Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021 Morgunblaðið/Baldur Læknanemar í Martin Frá vinstri: Auður Kristín Pétursdóttir, Edda Þórunn Þórarinsdóttir, Eva Mey Guðmunds- dóttir, Arna Pálsdóttir, Silja Kristín Guðmundsdóttir, Alexandra Hafþórsdóttir og Bjarni Fannar Kjartansson. VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Milt veður var og hlýtt en haustlitir í rjóðrum þegar Morgunblaðið heim- sótti háskólabæinn Martin í Slóvakíu um miðjan nóvember. Bærinn er nokkur hundruð kíló- metra norðaustur af höfuðborginni Bratislava og þar búa um 54 þúsund manns. Bærinn er umkringdur skógivöxnum fjallshlíðum en nokkur hundruð kílómetrum norðar liggja landamærin að Póllandi. Martin er því ekki í alfaraleið fyrir Íslendinga en samt er það svo að síð- ustu ár hefur þar orðið til fjölmenn nýlenda íslenskra læknanema. Það er ekki síst að þakka starfi Runólfs Oddssonar, ræðismanns Slóvakíu á Íslandi, sem hefur kynnt læknanámið á Íslandi og greitt götu þeirra ríflega þrjú hundruð nema sem hafa skráð sig í læknanámið. Eftir heimsókn á bæjarskrifstof- urnar og skoðunarferð um húsa- kynni Jessenius-læknadeildarinnar við háskólann í Martin lá leiðin í fundarherbergi þar sem sjö íslenskir læknanemar tóku á móti gestum. Arna Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra læknanema í Slóvakíu (FÍLS), hafði orð fyrir hópnum. Heldur utan um viðburði Spurð um formannsstörfin segist Arna halda utan um viðburði, koma á framfæri upplýsingum til nemenda og skipuleggja félagslíf svo eitthvað sé nefnt. Félagsmenn séu nú 123 talsins og hér um bil sex af hverjum tíu konur. En alls 179 Íslendingar eru nú í læknadeildinni. „Við erum með ýmsa viðburði. Þar ber hæst árstíðina sem átti að vera þessa helgi [13. og 14. nóvember] en vegna aðstæðna þurftum við því mið- ur að fresta henni. Við erum svo með skíðaferð í mars sem er líka einn af stærri viðburðum okkar. Þá erum við árlega með kynningarviku fyrir nýnema, eða svonefnda „buddy week“, sem kemur reyndar frá norska nemendafélaginu, í byrjun september. Þetta árið fengum við að taka meiri þátt í viðburðinum en við erum líka að reyna að styrkja þetta samstarf. Svo erum við með smærri viðburði eins og spurningaleiki og hrekkjavöku,“ segir Arna. Eins og önnur fjölskylda – En hversu mikið samneyti skyldu Íslendingarnir hafa? Eva Mey Guðmundsdóttir verður þá til svara: „Þetta er eins og önnur fjölskylda okkar. Við hlökkum alltaf til að koma hingað og hittast. Við reiðum okkur mikið hvert á annað.“ Alexandra Hafþórsdóttir, nemi á þriðja ári, er næst til svara en systir hennar, Tinna, er á fjórða árinu: „Við hjálpumst að við allt mögu- legt. Við eldum saman, við förum út að borða saman og við ferðumst saman til annarra borga.“ Silja Kristín Guðmundsdóttir: „Svo erum við fá, aðeins tíu saman í bekk, og þá verður til ákveðinn kjarni. Þú fylgir þessum bekk yfir- leitt í gegnum þessi sex ár og hann gerir oft eitthvað saman.“ – Hvernig er kaupmátturinn? Silja: „Mjög fínn. Við getum ferðast mikið og það er klárlega mun ódýrara að lifa hérna en á Íslandi.“ Alexandra: „Svo lækkar leigan ef tveir deila með sér íbúð.“ Víkkar sjóndeildarhringinn – Hvers vegna eruð þið hér? Arna: „Ég sá tækifæri til að læra erlendis og maður hugsaði með sér að það hlyti að vera frábært að geta nýtt skólaárin til að vera í flottum skóla, en geta jafnframt ferðast til annarra landa og víkkað sjóndeild- arhringinn. Það er einnig kostur að geta kynnst nemendum frá öðrum löndum. Ég sá þetta sem ævintýri í leiðinni.“ Edda Þórunn Þórarinsdóttir: „Margir hafa ætlað sér að skipta yfir til Danmerkur [fyrir síðustu þrjú ár námsins] en hafa hætt við af því að þeim finnst svo gaman hérna. Og við erum orðin svo náin.“ – Hvernig gengur slóvakískan? Silja: „Við lærum hana fyrstu tvö árin. Hún lærist jafnt og þétt.“ Eva Mey: „Slóvakarnir eru frá- bærir. Þeir eru opnir og maður lærir meira með því að vera með þeim.“ Alexandra: „Á spítalanum hittum við slóvakíska sjúklinga sem tala ekki ensku. Þá æfist maður.“ Þurfa að vera vel lesin – Hvernig eru kennsluhættir í samanburði við Ísland? Auður Kristín Pétursdóttir: „Ég held að kennsluaðferðirnar séu svo- lítið ólíkar því sem gerist á Íslandi. Maður þarf að koma vel undir- búinn í flesta tíma af því að maður er iðulega spurður [út í námsefnið].“ – Er meiri agi hér en á Íslandi? Auður: „Það er að minnsta kosti mikill agi, en ég þekki námið á Ís- landi ekki nógu vel til að geta sagt til um hvort hann sé meiri hér eða heima. Hér eru kennsluaðferðirnar meira eftir gamla skólanum.“ – Það gengur sem sagt ekki að mæta óundirbúinn í tíma? Auður: „Alls ekki. Það er passað upp á að þú sért vel undirbúinn með því að spyrja þig út í efnið fyrir framan allan bekkinn. Svo eru það lokaprófin, sem eru oftast munnleg, en á Íslandi eru þau jafnan skrifleg.“ – Hér er byrjað að prófa munn- lega úr námsefninu eftir fyrstu önn- ina. Voru það viðbrigði fyrir ykkur? Auður: „Já, ég held að allir hafi verið svolítið stressaðir.“ Martin Gengið upp menntaveginn. Skóglendi Hlíðarnar í kringum háskólabæinn Martin eru skógi vaxnar. Íslensk læknanýlenda í Slóvakíu - Um 180 íslenskir læknanemar eru nú skráðir í Jessenius-læknadeildina við háskólann í Martin - Þeir halda hópinn og setja svip á bæinn - Hugur margra stendur til að starfa víða um heim Í skólanum Silja Kristín, dr. Jana Plevkova og Arna Pálsdóttir. 5 SJÁ SÍÐU 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.