Fréttablaðið - 15.01.2022, Síða 17

Fréttablaðið - 15.01.2022, Síða 17
Tveir leikmenn sem léku á Íslandi í fyrra eru á Afríkumótinu. Manchester City getur náð þrettán stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri á Chelsea. Arsenal óskaði eftir frestun á nágranna- slagnum í gær. Heilsudagar Fjarðarkaupa eitök velun Frábær tilboð Það er sannkölluð veisla fyrir íþróttaáhugafólk um helgina þar sem nóg verður um að vera úti í hinum stóra heimi. hordurs@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR Nú þegar búið er að herða takmarkanir á Íslandi vegna Covid- 19 gætu margir hallað sér aftur í sófanum og gripið í fjarstýringuna. Enski boltinn á hug og hjörtu þjóð- arinnar og þar verður heldur betur mikið um að vera þessa helgina. Helgin hefst á stórleik Manchester City og Chelsea sem hefst í hádeg- inu. City getur tekið afgerandi for- ystu á toppi deildarinnar með sigri og skilið Chelsea eftir í reyk. Síðdegis verður svo áhugaverður leikur Aston Villa og Manchester United, liðin mættust síðast á mánudag í enska bikarnum en þar hafði United betur. Óljóst er hvort Cristiano Ronaldo geti tekið þátt í leiknum en hann er tæpur vegna meiðsla. Á sunnudag mætir Brentford í heimsókn til Liverpool. Liverpool leikur án Mohamed Salah og Sadio Mane sem nú taka þátt í Afríku- keppninni. Ljóst er að það munar um minna fyrir Liverpool sem var ekki sannfærandi gegn Arsenal í miðri viku. Liverpool má ekki misstíga sig mikið ef liðið ætlar að eiga von um að ná toppliði Manchester City. Helgin endar svo á stórleik Tott- enham og Arsenal, það er iðulega hart tekist á þegar þessir grannar í Norður-Lundúnum mætast. Bæði lið hafa bætt leik sinn mikið síðustu vikur og má því búast við hörkuleik. Mæta Erlingi Evrópumótið í handbolta er farið á fulla ferð en íslenska liðið leikur sinn Sófaveisla á tímum hertra aðgerða Liverpool mistókst að nýta sér liðsmuninn gegn Arsenal í vikunni og fær nú tækifæri til að bæta upp fyrir það gegn Brentford. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Vestri fær ekki greiddar neinar bætur vegna þátttöku Kundai Benyu, landsliðsmanns Simbabve, á Afríkumótinu líkt og þekkist víða þegar leikmenn eru kallaðir á stór- mót fyrir landslið sín. Þetta stað- festi Samúel Samúelsson, formaður Vestra, í samtali við Fréttablaðið á dögunum. Benyu lék 71 mínútu í fyrsta leik Simbabve á mótinu og er einn tveggja leikmanna sem léku á Íslandi á síðasta ári sem eru þessa dagana að keppa í Afríkukeppninni ásamt Kwame Quee, landsliðs- manni Síerra Leóne. Félögin Valur og Víkingur nutu góðs af því að fá rúmlega 221 þús- und dollara í bætur frá FIFA fyrir þátttöku Birkis Más Sævarssonar og Kára Árnasonar þegar lokakeppni HM fór fram árið 2018. Félög sem eiga fulltrúa í kvenna- landsliði Íslands á EM í sumar fá að minnsta kosti tíu þúsund evrur í bótagreiðslur fyrir hvern leikmann sem er fjarverandi vegna landsliðs- verkefna. Samúel sagði að Vestri hefði haft samband við Íslenskan toppfót- bolta, hagsmunasamtök félaga í efstu deild, til að kanna hvort Vestri ætti rétt á bótum fyrir þátttöku Benyu en að slíkt tíðkaðist ekki í Afríkukeppninni. n Fá ekki greitt fyrir þátttöku Benyu Enski boltinn Laugardagur Manchester City - Chelsea 12.30 Newcastle United - Watford 15.00 Norwich City - Everton 15.00 Wolverhampton Wanderers - Southampton 15.00 Aston Villa - Manchester United 17.30 Sunnudagur Liverpool - Brentford 14.00 West Ham United - Leeds United 14.00 Tottenham Hotspur - Arsenal 16.30 annan leik á sunnudag þegar liðið mætir Hollandi. Leikurinn hefst klukkan 19.30 á sunnudagskvöld. Hollenska liðið vann frækinn sigur á Ungverjalandi í fyrstu umferð en liðið leikur undir stjórn Erlings Rich- ardssonar sem er einnig þjálfari ÍBV. Miðað við frammistöðu hollenska liðsins í fyrsta leik er ljóst að íslenska liðið þarf að taka á honum stóra sínum gegn liðinu sem fyrir fram var talið það slakasta í riðlinum. Úrslitakeppnin hefst Um helgina verður einnig leikið í handbolta og körfubolta hér á landi og þá eru æfingamót í knattspyrnu byrjuð að vekja áhuga fólks. Úrslita- stund er að hefjast í NFL-deildinni í Bandaríkjunum en deildin hefur notið talsverðra vinsælda hér á landi síðustu ár. PGA-mótaröðin í golfi er einnig á fullri ferð en Sony-mótið fer fram á Hawaii þessa helgina. Afríku- mótið í knattspyrnu heldur svo áfram en leikirnir í fyrstu umferð voru lítið fyrir augað. Von er á bjart- ari tímum þar nú þegar liðin þurfa að sækja til sigurs. n hjorvaro@frettabladid.is FÓTBOLTI Bjarki Steinn Bjarka son, leikmaður ítalska félagsins Venezia, hefur verið lánaður til C-deild- arliðsins Cat anz aro en lánssamn- ingurinn gildir út yfirstandandi leiktið. Bjarki Steinn, sem er 21 árs gam- all sóknarþenkjandi leikmaður, er á sínu öðru tímabili hjá Venezia og hefur hann spilaði 10 leiki fyrir liðið í B-deildinni. Þá þreytti Bjarki Steinn á dög- unum frumraun sína í A-deild inni. Áður hafði hann verið í byrj un arliði í bikarleik í vet ur. Þessi uppaldi leikmaður Aftureld- ingar gekk til liðs við Venezia árið 2020 og er á samningi í Feneyjum til 2024. Cat anz aro situr í sjö unda sæti í suðurriðli ít ölsku C-deild ar inn ar eins og sakir standa. n Bjarki Steinn lánaður fram á vor Bjarki Steinn Bjarka son LAUGARDAGUR 15. janúar 2022 Íþróttir 17FRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.