Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021
OKKUR VANTAR ALLAR
GERÐIR BÍLA Á SKRÁ!Sími 567 4949 | Bíldshöfða 5, 110 Rvk. | bilahollin.is
TOYOTA - RAV4 GX – RN. 153808 Nýskráður
3/2019, ekinn 46 þ.km., bensín, hvítur,
sjálfskiptur, litað gler, vindskeið, kastarar, hiti í
framsætum, Höfuðpúðar á aftursætum.
Verð 4.650.000 kr.
FORD - KUGA TITANIUM S 2.0 – RN. 192084
Nýskráður 5/2017, ekinn 143 þ.km., dísel, hvítur,
sjálfskipting, hiti í framsætum, , topplúga, litað
gler, höfuðpúðar á aftursætum.
Verð 2.590.000 kr.
MERCEDES-BENZ - GLC 350 E 4MATIC – RN 340642
Nýskráning 11/2017 ekinn 38 þ.km. bensín,
blár, sjálfskipting, rafdrifin framsæti, samlæsingar
topplúga, leðuráklæði, litað gler.
Verð 7.490 000 kr.
SUZUKI - SX4 S-CROSS GL
RN. 331607. Nýskráður 5/2019, ekinn 57
þ.km., bensín, brúnn, sjálfskiptur, hraðastil-
lir, litað gler, bakkmyndavél, kastarar, hiti í
framsætum. Verð 3.980.000 kr.
Bækur, útivistardót, tískudót og hangikjöt. Margs þarfnast búið við segir máltækið sem á vel við nú fyrir hátíðirnar.
Morgunblaðið heyrði hljóðið í nokkrum kaupmönnum úti um land og ræddi við þá um jólaverslunina.
„Hér í búðinni seljast bækur vel fyrir jólin.
Sérstaklega er raunin sú um bækur höfunda
sem tengjast þessum bæ. Þegar allt kemur til
alls leynir Skaginn svolítið á sér sem skálda-
bær,“ segir Katrín Lilja Jónsdóttir, versl-
unarstjóri í Eymundsson á Akranesi.
„Meðal Skagaskálda sem senda frá sér
bækur að þessu sinni er Eva Björg Ægisdótt-
ir, höfundur glæpasögunnar Þú sérð mig ekki.
Snæfellsnesið er vettvangurinn í þessu verki
Evu sem tekst vel upp með bæði persónur og
söguþráð. Þessi bók hefur selst vel og eins
sagan Læknirinn í englaverksmiðjunni eftir
Ásdísi Höllu Bragadóttur, sem á rætur að
rekja hingað á Akranes.“
Katrín Lilja getur þess enn fremur að
margar ágætar unglingabækur komi út fyrir
þessi jól. Nefnir þar meðal annars Banvæn
snjókorn eftir Sif Sigmarsdóttur, miSter ein-
Sam, sem Ragnheiður Eyjólfsdóttir skrifaði
og
Akam, ég og Annika, bók eftir Þórunni Rak-
el Gylfadóttur. „Ég hef mikinn áhuga á bókum
og les mikið. Miklu skiptir að skrifaðar séu og
gefnar út góðar ungmennabækur, sem virki-
lega höfða til ungmenna sem eru lesendur
framtíðar,“ segir Katrín Lilja sem ásamt fleir-
um skrifar um bækur og efni þeirra á vefsetr-
inu lestrarklefinn.is.
Eymundsson á Akranesi er í verslunarklas-
anum við Dalbraut, en í sömu byggingu eru
meðal annars bókasafn bæjarins og verslun
Krónunnar svo eitthvað sé nefnt. Á Skaganum
er allt til alls og íbúum fjölgar stöðugt.
Margar verslanir á sama stað
„Þegar margar verslanir og þjónustustofn-
anir eru á sama stað eins og hér við Dalbraut
vinnur hvað með öðru og styrkir. Verslun hér
á Akranesi hefur eflst síðustu árin og Skaga-
menn taka innkaup sín í ríkari mæli hér í bæn-
um. Kórónuveiran varð þess meðal annars
valdandi að fólk fór minna héðan úr bænum til
að sinna erindum sínum. Þá kemur líka hingað
á Akranes fólk af Reykjavíkursvæðinu og ger-
ir jólainnkaupin hér, til að forðast ösina í borg-
inni. Enda ekki langt að fara, úr Reykjavík
hingað á Skagann tekur ferðin ekki nema rétt
um það bil klukkustund,“ segir bóksalinn.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Akranes Verslun hér í bænum hefur eflst síð-
ustu árin, segir Katrín Lilja í Eymundsson.
Skáldaskagi
leynir á sér
Fjölbreytnin er allsráðandi í Smiðjunni,
versluninni góðu við Sindragötu á Ísafirði.
Fatnaður, skór, ullarsokkar, verkfæri, vara-
hlutir, útgerðarvörur, útvistardót, naglar og
skrúfur. Hver býður annars betur? Smiðjan
er útibú frá Vélsmiðju Ísafjarðar, gamal-
grónu fyrirtæki sem þjónað hefur útgerðinni
vestra – og raunar mörgum fleirum fyrir
vestan – um langt árabil. „Þessi verslun var
sett á laggirnar árið 2013 og er ef þannig má
að orði komast búð þar sem hægt er að fá allt
milli himins og jarðar,“ segir Sigrún Svan-
hvít Óskarsdóttir sem tók við starfi versl-
unarstjóra fyrir um mánuði.
Ísafjörður – gjarnan nefndur höfuðstaður
Vestfjarða – hefur hlutverk meðal annars
sem verslunarbær. Margar búðir eru við
Silfurtorg, Hafnarstræti og svo neðar á Eyr-
inni. „Jólaverslunin er komin á fullt og geng-
ur vel. Auðvitað finnum við alveg fyrir sam-
keppni, bæði hér innanbæjar en þó ekkert
síður við Reykjavíkursvæðið. Fólk er ekki
nema fimm til sex klukkstundir í förum á
milli og nú að undanförnu hefur færðin verið
góð svo lítið mál er að skeppa suður. Nei, í
sjálfu sér verður ekki sagt að fólk hér um
slóðir byrji að undirbúa jólin og kaupa inn á
einhverjum ákveðnum tímapunkti. Þetta
tikkar inn alla aðventuna, sem mér finnst
alltaf mjög notalegur og ljúfur árstími. Hér á
Ísafirði er til dæmis hefð fyrir ljósaskreyt-
ingum á húsum sem setja skemmtilegan svip
á bæinn,“ segir Sigrún sem er úr Skagafirði
en er fyrir löngu orðin Vestfirðingur í siðum
og sinni.
Sótt í Klofning
„Annars vandist ég því á Sauðárkróki að
jólatréð væri aldrei sett upp eða skreytt fyrr
en á Þorláksmessu. Mér finnst ómögulegt að
víkja frá þeirri hefð. Við fjölskyldan búum á
Flateyri og förum við yfirleitt á þessum síð-
asta degi fyrir jól í skóginn rétt fyrir utan
þorpið okkar á svæði sem heitir Klofningur,
höggvum þar tré og förum með það heim í
stofu og skreytum. Slíkt er þá jafnan eitthvað
tengt skötunni, sem er í hávegum höfð hér á
Vestfjörðum á þeim degi og er víða höfð á
borðum,“ segir Sigrún í Smiðjunni.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Ísafjörður Jólaverslunin er komin á fullt og
gengur vel, segir Sigrún Svanhvít.
Aðventa og
ullarsokkar
„Nýi miðbærinn kemur sterkur inn og hefur
gert Selfoss að staðnum sem leiðin liggur til.
Talsvert er um að fólk til dæmis úr borginni
komi hingað austur og dvelji hér á svæðinu
yfir helgi. Gefi sér tíma til þess að njóta alls
þess besta sem bærinn býður, hvort sem það
er afþreying eða þjónusta. Af þessu leiðir að
jólaverslunin hjá okkur hefur verið lífleg,“
segir Erla Gísladóttir kaupmaður í Motivo á
Selfossi.
Í Motivo fást fatnaður, gjafavörur og útivist-
arvörur ýmiskonar. Verslunin er líka vinsæl
og sérstaðan er skýr. Þar fást margar vörur og
merki sem bjóðast ekki í öðrum búðum.
Verslunin góða var stofnuð árið 2007 og hef-
ur gengið vel, sem Erla þakkar góðum við-
skiptavinum. Starfsemi Motivo var nú í sumar
flutt í Brúarstræti en svo heitir gatan sem
liggur í gegnum nýja miðbæinn á Selfossi. Sú
byggð verður stækkuð enn frekari á næstu ár-
um með fleiri húsum og enn fjölbreyttari starf-
semi en nú er.
„Selfoss hefur alltaf verið öðrum þræði
verslunarbær og með ótal búðum sem hafa
sína áhersluna hver styrkist staðurinn í þessu
hlutverki sínu. Hér í Motivo, sem er fjöl-
skyldufyrirtæki, eigum við góðan hóp við-
skiptavina héðan af svæðinu. Einnig kemur
hingað gjarnan sumarhúsafólkið sem á dval-
arstað hér í grennd og svo þau sem mæta
gagngert hingað til að njóta í þessum frábæra
miðbæ sem hefur komið Selfoss rækilega á
kortið,“ segir Erla, sem þykir verslunarstörfin
skemmtileg, ekki síst í aðdraganda jóla.
Gaman að hitta fólk í búðinni
„Vinnudagar í desember eru oft langir, en
ánægjulegir. Mér finnst einfaldlega mjög
gaman að hitta alls konar fólk og kaupmanna
er að mæta ólíkum óskum þess. Fyrr á árum
vann ég ýmis skrifstofustörf en ætlaði mér
annars alltaf að verða kaupmaður og hóf þann
feril í heimabyggð minni úti í Vestmanna-
eyjum fyrir 40 árum þegar við Grímur bróðir
minn rákum þar saman pysluvagn. Að selja
pylsur – eða föt og gjafavörur eins og ég geri
nú – er annars ekki ólíkt. Allt snýst þetta um
samskipti við fólk svo allir séu sáttir að við-
skiptum lokum.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Selfoss Ætlaði alltaf að verða kaupmaður,
segir Erla Gísladóttir um verslunarstörfin.
Motivo er í
miðbænum
Húsavík og hangikjöt eru gjarnan nefnd í
sömu andrá, svo þekkt er sú framleiðsla í
bænum. Úr vinnslu Norðlenska er líka stutt
yfir í verslun Nettó við Garðarsbrautina, þar
sem Helga Kristjana Geirsdóttir er versl-
unarstjóri. „Jólaverslunin er komin alveg á
fullt hjá okkur og hangikjötið selst vel. Er
hér eins og víðast hvar annars staðar vænt-
anlega víða á borðum á jóladag. Hér á Húsa-
vík held ég svo að sterk hefð sé fyrir á mörg-
um heimilum að vera með rjúpu á aðfanga-
dagskvöld rétt eins og hefur verið hefðin í
heimabyggð minni austur á Vopnafirði. Svo
er líka góð sala hér í ýmsu öðru svo sem smá-
kökum og sælgæti, því fólk vill gjarnan gera
vel við sig um hátíðirnar,“ segir versl-
unarstjórinn.
Helga Kristjana hefur stýrt Nettóbúðinni á
Húsavík síðan í haust. Hún segir starfið afar
líflegt og að búðin sé í raun skurðpunktur
samfélagsins. Þangað liggi leið flestra þegar
nauðsynjar þarf til heimilis. „Hingað koma
viðskiptavinir til dæmis frá Kópaskeri, Rauf-
arhöfn, Mývatnssveit og úr sveitunum hér
allt í kring. Úrvalið í verslunum hér á Húsa-
vík er ekki svo mikið eða þær svo margar að
hér fáist allt. Ég hygg að æði margir hér á
svæðinu geri sér erindi á Akureyri og geri
stórinnkaupin fyrir jólin þar. Slíkt er svo sem
ekki stórmál, því héðan frá Húsavík er þetta
ekki nema klukkutímaferð og færð á vegum
nú er með besta móti.“
Birgittubækur seljast vel
Í Nettó á Húsavík fást helstu nauðsynjar og
fleira, svo sem eftirsóttustu jólabækurnar.
Tæplega þarf að koma á óvart að þar nái háu
skori Lárubækurnar svonefndu, sem eru eftir
Birgittu Haukdal frá Húsavík.
„Þetta eru virkilega flottar bækur hjá
Birgittu, sem bæði börn og foreldrar eru
ánægð með. En svo spyrðu hvað ég vilji sjálf í
jólagjöf. Jú, ég er búin að leggja inn pöntun
fyrir Air Fryer – loftsteikingarpottinum sem
allir eru að tala um núna og er sennilega upp-
haf byltingar í matargerð á heimilum heims-
ins. Vonandi gengur eftir að ég fái þessa
gjöf,“ segir Helga Kristjana Geirsdóttir á
Húsavík.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Húsavík Fólk vill gjarnan gera vel við sig um
hátíðirnar, segir Helga Kristjana í Nettó.
Hefð fyrir
hangikjöti