Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021
Til hamingju - þú hefur fundið happatöluna!
Farðu inn á mbl.is/happatala, fylltu út upplýsingar um þig og sláðu inn Happatöluna.
Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland Vaknar á K100 í fyrramálið.
Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að tala þátt á hverjum fimmtudegi, því það er til mikils að vinna.
34
Þær eru margar leiðirnar til að
njóta aðventunnar og kannski nokk-
uð misjafnar eftir aldri fólks. Sumir
hætta sem betur fer aldrei að vera
jólabörn og fyllast hátíðleik og róm-
antík, en svo eru þeir sem vilja
djamma og skemmta sér á aðvent-
unni, til dæmis með því að taka þátt í
spurningakeppni sem tengist jólun-
um. Þeir hinir sömu eru heppnir, því
í kvöld, fimmtudagskvöld, verður
ein slík spurningakeppni á Kex hos-
teli við Skúlagötu í Sódómu Reykja-
vík. Þetta er svokallað JÓLÓ!-quiz
þar sem þemað er jólin og þá helst
birtingarmynd þeirra í bíómyndum,
tónlist og ýmissi poppmenningu.
Spurningahöfundur og dómari er
Davíð Roach Gunnarsson en hann ku
ekki vera hefðbundið jólabarn, svo
vænta má „kolsvartra jóla og mögu-
leika á því að mamma kyssi fleiri
jólasveina en pabba þinn“, eins og
segir í viðburði. Myndaþraut, lesnar
spurningar og tóndæmi spiluð. Tveir
til fjórir í liði og vegleg inneignar-
verðlaun í boði fyrir vinningshafa.
Nóg af kartöflum fyrir hina. Gleðin
hefst kl. 20 og stendur til 23. Nú er
lag að skella sér í keppni!
Jól Einhverjir ættu að kannast við þennan kauða úr jólakvikmynd.
Jólaspurningaleikur
- Spurt um bíómyndir, tónlist og fleira
Súðbyrðingur, smíði og notkun, fékk
á þriðjudag sess á skrá Menningar-
málastofnunar Sameinuðu þjóðanna,
UNESCO, yfir óáþreifanlegan menn-
ingararf. Súðbyrðingur er sérstök
norræn gerð báta, sem í tvö þúsund
ár hefur skipt sköpum fyrir sjósókn
Norðurlandanna. Súðbyrðingar geta
verið margvíslegir eftir svæðum, en
aðferðin við smíði þeirra er sú sama á
Norðurlöndunum.
Norðurlöndin stóðu saman að til-
nefningunni sem samþykkt var á
fundi Milliríkjanefndar um varðveislu
menningarerfða í París. Vitafélagið –
íslensk strandmenning hafði veg og
vanda af undirbúningi tilnefning-
arinnar fyrir hönd Íslands.
Hliðstæð Heimsminjaskránni
Í frétt á vef Stjórnarráðsins fagnar
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og
viðskiptaráðherra, þessum áfanga.
„Þessi viðurkenning er mikilvæg
hvatning til okkar að standa vörð um
og miðla menningararfinum – við
berum ábyrgð á honum saman,“ er
haft eftir Lilju. Hún þakkar félögum í
Vitafélaginu fyrir þeirra frumkvæði
og elju í verkefninu og fyrir að halda
á lofti mikilvægi íslenskrar strand-
menningar.
Skrá UNESCO yfir óáþreifan-
legan menningararf mannkynsins er
hliðstæð við hina þekktari Heims-
minjaskrá UNESCO, segir í frétt-
inni. Önnur skráin heldur utan um
heimsminjastaði en hin um lifandi
hefðir og menningarerfðir. Með
skráningunni staðfestir alþjóða-
samfélagið að viðkomandi menning-
ararf beri að varðveita fyrir ókomnar
kynslóðir.
Smíði súðbyrðinga byggir á hand-
verkshefð þar sem neðri brún fjalar
leggst ofan á efri brún næstu fjalar
fyrir neðan. Í upphafi voru borðin
saumuð saman áður en trénaglar og
síðar járn- og koparnaglar komu til
sögunnar. Frá alda öðli hafa súðbyrð-
ingar tengt saman samfélög stranda
á milli, fært norrænar þjóðir út í heim
og heiminn aftur til Norðurlandanna.
Hefðin við smíði og notkun súðbyrð-
inga er meginþáttur strandmenn-
ingar okkar og er sameiginleg arfleifð
Norðurlandanna, segir í fréttinni.
Vitafélagið – íslensk strandmenn-
ing, var stofnað árið 2003 sem frjáls
félagasamtök og eru félagar nú á
þriðja hundrað, einstaklingar, fé-
lagasamtök og stofnanir. Félagið hef-
ur haft það að meginmarkmiði sínu
að efla vitund Íslendinga um þau
miklu menningarverðmæti sem
liggja í og við strendur landsins.
aij@mbl.is
Norrænir súðbyrðingar
fá sess á skrá UNESCO
- Óáþreifanlegur
menningararfur
Ljósmynd/Vitafélag – íslensk strandmenning
Súðbyrðingur Hafliði Aðalsteinsson rær Sendlingi sem Ólafur Berg-
sveinsson langafi hans smíðaði upphaflega fyrir rúmum 130 árum.
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
Halli sem gert er ráð fyrir að verði
á rekstri Akureyrarbæjar á næsta
ári skýrist að stórum hluta af van-
fjármögnun í málaflokki fatlaðra.
Halla Björk Reynisdóttir, forseti
bæjarstjórnar Akureyrar, segir að
verið sé að fara yfir málaflokkinn
og kostnað við hann, en þegar sé
ljóst að mikla fjármuni komi til með
að vanta
„Við erum að skoða þessar tölur
en það er alveg ljóst að það vantar
stórar upphæðir, þær nema hundr-
uðum milljóna króna,“ segir hún.
Gert er ráð fyrir að halli á rekstri
Akureyrarbæjar verði rúmar 600
milljónir króna samkvæmt fjár-
hagsáætlun sem samþykkt var á
fundi bæjarstjórnar á þriðjudag.
Halla Björk segir að auk þess sem
fjármagn skorti með málaflokki
fatlaðra hafi kjarasamningar einnig
sín áhrif á niðurstöðuna, launa-
hækkanir og betri vinnutími.
Ágreiningur bitni ekki
á þjónustuþegum
„Það er sérstakt áhyggjuefni að
okkur sveitarfélögum og ríki skuli
ekki takast betur að meta það
hvernig skipting tekjustofna milli
þessara tveggja stjórnsýslustiga
þarf að vera til þess að þjónusta
viðkvæmustu hópa samfélagsins
sem best,“ segir Halla Björk. Í raun
sé ríkið að setja fram niðurskurðar-
kröfu á sveitarfélagið sem nemur
þeirri upphæð sem vanti með mála-
flokki fatlaðra. Þess utan séu oft
sett ný lög sem auki kröfur í lög-
bundnum málaflokkum sveitar-
félaga sem hækka rekstrarkostnað,
án þess að lögin hafi verið kostn-
aðarmetin eða rætt um hvernig eigi
að skipta fjármögnun á milli ríkis
og sveitarfélaga. „Það kemur hins
vegar ekki til greina að láta ágrein-
ing milli sveitarfélaga og ríkis um
fjármögnun bitna á þjónustuþegum,
það er algjörlega óviðunandi og
verður ekki gert,“ segir hún.
Jákvæð teikn á lofti
Halla Björk segir að þrátt fyrir
að hart sé í ári séu ýmis jákvæð
teikn á lofti eins og að „Akureyri
eigi eftir að verða sú svæðis-„borg“
sem okkur dreymir um og haldi
áfram að laða til sín fólk og fyrir-
tæki“. Íbúum hefur fjölgað um 370
það sem af er ári og segir hún að
það sé með allra mesta móti miðað
við hin síðari ár. Ekkert bendi til
annars en svipuð fjölgun sé í spil-
unum áfram.
„Við bjóðum yngri börnum en áð-
ur pláss á leikskólum og það eru
margvíslegar framkvæmdir fyrir-
hugaðar í sveitarfélaginu á næstu
misserum sem hafa jákvæð áhrif,“
segir hún. Nefnir hún sem dæmi að
unnið sé að uppbyggingu og við-
haldi félagslegra íbúða, verið sé að
ljósleiðaravæða Hrísey og stefnt að
áframhaldandi endurbótum á
grunnskólum og skólalóðum þeirra.
Hafin sé uppbygging við Austurbrú
og í miðbæ Akureyrar standi einnig
til að byggja upp. Tvö ný íbúða-
hverfi eru í farvatninu og hefjast
framkvæmdir í öðru þeirra næsta
vor. „Fram undan er einnig mikil
uppbygging á tjaldstæðisreitnum
við Þórunnarstræti og á Akureyr-
arvelli, en í kjölfar þess að ráðist
verður í að byggja KA-svæðið upp
að nýju er Akureyrarvöllur laus til
þróunar. Það er gríðarlega verð-
mætt svæði sem gæti gefið veru-
lega auknar tekjur,“ segir Halla
Björk.
600 milljóna króna halli hjá Akureyri
- Niðurskurðarkrafa frá ríki vegna vanfjármögnunar - Vantar hundruð milljóna með málaflokki fatl-
aðra - Jákvæð teikn á lofti - Íbúum hefur fjölgað um 370 á árinu - Framkvæmdir fram undan
Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri Nýsamþykkt fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir 600 milljóna króna hallarekstri á bæjarsjóði á næsta ári.