Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 36
Aðstoðarmaður dómara í Landsrétti
Landsréttur auglýsir laust til umsóknar starf löglærðs aðstoðarmanns dómara við Landsrétt.
Löglærðir aðstoðarmenn dómara sinna lögfræðilegum verkefnum og aðstoða dómara réttarins í
störfum þeirra í samræmi við ákvörðun forseta réttarins, sbr. 3. mgr. 23. gr. laga nr. 50/2016.
Meðal helstu verkefna er auk aðstoðar við dómara, vinna við dómareifanir, úrvinnsla kærumála
sem og lögfræðileg greining mála sem til úrlausnar eru fyrir réttinum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Embættispróf í lögfræði eða grunnnám ásamt meistaraprófi í lögum.
• Góð íslenskukunnátta og færni í rituðu máli er nauðsynleg.
• Góðir skipulagshæfileikar, hæfni til að vinna sjálfstætt og færni í mannlegum samskiptum.
• Þekking og reynsla á sviði réttarfars er æskileg.
• Reynsla af greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitaefna er æskileg.
Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Þeir sem áhuga hafa á starfinu eru hvattir til að sækja um óháð kyni. Með umsókn skal fylgja
ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og
hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur.
Áskilið er að umsóknir og fylgigögn berist rafrænt á netfangið landsrettur@landsrettur.is.
Umsóknir gilda í allt að sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu
í starfið liggur fyrir.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Viðar, skrifstofustjóri Landsréttar, gunnar.vidar@landsrettur.is
eða í síma 432-5300.
Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar 2022.
Embassy of India Reykjavik
Vacancy Notice
The Embassy of India in Reykjavik seeks to employ a full time Chauff-
eur/ Driver for the Flag-cum-Staff car in an Immediate vacancy.
The candidate should possess all necessary documents for working
in Iceland as well as for safe and secure driving as per local rules
and regulations. A valid Driving Licence and working knowledge of
car maintenance are mandatory.
Basic understanding of diplomatic protocol & fluency in English &
Icelandic are necessary.
The consolidated salary including Cost of Living Allowance presently
payable at EURO 4050/- per month with performance linked annual
increment, as per Government of India rules.
Interested candidates may send in their CVs in English only
along with their photographs at the following e-mail IDs, latest by
January 19, 2022 : hoc.reykjavik@mea.gov.in, cul.reykjavik@mea.gov.in
Háskólinn á Hólum er elsta menntastofnun
landsins. Við skólann er boðið upp á gæðanám
á grunn- og framhaldsnámsstigi sem og
öflugt rannsóknastarf. Háskólinn er miðstöð
þekkingar á þremur fræðisviðum: hestafræði,
ferðamálafræði og fiskeldis-, sjávar- og
vatnalíffræði.
Við háskólann leggja um 250 einstaklingar
stund á nám á ári hverju og starfsmenn eru um
50 talsins. Starfsstöðvar skólans eru tvær, að
Hólum í Hjaltadal og á Sauðárkróki.
Nánari upplýsingar er að finna á www.holar.is.
Leitað er að framsýnum og metnaðarfullum leiðtoga í krefjandi og fjölbreytt starf rektors.
Mikilvægt er að viðkomandi hafi brennandi áhuga á háskólamálum og skýra framtíðarsýn fyrir
akademískt hlutverk skólans. Rektor er æðsti stjórnandi háskólans og talsmaður hans út á við.
Starfssvið:
• Ábyrgð á að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir
og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma.
• Stjórnun skólans, stefnumótunarvinna og umbótastarf.
• Daglegur rekstur, þ.m.t. áætlanagerð og kostnaðareftirlit.
• Samskipti við stjórnvöld og aðra samstarfsaðila.
Hæfniskröfur:
• Akademískt hæfi og þekking á rannsóknum og starfi háskóla.
• Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri.
• Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samskiptahæfni.
• Reynsla af stefnumótunarvinnu og breytingastjórnun.
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
• Hæfni til nýsköpunar og að hrinda breytingum í framkvæmd.
• Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
• Þekking og reynsla af stjórnsýslu er kostur.
Hæfni umsækjenda um embættið verður skoðuð í ljósi heildarmats á öllum ofangreindum
þáttum með tilliti til þess hvernig þeir munu nýtast í starfinu.
Gert er ráð fyrir að ráðherra háskólamála skipi í embætti rektors til fimm ára frá og
með 1. júní 2022 skv. tilnefningu háskólaráðs. Háskólaráð tilnefnir valnefnd sem metur
hæfi umsækjenda.
Nánari upplýsingar veita Jensína K. Böðvars dóttir (jensina@vinnvinn.is)
og Auður Bjarna dóttir (audur@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn og Edda Matthíasdóttir,
sviðsstjóri mannauðs, gæða og rekstrar hjá Háskólanum á Hólum (edda@holar.is).
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfs-
ferilskrá, kynningarbréf þar sem gerð er grein
fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um
færni viðkomandi til að gegna starfinu auk
þess staðfest eintök af prófskírteinum.
Umsóknarfrestur er til og með
7. febrúar næstkomandi.
Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.
Rektor
Embætti rektors við Háskólann á Hólum er laust til umsóknar