Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 44
Byggingafélag námsmanna
auglýsir eftir málara í
viðhaldsteymi félagsins.
Málari/umsjónarmaður fasteigna
Helstu verkefni :
• Málun íbúða félagsins, bæði heilmálun og viðgerðir
• Eftirlit með íbúðum og fasteignum
• Samskipti við leigutaka og úttektir íbúða við skil
• Þrif og frágangur íbúða til afhendingar fyrir nýja
leigjendur.
Kröfur :
• Menntun og reynsla á sviði húsamálunar
• Jákvætt hugarfar og góðir samskiptahæfileikar
• Rík þjónustulund
• Haldgóð íslenskukunnátta
• Hreint sakavottorð
• Ökuréttindi
Umsóknarfrestur er til 23. janúar og skal öllum umsókn-
um skilað með rafrænum hætti í tölvupósti á netfangið
bodvar@bn.is. Tilgreina skal helstu persónuupplýsingar
ásamt ferilskrá og menntun. Öllum umsóknum verður
svarað. Störfin henta bæði konum og körlum og eru bæði
kyn hvött til að sækja um.
Byggingafélag námsmanna á og leigir út til námsmanna um
600 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Félagið er með um 100
íbúðir í byggingu og áformar að byggja um 150 íbúðir til
viðbótar á næstu 5 árum.
Ennfremur sér félagið um rekstur stúdentagarða Háskólans
í Reykjavík þar sem eru yfir 250 íbúðir.
Garðyrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar
seltjarnarnes.is
Laus er til umsóknar staða garðyrkjustjóra á skipulags- og umhverfissviði Seltjarnarnesbæjar. Garðyrkjustjóri
hefur yfirumsjón með vinnuskólanum og annast rekstur hans. Auk þess hefur hann faglega og rekstrarlega
umsjón með stofnanalóðum, útivistarsvæðum, leiksvæðum og öðrum opnum svæðum kaupstaðarins.
Garðyrkjustjóri starfar á skipulags- og umhverfissviði og hefur undir sinni stjórn sumarstarfsfólk
garðyrkjudeildar og vinnuskóla. Garðyrkjustjóri er með starfsstöð í Þjónustumiðstöð og starfar samhliða öðrum
starfsmönnum þess.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Yfirumsjón með rekstri vinnuskólans.
• Umsjón með umhirðu og viðhaldi stofnanalóða,
leikvalla og opinna svæða.
• Kemur að skipulagsvinnu stofnanalóða, leikvalla
og opinna svæða.
• Vinnur að ræktun plantna og trjáa í bæjarlandinu.
• Annast skipulagningu verkefna á sviði garðyrkju.
• Hefur umsjón og eftirlit með öryggi leiktækja.
• Stýrir verkum sumarstarfsmanna og/eða verktaka.
• Vinnur að verk- og fjárhagsáætlunum.
• Umsjón með tækja- og áhaldakaupum.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Sveinspróf í garðyrkju eða sambærilegt.
• Stjórnunarreynsla er æskileg.
• Reynsla af áætlanagerð er æskileg.
• Rík þjónustulund, sjálfstæð og skipulögð
vinnubrögð.
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
• Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni.
Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar nk.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni til starfsins. Vakin er athygli á
að starfið hentar öllum kynjum.
Nánari upplýsingar veitir Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar í
síma 595 9100 eða brynjarj@seltjarnarnes.is
Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um. Öllum
umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi
Seltjarnarnesbæjar og viðkomandi stéttarfélags. Jafnlaunavottun er í gildi hjá Seltjarnarnesbæ.
Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar.
Fylltu út umsókn á kronan.is/atvinna
Krónan leitar að kjötstjóra!
Fyrir nýja verslun í Skeifunni sem opnar á árinu.
www.kronan.is
Erum við
að passa
saman?
Starfssvið:
• Ábyrgð á kjötdeild í heild sinni
• Umsjón með starfsfólki í kjötdeild
• Pantanir og áfyllingar í kjötdeild
• Gæðaeftirlit í kjötdeild
Hæfniskröfur:
• Reynsla í kjötvinnslu eða hafa unnið í
kjötborði er kostur
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund
• Stundvísi og dugnaður
Erum við
að leita
að þér?