Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 39
www.ruv.is
RÚV starfar í almannaþágu
og hefur það hlutverk að
vekja, virkja og efla. Öflugt
og samhent starfsfólk RÚV
skoðar samfélagið með
gagnrýnum hætti, segir
mikilvægar sögur og þróar
nýjar leiðir til miðlunar.
Sótt er um störfin á hagvangur.is
Nánari upplýsingar veita Sverrir
Briem, sverrir@hagvangur.is og
Stefanía Hildur Ásmundsdóttir,
stefania@hagvangur.is
Umsókn skal fylgja ferilskrá
og kynningarbréf þar sem gerð
er grein fyrir ástæðu umsóknar
og hæfni viðkomandi til að gegna
starfinu.
Umsóknarfrestur er til og með
30. janúar næstkomandi.
Við hvetjum áhugasöm til að
sækja um, óháð kyni, uppruna,
fötlun eða skertri starfsgetu.
Fréttastjóri og
dagskrárstjóri Rásar 2
Fréttastjóri
Leitað er að fréttastjóra til að leiða
fréttastofu Ríkisútvarpsins og bera ábyrgð
á fréttaflutningi í sjónvarpi, útvarpi og
á vefnum. Mikilvægt er að fréttastjóri
hafi yfirgripsmikla reynslu af blaða- og
fréttamennsku, góða samskipta- og
samstarfsfærni og hæfni til að leiða
árangursríka teymisvinnu.
Fréttastjóri heyrir undir útvarpsstjóra
og á sæti í framkvæmdastjórn.
STARFSSVIÐ
• Ábyrgð á almennum fréttaflutningi í
sjónvarpi, útvarpi og á vefnum sem og
gerð og miðlun ítarlegra fréttaskýringa.
• Ábyrgð á að móta og framfylgja
ritstjórnarstefnu RÚV um fréttaflutning.
• Ábyrgð á áætlanagerð, rekstri og
stjórnun fréttastofu.
• Þróun starfsemi fréttastofu og stjórnun
mannauðs.
HÆFNISKRÖFUR
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi,
framhaldsmenntun kostur.
• Yfirgripsmikil reynsla af blaða- og
fréttamennsku.
• Leiðtogafærni og farsæl
stjórnunarreynsla.
• Mjög góð íslenskukunnátta og góð
almenn tungumálakunnátta.
• Góð skipulagsfærni, sjálfstæði,
frumkvæði og lausnamiðuð nálgun.
STARFSSVIÐ
• Ábyrgð á ritstjórn og dagskrá Rásar 2.
• Sinnir dagskrárgerð.
• Ábyrgð á stefnumótun og innleiðingu
stefnu fyrir Rás 2.
• Ábyrgð á áætlanagerð, rekstri og
daglegri stjórnun.
• Þróun starfsemi Rásar 2 og stjórnun
mannauðs.
HÆFNISKRÖFUR
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi,
framhaldsmenntun kostur.
• Reynsla og þekking á dagskrárgerð.
• Þekking á starfsemi fjölmiðla, menningu
og listum.
• Leiðtogafærni og hæfni í að leiða
árangursríka samvinnu.
• Mjög góð íslenskukunnátta og góð
almenn tungumálakunnátta.
• Góð skipulagsfærni, sjálfstæði,
frumkvæði og lausnamiðuð nálgun.
Dagskrárstjóri Rásar 2
Leitað er að dagskrárstjóra til að leiða
Rás 2 og bera ábyrgð ritstjórn og
dagskrárgerð rásarinnar. Við leitum að
stjórnanda sem hefur til að bera reynslu
og þekkingu á dagskrárgerð og góða
samskipta- og samstarfsfærni.
Dagskrárstjóri Rásar 2 heyrir undir
útvarps stjóra og á sæti í framkvæmda stjórn.
Við leitum að öflugu, stefnumiðuðu og framsýnu fólki sem vill leiða mikilvægt starf
á skapandi og líflegum vinnustað.