Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021 Trönuhrauni 8 – 565 2885 | stod.is „Það kommér á óvart hvað þetta litla tæki virkaði vel og var þægilegt í notkun, bæði í bústaðnum og í húsbílnum. Ég gef þessari litlu meðfærilegu svefnvél hin bestumeðmæli og einkunn. Loksins get ég sofið út og þarf ekki að leggjamig yfir daginn. Þar að auki hætti ég að vakna hóstandi og finnast lungun vera full af slími. Þvílíkur munur.“ Sveinn Alfreðsson AirMini ferðakæfisvefnsvél 10% af vélinni 15% af aukahlutumAirMini kæfisvefnsvélin Sú allra minnsta og hljóðlátasta á markaðnum. Lítil og meðfærileg fyrir þá sem eru á ferðinni. Jólatilboð Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það má vel sjá hér ást mína á ljós- myndamiðlinum. Þetta er eins konar yfirlit yfir það sem ég hef verið að ljósmynda á svona síðustu fimmtán árum,“ segir Sigurjón Sighvatsson og horfir í kringum sig í öðrum saln- um á Hafnartorgi við Geirsgötu sem hann hefur lagt undir tugi ljós- myndaverka. Sigurjón er þekktur sem farsæll kvikmyndaframleiðandi og hefur í um fjóra áratugi verið búsettur að mestu í Los Angeles. Áður lék hann í vinsælum hljómsveitum hér á landi og við Háskóla Íslands las hann bók- menntir. Minna hefur farið fyrir því að hann hafi fengist við ljósmyndun með þessum hætti. „Ég hef alltaf tekið ljósmyndir, áður en Instagram kom til og allir í heiminum urðu að ljósmyndurum,“ segir Sigurjón brosandi. „Lengi vel var ég með 35 mm analóg vélar en síðan liltlar stafrænar Leica-vélar komu á markað hafa þær reynst mér vel. Ég ferðast mjög mikið og mynda alltaf fyrir sjálfan mig. Ég leit alltaf á ljósmyndunina sem hobbí en hef markvisst verið að vinna í myndum; í kvikmyndagerð- inni hef ég alltaf haft meiri áhuga á sögunum en tæknihliðinni, og svo hef ég bakgrunn líka í músík og bók- menntum og allur sá bakgrunnur hefur hjálpað mér í ljósmynduninni. Og nú fannst mér vera kominn tími til að koma þessu frá mér.“ Frelsa sjálfan mig Sigurjón hefur eins og fyrr segir lengi tengst listum á einn eða annan hátt. Þar á meðal hefur hann um langt skeið safnað myndlistar- verkum, þar á meðal ljósmyndum, og hann talar af miklum áhuga og ástríðu um verk margra dáðustu ljósmyndara sögunnar. Í innri sal sýningar hans eru verk frá Íslandi en í þeim fremri myndir víða að, stór hluti frá Bandaríkjunum og ekki síst Los Angeles – til að mynda af kvik- myndaauglýsingum við breiðgötuna Sunset Boulevard. Þarna eru ein- hverjar stakar myndir en flestar koma úr seríum. Og ofan í margar myndanna eru felldir textar og hug- leiðingar ljósmyndarans. „Já, þetta er allt úr seríum sem ég hef unnið að í langan tíma og eru ekki tilbúnar, nema sú sem þessar tvær myndir eru úr,“ segir Sigurjón og bendir á tvær litríkar frá Mar- okkó. „Þótt seríurnar séu í sjálfu sér ekki tilbúnar fannst mér að ég yrði að fara að koma einhverju af þessu efni frá mér, fannst ég verða að frelsa sjálfan mig með því. Martin Scorsese hefur sagt að leikstjórar klári aldrei kvikmyndir, þær séu alltaf teknar af þeim áður en þeir ná að klára – og mitt hlutverk sem framleiðandi hefur oft verið að taka myndir frá leikstjórum!“ Við göngum inn í salinn með ljós- myndum frá Íslandi en Sigurjón segir landið hafa verið sér eins og svo mörgum öðrum mikill inn- blástur. Eitt verkið þar, sem er í nokkrum hlutum, er ekki ljósmyndir heldur síður úr víðfrægri ferðabók W.H. Audens og Louis MacNeice frá 1937, Letters from Iceland. „Síðustu 40 ár hef ég alltaf eytt sumrinu að mestu á Íslandi og oft hef ég verið líka eitthvað hér á vet- urna. Þá hef ég oft verið að mynda. Ég er forfallinn safnari og eitt af því sem ég safna eru bækur um Ísland og ekki síst bækur sem útlendingar hafa gert um landið. Þessi hér,“ og hann bendir á verkið úr Letters from Iceland, „er eiginlega mín uppáhaldsbók. Í henni er minnst á marga staði sem ég held upp á.“ Sigurjón sagðist áður hafa lengi litið á ljósmyndun sína sem hobbí en þessi fjölbreytilega sýning ber hand- bragð atvinnulistamanns. Hann brosir við þau orð og segist að minnsta kosti taka alvarlega allt það sem hann hafi verið að gera í þeim verkum sem eru á sýningunni. „Það eru svona tíu ár síðan ég fór að prenta myndirnar mínar sjálfur, það hefur verið mikið ævintýri og margt í þessum verkum er afrakstur prent- ferilsins. Þegar stafræna tæknin kom varð margt miklu auðveldara.“ Skrásetning á lífi mínu Í verkunum má sjá hvernig Sigur- jón kallast á sinn hátt á við verk margra kunnra listamanna með myndavélina. John Baldessari, Sophie Calle og Walker Evans koma til dæmis í hugann. „Ég safna myndum margra meist- ara og hef orðið fyrir áhrifum af þeim,“ segir Sigurjón og í ljós kemur að hann á meðal annars prent eftir Evans, Ansel Adams, Cartier- Bresson, André Kertész, Diane Ar- bus, Stephen Shore, Cindy Sherman og Richard Misrach. „Ég hef alltaf fylgst með ljósmyndinni og sögu miðilsins, þar sem mitt eftirlætis- verk er líklega The Americans eftir Robert Frank – ég á myndir sem eru í þeirri bók,“ segir hann. Og verk Dieters Roth eru Sigur- jóni auðheyrilega hugstæð og hann bendir á þrískipt ljósmyndaverk frá Íslandi sem hann segir til dæmis kallast á við ákveðin verk Dieters. „Þá er viss írónía í ýmsum verk- unum, eins og hvernig ég skrifa text- ann þarna“ – hann bendir – „en það vísar í verk eftir Sigurð Guðmunds- son. Svo má segja að vísunin í þess- um Los Angeles-myndum þarna“ – og hann bendir á annan vegg – „sé í verk eftir Baldessari. Já, og ég hef haldið áfram að safna í þessar seríur mínar, ár eftir ár.“ Um myndir sem sýna innviði her- bergja segir Sigurjón að þær séu úr myndröð sem hann hafi lengi safnað í. „Ég mynda hvert einasta hótel- herbergi sem ég gisti í, hef gert það lengi. Eftir að ég byrjaði á því verki kynntist ég frægri seríu sem Sophie Calle gerði þegar hún réð sig sem herbergisþernu á hóteli og myndaði herbergi gesta. En myndirnar á þessari sýningu eru allar á einn eða annan hátt skrásetning á lífi mínu og umhverfi – eins og þessar myndir frá Sunset Boulevard, þær eru tekn- ar í nágrenni við heimili mitt.“ Skyldi vinnan við ljósmyndaverk- in ekki keppa um tímann við önnur verkefni Sigurjóns, eins og í kvik- myndagerðinni? „Jú, það er óþægilegur raunveru- leiki,“ segir hann og brosir. Kvik- myndagerð krefst mikillar orku og ég hef ekki sömu orkuna nú þegar ég nálgast sjötugt og ég hafði fyrir 35 árum. Þá hefði ég nánast brotist inn í banka til að geta komið saman bíómynd. Nú koma verkefnin svolít- ið og fara. Ég var með leikstjóranum Lasse Hallström að klára mynd um sænsku listakonuna Hilmu af Klimt sem var tekin í Litháen. En nú eru það ljósmyndirnar. Ég var svo hepp- inn að detta niður á þetta húsnæði og hér er komið upp mikið af verk- um fyrir fólk að skoða.“ Morgunblaðið/Einar Falur Framleiðandinn „Myndirnar eru allar á einn eða annan hátt skrásetning á lífi mínu og umhverfi,“ segir Sigurjón. „Tími til að koma þessu frá mér“ - Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi með meiru sýnir nú fjölda ljósmyndaverka á Hafnartorgi - Kallast í myndunum á við verk ýmissa listamanna - Sýna ást á ljósmyndamiðlinum Sjö listamenn og hljómsveitir hlutu í gær hin árlegu Kraumsverðlaun fyrir plötur sínar. Í tilkynningu segir að plöturnar spanni meðal annars litróf popptónlistar, öfga- rokks, pönks, djass, house- og dans- tónlistar. Verðlaunin hlutu: BSÍ fyrir plötuna Stundum þunglynd … en alltaf andfasísk; Ekdikçsis fyrir Canvas Of A New Dawn; Eva808 fyrir Sultry Venom; Inspector Spacetime fyrir samnefnda plötu; Skrattar fyrir Hellraiser IV; Sucks to be you, Nigel fyrir Tína blóm og Tumi Árnason fyrir HLÝNUN. Þetta var í fjórtánda sinn sem verðlaunin eru afhent en meðal þeirra listamanna sem hlotið hafa Kraumsverðlaun frá því þau voru fyrst veitt árið 2008 má nefna Hildi Guðnadóttur, Daníel Bjarnason, Hjaltalín, Lay Low, FM Belfast, Retro Stefson, Moses Hightower og Sóleyju. Kraumsverðlaunin eru veitt fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika en Aurora velgerðar- sjóður stendur að verðlaununum. Dómnefnd skipuðu Árni Matt- híasson, Arnar Eggert Thoroddsen, Helga Þórey Jónsdóttir, Lovísa Rut Kristjánsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Óli Dóri, Rósa Birg- itta Ísfeld, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir. Verðlaun Dúettinn BSÍ var meðal Kraumsverðlaunahafa að þessu sinni. Sjö listamenn og sveitir hlutu Kraumsverðlaun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.