Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021 Eggert Framkvæmdir á Hverfisgötu Það hefur viðrað vel til byggingarframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga, snjórinn hvarf í rigningunni um helgina og frostið hefur ekki bitið. Ísland er land tækifæranna. Hér er vöxtur og fólk í öðrum löndum horfir til Íslands í mörgum málum. Reykjavíkurborg hefur vanmetið þessa stöðu og vanáætlað þörf fyrir íbúðir og samgöngur í áratug. Nú er svo komið að 70% færri íbúðir eru til sölu en fyrir 18 mánuðum. Reykjavík hefur einblínt á þétting- arreitina og vanrækt þá skyldu að brjóta nýtt hagstætt byggingar- land undir byggð. Lausnirnar blasa við. Keldur, Úlfarsárdalur og fleiri hagstæð lönd liggja í dauðafæri fyrir borgina. Tækifæri til að komast á milli staða Sama er að segja um sam- göngur. Borgin taldi að umferð myndi lítið aukast og ákvað að setja á framkvæmdastopp í umferðar- málum árið 2012. Það var mikill af- leikur. Í staðinn var þrengt að um- ferð. Akreinum fækkað. Hægri beygjuvasar teknir burt. Strætó- stoppistöðvar settar út á miðjar götur þannig að þær urðu sannkallaðar stoppi- stöðvar. Þjónusta strætó var skert. Hér er borgin á rangri leið, en lausnirnar blasa við. Sundabraut verður að setja án tafar aftur inn á aðalskipulag Reykjavíkur. Færa þarf umferðarljósastýringar inn á 21. öldina. Það mun samstundis létta á um- ferð einkabíla og strætó. Fækka hættulegum ljósastýrðum gatnamótum sem mun auka öryggi og bæta umferðarflæði. Undirbúa borgina undir sjálfvirknivæð- inguna sem er handan við hornið. Tækifæri til að skapa störf Og svo eru það fyrirtækin. Hér er hægt að gjörbreyta aðstöðu og tækifærum fyrirtækja. Það vantar lóðir fyrir fyrirtæki og stofnanir. Keldur eru kjörstaður fyrir slíka uppbyggingu. Þegar í stað þarf að huga að næsta sjúkrahúsi sem er langtímaverkefni. Lækka álögur og gjöld. Minnka flækjustigið í leyfisveitingum og stytta allar boðleiðir í borgarkerfinu sem hef- ur bólgnað út á síðustu árum. Tækifæri til að velja Borgin á að skapa umhverfi sem er aðlaðandi og einfalt fyrir fólk og fyrirtæki. Hún á ekki að þvinga fólk til að breyta venjum sínum. Fólk á að hafa val um að búa í sér- býli og fjölbýli. Geta fengið þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði í Reykjavík. Velja sér fararmáta á milli borgarhluta. Borgin á að greiða fólki leið í öllum málum. Með því að fara úr umdeildum aukaverkefnum verður Reykjavíkurborg með skýran fókus á það eina sem skiptir máli. Að skapa fólki og fyr- irtækjum tækifæri til vaxtar. Þannig og aðeins þannig mun borgin blómstra. Eftir Eyþór Arnalds »Með því að fara úr um- deildum auka- verkefnum verður Reykja- víkurborg með skýran fókus á það eina sem skiptir máli. Eyþór Arnalds Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Byggjum borg tækifæranna Blikur eru á lofti í raforku- málum landsmanna. Undanfarið hefur umræða skapast um hvort raforka sé næg eða ekki og sitt sýnist hverjum. Staðreyndirnar tala sína máli. Skerða hefur þurft raforku til ákveðinna at- vinnugreina og hluti lands- manna hefur þurft að búa við það eftir óveður að vera án raf- orku í marga daga. Þá hefur komið fram að ónýtt raforka rennur til sjávar engum til gagns vegna raforkukerfis sem er úr sér gengið. Óhætt er að fullyrða að með núverandi orkusamningum sé búið að selja þá raforku sem til- tæk er og hún því uppseld. Líkt og Landsvirkjun hefur greint frá þá hafa vinnslumet ítrekað verið slegin í vinnslukerfi Landsvirkjunar, nú síðast föstu- daginn 3. desember þegar vinnsla fyrirtækisins fór í fyrsta skipti yfir 1.900 MW. „Við slíkar aðstæður verður mjög þröngt um tiltækt afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar og það í raun alveg upp urið.“ Þá gerir orkuspá hins opin- bera ráð fyrir aukinni raforkunotkun lands- manna á næstu árum og áratugum. Það er því ljóst að ef mæta á þörfum sem fylgja orkuskiptum og öðrum orkusæknum tækifærum sem felast í grænum um- skiptum, svo ekki sé talað um raforku- öryggi fyrir alla landsmenn, þá verður að framkvæma hvoru tveggja; bæta núver- andi raforkuflutningskerfi og virkja meira. Endurskoða þarf regluverk orkumála sem er allt of flókið auk þess sem opna þarf fyrir vindorku en núverandi kerfi gerir nánast eingöngu ráð fyrir að raforka sé unnin úr vatnsafli og jarð- hita. Það er áhyggjuefni ef ekki tekst að sækja tækifærin sem felast í aukinni eftirspurn eft- ir grænni orku. Við búum svo vel að hafa aðgang að nægri slíkri orku en hana þarf að vinna og nýta til að skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið. Við eflum samkeppnishæfni Íslands og þar með lífskjör allra landsmanna með að- gengi að nægu magni raforku til að mæta kröfum framtíð- arinnar. Ný ríkisstjórn hefur kynnt framsækna framtíðarsýn. Því eru vonir bundnar við að raforkumál lands- manna verði sett í forgang með nauðsyn- legum framkvæmdum svo Ísland geti áfram verið í fremstu röð í framleiðslu og nýtingu á endurnýjanlegri orku. Hefjast þarf handa hið fyrsta. Aðgerða er þörf í orku- málum þjóðarinnar Eftir Sigurð Hannesson » Það er áhyggjuefni ef ekki tekst að sækja tækifær- in sem felast í aukinni eftir- spurn eftir grænni orku. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.