Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 66
66 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021
✝
Hallfríður
Gunnarsdóttir
fæddist 23. júní
1972. Hún lést á
gjörgæsludeild
Landspítala í Foss-
vogi 7. desember
2021.
Foreldrar Fríðu
eru Gunnar Kr.
Guðmundsson, f.
25. janúar 1946, d.
3. nóvember 2008,
og Elín H. Jónsdóttir, f. 30.
janúar 1949.
Systur Fríðu eru Friðbjört,
f. 15. júlí 1969, og Sólrún Ása,
f. 2. nóvember 1980, d. 26.
október 1995. Eiginmaður
Friðbjartar er Þórir Jónsson,
f. 10. ágúst 1968, börn þeirra
eru Magni Freyr, f. 31. desem-
ber 1990, Daníel Þór, f. 8. júní
1993, og Ása Hrönn, f. 29. apr-
íl 1999.
Eiginmaður Fríðu er Bragi
Már Valgeirsson, f. 14. maí
1974. Börn þeirra eru Sólrún
Braga, f. 27. ágúst 1999,
Gabríela Brá, f. 8. október
frjálsar íþróttir og fór svo að
æfa sund þegar sundlaugin
reis á Flateyri og vann til
fjölda verðlauna. Eftir grunn-
skóla fór hún að leita að sinni
hillu í lífinu. Hún flutti á Ísa-
fjörð haustið 1994 og kynntist
eiginmanni sínum þar í febr-
úar 1995 og fluttist með hon-
um til Reykjavíkur um haustið,
er hann fór að klára nám Vél-
skóla Íslands. Fríða var mjög
listræn og stundaði nám í förð-
unarskóla áður en hún nam
iðnhönnun í Iðnskólanum í
Reykjavík. Þau fluttu inn í sína
fyrstu íbúð 1997 í Grafarvogi.
Fríða fór svo að læra til leik-
skólakennara við Háskólann á
Akureyri 2002 og lauk því
námi vorið 2006 og vann við
það til 2017. Eftir það vildi
hún prófa eitthvað nýtt. Fríða
elskaði útivist, ferðalög og að
hlúa að fjölskyldunni sem var í
forgangi hjá henni. Árið 2009
fluttust þau til Esbjerg í Dan-
mörku og þaðan til Sola í Nor-
egi um vorið 2010 þar sem hún
starfaði sem leikskólakennari.
Árið 2017 fluttu þau svo aftur
til Reykjavíkur.
Útför Hallfríðar verður í
dag, 16. desember 2021,klukk-
an 13 frá Grafarvogskirkju.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
2003, og Eiður
Örn, f. 10. maí
2007.
Foreldrar
Braga eru Valgeir
Guðmundsson, f. 8.
nóvember 1948, og
Hildur
Bæringsdóttir, f.
20. ágúst 1950.
Systkini Braga eru
Guðrún Anna
Valgeirsdóttir, f.
27. nóvember 1969, og Ægir
Örn Valgeirsson, f. 3. janúar
1976. Börn Guðrúnar eru Bær-
ing Gunnar Steinþórsson, f. 10.
janúar 1990, og Snjólaug Hild-
ur Bjarnadóttir, f. 28. janúar
2007. Sambýliskona Ægis er
Þórdís Brynjólfsdóttir, f. 10.
maí 1980, og börn þeirra eru
Eik Ægisdóttir, f. 2. mars
2005, Hrafnhildur Ægisdóttir,
f. 27. september 2007, og Rak-
el Ægisdóttir, f. 26. mars 2009.
Fríða ólst upp á Flateyri og
gekk í grunnskólann þar en
kláraði tíunda bekk á Núpi í
Dýrafirði. Fríða stundaði
Fríða, ég trúi ekki að þú sért
farin, ástin mín, við sem áttum
eftir að gera svo mikið saman. Við
sitjum hér eftir 4 og horfum út í
tómið. Þú sem varst kletturinn
okkar og stýrðir okkur í gegnum
allt sem á dundi hér. Við kynnt-
umst á Ísafirði í febrúar 1995 og
varð þá ekki aftur snúið, þarna
var minn lífsförunautur fundinn.
Við urðum strax góðir vinir og
allt var svo bjart yfir okkur, þú
ákvaðst að fara líka til Reykjavík-
ur er ég fór í skólann og skráðir
þig í förðunarskóla. Það var mikið
um að vera í tilhugalífinu hjá okk-
ur á þeim tíma, en svo dundu
ósköpin á Flateyri yfir og lífið
breyttist á einni nóttu, en áfram
fórum við. Við eignuðumst Sól-
rúnu í ágúst 1999, og þú varst svo
mögnuð móðir, allt snerist um
okkur litlu fjölskylduna. Þú pass-
aðir upp á allt og sagðir mér hvað
ætti að gera og hvert ætti að fara,
Gabriela fæddist svo í miðju há-
skólanámi hjá þér, en það dró
ekki af þér við það heldur klár-
aðir þú námið, mikið hvað ég var
stoltur af þér þá. Síðan kom Eið-
ur og var þá komin þessi frábæra
fjölskylda, sem svo fluttist til
Danmerkur og síðar til Noregs.
En það ævintýri hjá okkur var
magnað og eigum við fullt af góð-
um minningum um þetta ævintýri
okkar. Við vildum að krakkarnir
upplifðu eitthvað nýtt og yrðu
víðsýn. Þú varst fullkomnunar-
sinni og allt varð að vera 100%,
sama hvað það var, hengja upp
myndir eða pakka inn gjöfum og
var ég því ekki gjaldgengur við
það. En þú lést alveg vita hvernig
og hvar hlutirnir ættu að vera.
Við okkur blasir nýr og erfiður
raunveruleiki, ástin mín, en ég
mun reyna að feta þann stig, ástin
mín. Hvíl í frið, elskan mín, og
takk fyrir allt sem þú gafst mér.
Þinn
Bragi.
Það var um vorið 1995 að sonur
minn, Bragi Már, kynnti mig og
afa sinn fyrir ungri stúlku og
sagði okkur um leið að hún yrði
konan hans!
Þetta var Fríða, þessi elsku-
lega stúlka, sem þarna kom svo
velkomin í fjölskyldu okkar.
Fríða var frá Flateyri en
haustið 1995 fara þau Bragi til
Reykjavíkur til náms. Eftir
hörmulegt snjóflóð á Flateyri í
október 1995 þar sem Fríða
missti systur sína breyttist margt
og fjölskylda hennar flyst til
Reykjavíkur. Þau Bragi hefja svo
sinn búskap skömmu síðar. Þau
eignuðust þrjú börn, Sólrúnu,
Gabríelu og Eið sem nú syrgja
móður sína mjög. Öll munum við
sakna þessarar ljúfu konu, sem
gaf svo margt, var svo listræn og
handlagin, frábær leikskólakenn-
ari og endalaust þolinmóð.
Við tvær höfum átt margar
góðar stundir saman því hún var
meira en tengdadóttir mín, hún
var líka vinkona mín. Allar heim-
sóknirnar innanlands og utan,
hvort sem það var Aðalvík eða
Noregur, en þar bjuggu þau í
nokkur ár, allar kaffihúsaferðirn-
ar og spjallið eru dýrmætar
minningar. Rigningarsumarið
2018 giftu Bragi og Fríða sig. Sá
ágústdagur var einn af örfáum
sólardögum sumarsins, sól og
blíða allan daginn og mikil garð-
veisla á heimili þeirra. Minningin
um fjölskyldumótið okkar á Ísa-
firði sl. sumar er líka ógleyman-
leg. Þar vorum við samankomin
stór hópur, börn, barnabörn og
tengdabörn og áttum frábæran
tíma.
Þann 4. desember kom Fríða í
sína síðustu heimsókn til mín, við
tókum okkur góðan tíma yfir
kaffinu, stund, sem ég mun aldrei
gleyma.
Þessa dagana er svartasta
skammdegið á Íslandi sérlega
svart og senn líður að jólum. Nú
vantar einn í hópinn okkar og
fjölskyldan er í djúpri sorg. Von-
andi færa jólin okkur birtu og
frið.
Ég votta móður Fríðu, systur
og fjölskyldunni allri innilega
samúð mína.
Elsku Bragi, Sólrún, Gabríela
og Eiður. Missir ykkar er mikill
við fráfall eiginkonu og móður og
samúð okkar er óendanleg en
Hallfríður
Gunnarsdóttir
✝
Kristín María
Guðbjartsdóttir
Waage fæddist á
Stokkseyri 25. mars
1938. Hún lést á
Landspítalanum 6.
desember 2021.
Foreldrar hennar
voru hjónin Laufey
Gestsdóttir, f. 1909,
d. 1982, og Guð-
bjartur Einarsson,
f. 1905, d. 1978.
Systkini Kristínar eru Þur-
íður, f. 1936, d. 1972, Sigríður, f.
1939, d. 2002, Eiríkur, f. 1941,
Ingunn, f. 1943, og Einar, f. 1946.
Kristín ólst upp á Stokkseyri.
Tæpa tvo vetur (7-8 ára) dvaldi
hún ásamst Sigríði systur sinni
hjá föðursystur þeirra í Reykja-
vík og gekk þá í Austurbæj-
arskóla.
16 og 17 ára var hún kaupa-
kona í Helgustaðahreppi, en
vann þá vetur í Kaupfélaginu á
Stokkseyri.
17 ára gömul fann hún stóru
ástina sína. Sá heppni var Baldur
S. Waage, f. 12. ágúst 1935. Bald-
ur lést aðeins 44 ára gamall þann
er gift Stefáni Þorvaldssyni og
eiga þau þrjú börn og 10 barna-
börn.
Kristín og Baldur hófu búskap
sinni í Reykjavík þar sem þau
bjuggu í eitt og hálft ár, þá
bjuggu þau þrjú ár á Stokkseyri,
eitt ár í Njarðvík og svo í Kefla-
vík frá vori 1962.
Heimili Kristínar og Baldurs
var menningarheimili, þótt ekki
væru veraldleg auðæfi mikil. Til
marks um það er að þau áttu
hvorki bíl né sjónvarp þegar þau
keyptu píanó og settu öll börnin í
tónlistarskóla í mörg ár. Kristín
var heimavinnandi húsmóðir
þegar börnin voru ung. Þegar
börnin fóru að heiman fór hún í
fjölbrautaskóla og lærði sálfræði,
félagsfræði, ensku, bókfærslu og
vélritun. Hún vann ýmis störf, í
verslunum og mötuneyti og síð-
ast hjá Félagsmálastofnun.
Kristín var virk félagslega.
M.a. söng hún í mörg ár með
Kvennakór Suðurnesja, var
stofnfélagi og lengi formaður.
Kristín verður jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju í dag, 16. des-
ember 2021, kl. 13. Ættingjar
vonast eftir sem flestum gestum,
en þeir þurfa að sýna neikvætt
Covid-hraðpróf.
Hlekkir á streymi:
https://www.facebook.com/
groups/kristinmaria/
https://www.mbl.is/andlat
30. ágúst 1979.
Hann var sonur
hjónanna Málfríðar
Waage, f. 1914, d.
1967, og Skarphéð-
ins Waage, f. 1909,
d. 1987. Kristín gift-
ist Baldri þann 17.
nóvember 1956.
Börn Kristínar
og Baldurs eru: 1)
Laufey Waage, f.
1956. Hún á börnin
Berglindi Hálfdánsdóttur, f.
1973, Hálfdán Bjarka Hálf-
dánsson, f. 1978, og Ásbjörgu
Einarsdóttur, f. 1990, þrjú
tengdabörn og sex barnabörn. 2)
Málfríður Waage, f. 1960. Hún er
gift Herði Birkissyni, f. 1958, og
eiga þau dæturnar Signýju Harð-
ardóttur, f. 1980, og Kristínu
Harðardóttur, f. 1983, tvo
tengdasyni, átta barnabörn og
þrjú barnabarnabörn. 3) Héðinn
Waage, f. 1961. Hann á börnin
Baldur Waage, f. 1984, og Elsu
Maríu Waage, f. 1991, einn
tengdason og tvö barnabörn.
Stjúpdóttir Kristínar er Guð-
ríður Anna Waage, f. 1954. Hún
Elsku dásamlega amma mín
Kristín er dáin. Sorgin yfirgnæfir
aðrar tilfinningar en á sama tíma
er ég þakklát. Ég er þakklát fyrir
að hafa fengið að njóta gleðinnar,
brandaranna og væntumþykj-
unnar fram á fullorðinsárin.
Amma Kristín var einstök
kona, það vita þau sem hana
þekktu. Það var alltaf líf og fjör í
kringum hana og bæði sem barn
og unglingur fékk maður hana til
að gera ólíklegustu hluti. Þótt ég
væri að nálgast tvítugt og hún sjö-
tug fannst henni til dæmis ekkert
eðlilegra en að við færum saman
út á róló að róla. Þó er ein minn-
ing um ömmu stuð sterkari en
aðrar. Nánast í hvert einasta sinn
sem ég hitti hana hrópaði ég á
virðulega frúna: „Amma taktu úr
þér tennurnar!“ Svarið var und-
antekningarlaust það sama:
„Ertu frá þér manneskja?!“
Nokkrum sekúndum síðar lædd-
ist hún svo upp að mér og geiflaði
sig í framan tannlaus. Við emjuð-
um báðar úr hlátri og héldum svo
áfram með daginn. Mér finnst
þetta lýsa ömmu svo ofboðslega
vel.
En amma var ekki bara fyndin.
Hún var fluggáfuð, lifði fyrir fólk-
ið sitt og var svo annt um okkur
öll. Hún Hildur mín er 24. afkom-
andi ömmu. Það eru ansi margir
afkomendur, en með sínu stóra
hjarta, hlýja hug og góða minni
tókst ömmu allt fram á síðasta
dag að þylja upp afmælisdagana
okkar allra, glensast og hlæja
með okkur og fylgjast stolt með
öllu sem við tókum okkur fyrir
hendur. Það voru allir jafnir hjá
ömmu og með einu símtali við
hana fékk maður fréttir af allri
ættinni beint í æð, stoltið af afrek-
unum var það mikið.
Ég mun aldrei gleyma síðasta
skiptinu sem amma hringdi í mig.
Það var tveimur sólarhringum áð-
ur en hún lést. Það var farið að
draga verulega af henni bæði and-
lega og líkamlega en samt sem áð-
ur hafði gamla konan sem hafði
varla notað venjulegan takkafar-
síma lært að hringja myndsímtal
á spjaldtölvu nokkrum dögum áð-
ur. Hún birtist á skjánum hjá mér
skælbrosandi, ræddi aðeins við
mig um daginn og veginn, bað svo
um að sjá Hildi og spurði: „Hún er
fædd 29. september, er það ekki
rétt munað hjá mér?“ Og þó að
kveðjustundin og knúsið nokkr-
um klukkustundum áður en
amma lést hafi verið ómetanleg,
þá mun ég alltaf muna ömmu eins
og í síðasta símtalinu; minnuga
tölukonan sem var svo ótrúlega
dugleg og elskaði fólkið sitt svo
heitt.
Takk fyrir allt elsku amma
mín. Takk fyrir leikinn að legg og
skel, takk fyrir bingóin, takk fyrir
súkkilí, takk fyrir umhyggjuna,
takk fyrir gleðina og glensið. Nú
ertu komin í fangið hans afa eftir
langan aðskilnað og ég veit að þér
líður vel.
Þín ömmustelpa,
Ásbjörg.
Elsku amma Kristín er komin í
sumarlandið til afa Baldurs eftir
rúmlega fjörutíu ára aðskilnað.
Ég veit ekki margt um tilveruna
sem tekur við að þessu lífi loknu,
en ég tel nokkuð víst að frá sjötta
desember hafi verið meira hlegið í
Kristín María Guð-
bjartsdóttir Waage
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
PÁLMAR GUÐJÓNSSON
kennari,
Hverafold 64,
lést á Landspítalanum Fossvogi
sunnudaginn 5. desember.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 20. desember
klukkan 13. Í ljósi aðstæðna þurfa kirkjugestir að sýna fram á
neikvætt PCR- eða hraðpróf við innganginn sem er ekki eldra en
tveggja sólarhringa gamalt. Streymt verður á https://www.youtu
be.com/channel/UCLoNRDNgtA4a6tgIEywDCGw
Hlekk á streymi má nálgast á www.mbl.is/andlat
Hildur Björnsdóttir
Bríet Friðbjörnsdóttir Kristján Sturlaugsson
Björn Ingvar Pálmarsson Rósa Huld Sigurðardóttir
Guðjón Þorsteinn Pálmarss. Halldóra Malin Pétursdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir
og amma,
INGA H. ÁGÚSTSDÓTTIR,
snyrti- og fótaaðgerðafræðingur,
verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn
20. desember klukkan 13.
Allir eru velkomnir í kirkjuna en vegna sóttvarna þurfa
kirkjugestir að sýna neikvætt hraðpróf við innganginn sem er
ekki eldra en 48 klst. Hraðpróf er pantað fyrir fram á covidtest.is
eða testcovid.is. Athöfninni verður streymt á slóðinni:
http://www.hljodx.is/index.php/streymi. Hlekk á streymi má
einnig nálgast á mbl.is/andlat
Ágúst Guðmundsson Þuríður Reynisdóttir
Lýður Guðmundsson
Sigrún Guðmundsdóttir Kristján Kristjánsson
Lovísa Ágústsdóttir
Ágústa, Tómas, Alexander og María
Elskulegur faðir minn, afi okkar, langafi
og langalangafi,
BJÖRGVIN MAGNÚSSON
skólastjóri,
lést 13. desember.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 22. desember klukkan 15. Kirkjugestir þurfa
að framvísa neikvæðu hraðprófi sem er ekki eldra en 48 klst.
Útförinni verður streymt. Hlekk á streymi má nálgast á
mbl.is/andlat.
Edda Björgvinsdóttir
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir Bjarni Ákason
Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir Sigurður Rúnar Sigurðarson
Björgvin Frans Gíslason Berglind Ólafsdóttir
Róbert Oliver Gíslason Sigga Eydís Gísladóttir
barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SVERRIR GARÐARSSON
hljómlistarmaður,
lést þriðjudaginn 7. desember.
Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju
mánudaginn 20. desember klukkan 15.
Garðar Sverrisson Kristín Þórarinsdóttir
Ásdís Sverrisdóttir
Sverrir Garðarsson Þorgerður Guðrún Garðarsd.
Gerður Anna Lúðvíksdóttir
Birgir Lúðvíksson
Helga Hjördís Lúðvíksdóttir
og langafabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GÍSLI ÖRVAR HÖSKULDSSON,
bóndi og hestamaður,
Uppsölum í Hálsasveit,
andaðist á Brákarhlíð í Borgarnesi
sunnudaginn 12. desember. Hann verður jarðsunginn í
Reykholtskirkju laugardaginn 18. desember klukkan 14.
Athöfninni verður streymt á síðunni snorrastofa.is.
Kristfríður Björnsdóttir
Guðrún Þórisdóttir Gunnar Kristjánsson
Gísli Gíslason Mette Manseth
Eyjólfur Gíslason Johanna Karin Knutson
Lára Kristín Gísladóttir Kolbeinn Magnússon
Katrín Gísladóttir Sigurbjörn Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn