Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Norðmað-
urinn
Magnus
Carlsen varði
heimsmeistaratitil
sinn í skák í fjórða
sinn í liðinni viku
og var það hans
fimmti titill. Yfir-
burðir Carlsens á móti Rúss-
anum Jan Nepomniacthchi í
Dúbaí voru miklir. Þeir tefldu
ellefu skákir, Carlsen vann
fjórar og hinum lyktaði með
jafntefli. Einvígið virtist ætla
að verða jafnt framan af, en
það breyttist eftir að Carlsen
tókst að knýja fram sinn
fyrsta sigur í sjöttu skákinni.
Sagði Helgi Ólafsson stór-
meistari í skákskýringarþætti
sínum í Morgunblaðinu á
laugardag að frammistaða
Rússans eftir sjöttu skákina
ylli „vonbrigðum og undrun
og er vart hægt að kalla hann
verðugan áskoranda ef horft
er til þeirra furðulegu mis-
taka sem honum urðu á“.
Carlsen var undrabarn í
skák og vakti snemma at-
hygli. 13 ára tók hann þátt í
atskákmótinu Reykjavík
Rapid og gerði sér lítið fyrir
eins og það var orðað í frétt í
Morgunblaðinu daginn eftir
og vann Anatolí Karpov, fyrr-
verandi heimsmeistara. Þetta
var árið 2004. Tveimur árum
síðar tefldi Carlsen á Glitnis-
mótinu í hraðskák, sem haldið
var til minningar um Harald
Blöndal hæstaréttarlögmann.
Carlsen sigraði á mótinu og
lagði þar meðal annars að
velli Indverjann Viswanathan
Anand.
Anand var einmitt and-
stæðingur Carlsens í fyrsta
heimsmeistaraeinvígi hans
árið 2013 og aftur sigraði
Norðmaðurinn. Hann hefur
haldið titlinum síðan og unnið
margar aðrar vegtyllur í
skákheiminum að auki.
Carlsen er aðeins 31 árs
gamall og á því nóg eftir. Eitt-
hvað virðist þó glansinn vera
farinn af heimsmeistara-
titlinum og lýsti Carlsen yfir
því í fyrradag að ekki væri
víst að hann myndi verja tit-
ilinn í fimmta skiptið. „Mér
hefur verið ljóst mestallt
þetta ár að þetta heimsmeist-
araeinvígi yrði mitt síðasta,“
sagði Carlsen. „Þau hafa ekki
jafnmikla þýðingu fyrir mig
og áður. Mér hefur ekki fund-
ist að það jákvæða vægi
þyngra en það neikvæða.“
Hann bætti því þó við að
hann væri spenntur fyrir ein-
um mögulegum áskoranda,
fransk-íranska undrabarninu
Alireza Firouzja. Firouzja er
18 ára gamall. Hann sigraði á
móti í Riga í nóv-
ember þar sem
hann tryggði sér
rétt til þátttöku í
næstu lotu áskor-
endaeinvígja. Það
er því ekki ólík-
legt að Carlsen
verði að ósk sinni.
Ef Carlsen sigraði sjötta
sinni í heimsmeistaraeinvígi
færðist hann upp að Emanuel
Lasker og Míkal Botvinnik.
Þjóðverjinn Lasker var
heimsmeistari frá 1894 til
1921 og Sovétmaðurinn Botv-
innik frá 1948 til 1963, en tap-
aði titlinum reyndar tvisvar á
þeim tíma og vann hann aftur.
Garrí Kasparov og Karpov
sigruðu einnig sex sinnum, en
um tíma meðan á þeirra
sigurgöngu stóð var klofn-
ingur í skákheiminum og
keppt um tvo heimsmeistara-
titla.
Skákin á sér öflugar rætur
á Íslandi. Flestir Íslendingar
kunna mannganginn og marg-
ir gott betur. Ástæðurnar fyr-
ir því eru margvíslegar. Frið-
rik Ólafsson hefur borið
skákhróður Íslands víða. Árið
1972 beindust augu heimsins
að Íslandi þegar Reykjavík
varð vettvangur heimsmeist-
araeinvígis Bobbys Fischers
og Boris Spasskís í kalda
stríðinu miðju. Það einvígi gat
af sér kynslóð gríðarlega öfl-
ugra íslenskra skákmanna,
sem enn setja mark sitt á ís-
lenskt skáklíf. Þá gerði Hrók-
urinn sitt í 22 ár til að breiða
út fagnaðarerindi skákar-
innar til ungs fólks og barna
undir forustu Hrafns Jökuls-
sonar. Það starf mun halda
áfram að skila sér.
Fyrir vikið taka Íslend-
ingar við sér þegar tekist er á
um heimsmeistaratitilinn í
skák og fylgjast margir
grannt með framvindunni.
Ekki sakar að núverandi
heimsmeistari er frá Noregi
og hefur oft komið hingað
bæði til að tefla og fylgjast
með á skákmótum.
Carlsen kveðst hvergi
hættur að tefla. Hann segir að
skákin færi sér mikla gleði
þótt heimsmeistaraeinvígin
hafi ekki gert það. Hann lang-
ar til dæmis að reyna að kom-
ast yfir 2.900 elo-stig. Því hef-
ur enginn náð hingað til og á
Carlsen núgildandi met, sem
er 2.882 stig.
Það væri synd ef Carlsen
ákvæði að hann nennti ekki að
verja titilinn. Með því myndi
hann gera arftaka sínum óleik
því hann myndi vita að hann
hefði ekki þurft að etja kappi
við þann besta til að næla í tit-
ilinn.
Magnus Carlsen
undirstrikaði sér-
stöðu sína með því
að sigra í sínu
fimmta heimsmeist-
araeinvígi}
Hin fagra íþrótt
Í
stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar
Katrínar Jakobsdóttur er áhersla
lögð á baráttuna við loftslagsbreyt-
ingar og umhverfisvernd. Þar segir
meðal annars að Ísland eigi að vera í
fararbroddi í umhverfismálum á alþjóðavísu.
Þróun og árangur íslensks samfélags hefur
byggst á því að skapa jafnvægi í sambýli fólks
og náttúru og á þeim grunni þarf að byggja til
framtíðar og tryggja forsendur til velsældar
núverandi og komandi kynslóða. Við erum
hluti af vistkerfum jarðar en þau þarf bæði að
vernda og efla og sjálfbærni í allri umgengni
við náttúruna er í því samhengi lykilatriði.
Markmið ríkisstjórnarinnar í loftslags-
málum eru meðal annars að leggja áherslu á
aðgerðir til að draga úr losun vegna landnotk-
unar, hraða orkuskiptum og setja áfangaskipt
losunarmarkmið fyrir hvern geira, í samráði við sveitar-
félög og atvinnulífið.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar eru sérstök
markmið sem snúa að loftslagsvænni landbúnaði. Þar má
til dæmis nefna þau markmið að efla innlenda landbún-
aðarframleiðslu og samhæfa stuðning hins opinbera með
það að markmiði að styrkja og fjölga stoðum landbún-
aðar á grunni sjálfbærrar nýtingar í þágu loftslagsmála,
umhverfis- og náttúruverndar og fjölbreytni í ræktun.
Einnig verður útfærður rammi um framleiðslu vottaðra
kolefniseininga í landbúnaði og annarri tengdri land-
notkun.
Ég mun leggja áherslu á framgang verk-
efna sem stuðla að loftslagsvænni landbúnaði
í embætti sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra. Þar búum við að góðum grunni, til
dæmis aðgerðaáætlun Íslands í loftslags-
málum frá 2020, en íslensk stjórnvöld hafa
þar sett sér skýr markmið um aðgerðir til að
stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsa-
lofttegunda til ársins 2030.
Í aðgerðaáætluninni er sérstakur kafli til-
einkaður landbúnaði þar sem fram koma
fimm aðgerðir sem eru til þess fallnar að
draga úr losun í landbúnaði, en losun gróður-
húsalofttegunda frá landbúnaði kemur eink-
um frá búfé og notkun áburðar. Aðgerðirnar
sem snúa að landbúnaði eru loftslagsvænni
landbúnaður, kolefnishlutleysi í nautgripa-
rækt, aukin innlend grænmetisframleiðsla,
bætt nýting og meðhöndlun áburðar og bætt fóðrun bú-
fjár til að draga úr iðragerjun. Mikilvægt er að koma
þessum aðgerðum til framkvæmda, og samtímis þarf að
gæta að því að afkoma bænda skerðist ekki. Í frumvarpi
til fjárlaga fyrir árið 2022 eykst fjárheimild til loftslags-
aðgerða í landbúnaði um 75 milljónir króna.
Með því að vinna markvisst að því að stuðla að grænni
og loftslagsvænni landbúnaði gætum við að lífríkinu og
drögum úr neikvæðum loftslagsbreytingum af manna-
völdum. Það er mikilvægt markmið.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Loftslagsvænni landbúnaður
Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
anlega mjög lítil, enda um lítið mann-
virki að ræða. Verði virkjað þykir lík-
legt að sjávarstaða verði með líkum
hætti og hún var fyrir þverun fjarð-
arins með tilheyrandi endurheimt
leira, hækkuðu seltustigi í lóninu og
aukinni blöndun varma inn í lónið frá
hafi, að minnsta kosti að vetri til.
Ýldulykt af ísöltu vatni lónsins og
aukning á lagnaðarís ættu að ganga
til baka.
Sjónræn áhrif af flutningslínum
frá virkjuninni til spennuvirkis
Landsnets í Geiradal velta á því
hvort jarðstrengur eða loftlína verða
valin til að flytja rafmagnið þessa 7-8
km leið.
Í minnisblaði sem fylgir um-
sókninni kemur m.a. fram að Gils-
fjörður innan þverunar fjarðarins sé
nálægt 26 km2 miðað við hæsta stór-
straumsflatarmál. Gert er ráð fyrir
að flatarmál fjarðarins á stór-
straumsfjöru sé 18 km2. Þannig má
ætla að heildarrúmmál flóð-
tanks Gilsfjarðar sé 80
milljónir rúmmetra. Ætla
má að orkuframleiðsla
gæti numið mest 180-220
MWh á sólarhring. Upp-
sett afl virkjunarinnar
gæti mest orðið 25-30 MW.
Þá er sagt í minnisblaðinu
að vera megi að minni
virkjun sé hagkvæmari,
jafnvel undir 10 MW að
uppsettu afli.
Rannsaka virkjun
sjávarfalla í Gilsfirði
„Eðlisfræðin er ekki með okkur
en við erum að leita leiða,“ seg-
ir Jón Guðni Kristinsson, stjórn-
arformaður JGKHO ehf. sem er
með rannsóknarleyfi í Gilsfirði.
Hann segir að rannsóknir séu
byrjaðar.
„Fjörðurinn er mjög stór en
hæðarmunur lítill. Við höfum
ekki gefið upp alla von, en lík-
urnar á að þetta verði hag-
kvæmt eru ekki góðar,“ segir
Jón. Hugmyndin er að gera rás í
gegnum vegfyllinguna þar sem
fjörðurinn er dýpstur. Þar þurfa
túrbínurnar að vera. Rennslið
gæti orðið eins og þrjár Ölfus-
ár. Með virkjuninni færðist
umhverfið í lóninu innan veg-
fyllingarinnar nær fyrra
horfi. Sjávarborð mundi
lækka um um það bil einn
metra í lóninu og víð-
feðmar leirurnar
fara aftur að
koma upp
á fjöru.
Ekki einfalt
mál að virkja
GILSFJÖRÐUR
Jón Guðni
Kristinsson
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Gilsfjörður Horft til suðurs þar sem vegfylling þverar fjörðinn. Dýpið er
mest nokkru sunnan við brúna og þar er hugmyndin að setja niður túrbínur.
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
O
rkustofnun hefur gefið út
tvö rannsóknarleyfi vegna
mögulegrar virkjunar
sjávarfalla hér við land.
Annað sneri að virkjun sjávarfalla í
Hvammsfirði á Breiðafirði og er það
nú útrunnið.
Hitt rannsóknarleyfið snýr að
virkjun sjávarfalla undir þverun
Gilsfjarðar í Dalabyggð og Reyk-
hólasveit. Það var gefið út 26. febr-
úar 2021 og gildir til 25. febrúar
2026. Handhafi leyfisins er JGKHO
ehf. vegna áætlana um allt að 30 MW
sjávarfallavirkjun. Samkvæmt leyf-
isbréfinu skulu rannsóknir hefjast
innan eins árs frá útgáfu leyfisins og
vera lokið áður en leyfið fellur úr
gildi.
Í umsókn um rannsóknarleyfið
kemur fram að rannsaka eigi hag-
kvæmni þess að nýta rennsli í og úr
Gilsfirði innan Vestfjarðavegar sem
nú fellur undir brú á veginum. Virkj-
un yrði mögulega staðsett við núver-
andi vegstæði sem hefur þverað
fjörðinn frá því skömmu fyrir síð-
ustu aldamót. Einnig á að kanna
heppilega staðsetningu fyrir mögu-
lega virkjun og önnur mannvirki og
þörf fyrir flutningsvirki.
Gert er ráð fyrir að rannsókn-
unum verði skipt á tvö tímabil sem
hvort um sig taki tvö og hálft ár. Í
fyrri hluta fari fram rennslismæl-
ingar svo hægt sé að reikna út
mögulegt rennsli um væntanlega
virkjunarhverfla. Einnig verði
myndun lagnaðaríss rannsökuð en
hún gæti haft áhrif á rekstur virkj-
unar og eins á snjóalögum og öðrum
veðurfarslegum aðstæðum. Auk
þess verði gerð forkönnun á áætl-
uðum umhverfisáhrifum, þar með
talið varðandi hugsanleg áhrif á
fallaskipti. Sérstök áhersla verður
lögð á að meta sem fyrst fyrirliggj-
andi gögn um seltumælingar í lóninu
innan þverunar fjarðarins.
Lítil sjónræn áhrif
Á síðara tímbilinu er ætlunin að
halda áfram rannsóknum á sömu
þáttum og rannsakaðir voru á fyrra
tímabilinu, sé þess talin þörf. Auk
þess verði gerðar rannsóknir á berg-
lögum ásamt kortagerð.
Talið er að sjónræn áhrif vegna
stífluloka undir brúnni verði vænt-