Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 6
Rannsóknasjóður hefur úthlutað styrkjum til nýrra rannsóknarverkefna. Sex öndvegisverkefni fá hátt í 150 milljónir króna hvert. arib@frettabladid.is VÍSINDI Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra rannsóknarverkefna fyrir árið 2022, um er að ræða stærstu úthlutun sjóðsins frá upphafi. Alls bárust 355 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 82 þeirra styrktar. Þar af eru sex öndvegis- verkefni sem fá hátt í 150 milljónir króna hvert. Eru það stór verkefni sem skara fram úr á sínu sviði og hafa alþjóðlega tengingu. ■ Fá hátt í hundrað og fimmtíu milljónir til rannsóknanna Skammtasvið og skammtarúm Lárus Thorlacius, Valentina Giangreco M. Puletti, Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands, Friðrik Freyr Gautason, Zhao-He Watse Sybesma, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Rannsóknarverkefnið snýr að undirstöðum þyngdarafls og efnis. Alþjóðlegt samstarf er ein undirstaða þess að verkefnið verði farsælt. IceGut: Áhrif mataræðis á þarmaflóru barna á Íslandi frá meðgöngu til fimm ára aldurs Viggó Þór Marteinsson, MATÍS. IceGut-verkefnið mun auka þekkingu á því hvernig næring á meðgöngu og við brjóstagjöf hefur áhrif á þróun örveruflóru í þörmum barna á Íslandi frá meðgöngu til fimm ára aldurs. Mat á viðkvæmum æðaskellum Vilmundur G. Guðnason, Hjartavernd. Rannsaka á þátt próteina og erfða á langtímabreytingar í æðaskellum yfir 14 ára tíma- bil í um 500 einstaklingum til að þróa einstaklingsbundið mat á áhættu á kransæða- stíflum. Samspil manns og nátt- úru: Umsvif íslenskra Benediktsklaustra á miðöldum Steinunn Kristjánsdóttir, Hugvísindasviði Háskóla Íslands, og James G. Clark, College of Humanities, University of Exeter. Þverfagleg rannsókn á tveim- ur Benediktínaklaustrum á Íslandi, Kirkjubæjarklaustri og Þingeyraklaustri, með það meginmarkmið að varpa ljósi á sambúð þeirra við náttúru- legt umhverfi sitt. Gátu tekið sýni í rauntíma Annað verkefni sem hlaut öndvegisstyrk ber heitið Kvikuhreyfingar á Reykjanesskaga – Samþætt jarðefnafræði- og jarðeðlisfræðirann- sókn á eldgosinu við Fagradalsfjall árið 2021. Rannsakendur eru Enikő Bali og Halldór Geirsson frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands, og Sæmundur Ari Halldórs- son frá Raunvísindastofnun, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Segja þau samsetningu kvikunnar vera ólíka kviku sem komið hefur upp í nýlegum gosum á Íslandi og vísbendingar séu um að basalt í gosinu komi beint úr möttli. Tilgáta þeirra er að þrýstings- tengsl séu milli eldstöðvakerfa gegnum bráðarríkt svæði í linhveli efra möttuls. Enikő segir að rannsóknin tvinni saman jarðeðlisfræði og jarð- efnafræði. „Við stefnum að því að komast að því hvernig kvikan undir Reykjanesskaganum verður til. Þetta bætir ekki bara þekking- una okkar á svæðinu þar heldur einnig á úthafshryggjum almennt,“ segir hún. „Við vorum mjög heppin með eldgosið í Geldingadölum, þessi gos verða yfirleitt neðansjávar á miklu dýpi, þarna gátum við tekið sýni nánast í rauntíma.“ Enikö Bali, dósent við Jarðvísinda- deild Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Rýna í foreldrahlutverkið Eitt verkefnið sem fær öndvegisstyrk ber heitið Áhrif stefnumót- unar og foreldramenningar á barneignir á Íslandi. Rannsakendur eru þau Sunna Kristín Símonardóttir, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Ari Klængur Jónsson og Ásdís Aðalbjörg Arnalds á Félagsvísinda- sviði Háskóla Íslands. Í verkefnalýsingu segir að fæðingartíðni hafi löngum verið há á Íslandi í samanburði við önnur Evrópulönd en undanfarinn áratug hafi fæðingartíðni þó farið hríðlækkandi en vísbendingar séu um að barnshafandi konum hafi fjölgað á ný í heimsfaraldrinum. Sunna segir að meðal þess sem verði skoðað sé hvort fjölskyldu- stefna styðji vel við barnafjölskyldur. „Svo erum við líka að rann- saka foreldramenningu hér á landi, hvernig fólk hugsar um foreldra- hlutverkið og hvernig það tekur ákvarðanir um barneignir,“ segir Sunna. Einnig foreldrahlutverk hjá hinsegin fólki og innflytjendum. Sjálf mun hún taka viðtöl. „Ég mun tala við einstaklinga sem hafa valið að eignast ekki börn, fólk sem er að velta fyrir sér barneignum og skyggnast inn í hugarheim þeirra. Svo verða tölfræðingar sem eru meira að greina stóru þróunina.“ Sunna Kristín Símonardótt- ir, nýdoktor í félagsfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Meðal þess sem á að rannsaka er eldgosið í Geld- ingadölum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI ÚTSALA 30-50% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM SMÁRALIND KRINGLAN WWW.UTILIF.IS 6 Fréttir 15. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.