Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 82
Bílarnir byggja á Out- lander og Eclipse Cross. njall@frettabladid.is Búið er að endurvekja De Tomaso ofurbílamerkið sem fór í gjaldþrot árið 2004. Stendur til að smíða P72- bílinn í nýrri verksmiðju í nágrenni Nurburg r ing í samst ar f i v ið mótor sportfyrirtækið Capricorn Group. Er verið að gera nauðsyn- legar breytingar á verksmiðjunni á meðan verið er að gera lokaprófan- ir á bílnum, en áætlað er að fyrstu bílarnir verið afhentir árið 2023. P72 er með vélina fyrir miðju eins og sannur ofurbíll, en hann var frumsýndur á Goodwood-hátíð- inni árið 2019. Útlit hans byggir á ofurbílum sjöunda áratugarins en vélin er V8 vél frá Ford sem skilar 700 hestöflum. Grindin er úr koltrefjum og bíllinn er léttur og skemmtilegur. Að sögn Ryan Berris, forstjóra De Tomaso, er þegar farið að hanna næsta bíl merkisins. n De Tomaso á leið í framleiðslu De Tomaso P72 var frumsýndur á Goodwood árið 2019. MYND/SKJÁSKOT njall@frettabladid.is Skoda mun frumsýna nýjan Enyaq Coupe í lok mánaðarins og af því til- efni hefur Skoda látið frá sér teikni- mynd af gripnum. Hann verður með bogalaga þaklínu og lægri afturenda og fær þar af leiðandi 10-15 km meira drægi. Á myndinni má sjá að framend- inn kemur beint frá hinum hefð- bundna Enyaq, nema að svuntan er ákveðnari en á Sportline-útgáfunni. Felgurnar á myndinni koma einn- ig frá Sportline-útgáfunni þó óvíst sé að þær verði á endanlegri útgáfu. Aðalbreytingin er á hönnun frá A- bita og aftur eins og sjá má, en með lægri afturenda minnkar farang- ursrými niður í 570 lítra eða um 15 lítra. Bíllinn verður á sama MEB- undirvagni og með sömu rafmót- orum og aðrar útgáfur Enyaq. Sama má segja um útbúnað í innréttingu, en þar verður allt að mestu leyti við það sama. Búast má við að bíllinn verði aðeins dýrari en núverandi útgáfur en honum er ætlað að keppa beint við Tesla Model Y og VW ID.5. n Teiknimynd af Skoda Enyaq Coupe iV Teikningin af bílnum sýnir nokkuð endanlega útgáfu nýs Skoda Enyaq Coupe með bogalaga þaklínu og lægri afturenda. MYND/SKODA njall@frettabladid.is Mitsubishi frumsýndi fyrir bíla- sýninguna í Tókýó þrjár nýja Ralli- art útgáfur bíla sinna. Tveir þeirra eru útfærslur Out- lander og Eclipse Cross, en einn þeirra er hugmyndabíll. Sá bíll kallast Vision Ralliart Concept og byggir líka á Outlander-bílnum. Hann er kominn með nýtt grill og loftdreifi, ásamt 22 tommu felgum. Hann hefur líka fengið öf lugri bremsur í formi stærri diska og sex stimpla dælur. Það eru því von- brigði að uppfærslur á vél virðast ekki fylgja uppfærslum á bremsu- kerfi. MMC frumsýnir nýja Ralliart-bíla Tilraunabíll- inn, ef svo má kalla, er með talsverðum út- litsbreytingum en minna um slíkt undir niðri. MYND/MMC njall@frettabladid.is Ein stærsta bílasýning veraldar er Detroit-bílasýningin en hún mun snúa aftur 14. september næst- komandi. Henni hefur verið frestað tvisvar sinnum vegna heimsfarald- ursins á síðustu tveimur árum. Sýningin mun fara fram 14.-25. september í Huntington-ráð- stefnuhöllinni. Árið 2018 heim- sóttu 800.000 manns sýninguna og skilaði hún 500 milljónum dala í tekjur fyrir borgina. n Detroit-sýningin fer fram í haust Rafbílar eru mál málanna hjá framleiðendum og hjá sumum þeirra hafa eldri módel fengið endurhönnun sem rafbílar eins og Renault Megane, sem kemur nú í E- Tech útgáfu. njall@frettabladid.is Ný og breytt kynslóð Renault Meg- ane er væntanleg til BL í júní og eru forpantanir þegar hafnar. Ekki aðeins hefur Megane verið endur- hannaður frá grunni að utan sem innan heldur kemur Megane í fyrsta sinn í rafmagnaðri útfærslu sem ber heitið Megane E-Tech. Bíllinn hefur þegar verið kynntur á sýningum víða á meginlandinu og sló strax í gegn hjá Top Gear í Bretlandi sem útnefndi hann fjölskyldubíl ársins 2022, þar sem sérstaklega var tekið til góðs rýmis, kraftmikillar akst- ursupplifunar, sportlegrar útlits- hönnunar og fallegrar innréttingar. Renault Megane E-Tech verður boðinn með vali um 40 kWst eða 60 kWst rafhlöðu við 160 kW raf- mótor sem gefur annars vegar 130 hestöfl og allt að 300 drægi og hins vegar 220 hestöfl og allt að 470 km drægi. Bíllinn tekur allt að 130kW hraðhleðslu í dýrustu útgáfu bílsins. Megane E-Tech verður boðinn í þremur búnaðarútfærslum, Equi- libre, Techno og Ioniq og kostar grunnútgáan með 40 kWst rafhlöð- unni 4.990.000 kr. Megane E-Tech með 60 kWst raf hlöðunni kostar 5.690.000 kr., en  Iconic útgáfan kostar 6.490.000 kr. Bílnum verður reynsluekið í næsta mánuði svo búast má við frekari umfjöllun um hann hér á síðum blaðsins í vor. n Renault Megane E-Tech kemur til landsins í júní Nýr Renault Megane E-Tech mun helst keppa við VW ID.3 og Citroen C4 þegar hann kemur á markað. MYND/RENAULT Sýningunni hefur verið frestað tvisvar síðan 2019. MYND/NAIAS Ralliart-merkið á sér langa sögu í mótorsportinu. Tommi Makinen vann fjóra heimsmeistaratitla á Lancer Evolution og Pajero-jeppar Mitsubishi réðu lögum og lofum í Dakarrallinu kringum aldamótin. n Auglýst er eftir umsóknum um styrk sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals og veittur er af Seðlabanka Íslands. Tilgangur styrksins, sem veittur er árlega, er að styðja framtak sem miðar að því að varðveita menningarverðmæti sem núverandi kynslóð hefur fengið í arf. Styrkfjárhæðin nemur fjórum milljónum króna og verður henni úthlutað í maí 2022. Heimilt er að skipta fjárhæðinni á milli tveggja eða fleiri umsækjenda. Umsóknarfrestur er til og með 14. mars 2022. Sótt er um styrkinn í gegnum heimasíðu bankans: www.sedlabanki.is/menningarstyrkur. Nánari upplýsingar: Sigrún María Einarsdóttir á skrifstofu seðlabankastjóra. auglýsir eftir umsóknum um styrk tengdan nafni Jóhannesar Nordals S E Ð L A B A N K I Í S L A N D S Kalkofnsvegi 1 · 101 Reykjavík · 569 9600 · seðlabanki@sedlabanki . is BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 15. janúar 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.