Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 80
80 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021 Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2022 voru kunngjörðar í sjónvarpsþættinum Kiljunni á RÚV í gærkvöldi. Að verðlaununum stendur Bandalag þýðenda og túlka í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda. Þau eru veitt fyrir bestu þýðingu á bókmenntaverki og er til- gangur þeirra að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskrar menningar. Alls bárust í ár um 70 bækur frá 15 forlögum. Tilnefndir þýðendur eru í stafrófsröð þeirra: Ásdís R. Magnúsdóttir fyrir þýðingu sína á Fríða og dýrið, franskar sögur og ævintýri fyrri alda sem Háskólaútgáfan gefur út; Gunnar Þorri Pétursson fyrir þýðingu sína á Tsjerno- byl-bænin – framtíðarannáll eftir Svetlana Aleksíevítsj sem Angústúra gefur; Hallgrímur Helgason fyrir þýðingu sína á Hjartað mitt eftir Jo Witek og Christine Roussey sem Drápa gef- ur út; Jóhann Hauksson fyrir þýðingu sína á Rannsóknir í heimspeki eftir Ludwig Witt- genstein sem Háskólaútgáfan gefur út; Jón Stefán Kristjánsson fyrir þýðingu sína á Glæst- ar vonir eftir Charles Dickens sem Mál og menning gefur út; Jón Hallur Stefánsson fyrir þýðingu sína á Ef við værum á venjulegum stað eftir Juan Pablo Villalobos sem Angústúra gef- ur út og Sólveig Sif Hreiðarsdóttir fyrir þýðingu sína á Á hjara veraldar eftir Geraldine McCaug- hrean sem Kver bókaútgáfa gefur út. Í umsögn dómnefndar um á Fríða og dýrið segir: „Verkið inniheldur alls 17 franskar sögur, allt frá 12. öld fram til 18. aldar og hafa aldrei birst fyrr í íslenskri þýðingu. Auk þess ritar þýðandinn inngang þar sem saga stuttra sagna eða stuttra texta er sögð. Bæði sögurnar og vandaður inngangur þeirra eru mikilsvert fram- lag til þekkingar okkar á bókmenntum sem við höfum litlar spurnir haft af. Sögurnar eru mjög ólíkar hver annarri og stíll þeirra sömuleiðis. Þann vanda leysir Ásdís með mikilli prýði þann- ig að hver saga nýtur sérkenna sinna til fulls.“ Um á Tsjernobyl-bænin segir: Þetta verk segir skelfilega sögu, ekki einungis af atburðinum sjálf- um, Tsjernobyl-slysinu, heldur og af því sem fylgdi í kjölfarið en ekki síst af því sem á líklega eftir að sannast. Undirtitill verksins, „framtíðar- annáll“, vekur skelk og ekki síður einkunnarorð verksins, „Við erum úr lofti en ekki úr jörðu kom- in.“ Það boðar ekki gott að vera úr loftinu sem Tsjernobyl andaði yfir okkur. Hér segja margir sögu sína með ólíkum röddum. Þessum röddum kemur þýðandi til skila með glæsibrag.“ Góð ljóð geta ratað til barna Um Hjartað mitt segir: „Þetta verk fjallar um hjartað og um það sem í því býr, allar tilfinning- arnar. Bókin er ákaflega fallega úr garði gerð, teikningarnar líflegar og textinn, hefðbundin ljóð, sérlega fallegur. Þar kemur að hlut þýðandans, Hallgríms Helgasonar, sem leysir hlutverk sitt einstaklega vel af hendi. Bókin er ábending um að góð ljóð geta ratað til barna og leitt þau til skiln- ings og tjáningar á óróleikanum í hjartanu.“ Um Rannsóknir í heimspeki segir. „Ludwig Wittgenstein hefur alltaf verið talinn erfiður af- lestrar og um bók sína, Rannsóknir í heimspeki, segir hann að þar séu punktar sem á 16 árum „tóku sífelldum breytingum og röðuðust saman í sínýjar myndir“. Því gefur augaleið að slíkan texta er ekki auðvelt að þýða en það hefur Jóhanni Haukssyni tekist þannig að einbeittur lesandi getur áttað sig á „athugasemdum“ Wittgensteins. Það er sárasjaldan að þýðendur leggi í vandaverk sem þetta og því ber að fagna þegar það tekst jafn vel sem hér.“ Vegur salt á milli raunsæis og töfra Um Glæstar vonir segir: „Það er mikill fengur að fá íslenska þýðingu á þessu klassíska verki Dickens sem hingað til hefur verið lokað öðrum en þeim sem eru meira en stautfærir í ensku máli. Þótt gömul sé, á sagan, eins og öll sígild verk, enn erindi til samtímans. Þýðandinn, Jón St. Kristjánsson, vinnur verk sitt glæsilega og nær að flytja blæ ritunartímans til lesenda okkar tíma ásamt þeirri hæðni og húmor sem einkennir þetta verk Dickens.“ Um Ef við værum á venjulegum stað segir: „Sagan fjallar um örreytisþorp í Mexikó, þar sem fátæktin er mæld í ólíkum birgðum af osta- fylltum maísflatkökum. Frásögnin vegur salt á milli hins raunverulega og töfraraunsæis. Jón Hallur kemur vel til skila blæbrigðum frásagn- arinnar, háði og kímilegum aðstæðum þótt hrika- legar séu.“ Forvitnileg og holl lesning Um Á Hjara veraldar segir: „Skáldsagan Á hjara veraldar gerist á 18. öld og greinir frá örlögum manna sem verða innlyksa á eyði- eyjunni St. Kildu úti í Atlantshafi fjarri manna- byggðum og verður að bjarga sér með öllum til- tækum ráðum. Sagan er ætluð börnum og unglingum og er þeim áreiðanlega forvitnileg og holl lesning. Það öryggi, sem ungt fólk í okkar heimshorni býr við, er ekki sjálfsagt og hefur aldrei verið. Þýðingin er vandaverk. Umhverfið, störf manna og hugmyndir eru framandi og ýmis hugtök sem við sögu koma fjarlæg okkur. Þýð- andanum hefur því verið vandi á höndum en þann vanda leysir Sólveig Eir Hreiðarsdóttir með mikilli prýði og opnar okkur framandlegan en þó kunnuglegan heim.“ Í dómnefnd þetta árið sitja Elísabet Gunnars- dóttir, Þórður Helgason og Guðrún H. Tulinius, sem er formaður. Íslensku þýðingaverðlaunin 2022 verða afhent í febrúar á næsta ári. silja@mbl.is Sjö nýjar þýðingar tilnefndar - Verðlaununum ætlað að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskrar menningar - Veitt árlega frá 2005 - Verk tilnefnd eftir meðal annars Aleksíevítsj, Dickens og Wittgenstein Ásdís R. Magnúsdóttir Gunnar Þorri Pétursson Jóhann Hauksson Jón Stefán Kristjánsson Hallgrímur Helgason Sólveig Sif Hreiðarsdóttir Jón Hallur Stefánsson AF LISTUM Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Sviðslistahópurinn Slembilukka frumsýndi fyrr í þessum mánuði sviðsverkið Á vísum stað. Upp- færslan er sýnd í sýningarrými á þriðju hæð Borgarleikhússins undir merkjum Umbúðalauss. Síðustu misseri hefur Umbúðalaust verið spennandi vettvangur þar sem nýir sviðshöfundar hafa fengið frelsi til að þróa hugmyndir og gera áhuga- verðar tilraunir. Þar er Á vísum stað engin undantekning. Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir sviðshöfundur, Eygló Höskulds- dóttir Viborg tónskáld og Laufey Haraldsdóttir leikkona, sem skipa Slembilukku, leggja í verkinu upp í skemmtilegan leiðangur þar sem geymslur og geymsluþörf mann- eskjunnar eru til rannsóknar. Meðal þess sem þær gaumgæfa er hvers vegna við geymum hluti, hvað við geymum og hvernig dót breytist í drasl og öfugt, því drasl eins getur hæglega orðið fjársjóður annars. Hvað gefur hlutum gildi? Er það verðmæti þeirra, notagildi eða tengslin við fortíðina sem gætu glat- ast ef hlutnum sjálfum væri fargað? Samfara því að skoða hvernig best sé að raða inn í geymslur skoða þær það óæskilega líf sem þar getur kviknað og leynst. Loks beina þær sjónum sínum að því hver sé mun- urinn á geymslu og safni. Leiðarstef sýningarinnar er leit hópsins að lykilgrip fyrir safn sem hópurinn stefnir að því að opna í sýningarlok og þar eru áhorfendur virkjaðir til að kjósa á milli ólíkra hluta eftir að hafa heyrt sögurnar á bak við munina. Leikmyndin og búningar þjóna framvindunni vel. Leikmyndin, sem er að fullu endurnýtanleg, saman- stendur af ýmsum pappakössum og hlutum sem hópurinn hefur fengið að láni frá nytjamarkaði og viðmæl- endum auk persónulegra muna sýn- enda. Þar getur að líta fyrsta Andrésar Andar-blaðið sem kom út á íslensku, forláta servíuettusafn og kassettu með upptöku af miðilsfundi svo fátt eitt sé nefnt. Eftir því sem á sýninguna líður víkja vinnugallarnir og klassískir stuttermabolir fyrir kjólum með áhugaverðum sögum. Bryndís, Eygló og Laufey njóta sín vel í miðlun rannsóknarinnar, hvort sem það er með yfirferð á þar til gerðri glærusýningu sem geymir margs konar tölfræði eða í dansi með spreybrúsa og kústskaft við hönd. Þær hafa góðan sviðssjarma og ná auðveldlega að heilla áhorf- endur með vangaveltum sínum. Bryndís fór á kostum í ljóða- upplestri þar sem birtust bæði fyndnar og angurværar pælingar um geymslur sem eru fullar af ákvörðunum sem við erum að bíða með að taka og eins hvernig hægt er að nota annað fólk sem geymslur. Laufey flutti opnunarræðu nýja safnsins með glettnum hætti. Flutn- ingur Eyglóar á „Lofsöngnum“ eftir Matthías Jochumsson við lag Svein- björns Sveinbjörnssonar í anda flutnings Arethu Franklin á „Amaz- ing Grace“ var síðan stórkostlegur endapunktur á frábærri sýningu. Í viðtali við Eygló sem birtist í Morgunblaðinu á frumsýningardag sagðist hún halda að enginn sem sæi sýninguna kæmist hjá því að líta í eigin barm og spegla sig í geymsl- unni sinni. Þar hitti hún svo sannar- lega naglann á höfuðið því óhjá- kvæmilega vekur sýningin ótal spurningar sem við flest ef ekki öll hljótum að spyrja okkur að sýningu lokinni. Eigum við það til dæmis ekki öll sameiginlegt að geyma hluti sem við vitum aldrei hvenær við munum nota aftur en getum samt ekki hugsað okkur að farga? Eitthvað verður að geyma Morgunblaðið/Eggert Rannsókn „Bryndís, Eygló og Laufey njóta sín vel í miðlun rannsókn- arinnar,“ segir um uppfærsluna Á vísum stað sem Slembilukka sýnir. »Hvað gefur hlutum gildi? Er það verð- mæti þeirra, notagildi eða tengslin við fortíð- ina sem gætu glatast ef hlutnum sjálfum væri fargað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.