Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.01.2022, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 15.01.2022, Qupperneq 10
Þessi börn eru ein, þau eru allslaus og hafa ekki málsvara. Sema Erla Sedar, formaður hjálparsamtak- anna Solaris gar@frettabladid.is LANDBÚNAÐUR Ábúendur og eig- endur sex jarða í Húnaþingi vestra segja varnarlínu sem á að hindra för riðuveiks sauðfjár milli svæða ekki vera fjárhelda. „Á síðustu öld var ákveðið að Víði- dalsá frá Síðukróki til árósa yrði varnarlína riðuveikivarna í Vestur- Húnavatnssýslu, þrátt fyrir ábend- ingar heimamanna sem þekkja til á svæðinu að þar væri ekki um neina vörn að ræða, fé færi yfir Víðidalsána á þessu svæði hvar og hvenær sem því sýndist,“ segir í bréfi heimamanna til yfirdýralæknis Matvælastofnunar. „Enn er Víðidalsáin skilgreind sem varnarlína og hefur fé sem fer yfir þessa ímynduðu varnarlínu því verið réttdræpt,“ skrifa bændur. Síðast hafi komið upp riða í Víðidal á árinu 2007 og á Vatnsnesi á árinu 2021. „Þannig að erfitt er að gera sér grein fyrir hver skal verjast hverju,“ segir hópurinn, sem vill að sett verði upp varnargirðing á vesturbakka Víðidalsár eða þá að varnarlínan verði hreinlega felld út. Sveitarstjórn Húnaþings vestra tekur undir kröfu bændanna. n Víðidalsá óvirk sem vörn gegn flakki riðufjár Fé fer yfir Víðidalsá að vild, segja bændur. FRÉTTABLAÐIÐ/KÁRI viftur.is S:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur Íshúsið - Loftræstibúðin á Smiðjuvegi 4a, Græn Gata Rakir Gluggar? Þurrktæki frá kr 45.990 Sema Erla Serdar, formaður hjálparsamtakanna Sol- aris, segir að af tólf fylgdar- lausum börnum sem skráð eru með stöðu flóttamanns á Íslandi, séu aðeins tvö hjá fósturfjölskyldu. Eitt barn sé í búsetuúrræði, sem stangist á við Barnasáttmálann. Félags- málaráðuneytið vísar ábyrgð til sveitarfélaganna. ninarichter@frettabladid.is VELFERÐARMÁL Sema Erla Serdar, formaður og stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, segir að gögn síðan í desember 2021 sýni að tólf börn séu með stöðu flóttamanns á Íslandi. Af þessum tólf börnum séu aðeins tvö í viðeigandi úrræði, hjá fósturfjölskyldu. Hin séu í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar. Þar á meðal sé eitt barn á Ásbrú í búsetu- úrræði með hundrað fullorðnum einstaklingum sem sótt hafa um vernd. Útlendingastofnun vísar ákvarðanavaldi varðandi búsetu og aðstöðu barna til barnaverndar- yfirvalda. „Þegar fylgdarlaus börn á f lótta koma til landsins er barnaverndar- yfirvöldum gert viðvart. Samkvæmt lögum eiga þau að koma þeim fyrir í aðstöðu sem hentar börnum,“ segir Sema Erla. „Fyrsti kosturinn er fósturfjöl- skyldur, en mér skilst að það sé og hafi alltaf verið skortur á þeim. Það þýðir ekki að það megi vista börn undir lögaldri með fullorðnu fólki.“ Sema Erla bendir á að fylgdar- laus börn á flótta séu viðkvæmasti hópur flóttafólks. „Þau þurfa á sér- stakri vernd og umönnun að halda. Við eigum að gera betur en að brjóta á réttindum þeirra með þessum hætti.“ Hún segir að málsmeðferðin stangist á við Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna. „Þessi börn eru ein, þau eru alls- laus og hafa ekki málsvara. Þau eru ekki í aðstöðu til að mótmæla þeirri stöðu sem þau eru sett í.“ Í svari félagsmálaráðuneytis við fyrirspurn Fréttablaðsins vegna málsins kemur fram að mót- taka fylgdarlausra barna sem séu umsækjendur um alþjóðlega vernd sé á ábyrgð barnaverndarnefnda sveitarfélaga. „Nefndirnar eiga að tryggja fylgdar lausum börnum örugga búsetu og fullnægjandi þjónustu. Ákvörðun um dvalarstað fylgdar- lauss barns er því alltaf hjá barna- verndarnefnd þess sveitarfélags sem málið kemur upp í, jafnvel þótt þau dvelji í úrræðum Útlendingastofn- unar,“ segir í svarinu. Ja f nf ra mt kemu r f ra m að þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd muni færast til félagsmálaráðuneytisins á næstu mánuðum, frá dómsmálaráðu- neytinu. „Við yfirfærslu á málaflokknum þá liggur fyrir að ráðuneytið mun endurskoða fyrirkomulagið á þjón- ustu við umsækjendur um alþjóð- lega vernd. Í þeirri vinnu er mikil- vægt að félagsmálaráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið vinni að því að tryggja sem best hagsmuni fylgdarlausra barna á flótta hér á landi.“ Fréttablaðið náði tali af forsvars- mönnum barnaverndar í Reykja- nesbæ og Suðurnesjabæ, en enginn þar kannast við að fara með mál barns á flótta sem sé vistað á Ásbrú. Þá er hugsanlegt að f leiri sveitar- félög komi að búsetuúrræðum á Ásbrú. n Segir aðbúnað fylgdarlausra barna á flótta hérlendis vera ólögmætan Eins og sakir standa eru 12 börn með stöðu flóttamanns. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 10 Fréttir 15. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.