Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 29
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 15. janúar 2022 Starfsmenn Klappa hafa í nógu að snúast enda hefur fyrirtækið vaxið mikið bæði hérlendis og úti í heimi. MYND/BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON „Klappir var í upphafi stofnað til þess að hanna stafrænar lausnir á sviði umhverfismála fyrir haf- tengdan iðnað. Sýn fyrirtækisins var að nýta umfangsmikil gögn, sem verið var að safna í papp- írsformi, og rafvæða lögbundna skráningarferla. Fljótlega byrjaði gagnasöfnunin að teygja sig víðar og nær nú utan um flest allt sem snertir umhverfismælingar í rekstri fyrirtækja og stofnana. Klappir hafa því markvisst unnið að því að byggja upp öfluga staf- ræna innviði til þess að mynda sjálfbært vistkerfi,“ segir Þorsteinn Svanur Jónsson, einn stofnenda Klappa og framkvæmdastjóri vöruþróunar. „Sjálfbært vistkerfi Klappa auðveldar samvinnu fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana, með því að gera þeim kleift að deila á milli sín sjálfbærniupplýsingum með skilvirkum hætti. Viðskiptavinum er því mögulegt að sækja raun- tímaupplýsingar um notkun þeirra á til dæmis rafmagni og eldsneyti ásamt losun á úrgangi beint frá sínum birgjum. Sjálfbærnilausn Klappa vinnur í kjölfarið úr upp- lýsingunum og gerir fyrirtækinu kleift að reikna út kolefnisspor, koma auga á tækifæri til þess að draga úr sóun, útbúa sjálfbærni- uppgjör og deila upplýsingum með fjárfestum eða öðrum hagaðilum,“ útskýrir Þorsteinn. Mikil og góð samvinna Frá því að Klappir hófu vegferð sína hefur fyrirtækið vaxið gríðar- lega og sjálfbæra vistkerfið orðið umfangsmeira. Það aðstoðar nú yfir 400 fyrirtæki og stofnanir við að fá yfirsýn yfir umhverfismálin. Þau fyrirtæki sem hafa komið í við- skipti og tekið sjálfbæra vistkerfið í notkun hafa náð miklum árangri í losun gróðurhúsalofttegunda, en þau hafa að meðaltali náð 21% samdrætti í losun. „Góður árangur Klappa á Íslandi hefur meðal annars byggst á far- sælu samstarfi fjölmargra aðila sem hafa unnið með fyrirtækinu síðastliðin ár. Klappir leggja mikla áherslu á samvinnu í sinni starf- semi á grundvelli sautjánda heims- markmiðs Sameinuðu þjóðanna, samstarf hagaðila (opinbera geir- ans, einkaaðila og borgaranna) og þátttöku þeirra í verkefnum sem stuðla að sjálfbærri þróun Íslands. Lausn Klappa hefur hjálpað við að leggja grunninn að sameiginlegum skilningi á sjálfbærni ásamt því að skapa grunn að mikilvægum verkefnum sem hjálpa samfélaginu öllu í þeirri umbreytingu sem er að eiga sér stað,“ segir Þorsteinn. Breytingar á regluverki Á komandi mánuðum og árum verður allt lagaumhverfi í kringum sjálfbærnimál styrkt, aukið eftirlit og kröfur til áreiðanleika, rekjan- leika og gagnsæis uppgjöra verða hertar verulega. Auknar kröfur og skýr lagaumgjörð í kringum sjálf- bærni hvetja fyrirtæki og sveitar- félög til að staðla gagnasöfnun, úrvinnslu á gögnum, greiningar og skýrslugjafar til hagaðila. Klappir styðja vegferð í átt að sjálfbærni og betra samfélagi Klappir er hugbúnaðarfyrirtæki sem á rætur sínar að rekja til ársins 2013. Fyrirtækið hefur þróað og selt hugbúnað sem styður vegferð samfélagsins í átt að sjálfbærni. ALOE VERA MELTING & BÓLGUR 85%VIRKTCURCUMIN www.celsus.is T A R A M A R Tuttugu alþ jóðleg verðlaun Endurmótaðu húðina með lífvirkum efnum úr náttúru Íslands 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.