Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 16
16 Íþróttir 15. janúar 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 15. janúar 2022 LAUGARDAGUR
Parket
Gríðarlegt úrval af viðarparketi ásamt vatnsþolnu harðparketi
og vínylparketi má finna í sýningarsal okkar á Dalvegi 10-14.
Komdu við og ræddu við sérfræðinga
Parka og fáðu faglega ráðgjöf
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi • 595 0570
Afríkukeppnin í fótbolta, AFCON, er komin á fulla ferð. Fá
met voru sett í markaskorun í fyrstu umferð riðlakeppninnar
en mesta athygli vöktu gæði miðjumannanna sem skemma
sóknir andstæðinganna. Akkerin sem öllu bjarga. Þeir stóðu sig
manna best.
benediktboas@frettabladid.is
Afrísku akkerin
Wilfred Ndidi – Nígeríu
Aðdáendur enska boltans vita hvað Ndidi gerir fyrir
Leicester og hann er í svipuðu hlutverki hjá Nígeríu.
Er aðeins 25 ára en hefur spilað eins og engill frá
því hann kom frá Genk í Belgíu. Vinnur 62 prósent
tæklinga sinna og tölfræðin hans talar sínu máli,
bæði fyrir lið og land.
Franck Kessie –
Fílabeinsströndinni
Magnaður miðjumaður sem
er jafnvígur í vörn og sókn.
Sópar upp skítinn en er
samt mættur fram til að
styðja við sóknarleikinn. Er
þegar kominn með fimm mörk
en í fyrra blómstraði hann í liði
Milan og skoraði heil 13 mörk, sem
er nokkuð vel gert fyrir afturliggjandi
miðjumann.
Thomas Partey – Gana
Flestir eru sammála um að Partey
var geggjaður með Atletico og
púslið sem Arsenal vantaði. Hefur
aðeins strögglað með hraðann á
Englandi en enginn efast um gæði
hans. Þau eru rosaleg. Það er alveg
ástæða fyrir að Arsenal splæsti 45
milljónum punda sem gerir hann
þann dýrasta frá Gana.
Yves Bissouma – Malí
Hreinsunarstarf Brighton fer flestallt í gegnum
Bissouma. Það er ástæða fyrir að stórlið eru talin
tilbúin að punga út hartnær 50 milljónum punda
fyrir þjónustu hans. Hann er með svakalega
tölfræði hvort sem um er að ræða að tækla eða
stöðva sóknir, skalla boltann frá eða koma bolt-
anum í spil.
Idrissa Gueye –
Senegal
Þegar stórlið
PSG þarf að
kaupa
varnar-
sinnað-
an miðju-
mann leita þeir
ekki í næstefstu
hillu. Árið 2019
þurfti einhver að
nenna að verjast
í París og setti
liðið 30 milljónir
punda í Gueye.
Þar hefur hann
verið í hlutverkinu
að sópa upp og
koma boltanum á
Neymar, Messi eða
Mbappae.
Ellyes Skhiri –
Túnis
Þótt Túnis hafi
tapað fyrir Malí í
opnunarleiknum
var Shkiri alveg trylltur á
miðjunni og tæklaði allt
og alla. Hann var alveg
svakalegur. Hann virtist
vera tæklandi lang-
hlaupari enda hljóp
hann rúmlega 400
kílómetra á síðasta
tímabili í Þýskalandi,
það langmesta í
deildinni.
Naby Keita – Gíneu
Hann er kannski meiri alhliða miðjumaður en
sitjandi akkeri og þó að hann hafi ekki kveikt í
ensku deildinni með frammistöðu sinni dylst
engum hversu góður Keita er. Hann var út um allt í
gær gegn Senegal og krækti sér í gult spjald með því
að strauja samherja sinn hjá Liverpool, Sadio Mane.