Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 67
MINNINGAR 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021
fjölskyldan stendur að baki ykkar
og styður.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens).
Hildur.
Elsku Fríða systir mín, hjarta
mitt er í þúsund molum. Ég veit
að tíminn læknar öll sár, en þetta
verður erfitt. Engin snöpp, eða
senda djókmyndir á þig, ég get
ekki hringt ef að mig vantar upp-
skrift, og við hittumst ekki oftar í
kaffi og ekki fleiri knús.
Við Fríða áttum ekki mikla
samleið á okkar yngri árum, hún
var litla barnið fannst mér, þó eru
bara 3 ár á milli okkar. Eitt skipti
elti hún mig með borðhníf í hendi
og ætlaði að stinga mig, það
þurfti ekki mikið til að æsa hana
upp. Samband okkar varð nánara
eftir að við urðum eldri og áttum
við margt sameiginlegt.
Fríða kom nokkrum sinnum til
okkar þegar við bjuggum í Sví-
þjóð, eitt árið kom hún að okkar
beiðni til Svíþjóðar og hjálpaði
okkur með strákana þegar ég
þurfti að fara í verknám, hún
hugsaði vel um þá og þeir voru
mjög hændir að henni.
Við áttum margar góðar
stundir saman, meðal annars á
Spáni, sérstaklega í sumar þegar
hún kom til okkar með mömmu
og Ásu Hrönn, þá áttum við
gæðastundir saman.
Fríða sendir okkur mömmu
skilaboð eftir eitt mígrenikast
fyrir stuttu og vildi gera eitthvað
skemmtilegt. Við gerðum okkur
ferð til Keflavíkur og síðar til Sel-
foss í búðarölt og kaffi, þetta voru
skemmtilegar bílferðir og ekki
óraði okkur fyrir að þetta yrðu
okkar síðustu gæðastundir.
Hennar lukka var að hún
kynntist Braga sínum 1995 enda
er hann skráður sem drauma-
prinsinn í símanum hjá henni.
Elsku Bragi, Sólrún, Gabríela
og Eiður, minningu hennar
geymum við ætíð í hjarta okkar.
Saknaðarkveðja,
Friðbjört systir.
Elsku hjartans Fríða mín,
elskulega svilkona og vinkona
mín. Að skrifa til þín þessi
kveðjuorð er þungbært, óraun-
verulegt og sárt. Söknuðurinn er
mikill. Hláturinn þinn ómar í
huga mér og minningarnar ylja
hjarta mínu. Ég þakka fyrir allar
þær góðu stundir sem við Ægir
og stelpurnar áttum saman, með
ykkur Braga og krökkunum.
Ferðalögin til Spánar og Dan-
merkur eru mér efst í huga. Þá
bjugguð þið í Noregi og við hitt-
umst á áfangastað og áttum ynd-
islegar stundir og nutum þess að
vera saman í fríi. Ég man þegar
þú gerðir grænan heilsudrykk
handa mér á hverjum morgni á
Spáni og færðir mér. Mér fannst
alltaf svo vænt um það og það lýs-
ir þér líka svo vel, hugsaðir alltaf
vel um alla. Börnin okkar elskuðu
þessi frí og biðu spennt eftir
næstu ferð. Alltaf þegar komið
var að heimferð og kveðjustund
þá föðmuðumst við svo fast og
táruðumst og hlógum að okkur
fyrir að vera svona viðkvæmar.
Ég vildi óska þess að ferðalögin
yrðu fleiri með þér, ég fæ vonandi
að ferðast með þér í draumi á fal-
lega strönd þar sem við sólum
okkur á ströndinni með mojito í
hönd og sand á milli tánna. Að líta
yfir farinn veg fær mann til að
hugsa. Ég vildi óska þess að ég
hefði hringt oftar í þig og ég vildi
óska þess að ég hefði beygt inn
götuna ykkar og kíkt í heimsókn
til þín í kaffibolla og spjall á föstu-
deginum í staðinn fyrir að gleyma
mér í ómerkilegu amstri dagsins.
Á mánudeginum varst þú farin,
að eilífu.
Takk fyrir að vera mér alltaf
svo góð, takk fyrir að standa vel
við bakið á mér í mínum veikind-
um, því mun ég aldrei gleyma og
takk fyrir að vera hluti af mínu lífi
síðustu 20 ár.
Elsku Fríða mín, ég sakna þín
svo sárt, Þetta verða erfið og
skrýtin jól. Við fjölskyldan mun-
um passa upp á Braga þinn, Sól-
rúnu, Gabríelu og Eið og hlúa vel
að þeim um ókomna tíð. Ekki
hafa áhyggjur. Lífið er hverfult
og oft ósanngjarnt. Þú fórst allt of
fljótt, missir Braga, barnanna,
mömmu þinnar og Fribbu systur
þinnar er mikill. Megi Guð styðja
þau og styrkja á þessum erfiðu
tímum. Nú ertu komin í faðm
pabba þíns og Ásu systur þinnar
á fallegum friðsælum stað. Ægir,
ég og stelpurnar munum sakna
þín og elska um alla tíð. Minning
þín er ljós í lífi okkar allra.
Fjölskyldu, ættingjum og vin-
um Fríðu sendi ég mínar dýpstu
samúðarkveðjur.
Þín vinkona,
Þórdís.
Elsku hjartans Fríða okkar er
fallin frá, allt of snemma.
Við höfum verið vinkonur frá
barnæsku, við lékum okkur sam-
an og umhverfið var okkar æv-
intýri, alltaf nóg að gera og ef það
var ekki til þá bjuggum við það
til. Flateyri var okkar heimur í
faðmi fjallanna, skíði og snjókast-
alar á veturna en á sumrin lékum
við okkur á ströndinni.
Fríða var dugnaðarforkur og
við stelpurnar máttum hafa okk-
ur allar við í frystihúsinu en hún
var alltaf með hæsta bónusinn og
áður en við vissum af var hún
auðvitað byrjuð að skella úr
pönnum og farin að telja upp í
löndun úr Gylli með strákunum.
Fríða tók að sér að vera formaður
í róðrakeppnum á Sjómannadag-
inn, það voru æfingar tvisvar á
dag og ávallt stefnt á sigur. Fríða
var líka sigurviss á mörgum svið-
um, hún var frábær sundkappi og
vann flest gullin á frjálsíþrótta-
mótum fyrir Gretti á sumrin.
Það var alltaf gaman að vera
heima hjá Fríðu. Foreldrar Fríðu
voru langt á undan okkar foreldr-
um þegar kom að öllu nýju; pizzur
á föstudögum, diskóljós, Kays- og
Freemans-vörulistar, sóda-
stream-tæki og vídeó. Fríða sá til
þess að við stelpurnar fylgdumst
með nýjustu tísku bæði í fötum og
tónlist. Hún kenndi okkur líka að
nota gloss og hvernig við áttum
að mála okkur og tryggði að við
yrðum ekki neinir eftirbátar í
neontískunni.
Eftir að Fríða og Bragi fluttu
heim frá Noregi eftir nokkurra
ára búsetu styrktust vinabönd
okkar enn frekar. Við fórum að
hittast oftar, kölluðum okkur
Flateyraskvízurnar og notuðum
samfélagsmiðla til að styrkja
böndin. Vinátta okkar var ákaf-
lega dýrmæt bæði í gleði og í
sorg. Við höfum gengið saman í
gegnum margt og höfum þekkt
hvor aðra frá barnæsku. Fríða
var lykilkona í okkar hópi, traust
og góð vinkona sem stóð með
okkur og við vorum lánsamar að
fá að standa með henni.
Fjölskyldan var Fríðu mjög
mikilvæg. Hún einsetti sér að
skapa góðar minningar með
Braga og börnunum. Það var
dásamlegt að fá að fylgjast með
Fríðu sem kærleiksríkri móður
þriggja mannvænlegra barna.
Fríða og Bragi voru samheldin
hjón og þar sem þau voru var allt-
af gaman.
Við æskuvinkonunar frá Flat-
eyri sendum Braga, Sólrúnu,
Gabríellu, Eiði, Elínu, móður
Fríðu, og Friðbjörtu og fjöl-
skyldu hennar okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Guð blessi minningu elsku
bestu Fríðu okkar.
Þeir segja mig látna, ég lifi samt
og í ljósinu fæ ég að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá litlu hjarta berst lítil rós,
því lífið ég þurfti að kveðja.
Í sorg og í gleði ég senda mun ljós,
sem að mun ykkur gleðja.
(Höf. óþekktur.)
Brynhildur Einarsdóttir
Hrönn Garðarsdóttir
María Elísabet Proppé
Steinarsdóttir
Svanbjörg Hinriksdóttir
Sigríður Anna Emilsdóttir
handanheimum, og oftar tekið í
spil.
Amma Kristín var ekki nema
35 ára þegar hún fékk það hlut-
verk að verða amma mín. Fyrir
vikið átti ég eiginlega tvær ömm-
ur, eina þegar ég var barn og hún
var kornung kona, aðra þegar
amma var loksins komin á viðeig-
andi ömmualdur og ég þá auðvit-
að orðin allt of gömul og grá til að
geta verið barnabarnið hennar,
eins og hún benti gjarnan á.
Amma barnæskunnar tengdi
mig við baklandið í móðurættinni
og fyllti mig öryggi og friði. Hún
var amman sem átti ilmandi rósir
í sólríkum bakgarði, klippti á mér
hárið og bauð upp á bað í eldhús-
vaskinum. Amman sem ég man
ekki eftir að hafi skammað mig,
þótt það sé eiginlega útilokað að
þessi harðákveðna kona hafi aldr-
ei byrst sig við mig. Það var gott
að æfa sjálfsöryggið með því taka
rútuna til ömmu í Keflavík í helg-
arheimsóknir, alveg sjálf. Þegar
tásurnar voru kaldar í morguns-
árið mátti alltaf skríða upp í
ömmuból og ylja sér áður en
laumast var undir stigann að leika
við vinkonurnar tvær sem höfðust
þar við. Síðar fékk ég að vita að
þessar vinkonur voru með öllu
ósýnilegar fullorðnum en höfðu
fylgt ömmu minni frá ómunatíð.
Annar ævintýraheimur sem
fylgdi ömmu var lítið útibú af öðru
landi, handan við flugvallargirð-
inguna. Ég fékk að heimsækja
hana í vinnuna, drekka fjólublátt
cool-aid, borða morgunkorn úr
litlum pakka og líða eins og ég
væri í forréttindastétt, komin á
aðra plánetu.
Amman sem ég átti sem full-
orðin kona var sterkur hlekkur í
stórum ættboga hláturmildra,
stjórnsamra og málgefinna
kvenna. Að eiga uppruna minn í
þessari blöndu af ákveðni og
mýkt sem einkenndi ömmu
kenndi mér margt um sjálfa mig.
Ef ég týndi gleðinni um stund
þurfti ekki annað en símtal frá
ömmu til að rifja upp hvaða kæti
hún gaf okkur í vöggugjöf, og að
það þyrfti bara að viðra hana svo-
lítið og vökva. Þegar ég rak mig á
í samskiptum við heiminn gat ég
minnt mig á ættarfylgjuna og
vandað mig að ráðskast nú ekki
með alla og ömmu þeirra. Þegar
ég þorði ekki að taka pláss var
fátt betra en gott fjölskylduboð
hjá ömmu þar sem var rifjuð upp
hin endurnærandi list, að okkar
mati, að tala sjálfa sig og aðra í
kaf.
Í augum ömmu vorum við
barnabörnin endalaust dýrmæt
og við fylltum hana fölskvalausu
stolti þótt uppátækin væru ærið
misjöfn. Henni fannst við svo
skemmtileg að það var ekki annað
hægt en að fara örlítið teinréttari
úr ömmu fangi. Hún er því tals-
vert tómlegri, tilveran án ömmu
Kristínar. En ég treysti því að
bjargföst trú ömmu minnar á líf
að þessu loknu hafi skilað henni á
góðan stað. Þaðan mun hún ef-
laust áfram standa vaktina, segja
okkur fyrir verkum, hlæja í gegn-
um okkur, tala okkur í kaf að
handan og slá á stokkinn þegar
gefið er í vistina.
Takk fyrir lífið og fjörið, elsku
amma mín.
Litla ömmustúlkan þín stóra,
Berglind.
Ég minnist Kristínar móður-
systur minnar með mikilli hlýju.
Á uppvaxtarárum mínum sóttist
ég eftir því að vera nálægt henni
því það var alltaf svo gaman í ná-
vist hennar. Við fjölskyldan
bjuggum við hliðina á Kristínu
sem auðvitað þýddi að þar gekk
maður inn og út að vild. Ég man
eftir að hafa spilað plöturnar
hennar margoft, æft mig reglu-
lega á píanóið í stofunni, spilað
spil við hana þegar enginn annar
nennti að spila við mig því Kristín
frænka hafði alltaf tíma til að
leika. Þegar árin færðust yfir
héldust þessi tengsl sem myndast
höfðu í bernsku. Við vorum alltaf
góðar vinkonur og gátum spjallað
saman um heima og geima þrátt
fyrir að við höfum ekki alltaf verið
sammála. Hún átti það til að
hringja í mig upp úr þurru, bara
til að spjalla - og ég gerði slíkt hið
sama - meira að segja eftir að ég
flutti til Kanada. Eitt af mikilvæg-
ustu verkefnum mínum þegar ég
heimsótti Ísland hin síðustu ár
var að heimsækja frænku og sjá
hvernig hún hefði það. Ég er glöð
yfir að hafa hitt hana í lok ágúst-
mánaðar síðastliðins og þar með
bætt í minningabankann enn
einni dýrmætri samverustund.
Fréttir af veikindum og síðar and-
láti frænku voru erfiðar. Ég hefði
svo gjarnan viljað heimsækja
hana í eigin persónu og kveðja al-
mennilega. Ég er þó þakklát fyrir
að hafa komið til hennar kveðju í
gegnum öldur netsins og með
hjálp fjölskyldunnar.
Elsku Laufey, Mallý, Héðinn
og fjölskyldur. Guð geymi ykkur
öll, leiði og blessi. Og Guð varð-
veiti og umvefji elsku Kristínu
frænku sem nú hvílir í Guðs faðmi
um alla eilífð. Minningin um þessa
mætu konu mun aldrei fölna.
Íris Kristjánsdóttir.
Kristín frænka var stór partur
af mínu lífi alveg frá upphafi. Sem
systir mömmu voru tengslin auð-
vitað náin og þær systur mjög
samrýndar en einnig bjó hún við
hlið okkar fjölskyldunnar til
margra ára og samgangur því
mikill. Það var gaman og spenn-
andi að fara í heimsókn til Krist-
ínar, hún tók sér alltaf tíma til að
spjalla enda sérstaklega barngóð.
Hún var fyndin, skemmtileg,
ákveðin og hjartahlý, bæði í minn
garð og systkina minna.
Nú nálgast jólin en ég á einmitt
einar af mínum bestu og dýrmæt-
ustu minningum um þau hjá
Kristínu og fjölskyldu. Til margra
ára, seinnipart aðfangadags-
kvölds, hittust þrjú af systkinum
mömmu sem bjuggu í Keflavík
ásamt börnum sínum og barna-
börnum heima hjá Kristínu. Þá
var safnast saman í kringum pí-
anó heimilisins og jólasöngvarnir
sungnir, það er engin furða þótt
við krakkarnir lærðum öll þessi
lög og erindi reiprennandi. Auð-
vitað var mikil gleði, hlátur og
smákökuát sem fylgdi. Seinna
þegar fjölskyldurnar stækkuðu
hittumst við milli jóla og nýárs í
húsi KFUM og KFUK í Keflavík
þar sem hefðinni var haldið við og
spilað fram eftir kvöldi. Kristínu
fannst gaman að syngja, gantast
og hafa mikið af fólki í kringum
sig, hún var mjög félagslynd,
húmoristi og fylgdist vel með
hvað var að gerast innan stórfjöl-
skyldunnar. Hún hafði einstakt
göngulag og snaggaralegheit sem
einkenndu hana, auk þess sem
stríðnisbrosið var aldrei langt
undan.
Í gegnum árin hafa tengslin
verið minni en þó alltaf fyrir
hendi. Við frænkurnar eigum af-
mæli í sama mánuði, með fimm
daga millibili, og alltaf hringdi
Kristín í mig og ég auðvitað til
hennar á móti, það var dýrmætt.
Svo voru það heimsóknir, hring-
ingar af og til og svo auðvitað jóla-
boðið á hverju ári.
Ég minnist Kristínar með
miklum kærleika og þakklæti fyr-
ir skemmtileg samtöl, góða nær-
veru og samverustundir.
Megi góður Guð taka hana í
faðm sinn og blessa minningu
hennar.
Sigurbjört Kristjánsdóttir.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir,
tengdadóttir og systir,
HALLFRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR
leikskólakennari,
lést á Landspítalanum við Fossvog
þriðjudaginn 7. desember.
Útför verður 16. desember klukkan 13 frá Grafarvogskirkju.
Gestir vinsamlegast framvísi gildu hraðprófi. Streymt verður á
https://youtube.com/channel/UCLoNRDNgtA4a6tgIEywDCGw
Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlát.
Bragi Már Valgeirsson
Sólrún Braga Bragadóttir Eiður Örn Bragason
Gabríela Brá Bragadóttir
Elín Jónsdóttir
Friðbjört Gunnarsdóttir Þórir Jónsson
Valgeir Guðmundsson Hildur Bæringsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
stjúpfaðir, tengdafaðir og afi,
ÖRNÓLFUR ODDSSON,
kennari, þjálfari og hlaupari
frá Ísafirði,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
fimmtudaginn 9. desember.
Útförin fer fram í Bústaðakirkju þriðjudaginn 21. desember
klukkan 13. Allir sem vilja fylgja honum eru velkomnir en vegna
sóttvarna þarf að sýna neikvæða niðurstöðu úr gildu hraðprófi.
Streymt verður frá athöfninni á slóðinni streyma.is.
Védís Harpa Ármannsdóttir
Hjördís Lilja Örnólfsdóttir Steve Lorenz
Oddur Örnólfsson Silja Jónsdóttir
Hreinn Ingi Örnólfsson Róshildur Agla Hilmarsdótttir
Harpa Karen Björnsdóttir David Graubner
Inga Sigríður Björnsdóttir Agnar Fjeldsted
Rakel Birna Björnsdóttir Jón Árni Haraldsson
og barnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HARALDUR SÆMUNDSSON
frímerkjakaupmaður,
Strikinu 4,
lést á Landspítalanum 5. desember
eftir skammvinn veikindi. Útförin hefur farið fram.
Aðstandendur þakka samúð og hlýjar kveðjur.
Helga Haraldsdóttir Hróðmar I. Sigurbjörnsson
Hrefna Haraldsdóttir Björn B. Björnsson
Halla Haraldsdóttir Víðir Sigurðsson
Hrafn Sveinbjörnsson
Kristín Sigurlína Scheving
barnabörn og barnabarnabörn
Bestu þakkir til allra þeirra sem vottuðu
samúð og hlýhug sinn við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, fósturmóður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐLAUGAR PÉTURSDÓTTUR
frá Kirkjubæ,
Vestmannaeyjum.
Fjölskyldan þakkar sérstaklega starfsfólki á Hraunbúðum í
Vestmannaeyjum fyrir hlýja og góða umönnun.
Guðrún R. Jóhannsdóttir Þórarinn Sigurðsson
Jónas S. Jóhannsson Þorbjörg Þorfinnsdóttir
Pétur S. Jóhannsson Vilborg Stefánsdóttir
Jóhann Þór Jóhannsson Hafdís Hannesdóttir
Kristín Antonsdóttir
ömmubörn og langömmubörn
Okkar innilegustu þakkir fyrir aðsýnda
samúð og hlýju vegna andláts elsku pabba
okkar, sambýlismanns, sonar, bróður og
mágs,
ÍSLEIFS BIRGISSONAR
hljóðtæknifræðings,
Grandavegi 3.
Fjölskyldan vill líka færa þakkir til allra sem komu að útför Ísleifs
og óskar öllum gleðilegra jóla og gæfu í framtíðinni.
Birgir Kjartan Ísleifsson
Ólafur Ernir Ísleifsson
Úlfar Alex Evuson
Ylfa Sóley Evudóttir Ísleifsdóttir
Eva Björk Úlfarsdóttir
Birgir Ottósson Elsa Dóra Ísleifsdóttir
Helga Fanney Jónasdóttir Rúnar Berg Eðvarðsson