Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í síðustu viku kom út ljóðabókin Ljós í myrkri eftir Baldvin Viggósson lög- reglumann, sem lést í september síð- astliðnum, 58 ára að aldri. Hann hafði þá háð baráttu við krabbamein sem stóð með hléum í alls 26 ár. Í lifanda lífi ætlaði Baldvin sér að gefa ljóðin sín út, en auðnast ekki að sjá þá ætl- un sína verða að veruleika. Ljóðin eru frá aldamótum fram til ársins 2019. „Mér fannst mikilvægt að bókin kæmi út, því í ljóðunum er mik- ilvægur boð- skapur. Í raun er þetta í hnotskurn ævisaga mannsins míns síðustu árin sem hann lifði. Tilfinningarnar hans koma hér vel fram,“ segir Kristín Snorra- dóttir, eftirlifandi eiginkona Baldvins. Baldvin Viggósson fæddist árið 1962. Hann gekk í lögregluna árið 1986 og starfaði þar allt upp frá því, lengst í umferðardeild. Kom þó ann- ars að ýmsum verkefnum sem mót- uðu viðhorf hans til lífs og tilveru, segir ekkja hans. Gerðu hann um- burðarlyndan en æðrulausan. Langt stríð „Vissulega reyndi Baldvin margt, svo sem að sonur okkar leiddist út í fíkniefnaneyslu og háði þar harðan slag. Baráttan við krabbamein var líka mikill skóli. Stríðið var langt en árið 2017 töldum við öll að sigur væri unninn, en einmitt þá hafði meinið tekið sig upp að nýju og var orðið ólæknandi. En þrautseigja míns manns var mikil. Þótt Baldvin væri í viðkvæmur maður og ljúfur var hann líka hálfgerður þurs og afar harður af sér. Gaf ekkert eftir gagnvart sjálfum sér í vinnu né öðru,“ segir Kristín. Rissblöðin voru víða „Baldvin orti mikið, en var laumu- skáld. Að honum látnum fundum við fjölskyldan hér og þar miða og riss- blöð með ýmsum ljóðum. Í tölvunni hans leyndist svo fullbúin ljóðabók, sem við gefum út í hans minningu,“ segir Kristín. Fölvinn frá ljósinu lýsir upp myrkur ljósið er minn andlegi styrkur Birtan mér færir gæfu og gleði upplyftir öllu í mínu geði. (Baldvin Viggósson ) Ljóð eftir lögreglumann Baldvin Viggósson - Laumuskáld - Boðskapur Baldvins í ljóðabók sem var tilbúin í tölvunni - Þursinn sem var viðkvæmur maður Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjölskyldan Frá hægri talið: Klara Dögg Baldvinsdóttir og Guðmundur V. Bílddal unnusti hennar, Kristín Snorradóttir, Kristófer Arnar Ragnarsson og faðir hans, Ragnar Már Skúlason, stjúpsonur Baldvins. Arnar Franz, sonur þeirra Baldvins og Kristínar er lengst til vinstri hér á mynd. Ljóðabók Fallegt kver með ljóðum sem hafa boðskap að geyma. Morgunblaðinu hefur borist yfirlýs- ing frá börnum Steinólfs Lárussonar í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Döl- um vegna ásakana Finnboga Her- mannssonar, sem skráði ævisögu Steinólfs, á hendur Bergsveini Birg- issyni rithöfundi fyrir að hafa tekið orðfæri úr bókinni Einræður Stein- ólfs og notað í bók Bergsveins, Svar við bréfi Helgu. Einræður Steinólfs komu út árið 2003 en bók Bergsveins árið 2010. Í yfirlýsingunni, sem Bergsveinn aðstoðaði við að senda Morgun- blaðinu, fara börn Steinólfs fram á það við Finnboga að hann dragi ásak- anir sínar til baka. Komu þær í kjöl- far fregna um að Bergsveinn hafði ásakað Ásgeir Jónsson seðlabanka- stjóra um ritstuld, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu. Lýsa þau jafnframt óánægju sinni með vinnubrögð Finnboga við endur- útgáfu á Einræðum Steinólfs, sem komu út árið 2019. Yfirlýsingin er undirrituð af Sess- elju, Höllu Sigríði og Stefáni Skafta Steinólfsbörnum og er eftirfarandi, millifyrirsögn er blaðsins: „Við Steinólfsbörn urðum hvumsa við að Finnbogi Hermannsson ásaki Bergsvein Birgisson um ritstuld. Eins og öllum hlutaðeigandi aðilum er kunnugt færði Steinólfur sjálfur mikið af frásögnum bókarinnar Ein- ræður Steinólfs í Ytri-Fagradal (2003) í letur. Í því tilviki, þegar Finn- bogi Hermannsson ásakar aðra um ritstuld þar sem vísað er í orðfæri Steinólfs sjálfs, hefur Finnbogi eign- að sér það orðfæri sem Steinólfur lagði til verksins, og í öðru lagi slær Finnbogi eign sinni á orðfæri Stein- ólfs almennt þegar hann sagði frá. Er rétt að geta þess að fleiri en Finnbogi Hermannsson komu að útgáfu bók- arinnar, og lögðu enn ríkari ritstjórn af hendi til verksins en Finnbogi. Voru ekki spurð álits við endurútgáfu Við erum því hjartanlega ósam- mála að hann slái eign sinni á texta og orðfæri Steinólfs á þennan hátt. För- um við fram á að ásakanir þessar verði dregnar til baka. Ekki var heldur staðið að endur- útgáfu bókarinnar, Einræður Stein- ólfs í Ytri-Fagradal árið 2019, á þann hátt sem við vildum, og ekki veittum við heldur skriflegt umboð til þess. Þar hefur Finnbogi skeytt sínum eig- in texta, sem hann kallar Skarðs- strandarrollu, framan við texta Stein- ólfs, og lítum við svo á að það eigi ekki heima við hlið höfundarverks Stein- ólfs. Og þótt höfundarréttur segi til um að bókin sé Steinólfs líka vorum við ekki spurð álits á þessu fyrir- komulagi og erum því mótfallin.“ Vilja að Finnbogi dragi ásakanir sínar til baka - Yfirlýsing frá af- komendum Stein- ólfs Lárussonar Finnbogi Hermannsson Bergsveinn Birgisson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bóndi Steinólfur Lárusson í Ytri-Fagradal var þekktur fyrir tungutak sitt og frumlega hugsun. Hann lést 2012. Bakaríið Vest Höf. Solja Krapu-Kallio Les. Þórunn Erna Clausen Frostrós Höf. Lotte & Søren Hammer Les. Hilmir Snær Guðnason Fíkn Höf. Rannveig Borg Sigurðardóttir Les. Birna Pétursdóttir, Haraldur Ari Stefánsson Þögli sjúklingurinn Höf. Alex Michaelide Les. Björn Stefánsson Jólasveinasaga Höf. Bergljót Arnalds Les. Bergljót Arnalds Tvennir tímar Höf. Elínborg Lárusdóttir Les. Guðni Th. Jóhannesson, Helga Elínborg Jónsdóttir Arnaldur Indriðason deyr Höf. Bragi Páll Sigurðarson Les. Björn Stefánsson Fyrsta málið Höf. Angela Marsons Les. Íris Tanja Flygenring vi ka 49 Vetrarfrí í Hálöndunum Höf. Sarah Morgan Les. Álfrún Helga Örnólfsdóttir Dansarinn Höf. Óskar Guðmundsson Les. Daníel Ágúst Haraldsson TOPP 10 vinsælustu hljóðbækur á Íslandi. Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu, óskar eftir orlofshúsum og/eða íbúðum á leigu fyrir félagsmenn sína fyrir sumarið 2022. Húsnæðið Einungis húsnæði í góðu ásigkomulagi, vel viðhöldnu og í frágengnu umhverfi kemur til greina. Mikilvægt að komi fram Upplýsingar um staðsetningu, verð, stærð, aldur eignar, ástand eignar, fjölda gistirýma og aðra aðstöðu eins og heita potta skulu koma fram ásamt ljósmyndum. Áhugasamir sendi upplýsingar til verkefnastjóra orlofsmála Sameykis með tölvupósti á netfangið asaclausen@sameyki.is fyrir 10. janúar 2022. Öllum tilboðum verður svarað. Sameyki óskar eftir orlofshúsum/íbúðum Grettisgötu 89 • 105 Reykjavík • Sími 525 8330 • sameyki.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.