Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 54
Innkaupaskrifstofa
Sími 411 1111
ÚTBOÐ
Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg:
• Skerjafjörður. Gatnagerð, stígar og veitur, for- og verkhönnun, EES útboð nr. 15342
Nánari upplýsingar er að finna á
www.reykjavik.is/utbod
Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá
Menntasjóði námsmanna geta sótt um styrk til jöfnunar á
námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem að
stunda nám fjarri heimili sínu.
• Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili
og fjölskyldu sinni vegna náms).
• Akstursstyrkur (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili
fjölskyldu fjarri skóla).
Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn með rafrænum
skilríkjum á Mitt Lán sem aðgengilegt er í gegnum heimasíðu
okkar www.menntasjodur.is eða island.is.
Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna
sér reglur um styrkinn á vef Menntasjóðs námsmanna; (www.menntasjodur. is).
Menntasjóður námsmanna
Námsstyrkjanefnd
Jöfnunarstyrkur
til náms
Umsóknarfrestur á vorönn
2022 er til 15. febrúar n.k.
Auglýsing um
skipulagsmál í
Hveragerði
Árhólmasvæði í Hveragerði, tillaga að
breytingu á aðal- og deiliskipulagi.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 13. janúar
2022 að auglýsa samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi
Hveragerðisbæjar 2017-2029 á svæði suðaustan við Hengla-
dalaá skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tillögu að
breytingu á deiliskipulagi Árhólmasvæðis í Hveragerði,
skv. 43. gr. sömu laga.
Tillagan að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar felur
í sér nýtt 0,9ha. ferðamanna- og afþreyingarsvæði AF2 við
Hengladalaá, stækkun á verslunar- og þjónustusvæði VÞ1 á
Árhólmasvæðinu um 0,5ha. til norðurs og nýjar gönguleiðir í
nágrenni Hengladalaár. Með breytingunni verður heimilt að
reisa svifbraut (Zip-line) ásamt útsýnis- og upphafspalli og
lendingarpalli og leggja nýja göngustíga.
Tillagan að breytingu á deiliskipulagi Árhólmasvæðisins felur
í sér stækkun á reit A, þannig að hann nái til stækkunar á al-
mennu bílastæði fyrir ferðamenn, tveggja lóða fyrir upphafs-
og endapall svifbrautar og göngustíga meðfram Hengla-
dalaá. Einnig felur breytingin í sér stækkun á byggingarreit
á lóðinni Árhólmar 1. Meginmarkmið tillögunnar er að skapa
nýja möguleika til afþreyingar fyrir ferðamenn, sem þannig fá
tækifæri að sjá og njóta náttúrunnar frá nýju sjónarhorni.
Breytingartillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofu Hvera-
gerðisbæjar að Breiðumörk 20 frá og með mánudeginum
17. janúar 2022 og eru auk þess aðgengilegar á heimasíðu
Hveragerðisbæjar www.hveragerdi.is
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn
kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast skipu-
lagsfulltrúa Hveragerðisbæjar í síðasta lagi mánudaginn
7. mars 2022, annaðhvort á bæjarskrifstofu Hveragerðis-
bæjar að Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða í tölvupósti á
netfangið gfb@hveragerdi.is
Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar
STAPAVELLIR 16-28
260 REYKJANESBÆ
Brynja - Hússjóður Öryrkjabandalagsins
óskar eftir tilboðum í að byggja og fullgera
sjö íbúða raðhús á einni hæð samkvæmt
teikningum að Stapavöllum 16-28, Reykja-
nesbæ. Um er að ræða 72 m2 til 93 m2
íbúðir, samtals um 535 m2.
• Húsinu skal skila fullgerðu ásamt
lóð þann 1. júní 2023.
• Skilatími tilboða er 8.2.2021 kl. 11:00.
Frekari upplýsingar um útboð og útboðs-
gögn skal senda á gusti@tov.is
Brynja – Hússjóður ÖBÍ er sjálfseignarstofnun sem
hefur þann tilgang að eiga og reka íbúðarhúsnæði
fyrir öryrkja sem leitast er við að leigja gegn eins
hóegu gjaldi og kostur er. Sjóðurinn á og rekur um
830 íbúðir um land allt.
ÚTBOÐ
Aðstoðarmaður dómara í Landsrétti
Landsréttur auglýsir laust til umsóknar starf löglærðs aðstoðarmanns dómara við Landsrétt.
Löglærðir aðstoðarmenn dómara sinna lögfræðilegum verkefnum og aðstoða dómara réttarins í
störfum þeirra í samræmi við ákvörðun forseta réttarins, sbr. 3. mgr. 23. gr. laga nr. 50/2016.
Meðal helstu verkefna er auk aðstoðar við dómara, vinna við dómareifanir, úrvinnsla kærumála
sem og lögfræðileg greining mála sem til úrlausnar eru fyrir réttinum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Embættispróf í lögfræði eða grunnnám ásamt meistaraprófi í lögum.
• Góð íslenskukunnátta og færni í rituðu máli er nauðsynleg.
• Góðir skipulagshæfileikar, hæfni til að vinna sjálfstætt og færni í mannlegum samskiptum.
• Þekking og reynsla á sviði réttarfars er æskileg.
• Reynsla af greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitaefna er æskileg.
Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Þeir sem áhuga hafa á starfinu eru hvattir til að sækja um óháð kyni. Með umsókn skal fylgja
ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og
hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur.
Áskilið er að umsóknir og fylgigögn berist rafrænt á netfangið landsrettur@landsrettur.is.
Umsóknir gilda í allt að sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu
í starfið liggur fyrir.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Viðar, skrifstofustjóri Landsréttar, gunnar.vidar@landsrettur.is
eða í síma 432-5300.
Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar 2022.
Fyrirtæki
ársins 2021
hagvangur.is
Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is
RÁÐNINGAR
RÁÐGJÖF
RANNSÓKNIR