Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021 595 1000 Jólagjafabréf Heimsferða komin í sölu! 10.000 og færð 15.000 20.000 og færð 30.000 40.000 og færð 60.000 Gefðu góðar minningar Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur JÓLASÖFNUN Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Útflutningur á notuðum bílum 2005 til 2021* 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 470 1.133 315 2.253 121 855 624 478 646 234 Heimild Samgöngustofa *Það sem af er ári 2021 2 bílar nýskráðir árið 1946 voru fluttir út á tímabilinu 6 bílar nýskráðir 1950-59 voru fluttir út á tímabilinu 14 bílar nýskráðir 1960-69 voru fluttir út á tímabilinu Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Útflutningur á notuðum bílum hefur vaxið á síðustu ár- um. Í ár höfðu verið fluttar út 855 bifreiðar þar til í byrjun desember, en allt árið í fyrra voru fluttir út 624 bílar af öllum gerðum, fólks-, sendi-, hóp- og vöru- bifreiðar, samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Þar liggja ekki fyrir upplýsingar um hvert þessir bílar fara, aðeins aldur bifreiða til útflutnings, fjöldi og skráningarár. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins fara bílarnir flestir til Evrópulanda og var Austur- Evrópa nefnd sem algengur áfangastaður fyrir eldri og tjónaða bíla, ekki síst Pólland og Litháen. Ívilnanir vegna útflutnings Eftir hrunið voru sett lög í lok árs 2008, sem heim- iluðu að endurgreiða vörugjald af vélknúnum ökutækj- um sem voru afskráð og flutt úr landi og giltu þau til ársloka 2009. Einmitt það ár fór útflutningur bíla í hæstu hæðir. Þá voru fluttar út 2.253 bifreiðar, en næst- mest var flutt út 2006 eða 1.133 bifreiðar. Árið 2010 voru fluttar út 954 bifreiðar, en síðan dróst þessi útflutningur saman með hverju árinu til ársins 2016. Síðan hefur verið stígandi í þessum útflutningi og árið sem er að líða er orðið það stærsta frá 2010 með 855 bif- reiðar. Ívilnanir vegna útflutnings eru ekki fyrir hendi. Mest flutt út af 2016-árgerð Ef litið er á aldur bifreiðanna þá hafa 17 bílar verið fluttir út með skráningu á þessu ári, níu eru skráðir 2020, ellefu 2019, 32 skráðir 2018, 78 árið 2017 og bílar skráðir árið 2016 voru 96 og er það sú árgerð sem mest hefur verið flutt út af í ár. Elsti bíllinn sem fluttur hefur verið út í ár er af ár- gerð 1974 og annar er frá 1978. Eftir 1990 eiga flestar árgerðir sína fulltrúa og fjölgar í hópunum eftir alda- mót. Samkvæmt yfirliti frá Samgöngustofu yfir bílaútflutn- ing frá 2005 má sjá að árið 2010 var bíll skráður 1946 fluttur úr landi og jafnaldri hans 2019, sannir fornbílar. Bíll af 1950-árgerðinni var fluttur út árið 2013. Vaxandi útflutningur á bifreiðum síðustu ár - Nokkuð í land að tölum hrunáranna hafi verið náð Hólmfríður María Ragnhildardóttir Unnur Freyja Víðisdóttir „Hækkun skatta á íbúa á þessum tímapunkti er svo mikil vitleysa að engu tali tekur. Engu sveitarfélagi dettur slíkt í hug í ljósi ástandsins. Hjá minnihlutanum kveður við sama tón og venjulega, hækkun skatta á að leysa allan vanda.“ Svo hefst bók- un Magnúsar Arnar Guðmundsson- ar, forseta bæjarstjórnar Seltjarn- arnesbæjar, sem hann lagði fram á fundi bæjarstjórnar í gær. Vísar hann þar í tillögu minnihluta bæjar- stjórnar um að hækka útsvars- prósentu úr 13,7% í 14,09%. Ekki mátti tæpara standa, en skattahækkunin var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur. Naut minnihlutinn liðsinnis bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Torfa Álfþórssonar, við atkvæða- greiðsluna og hafði þar með betur. Vissu ekki af áformum Bjarna Magnús segir meirihlutann ekki hafa verið meðvitaðan um áform Bjarna Torfa og kom atkvæði hans því verulega á óvart. Var Magnús vægast sagt ósáttur við ákvörðun flokksbróður síns, sem hann sakar um að svíkja kosningaloforð og lýsir atkvæðagreiðslunni jafnframt sem hnífstungu í bak sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, þar á meðal fráfarandi bæjarstjóra sem hafði lagt upp með að útsvarið héldist óbreytt. Í bókun Magnúsar kemur fram að útsvar á hvern Seltirning sé eitt það hæsta á land- inu og telur hann skattahækkunina ótímabæra þar sem enn séu tækifæri til hag- ræðingar. Segir hann niðurstöð- una gríðarleg vonbrigði og vinnubrögðin óskiljanleg. Bæjarfulltrúi allra íbúa Í samtali við blaðamann í gær sagði Bjarni Torfi að sér þætti sárt að fara á bak við félaga sína en hann teldi sig hins vegar knúinn til að fylgja sannfæringu sinni. Hann væri ekki einungis bæjarfulltrúi kjósenda Sjálfstæðisflokksins heldur bæjar- fulltrúi allra íbúa á Seltjarnarnesi. Vildi hann ekki taka flokkshagsmuni fram yfir hagsmuni íbúanna. Telur hann þá flesta tilbúna til að greiða einhverjum þúsundum króna meira til að halda uppi háu þjón- ustustigi. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar, segir það blasa við að skattahækkunin hafi reynst nauð- synleg enda hafi rekstur bæjarins verið ósjálfbær síðustu ár en skulda- hlutfallið stendur nú í rúmlega 140%. Taldi hann bæjarfulltrúa hafa sýnt mikinn kjark að hækka skatta rétt fyrir kosningar. Hærra útsvar „mikil vitleysa“ - Skattahækkun á Seltjarnarnesi umdeild Magnús Örn Guðmundsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bændasamtök Íslands leggja til við Alþingi að tímabil tollverndar á úti- ræktuðu grænmeti á næsta ári verði stytt eða því hnikað til. Ástæðan er sú að óvíst er að framboð grænmetis verði nægt vegna veðuraðstæðna í sumar. „Rigningin á Suðurlandi fer ekki eftir einhverjum lagatexta,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Þarf meiri sveigjanleika Tímabil tollverndar og tollkvótar voru fastsett í lögum sem samþykkt voru í lok árs 2019. Gunnar segir að uppskera sé breytileg og meiri sveigjanleika þurfi en lögin bjóði upp á. Nú séu horfur á að ekki náist að framleiða nægilegt grænmeti og kartöflur til að fylla upp í þau tímabil sem frátekin eru fyrir innlenda framleiðslu. Því veldur meðal annars kartöflumygla sem herjaði á mikil- vægt kartöfluræktarsvæði í sumar. Gunnar segir að bændur hafi eng- an áhuga á að hærri tollur verði lagð- ur á innflutt grænmeti á meðan eng- in innlend framleiðsla sé í boði. Því leggja Bændasamtökin til að sett verði bráðabirgðaákvæði í lögin um aðlögun þeirra að framleiðslunni eins og horfur eru nú. Þannig verði ekki tollur lagður á kartöflur í júní og tímabil lægri tolla lengt eða hnik- að til á ýmsum öðrum tegundum. Nefna má gulrætur, hvítkál og spergilkál í því efni. Þá verði engar hömlur lagðar á innflutning selju enda lítil framleiðsla í landinu. Bændasamtökin leggja til að þess- ar breytingar nái aðeins til ársins 2022 enda segir Gunnar að gefið sé undir fótinn með það í búvörusamn- ingi að ríkið kynni að vilja kaupa toll- verndina og taka upp beingreiðslur í staðinn. Þurfi að ræða það mál við ríkið á næstunni enda ákvæði um endurskoðun garðyrkjusamningsins á árinu 2023. Tollverndinni verði breytt - Bændasamtökin leggja til að tímabil tollverndar á útirækt- uðu grænmeti verði stytt á næsta ári eða því hnikað til Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Rauðkál Þótt uppskera rauðkáls hafi aukist mjög er ólíklegt talið að nóg verði til um miðjan ágúst þegar tollvernd hefst, samkvæmt gildandi lögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.