Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 48
Blaðamaður á FréttaBlaðið
Viltu slást í hóp öflugustu blaðamanna landsins?
Fréttablaðið leitar eftir umsóknum um starf blaðamanns í bæði fullt starf og hlutatarf í vaktavinnu.
um er að ræða áhugaverð störf á skemmtilegum vinnustað í stöðugri sókn.
Hæfniskröfur:
• Reynsla af fréttamennsku eða tengdum verkefnum.
• Áhugi og þekking á samfélagsmálum.
• Menntun sem nýtist í starfi.
• Færni í mannlegum samskiptum.
• Gott vald á íslensku.
• Geta til að vinna undir álagi.
umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á netfangið umsokn@frettabladid.is
fyrir 1. febrúar 2022.
Fréttablaðið er í eigu Torgs ehf. sem á og rekur marga frétta- og afþreyingarmiðla.
Umfang og ábyrgð:
• Byggja upp traust fjárfesta ásamt því að kynna stefnu og sýn fyrirtækisins.
• Þróun og stefnumótun fjárfestatengsla í samræmi við alþjóðlega nálgun fyrirtækisins.
• Yfirumsjón með samskiptum við fjárfesta á Íslandi.
• Viðhald og þróun á ímynd Alvotech.
• Samvinna og samskipti við lögfræðideild til að tryggja að Alvotech starfi samkvæmt
lögum og reglum um verðbréfaviðskipti.
• Ábyrgð á því að viðeigandi upplýsingar séu á vef Alvotech fyrir fjárfesta, auk þess að
bera ábyrgð á þýðingum á efni af ensku yfir á íslensku.
• Viðhald á alþjóðlegu dagatali fjárfesta.
• Ábyrgð á að svara fyrirspurnum frá fjárfestum á Íslandi og annarri þjónustu við þá.
• Þátttaka við stefnumótun og stuðningur við ESG skýrslugerð.
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• 7-10 ára reynsla af starfi í fjárfestatengslum og/eða samskiptahlutverki.
Reynsla frá skráðu fyrirtæki er mikill kostur.
• Þekking og reynsla á ESG skýrslugerð er mikill kostur.
• Reynsla af samskiptum við fjölmiðla.
Umsóknarfrestur er til og með 23. janúar og skal umsóknum
skilað á ensku á www.alvotech.com/careers
| For more information visit www.alvotech.comDirector of Investor Relations
Alvotech leitar að leiðtoga fjárfestatengsla á Íslandi. Viðkomandi mun bera ábyrgð á þróun og
stefnumótun fjárfestatengsla á Íslandi í samræmi við alþjóðlega nálgun Alvotech. Starfið felur í sér
samskipti við fjárfesta og ábyrgð á að tryggja aðgang að réttum upplýsingum á hverjum tíma.
Forstöðumaður fjárfestatengsla á Íslandi
Fyrirtækið vinnur að þróun á hágæða líf-
tæknihliðstæðulyfjum, en líftæknilyf eru
afar áhrifarík og hafa gefið góða raun í
meðhöndlun á erfiðum sjúkdómum eins og
gigt, sóríasis og krabbameini.
Höfuðstöðvar og hátæknisetur Alvotech,
sem staðsett er í Vísindagörðum Háskóla
Íslands í Vatnsmýri, er búið fullkomnustu
tækjum og búnaði til þróunar og framleiðslu
líftæknilyfja.
Fyrirtækið er einnig með starfsemi í Banda-
ríkjunum, Þýskalandi og Sviss, en í október
2021 störfuðu um 700 vísindamenn og sér-
fræðingar af um 65 þjóðernum hjá fyrir-
tækinu. Sem hluti af Vísindagörðum er
fyrirtækið þátttakandi í öflugu samstarfi
háskólans og alþjóðlegra þekkingar- og
hátæknifyrirtækja sem miðar að því að efla
vísindastarf, þekkingarmiðlun og nýsköpun
og þannig laða hæfileikaríka innlenda og
erlenda sérfræðinga til starfa. Alvotech
hefur gert samstarfssamninga við mörg
leiðandi lyfjafyrirtæki á alþjóðamörkuðum
um sölu, markaðssetningu og dreifingu á
framleiðslu fyrirtækisins.
Alvotech vinnur út frá þeirri meginreglu að
ef til er lækning, þá á hún að vera í boði fyrir
alla.
Um Alvotech:
Alvotech er stolt af því að hafa hlotið
Jafnlaunavottun Jafnréttisstofu Íslands.
14 ATVINNUBLAÐIÐ 15. janúar 2022 LAUGARDAGUR