Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 68
Magnús Friðbergsson mælir með sæbjúgnahylkjum frá Arctic Star, en hann finnur mun á sér eftir að hann fór að nota þau. Sæbjúgu inni- halda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum. Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótarfæði og notuð til bóta við hinum ýmsu meinum. Kín­ verjar kalla sæbjúgu gjarnan „gin­ seng hafsins“ og til eru sagnir um notkun sæbjúgna þar fyrir meira en þúsund árum. Arctic Star sæbjúgnahylkin inni­ halda yfir fimmtíu tegundir af nær­ ingarefnum sem geta haft jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans, til dæmis er mikið kollagen í þeim, en það er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans. Finnur mikinn mun á sér Á síðustu árum hefur Arctic Star sérhæft sig í þróun á fæðu­ bótarefnum, svo sem framleiðslu, markaðssetningu og sölu á hágæða sæbjúgnahylkjum. Hylkin eru framleidd úr íslenskum, hágæða, villtum sæbjúgum sem eru Sæbjúgnahylkin eru bylting Magnús er betri í hnjám og finnur minna fyrir lið- verkjum eftir að hann fór að taka sæbjúgnahylkin. áður. Að minnsta kosti gerði ég það ekki með bros á vör og það tók mig langan tíma að jafna mig eftir álag,“ útskýrir hann. Magnús, sem er 71 árs, hafði fengið að heyra frá lækni að mikið slit væri í hnjám hans og ekki væri von á að það gengi til baka. „Hann sagði mér að kíkja á fæðingardaginn minn og að ég gæti ekki búist við að fara aftur í tíma. Mér fannst vont að heyra þetta og var því tilbúinn að prófa ýmislegt sem gæti mögulega lagað þetta. Sæbjúgnahylkin frá Arctic Star virka mjög vel á mig og ég mæli með að fólk prófi þau.“ n Arctic Star sæbjúgnahylki+D3 fást í flestum apótekum og heilsubúð- um ásamt Hagkaupum, Fjarðar- kaupum og á Heimkaup.is. veidd í Atlantshafinu. Magnús Friðbergsson hefur tekið sæbjúgnahylkin frá Arctic Star undanfarin ár. „Vinur minn kynnti mig fyrir sæbjúgnahylkjunum og þar sem ég hafði lengi verið slæmur í hnjám, með liðaverki og lítið getað beitt mér, ákvað ég að prófa. Tveimur til þremur vikum seinna fann ég mikinn mun. Nú hef ég tekið sæbjúgnahylkin í nokkur ár og fer allra minna ferða án óþæginda. Það er algjör bylting frá því sem áður var. Nú get ég gert hluti eins og að fara í langar gönguferðir, sem ég gat varla gert thordisg@frettabladid.is Borgarbókasafnið og Hjólafærni á Íslandi hafa nú leitt saman hjól­ hesta sína og bjóða upp á hjóla­ túra með bókmenntaívafi, einn laugardagsmorgun í mánuði frá janúar til apríl. Um er að ræða nýtt samstarfsverkefni þar sem boðið er upp á skemmtilega blöndu af útivist, hreyfingu og andlegri næringu, en verkefnið hlaut styrk frá Miðborgarsjóði Reykjavíkur­ borgar. Í dag, laugardaginn 15. janúar frá klukkan 10 til 12, verður bókmenntaunnendum boðið í skemmtilegan hjólatúr um Hlíðar og Háaleiti. Á leiðinni verður stoppað á vel völdum stöðum og lesin upp ljóð og prósi eftir ýmsa höfunda sem tengjast hverfinu. Hjólareiðafólkið kynnist skáld­ unum, fer aftur í tímann, eltist við ketti í Kringlunni og ræningja í Öskjuhlíðinni. Hjólatúrinn hefst við Borgar­ bókasafnið Kringlunni, framan við inngang safnsins í bílakjallaranum. Þátttakendur eru beðnir að mæta vel útbúnir, í hlýjum fatnaði og á hjólum sem henta veðri og færð hverju sinni. Ferðin tekur um eina og hálfa klukkustund og svo verður komið við á kaffihúsi í lok ferðar. Hjólastjórar verða þeir Árni Davíðsson, hjá Hjólafærni á Íslandi og Guttormur Þorsteinsson, sagn­ fræðingur og deildarbókavörður á Borgarbókasafninu Kringlunni. Hjól og menning fram á vor Næstu hjólatúrar verða eftir­ farandi: Laugardaginn 12. febrúar frá klukkan 10 til 12 verður stefnu­ mót við ljóðskáld í efri byggðum, sem er hjólatúr um yndis­ legt Breiðholtið, og er þá hjólað frá Borgarbóka­ safninu Gerðubergi. Laugardaginn 12. mars frá klukkan 10 til 12 verður stefnu­ mót á kvennaslóðum, Hjólatúrar með bókmenntaívafi Í fyrsta hjólatúr nýs árs verður hjólað um Hlíðar og Háaleiti í fylgd Guttorms Þorsteinssonar, sagnfræðings og deildar- bókavarðar á Borgarbókasafninu í Kringlunni (hér á mynd), og Árna Davíðssonar hjá Hjólafærni á Íslandi. MYND/AÐSEND Farið verður á kaffihús í lok hjólatúrsins. sem er hjólatúr um miðborgina og Vesturbæinn; hjólað frá Borgar­ bókasafninu Grófinni. Þegar farið verður að vora svo­ lítið, laugardaginn 9. apríl, verður farið á stefnumót á strigaskóm, sem er hjólatúr frá Borgar­ bókasafninu Sólheimum fyrir alla fjölskylduna. n Hjólatúrarnir eru ókeypis og öll velkomin að taka þátt. Skráning fer fram á vefsíðu Borgar- bókasafnsins, borgarboka- safn.is Kettir verða eltir í hjólatúrnum í dag. 100% náttúruleg hvannarrót 60 HYLKI FÆÐUBÓTAREFNI hvannarrót Leyndarmál hvannarrótar Loft í maga? Glímir þú við meltingartruflanir? Næturbrölt Eru tíð þvaglát að trufla þig? Fæst í næsta apóteki, heilsuvöru- verslun, Hagkaupum og Nettó. Lifandi þáttur um matargerð og bakstur í bland við innanhússarkitektúr, hönnun og fjölbreyttan lífsstíl. Þriðjudaga kl. 19.00 MATUR OG HEIMILI MEÐ SJÖFN ÞÓRÐAR 4 kynningarblað A L LT 15. janúar 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.