklingum sem sótt hafa um
vernd. Útlendingastofnun vísar
ákvarðanavaldi varðandi búsetu
og aðstöðu barna til barnaverndar-
yfirvalda.
„Þegar fylgdarlaus börn á f lótta
koma til landsins er barnaverndar-
yfirvöldum gert viðvart. Samkvæmt
lögum eiga þau að koma þeim fyrir í
aðstöðu sem hentar börnum,“ segir
Sema Erla.
„Fyrsti kosturinn er fósturfjöl-
skyldur, en mér skilst að það sé og
hafi alltaf verið skortur á þeim. Það
þýðir ekki að það megi vista börn
undir lögaldri með fullorðnu fólki.“
Sema Erla bendir á að fylgdar-
laus börn á flótta séu viðkvæmasti
hópur flóttafólks. „Þau þurfa á sér-
stakri vernd og umönnun að halda.
Við eigum að gera betur en að brjóta
á réttindum þeirra með þessum
hætti.“ Hún segir að málsmeðferðin
stangist á við Barnasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna.
„Þessi börn eru ein, þau eru alls-
laus og hafa ekki málsvara. Þau eru
ekki í aðstöðu til að mótmæla þeirri
stöðu sem þau eru sett í.“
Í svari félagsmálaráðuneytis við
fyrirspurn Fréttablaðsins vegna
málsins kemur fram að mót-
taka fylgdarlausra barna sem séu
umsækjendur um alþjóðlega vernd
sé á ábyrgð barnaverndarnefnda
sveitarfélaga.
„Nefndirnar eiga að tryggja
fylgdar lausum börnum örugga
búsetu og fullnægjandi þjónustu.
Ákvörðun um dvalarstað fylgdar-
lauss barns er því alltaf hjá barna-
verndarnefnd þess sveitarfélags sem
málið kemur upp í, jafnvel þótt þau
dvelji í úrræðum Útlendingastofn-
unar,“ segir í svarinu.
Ja f nf ra mt kemu r f ra m að
þjónusta við umsækjendur um
alþjóðlega vernd muni færast til
félagsmálaráðuneytisins á næstu
mánuðum, frá dómsmálaráðu-
neytinu.
„Við yfirfærslu á málaflokknum
þá liggur fyrir að ráðuneytið mun
endurskoða fyrirkomulagið á þjón-
ustu við umsækjendur um alþjóð-
lega vernd. Í þeirri vinnu er mikil-
vægt að félagsmálaráðuneytið og
mennta- og barnamálaráðuneytið
vinni að því að tryggja sem best
hagsmuni fylgdarlausra barna á
flótta hér á landi.“
Fréttablaðið náði tali af forsvars-
mönnum barnaverndar í Reykja-
nesbæ og Suðurnesjabæ, en enginn
þar kannast við að fara með mál
barns á flótta sem sé vistað á Ásbrú.
Þá er hugsanlegt að f leiri sveitar-
félög komi að búsetuúrræðum á
Ásbrú. n
Segir aðbúnað fylgdarlausra barna
á flótta hérlendis vera ólögmætan
Eins og sakir standa eru 12 börn með stöðu flóttamanns. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
10 Fréttir 15. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ