Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 8
Gríðarleg eftirspurn er eftir vel menntuðu tæknifólki til starfa í íslenska hugverkaiðn- aðinum, sem stefnir nú í að verða verðmætasta útflutn- ingsgrein Íslands. ser@frettabladid.is IÐNAÐUR Hugverkaiðnaðurinn á Íslandi er í stórsókn, en svo mikill vöxtur hefur hlaupið í atvinnu- greinina að ráðningafyrirtæki hafa ekki undan við að útvega nýsköp- unarfyrirtækjum á þessu sviði vel menntað tæknifólk. „Það er fullt af spennandi fyrir- tækjum að koma inn á þennan markað hér á landi – og hann iðar af lífi,“ segir Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs, sem segir greinina hreinlega soga til sín vinnuafl sem aldrei fyrr. „Síðustu mánuði hefur verið bull- andi eftirspurn eftir vel menntuðu tæknifólki hjá þessum ört vaxandi fyrirtækjum – og ef aðeins er horft til fyrstu daga þessa árs er ekkert lát á eftirspurninni heldur þvert á móti,“ segir Katrín. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Sam- tökum iðnaðarins, tekur undir orð Katrínar og segir þau vera algerlega í samræmi við það sem félagsmenn samtakanna hafi orðið varir við á síðustu mánuðum og misserum, en vöxturinn sé þar að auki staðfestur í opinberum hagtölum. „Vaxtartækifæri greinarinnar eru gríðarlega mikil til framtíðar – og eru líklega meiri en við gerum okkur grein fyrir,“ segir Sigríður, en bendir svo á augljósa ógnun inni á milli tækifæranna. „Við stöndum ef til vill frammi fyrir náttúrulegum hindrunum í þessum atvinnugeira,“ segir hún og á við að tækninámið á Íslandi anni ekki þeirri ríku eftir- spurn sem er eftir starfsfólki í grein- ina. „Framhaldsnámið hér á landi verður að fara að taka meira mið af þróttmiklum vexti framsækinna nýsköpunarfyrirtækja hér á landi,“ segir hún. „Þetta eru stærstu gleðifréttirnar í íslensku atvinnulífi,“ bendir Katrín á. „Ungs og vel menntaðs tæknifólks á Íslandi bíða vel launuð verkefni í einstaklega spennandi vinnu- umhverfi sem sækir fram af miklu afli í alþjóðlegu umhverfi.“ Og Sigríður setur vöxtinn í kunnuglegt samhengi. „Hugverka- iðnaðurinn er orðinn jafn stór og íslenskur sjávarútvegur hvað varðar verðmæti útf lutnings og stefnir fram úr honum á næstunni. Verðmæti útflutningsins í þessari grein hefur tvöfaldast frá 2013 og allt bendir til þess að hugverka- iðnaðurinn verði stærsta og verð- mætasta útf lutningsgrein Íslands innan örfárra ára,“ segir Sigríður Mogensen. ■ Verðmæti hugverkaiðnaðar stefnir fram úr sjávarútvegi Stúdentar útskrifast frá Tækniskólanum, í Hörpu vorið 2021. FRÉTTABLAÐI/ERNIR Sigríður Mogen- sen, sviðsstjóri iðnaðar- og hug- verkasviðs SI Þetta eru stærstu gleðifréttirnar í íslensku atvinnulífi. Katrín S. Óladóttir, framkvæmda- stjóri ráðninga- fyrirtækisins Hagvangs bth@frettabladid.is VEÐURFAR Alhvítir dagar í Reykja- vík voru aðeins 17 á síðasta ári, sem er langt undir meðaltali. Hafa hvítir dagar aldrei verið færri í borginni ef undan er skilið árið 2010 þegar þeir voru 16. Þetta kemur fram í svörum frá Veðurstofunni við f yrirspurn Fréttablaðsins. Fjöldi hvítra daga er nokkuð breytilegur ár frá ári, sam- kvæmt svörum Kristínar Bjargar Ólafsdóttur, sérfræðings í veður- farsrannsóknum hjá Veðurstofunni. Meðalfjöldi alhvítra daga á 30 ára tímabili frá 1991 til 2020 var 55 dagar í Reykjavík. Til samanburðar voru alhvítu dagarnir 95 á Akur- eyri á sama tímabili. Alhvítir dagar á nýliðnu ári á Akureyri voru 82 á sama tíma og þeir voru 17 í Reykja- vík. Snjóhula er því tæplega fimm sinnum algengari á Akureyri en í Reykjavík. Jörð hefur verið hvít á höfuðborg- arsvæðinu síðustu daga og hefur sumum brugðið í brún í ljósi þess hve undangengið ár var snjólétt. ■ Alhvítir dagar í sögulegu lágmarki Snjór á Leifsg ötu í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI hjorvar@frettabladid.is UTANRÍKISMÁL Bandaríkin leita nú leiða til þess að semja við Írani um kjarnorkuáætlun þeirra. Antony Blinken, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, segir Írani vera á loka- metrum þess að geta framleitt efni sem nota má til að framleiða kjarna- vopn. Samkomulag var gert milli land- anna sem gilti til ársins 2015, en samkvæmt þeim samningi féllust Íranir á að hætta augðun úrans. Þá var eftirlitsmönnum Alþjóða- k jar nork umálastof nunar innar heimilt að gera vettvangsrann- sóknir á kjarnorkuverum þeirra, gegn því að Vesturveldin létu af refsiaðgerðum og viðskiptaþving- unum sínum í landinu. Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, sleit þessu sam- komulagi árið 2018 og hóf á nýjan leik refsiaðgerðir gagnvart Íran. Það er mat Blinkens að Íranir hafi tekið miklum framförum í auðgun úrans síðustu árin og séu nú nálægt því að geta smíðað langdræg kjarna- vopn. Fulltrúar Bandaríkjanna og Írans settust að samningaborðinu í nóvember síðastliðnum, til að leita leiða til að gera nýjan samning um stöðvun á augðun úrans og þá í kjölfarið afléttingu aðgerða Banda- ríkjanna. Blinken segir að þó að þokist í samkomulagsátt sé enn töluvert í það að samkomuleg sé í höfn. Utan- ríkisráðherrann lét í veðri vaka að hernaðaraðgerðum yrði beitt til að stöðva auðgun úrans á íranskri grundu ef samningar næðust ekki innan tíðar. ■ Blinken telur nokkrar vikur til stefnu Antony Blinken, utanríkisráð- herra Banda- ríkjanna thorgrimur@frettabladid.is RÚSSLAND Spennan milli Rúss- lands og Vesturlanda er á hápunkti við landamæri Úkraínu, þar sem Rússar hafa komið fjölda hermanna fyrir að undanförnu. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hélt því fram í gær að Rússar hefðu sent útsendara inn í Úkraínu til að vinna spellvirki sem Rússland geti síðan notað sem tylli- ástæðu fyrir innrás í landið. Ætl- unin sé að setja á svið árás Úkraínu- manna gegn bandamönnum Rússa svo hægt sé að útmála innrás sem varnaraðgerð. Í frétt á Russia Today, ríkisfjölmiðli Rússlands fyrir enskumælandi, er þessum ásökunum alfarið vísað á bug. „Hingað til hafa allar þessar staðhæfingar verið tilhæfulausar og hafa ekki stuðst við neitt,“ var haft eftir Dímítrí Peskov, talsmanni rúss- neska forsetaembættisins. ■ Saka Rússa um að leggja grunn að innrás Jake Sullivan, þjóðaröryggis- ráðgjafi Bandaríkjanna, segir aðgerðir Rússa í takt við hernaðarinngrip þeirra í Úkraínu árið 2014. MYND/GETTY Ef svo fer sem horfir mun hvít jörð nánast heyra til undantekn- inga í Reykjavík. Hvítir dagar voru fimm sinnum fleiri á Akur- eyri en í Reykjavík árið 2021. 8 Fréttir 15. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.