Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 22
maðurinn minn ræddum þetta
fram og til baka. Ég ákvað að gera
þetta og hætti við nokkrum sinn-
um. Aðstæður voru mjög erfiðar og
f lóknar ákvarðanir fram undan. Ég
þurfti að spyrja mig hvort ég ætlaði
mér inn í þetta,“ segir hún.
„Ég var mjög ánægð í starfi og
að vinna að málum sem brenna á
mér. En mig langaði, ég er auðvitað
fótboltamanneskja og hef lengi til-
heyrt þessari frábæru hreyfingu
sem mér þykir vænt um og langaði
að hafa áhrif á hana til góðs. Ég er
hugsjónamanneskja og baráttu-
manneskja og langaði að vera
partur af þeim breytingum sem
voru óumflýjanlegar.“
Fráfall vinar vendipunktur
Eftir langa umhugsun segist Vanda
hafa upplifað vendipunkt þegar
æskuvinur hennar og frændi, Þor-
steinn Valsson, féll frá þann 8. sept-
ember. „Ég var einfaldlega viss um
að hann hefði stutt mig í þessari
ákvörðun,“ segir Vanda og það er
augljóst að það kemur við hana
að tala um fráfall frænda síns. „Ég
bara sá hann fyrir mér segja mér
að láta slag standa. Ég hugsaði líka
mikið til foreldra minna og tengda-
foreldra, sem öll eru látin. Það er
okkar mesta sorg í lífinu að hafa
misst þau frá okkur allt of snemma
en ég veit í hjarta mínu að þau
hefðu stutt mig.“
Ársþingið er í lok febrúar næst-
komandi og segist Vanda alltaf hafa
verið ákveðin í að bjóða sig aftur
fram þá. „En svo tók ég smá dýfu,“
segir Vanda og lýsir hvað helst hafi
tekið á hana undanfarna mánuði í
starfi.
„ Star fsfólk KSÍ hef ur tek ið
mjög vel á móti mér, eins fólkið í
hreyfingunni og stjórnarfólk, það
hefur allt saman gengið mjög vel
og mér finnst vinnan skemmtileg
þó að erfið mál hafi verið uppi á
borði. Það sem hefur reynst mér
erfiðast er fjölmiðlaumfjöllunin
og það skrifast að einhverju leyti á
reynsluleysi af minni hálfu.“
Eðlilegt að líða stundum illa
Í nóvember síðastliðnum komst
stjórn KSÍ að samkomulagi við
aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins,
Eið Smára Guðjohnsen, um starfs-
lok hans. Vanda nefnir gagnrýni
sem hún hafi fengið á sig fyrir að
neita að ræða málið í fjölmiðlum
strax í fyrstu.
„Ég fékk að heyra að ég væri að
valda vonbrigðum, væri óhæf og
ekki rétti leiðtoginn, áður hafði
verið sagt að ég gæti ekki tekið
ákvarðanir. Það er erfitt að taka
slíku ekki persónulega. Ég er ekki
eina manneskjan sem hefur afþakk-
að viðtöl. Að segja að ég væri ekki
hæf út af þessu þykir mér ósann-
gjarnt og ætti að mínu mati ekki að
vera mælikvarði á mína hæfni.“
Vanda segir að þessi erfiði tími
hafi fengið hana til að hugsa, ásamt
því að hún hafi fengið ráð frá góðum
konum. „Ef það eru einhverjir sem
vilja losna við mig er einfaldast að
ég bugist og fari sjálf frá. Mig langar
ekki að fara neitt þrátt fyrir að hafa
verið smá buguð um tíma og þurft
að hugsa hvort ég ætlaði að útsetja
sjálfa mig og mína fyrir þessu. Mér
finnst eðlilegt að líða stundum illa,
að þykja hlutir erfiðir og mér finnst
ekkert að því að viðurkenna það.
Ég þekki leiðtogafræðin, ég er auð-
mjúk gagnvart verkefninu og ef ein-
hverjum dettur í hug að ég sé verri
leiðtogi fyrir vikið þá verður sá hinn
sami að eiga það við sjálfan sig.“
Gagnrýnin hrinti þó að sögn
Vöndu af stað ákveðnum stuðningi
sem hún er þakklát fyrir. „Sumir
bentu á að ég væri betri leiðtogi fyrir
vikið og ég held að það sé rétt.“
Þakklát þolendum
Hin erfiðu mál sem Knattspyrnu-
sambandið hefur staðið frammi
fyrir hafa flest snúist um kynferðis-
brot eða áreitni og hefur fjölmiðla-
umfjöllun farið hátt. Vanda segist
ekki veigra sér við að taka á slíkum
Vanda hugsaði
sig vel um áður
en hún bauð
sig fram til for-
mennsku hjá KSÍ
og bæði ákvað
að láta slag
standa og hætti
við margoft.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Vanda ásamt eiginmanni sínum og börnum þeirra þremur á Tenerife nú um
jólin. Hún segir fríið hafa verið kærkomið eftir erilsama mánuði. MYND/AÐSEND
Vanda ásamt vinkonu sinni og frænku Kristrúnu Lilju Daðadóttur, þegar þær
léku saman með Breiðabliki, en með þeim eru mæður þeirra Dóra Þorsteins-
dóttir og Bára Eiríksdóttir. MYND/AÐSEND
Vanda tekur hér á móti viðurkenningu ásamt Sævari Jónssyni sem besti leik-
maður Íslandsmóts 1. deildar félaga árið 1990. MYND/GUNNAR SVERRISSON
málum en það þurfi að gera á réttan
hátt.
„Við í stjórninni eigum ekki að
vera að vasast í þessu og það er
partur af mistökunum sem voru
gerð. Árið 2020 var settur á sam-
skiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðs-
starfs og nú er það svo að við leitum
til hennar ef mál koma upp,“ segir
Vanda um leið og hún þakkar fyrir
þá aðstoð sem stjórnin hafi fengið.
„Starfshópur innan ÍSÍ skilar svo
áætlun í mars. Við viljum að íþrótta-
hreyfingin sé með sömu reglur og
aðgerðaáætlanir eins og unnt er.“
Vanda segir sitt hlutverk í þessum
málum fyrst og fremst að koma
þeim í réttan og faglegan farveg.
„Ég er þakklát öllum þeim þol-
endum sem hafa stigið fram. Við
erum á leið í átt að betra samfélagi
og fyrir það er ég þessum baráttu-
konum þakklát – því þetta er ekki
auðvelt. Það þarf líka mikið að
gerast á dómstiginu og íþrótta-
hreyfingin verður að standa við að
ætla að bæta sig. Þolendur verða að
geta leitað til okkar og fundist þeir
öruggir. Við erum ekki komin alla
leið en ég vona að við sem samfélag
séum á góðri leið.“
Fram undan er meiri fræðsla
og skýrt verklag. Við viljum ekki
að þetta gerist aftur og þess vegna
ætlum við að vera í forvörnum en
líka með inngripsáætlanir ef eitt-
hvað kemur upp.“
Tækifærin í krísunum
Vanda hefur trú á því að í krísum
felist jafnframt tækifæri.
„Við þurfum að taka ábyrgð sem
íþróttahreyfing. Ég held að þegar
við lítum til baka þá verði þetta
viðsnúningur. Að upplifunin verði
að við snerum hér við og fórum að
gera enn betur. Ég held og vona að
þetta gildi ekki bara um íþrótta-
hreyfinguna heldur um okkur sem
samfélag.“
Vanda bendir á að hún hafi verið
gagnrýnd fyrir að vera ekki með
neina stefnu en segir það ekki rétt.
„Stefna mín er þó kannski ólík því
sem margir eru vanir, því hún er um
samtal og samráð. Ég trúi að best sé
að byrja á að greina stöðuna, afla
upplýsinga, hafa fólk með í ráðum
og taka svo ákvarðanir út frá því.
Ég hef notað undanfarna mánuði til
að hefja þessa vinnu og hef meðal
annars haldið fundi með félögunum
í landinu.“
Á döfinni er frekari vinna og
hyggst Vanda til að mynda gefa
börnum og ungmennum rödd og
áhrif í hreyfingunni. „Þau eru lang-
stærsti hópurinn en hafa lítil sem
engin áhrif. Því vil ég breyta.“ n
Það sem
hefur
reynst mér
erfiðast er
fjölmiðla-
umfjöll-
unin og
það skrif-
ast að
einhverju
leyti á
reynslu-
leysi af
minni
hálfu.
Þolendur
verða að
geta leitað
til okkar og
fundist þeir
öruggir.
22 Helgin 15. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ