Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 70
Þetta hús á
í mér
hverja
taug. Ég er
búin að
vera hérna
síðan ég
var ungl-
ingur
Á meðan vindar blása um
efri hæðir Hótel Sögu við
Hagatorg hefur reksturinn í
kjallaranum haldist óbreytt-
ur síðan fyrsti gesturinn
mætti á hótelið 1962. Sigrún
Ægisdóttir hefur unnið á
hárgreiðslustofunni Hársögu
síðan hún mætti þangað fyrst
17 ára gömul árið 1978.
Þetta hefur verið farsæl
stofa alla tíð,“ segir Sig-
r ú n Æg isdót t ir há r-
greiðslumeistari, glaðleg
í fasi. „Ég tek við stofunni
á sínum tíma og byggi hana mikið
upp. Ég er líka búin að vera með fullt
af nemum og starfsfólki í gegnum
tíðina,“ segir hún.
Sigrúnu þykir vænt um staðinn,
og það má greina mikinn kærleika
og stolt þegar hún talar um starfs-
fólkið sitt. „Það er alltaf brjálað að
gera, allt á full swing. Ég er með frá-
bært, alveg dásamlegt starfsfólk og
er búin að vera mjög lánsöm í starfi.“
Rauðir dreglar og kóngafólk
Félagsstofnun stúdenta og Ríkis-
sjóður hafa keypt húsið sem stendur
til að nota undir stúdentaíbúðir og
starfsemi Háskóla Íslands. Hár-
greiðslustofan verður þó áfram á
sínum stað.
„Þetta hús á í mér hverja taug,“
segir Sigrún. „Ég er búin að vera
hérna síðan ég var unglingur. Upp-
haflega þegar ég kom hérna inn voru
dyraverðir í júníformi. Það voru oft
rauðir dreglar og kóngar og drottn-
ingar að koma og fara. Ég er búin að
upplifa mikið með þessu húsi.“
Dásamlegt að fá líf í húsið
Hún tekur fyrirhuguðum breyting-
um í húsinu fagnandi. „Ég er jákvæð
fyrir breytingum. Það er dásamlegt
að fá líf inn í húsið. Það er rúmt ár
síðan hótelinu sjálfu var lokað og
við erum búin að vera starfandi
allan tímann.“ Sigrún segist hafa
auglýst sérstaklega á Facebook, að
stofan væri svo sannarlega opin
þrátt fyrir lokanir á annarri starf-
semi hússins. „Ég varð að setja inn
klausu af því að fólk var stöðugt að
hringja inn og hélt að við værum
með lokað.“
Hún er afslöppuð og bjartsýn
varðandi framhaldið. „Ég er með
leigusamning til 2026 og mér skilst
að háskólinn ætli að hafa þessa
þjónustu til staðar hérna áfram.“
Sigrún segist hafa talað við fulltrúa
framkvæmdanna sem hafi tjáð
henni að ýmis þjónusta verði í boði
á svæðinu. „Ég hlakka svo til að fá líf
inn í húsið.“
Drottningin vildi kaupa greiðuna
Hótelið á efri hæðunum hefur í
gegnum tíðina verið lifandi sam-
félag og ljóst að starfsferill Sigrúnar
er ríkulega samofinn hótelrekstr-
inum og ekki síst hinni fjölbreyttu
flóru gesta sem hafa dvalið í húsinu.
„Ég man að við áttum hérna
rosalega f lotta gullgreiðu. Grófa
greiðu sem við notuðum í f lottar
greiðslur. Hún gerði svo flotta áferð.
Silvía Svíadrottning vildi endilega
kaupa þessa greiðu en það var ekki
fræðilegur möguleiki,“ segir Sigrún.
„Sama hvað var boðið í þessa greiðu
þá var hún ekki seld.“
Sagan á sér þó dökka hlið, því
mögulega hefur glæpur verið fram-
inn. „Greiðan er horfin. Það er ekki
svo langt síðan hún hvarf en hún var
notuð hérna í f leiri ár. Nú hugsum
við: Hvað varð um gullgreiðuna?“
Fékk portrett-mynd af kúnna
Hún minnist einnig stjórnmála-
konu frá Bretlandi sem dvaldi á
hótelinu í kringum 1980. „Hún kom
og ég fór á sjöundu hæð að greiða
henni.“ Þegar konan var farin aftur
til Bretlands barst Sigrúnu mynd í
pósti. Var þá um að ræða flennistóra
portrett-mynd af konunni. „Hvar á
Ríkuleg saga auk ráðgátu um gullgreiðuna
Sigrún Ægisdóttir hárgreiðslumeistari hefur starfað á Hársögu í 44 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Reksturinn í kjallara Hótel Sögu hefur haldist óhreyfður síðan fyrsti gestur-
inn mætti á hótelið 1962. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Fyrirsætur á fyrstu hársýningu Sig-
rúnar, í Súlnasal Hótel Sögu 1979.
MYND/AÐSEND
Hárgreiðsla eftir Sigrúnu frá 1981,
fyrirsætan með fléttur og gull-
teygjur. MYND/AÐSEND
Greiðslur eftir
Sigrúnu árið
1981. Stórt skart
var mikið í tísku
á þeim tíma.
MYND/AÐSEND
Glæsilegar
greiðslur frá
árinu 1983.
MYND/AÐSEND
Nína
Richter
ninarichter
@frettabladid.is
ég að hafa þessa mynd? Ég var ekk-
ert búin að kynna mér þessa konu,
eða neitt!“ segir Sigrún og hlær.
Hún ítrekar að margar frægar
konur hafi setið í stólnum hjá henni.
„Ég gerðist sérleg vinkona Evu Jolie,
ég var alltaf að sjá um hárið á henni.
Hún var góð vinkona mín og pant-
aði mig alltaf þegar hún kom til
landsins,“ segir Sigrún. „Það er svo
margt sögulegt.“
Reykt í hverjum einasta stól
„Þegar ég byrjaði að vinna hérna
1978, þá voru allar konur í hár-
þurrkum með rúllur. Það var reykt
í hverjum einasta stól og setið í hæg-
indastól með fæturna uppi. Stofan
var troðfull.“
Hún segir að það sem hafi staðið
upp úr á 44 árum í starfi sé fjöl-
breytnin. „Það er svo mikil breyt-
ing og maður er búinn að kynnast
svo mörgum og eiga svo mikið af
yndislegum kúnnum. Ég er ennþá
með kúnna sem hafa fylgt mér frá
upphafi. Heilu kynslóðirnar. Og líka
ömmubörnin,“ segir Sigrún. „Ég er
ein af fáum í mínum bransa sem eru
alltaf algjörlega á sama blettinum.
Flestir hafa fært sig til.“
Meistarinn flutti út á land
Meistari Sigrúnar var Jóhanna
Hauksdóttir hárgreiðslumeistari.
„Ég byrjaði að læra hjá henni. Svo
hætti hún og sagði bara: Þú tekur
við stofunni.“
Sigrún var aðeins tvítug þegar
meistari hennar f lutti út á land
og fól henni þetta stóra verkefni.
Stofan batt þó Sigrúnu ekki fasta við
húsið heldur ferðaðist hún mikið í
tengslum við sýningar og keppnir
í háriðn. „Ég var mjög aktíf og var
byrjuð að taka þátt í sýningum ári
eftir að ég byrjaði að læra,“ segir
hún. „Það varð síðan meira um sýn-
ingar eftir það. Ég var svo heppin að
vera með hárgreiðslustofuna á neðri
hæðinni og geta farið upp í Súlnasal
þegar það voru sýningar og keppn-
ir.“ Hún segir að sumir hafi tjáð sér
að þetta hafi verið „meant to be“ að
hún tæki við stofunni. „Ég er búin
að vera mjög farsæl, öll þessi ár.“ n
30 Helgin 15. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ